Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 13. ágúst 1978 Við hringveginn Yfir reimleikaheiði A Blönduósi er engin höfn, aö- eins bryggjustUfur. Þaöan eru núgeröir út bátar á rækju. Þeir eru oftast viö bryggju á Hvammstanga eoa Skagaströnd þegar lagt er ao landi. Heyskapur er i fullum gangi i HUnavatnssýslum, „spotta- vélarnar"skila Ur sérsnyrtileg- um ferköntuöum böggum, Sumarið var seint á ferðinni á Norðausturlandi. Þar var nær hvergi fariö aö slá um miðjan jUlí. Það er 22. jUli, laugardagur. Umferðin vex er við nálgumst Staðarskála. Þar er vega- lögreglan við radarmælingar . Eins og þaö er sjálfsagöur hlutur er það þó eiginlega svik, þvi aö i Kolfafirði syðra er skilti, sem á stendur „Radarmæling- ar", og skilti þetta bendir til þess, að þær fari einungis fram innan þess svæðis þ.e. stór Reykjavikursvæðins og er nán- ast hlægileg aðvörun, enda sjálfsagt að radarmælingar fari fram um allt land eins og lögreglubillinn við Staðarskála sýndi. í Staðarskála var drukkið kaffi við ljúfa lifandi mUsik, sem rauðhærð stúlka laðaði fram Ur einhvers konar kassa. Enginn yfirtróð hraðareglur meðan stansað var, enda i sam- ræmi við reynslu okkar þessa daga. ökumenn viröast fara vel eftir umferðarreglum og kurt- eisi og tillitssemi var áberandi þáttur i fari ökumanna þessa dagana. Um Borðeyri var ekið upp á Laxárdalsheiði og tóku nU vegir að versna. Er skemmst frá þvi að segja, að vegirnir i Vestur- landskjördæmi eru nú lang- verstu vegir landsins. Þar vant- ar nær alls staðar ofaniburð og raunar nýja vegi. Hvörfin frá þvi i vor eru að vlsu orðin þurr, en þau eru enn á sinum stað, lausamöl og hryggir gera veginn vandrataðan. 1 Kolbeinsstaðahreppi brotn- ar gormur í einni skvompunni. Það kemur þó ekki að sök, bill- inn lækkar aðeins um 4 sm hægra megin að aftan. Við Stykkishólm er unnið að vatnsveituframkvæmdum. Þegar nýja leiðslan verður komin i gagnið verður nóg vatn i HóÍminum.tJt Snæfellsnes er ek- iðum Grundarfjörð til ólafsvik- ur. Plássin falleg og malbikuð. Ólafsvik, sem kölluð var „stigvélavik" fyrir nokkrum árum, vegna þess að ekki þótti færtum þorpið nema á stlgvél- um, státar nú af þvi að þar er hægt að fara um mestallt plássið á inniskónum. Ætlunin var að gista í Olafs- vik, en allt er fullt í Sjóbuðinni, þvl er haldið I hraðferð yfir al- ræmda reimleikaheiði, Fróðár- heiði, suður á bóginn, og vegna hvassviðris og kulda er tekin sU ákvörðun að sofa I Reykjavik þessa nótt. Undir Ljósufjöllum I Mikla- holtshreppi eru sviptivindar miklir, sem kasta bllnum til, en sem afkomandi afburðasjó- manna viðBreiðafjörö, þá tekst ökumanni aðkomast klakklaust hjá hvörfum og sviptivindum af alkunnri snilld. Klukkan eitt um nóttina er ekið yfir Hitard hjá BrUarfossi. Þar sofa laxveiði- menn og óvirða Islenska f ánann með þvi að hafa hann við hUn I . myrkrinu. Við Arnarstapa er samkomu- hUs með nýju og sléttu nafni, sem erfitt er aö muna. Þar dun- ar sveitaball og strákarnir kyssa stelpurnar Ut undir bil — eða öfugt. Vegalögreglan kemur akandi á tveim bflum i átt að staönum, ef til vill gengur erfiðlega að skipta stelpunum. Við Borgarnes er „Halldóra" að teygja sig yfir f jörðinn. Þessi sjálfsagðaog nauðsynlega sam- göngubót allra landsmanna yeldur kannski þvl, hve vegirnir eru vondir I kjördæminu. Lausamölin á Vesturlandi kveð- ur okkur á Dragavegi við Ferstiklu með þvi að taka I sundur bremsurör. Þvl er „reddaö" og til Reykjavikur er komið klukkan hálffjögur um nóttina. Sextán daga ferö umhverfis landið er lokiö. 3137 kllómetrar hafa verið lagðir undir dekk. K.Sn. Gamli þUfnabaninn á Hvanneyri væri góður á vegina. okkar landsfræsa hefst mánudaginn14.á9úsf Oghvadmed verdin? M.A.: Terrelynebuxur frá kr. 5.900.00 Mittisblússur frá kr. 2.900.00 Gollobuxur " " 4.500.00 Kvenblússur " " 2.500.00 Flauelsbuxur " " 4.500.00 Soilorjakkor " " 12.900.00 Shetlandspeysur" " 2.900.00 Kjólor " " 6.900.00 Aðrar peysur " " 3.900.00 OFL ofl. ofl. Skyrtur " " 1.990.00 Ath: Stórlcostleg hljómplötuútsala að Laugavegi 89 Laugavegí37 simi 12861 Laugavegi89 simi 10353

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.