Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 13. ágúst 1978
21
menn meö sér falska von um
sameiningu við Rómarkirkjuna,
sem myndi bægja ógn Tyrkjans
frá. Doukas virðist einnig hafa
veriö bærilegur mannþekkjari,
þvi hann lýsir skemmtilega
Mehmed soldáni og helztu ráða-
mönnum viö hirö hans.
Doukas var ekki btisettur i
Miklagarði, en hann byggir frá-
sögn si'na af falli borgarinnar á
frásögnsjónarvotta, einkum
munka, sem flýou borgina eftir
sigur Tyrkja.
Nokkur sýnishorn af
sagnaritun Doukas —
En litum nú á sýnishorn af
sagnaritun Doukas. Tölurnar i
sviga aftan við hver ja grein vlsa
til kafla og blaðsiðutals am-
erisku útgáfunnar, sem hér er
fjallaö um. I fyrstu greininni
segir frá þvi er afi sagnaritar-
ans, M. Doukas, settist að i
skjóli Trykja eftir að hafa
veöjaö á rangan hest i valda-
baráttunni I Miklagarði:
„Doukas leit nu á hinn nýja
dvalarstað sem föðurland
sitt. Hann virti útlenda siö-
leysingjann sem væri hann
krýndur af Guði, og minntist
um leiö óhæfuverka Róm-
verja. Afi minn geröi sér
ljóst, að senn myndu öll lönd,
allt frá Þrakiu til Dónár, falla
Tyrkjum I skaut og þeir yrðu
allsráðandi. Það hafði fyrir
skó'mmu oröið raunin I
Frygiu og Litlu-Asiu, auk hér-
aðanna þar fyrir austan. Að
svo skyldi faravar vilji Guðs,
sem þannig refsaði hinum
rómversku forfeðrum vorum,
sem þá stjórnuðu, fyrir syndir
þeirra". (V,66).
Þess skal getið til skyringar,
að Doukas nefnir stjórnendur
Miklagarðsrikis gjarnan Róm-
verja. Er það i samræmi við
þann skilning Miklagarðs-
manna að riki þeirra væri beint
framhald Rómaveldis.
Einna fróðlegasti hluti rits
Doukas er frásögnin af falli
Miklagarðs. Verða nú birtar
glefsur úr þeirri sögu:
„Þegar öllum undirbiíningi
var lokið samkvæmt áætlun
sendi Mehmed sendiboða á
fund keisarans og skyldi hann
færa honum eftirfarandi
skilaboð: „Undirbúningi
árasarínnar er lokið. Nú er
runnin upp sú stund er allar
okkar áætlanir hafa miðast
við. Við skulum fela úrslitin
Guði á vald.
Hvað segið þér? Oskið þér að
yfirgef a borgina og f ara hvert á
land sem þér viljið ásamt
embættismönnum yðar? Þeir
mega taka eigur sínar með sér
og hvorki þér né vér munum
vinna borgarbúum mein. Eða
óskið þér að berjast og tapa
þannig bæði lifi og eignum og
láta Tyrki taka borgarbúa til
fanga og dreifa þeim siðan um
allar jarðir?" Svar keisarans og
öldungaráðsins var: ,,Ef þii
oskar þess, eins og þlnir forfeð-
ur hafa gertá undan þér, getur
þú, með vilja Guðs, lifað I friði
viðoss. Þeir lituá foreldra mlna
sem si'na foreldra og virtu þá
sem slika. Borgina töldu þeir
föðurland sitt. A erfiðleikatim-
um komu þeir inn I borgina og
var bjargað. Enginn varð lang-
lífur, sem barðist gegn henni.
Eigðu löndin og virkin, sem
hafa verið tekin af oss ólöglega.
Heimtu svo mikla skatta á ári
hverju sem vér getum frekast
greitt. Og farðu slðan I friði.
Geturðu veriö þess viss að sigur
blði þin? Hvorki ég, né nokkur
annar, sem dvelur i borginni,
hefur rétt til að gefa hana öör-
um á vald. Vér viljum fcvi frek-
ar láta lifiö en bjarga oss með
uppgjöf".
Þegar harðstjórinn fékk þetta
svar örvænti hann um að vinna
borgina án blóðsúthellinga.
Hann skipaði þvi köllurum sin-
um að tilkynna öllum hernum
hvaða dag árásin á borgina yrði
gerð. Jafnframt sór hann þess
eið, að sjáli'ur óskaði hann sér
einskis ávinnings utan htisa og
mannvirkja borgarinnar. Um
þá fjársjóði og fanga, sem
kynnu að verða teknir, sagði
hann: „Þeir skulu verða ykk-
ar". Og hermennirnir lustu upp
fagnaðarópi til samþykkis".
(XXXIX, 220).
Og skömmu slðar:
„A sunnudegi hóf harðstjór-
inn árásina af fullum krafti. Allt
kvöldið og alla nóttina sótu'
hann latlaust. Það var á allra
heilagra messu, 27. dag mái-
mánaðar". (XXXIX, 221).
Og enn slðar I sama kafla þeg-
ar Doukas hefur lýst þvi er
varnir Miklagarðs tóku að
bresta og Tyrkir streymdu inn I
borgina:
.Jíeisarinn stóð örvæntingar-
fullur meðsverð sitt ogskjöld
oghrópaði: ,,Vill ekkieinhver
kristinn maður höggva af mér
höfuðið?" En hann var einn
og yfirgefinn. Þá kom þar að
Tyrki og særði hann með
sverðshöggi. Keisarinn hjó til
hans en I sama mund kom
annar tyrkneskur hermaður
aftan að honum og hjó hann
banahögg. Keisarinn féll til
jarðar og tyrkirnir sneru hon-
um á grtifu eins og venjuleg-
um hermanni. Siðan fóru þeir
leiðar sinnar af því þeir vissu
ekki að hann var keisari".
(XXXIX, 224).
Þannig lauk ævi siðasta róm-
verska keisarans. Mörg fleiri
dæmi mætti taka úr skemmti-
legri frásögn Doukas en þetta
verður að nægja hér.
Ný visindaleg útgáfa.
Dr. Harry J. Magoulias,
prófessor við Wayne State Uni-
versity, hefur haft allan veg og
vanda af útgáfu ritsins. Hann
þýddi það á ensku og fór þar eft-
ir rumenskri útgáfu, sem Vasile
Grecu gaf tit I Búkarest árið
1958. Þetta er I fyrsta skipti,
sem rit Doukas er gefið út á
ensku, og raunar hefur það
aöeins verið prentað fimm sinn-
um áður. Fyrsta prentaða út-
gáfan kom Ut i Paris árið 1649 og
siðan var htin endurprentuð i
Feneyjum 1729. Arið 1834 gaf
þýzki fræðimaðurinn Immanuel
Bekker ritið út i Bonn og var sti
útgáfa hluti ritraðarinnar
Corpus scriptorum historiae
byzantine. í þeirri útgáfu var
bætt við gamalli italskri þýð-
ingu, sem heldur áfram, þar
sem handriti Doukas sleppir og
segir frá falli Mitylenu. Þetta
hefur ruglaö marga fræðimenn
og orðið til þess, að ýmsir vilja
halda þvi fram, að siðasta blað
upprunalega handritsins hafi
glatazt. Prófessor Magoulias
telur hins vegar Hklegast, að
höfundur ítölsku þýðingarinnar
hafi byggt viðbót sina á öðrum
heimildum. Fjórða útgáfa rits-
ins var I Migne, Patrologia
Graeca. Fimmta, og fyrsta
fræðilega útgáfa ritsins var svo
rumenska Utgáfan, sem áður
var getíð.
Prófessor Magoulias hefur
unnið sitt verk vel. Hann ritar
skemmtilegan inngang að ritinu
og hefur samiö skýringar við
það. Auk þessa hefur hann prýtt
ritið myndum, sem hann hefur
sjálfur tekið af helztu sögustöð-
unum, sem Doukas fjallar um.
Magoulias er velþekktur fræði-
maður á sviði byzantiskrar
sögu. Arið 1970 gaf hann út rit
um hana, sem nefnist Byzantine
Christianity: Emperor, Church
and the West.
ÖNFIRÐINGAR!
Að treysta sjálfum sér, vinna vel og standa saman, frjálsir menn
meö sama rétt. Það er
vegurinn til velmegunar
Kaupfélagið er bundið við héraðið — svo að aldrei verður skilið
þar á milli.
kaupfélag Önfirðinga
FLATEYRI °
VÖRUFLUTNINGAR:
REYKJAVÍK — HVAMMSTANGI
Afgreiðsla á Vöruflutningamiðstöðinni, Borg-
artúni 21
Það er alkunnugt i Vestur-Húnavatnssýslu, og
raunar viðar, að söluverð á aðfluttum vörum er
lægra hjá KVH en viðast annars staðar.
Kaupfélagið útvegar félagsmönnum sinum nauðsynjavörur eftir þvi, sem
ástæður leyfa á hverjum tima, og tekur framleiðsluvörur þeirra i umboðs-
sölu.
kaupfélag Vestur-Hú nvetninga
HVAMMSTANGA °