Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 1
Slöumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 ■ Kvöldsímar 86387 & 86392 og myndir þaðan. Á meöfylgj- andi mynd sjást menn vera að vitja um laxanet undir ölfusárbrúnni. ölfusárbrúin og Þjórsárbrnin hafa öðru fremur átt þátt i að gera Suðurland að öflugu og góðu héraði, auk frjósemi moldar- innar og dugnaði fólksins. Timamynd: Robert. Selfoss er bær framtiðarinnar I hinum viðlendu og fögru landbúnaðarhéruðum Suður- lands. Landbúnaðarsýningin, sem þar stendur nú yfir er glæsilegt vitni um þróttmikinn landbúnað og félagsmála- starfsemi, sem einkennt hefur Suðurland á þessari öld. A bls. 3 er grein um Selfoss Karpov bað um frest MóL — Anatoly Karpov, heims- meistarinn i skák, fór I gær fram á að 12. einvígisskák hans við Kortsnoj um heimsmeistaratitil- inn yrði frestað. Hvor keppandinn um sig, hefur leyfi til að fá þrem skákum frestaö af hverjum þrjátiu án þess að gefa upp neinar ákveðnar ástæður. Var þvi beiðni Karpovs samþykkt samstundis. Að sögn aðstoðarmanna heims- meistarans bað Karpov um frest- inn til að hvila sig, en heimildir úr herbúðum áskorandans sögðu, aö þetta væri eðli Karpovs. Hann heföi tefltilla nokkrar skákir i röö og þyrfti að átta sig á atburð- unum. Kins og fram hefur komið, tapaði Karpov 11 einvigisskákinni og hafa kapparnir nú unnið eina skák hvor. Sá hlýtur titilinn, sem fyrr verður til að sigra sex skákir. Næsta skák verður þvi tefld á þriðjudaginn. Forseti tslands dr. Kristján Eldjárn er verndari Landbúnaðarsýningarinnar á Selfossi. A myndinni sést Stefán Jasonarson formaður Búnaðarsambands Suðurlands afhenda forsetanum og frú Halldóru Eld- járn gjafir við opnun sýningarinnar. Atli Magnússon heimsótti Pál Zophaniasson nú i vik- unni og ræddi við hann um fagra og fágæta steina, sem Páll á mikið af og kann með að fara. Sjá bls. 14-15. Sólveig Jónsdóttir fer i heimsókn I dag til herra Sig- urbjarnar Einarssonar biskups, Guðmundar Jóns- sonar söngvara og konu hans Þóru Jónsdóttur, og Sigur- bergs Sigsteinssonar hand- boltakappa og konu hans Guðrúnar Hauksdóttur. Sjá bls. 16-17. Jón Þ. Þór sagnfræðingur segir frá nýrri bók um fall Miklagarðs árið 1453, þar sem ýmislegt nýtt kemur fram um hrun austróm- verska keisaradæmisins. Sjá. bls. 20-21. Fjölbreytt og glæsilegt Landbúnaðarblað fylgir Timanum I dag. Það verður sent öllum áskrifendum blaðsins og er selt I lausasölu meö sunnudagsblaöinu. Landbúnaðarblaðinu verður ennfremur dreift á Landbúnaðarsýningunni á Selfossi. <\MAÐARSjk ICCk 11.-20. ÁGÚST

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.