Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 13. ágúst 1978 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón SigurAsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvemdastjórn og' auglýsingar SlAumúla 15. Sfmi 86300. Kvöldsfmar blaAamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. VerA i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjaid kr. 2.000 á mánuAi. BlaAaprent h.f. Kominn tími til Þjóðin ætlast til þess að brátt fari að sjást fyrir endann á stjórnarmyndunarviðræðum þeim sem staðið hafa linnulítið á annan mánuð. Verkefnin hlaðast upp, eins og stjórnarflokkarnir bentu á fyrir kosningar, og verða æ þyngri og erfiðari sem lengra liður uns gripið verður til hendi af nýrri rikisstjórn. Það er sjáiísagt viðhorf flestra stjórnmála- manna að á þeim hvili sú siðferðilega skylda að mynda þingræðislega rikisstjórn. Allur þorri fólksins mun á sama máli, enda þótt ljóst sé að sigurvegarar kosninganna séu ýmist ekki menn til þess eða svo ábyrgðarlausir i viðhorfum að þeir skeyta ekki um skömm eða heiður i þvi skyni að komast undan þvi að axla byrðarnar. Framkoma beggja „sigurflokkanna” sem svo hafa verið nefndir eftir kosningarnar, er náttúr- lega svo ótrúlega sneypuleg og vesaldarleg að sliks eru ekki dæmin. Dag eftir dag bætist skemmtikröftum þjóðarinnar nýtt efni i deilum og hnútukasti krata og komma, en vandamál þjóðarbúsins hlaðast upp og atvinnuöryggi laun- þeganna er stefnt i hættu. Enda þótt stjórnmálamenn líti eðlilega á það sem siðferðilega skyldu sina að mynda þing- ræðislega rikisstjórn, er það þó fyrst og fremst réttur sem Alþingi er fenginn til stjórnarmynd- unar með þingræðisreglunni. Skyldan til að mynda starfhæfa rikisstjórn hvilir á herðum for- seta lýðveldisins, og það er einnig i hans verka- hríng að meta hve lengi tilraunir stjórnmála- manna skulu standa og hvenær hagsmunir al- þjóðar þola ekki lengri bið. Þegar á allt er litið er þessi varnagli mjög mikilsverður kostur við þá stjórnskipan sem þjóðin lifir við, og menn hljóta að gera sér ljóst að honum má ekki kasta fyrir róða við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ef svo fer að auglýsingaskrumarana, loforða- glamrarana, siðferðispostulana og alla þessa aumlegu labbakúta Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags brestur gersamlega getu, vilja, sam- stöðu og þor til að takast á við vandamál þjóðar- innar, sem þeir hafa átt sinn þátt i að vekja upp með ábyrgðarleysi sinu, — þá hlýtur forseti lýð- veldisins að taka það til alvarlegrar ihugunar að ganga alveg fram hjá þessum „sigurflokkum” við þá alvörustjórnarmyndun sem fram undan hlýtur að vera. Þessi pólitisku sýndarmenni, sem bersýnilega eru ekkert annað en uppskrúfaðir aumingjar, skulu og vita það að kjósendur þeirra munu siðan taka það einnig til alvarlegrar ihugunar hvort ástæða sé til að gjalda þessu ráðaleysisliði kaup fyrir að gera sig merkilega og belgja sig út á kostnað alþýðunnar i landinu. Það er kominn timi til að þessum hirðfiflagangi linni og þjóðin fái ábyrga stjórn á ný. JS. ERLENT YFIRLIT Söguleg skáldsaga um ást og njósnir Höfundurinn er fyrrv. sendiherra páfans ÞAÐ hefur vakiö athygli á fundum hafréttarráöstefn- unnar, aö fáir fulltrúar gæta þess betur en fulltrúar páfa- stólsins aö vera viöstaddir allar umræöur, þótt oft viröist þær vera hreinar og tilgangs- lausar endurtekningar. Meöan flestir aörir fulltrúar eru lausir i stólunum undir slikum kringumstæöum, sitja full- trúar páfans grafkyrrir og látast hlusta af mikilli athygli. Þaö var ákvöröun Páls páfa sjötta, aö páfastóllinn skyldi auka mjög þátttöku sina i störfum alþjóölegra stofnana. Fyrir hans tiö haföi páfastóll- inn t.d. ekki tekiö þátt i störf- um Sameinuöu þjóöanna. Þaö var eitt af fyrstu verkum Páls sjötta aö koma þvi til leiöar, aö páfastóllinn fengi aöild aö Sameinuöu þjóöunum meö föstum áheyrnarrétti. Þetta þýðir, aö fulltrúi páfastólsins hjá Sameinuöu þjóðunum má sitja á öllum fundum þeirra og leggja orö i belg, en hins vegar hefur hann ekki atkvæðisrétt. Páll sjötti kæröi sig ekki um fulla aöild, enda er vafasamt, aö hún hefði veriö samþykkt. Þaö er auöveldara fyrir páfa- stólinn aö sneiöa fram hjá ýmsum deilumálum stórveld- anna á vettvangi Sameinuöu þjóöanna, þegar hann hefur ekki atkvæðisrétt þar. Hins vegar fer páfastóllinn meö at- kvæöisrétt á ýmsun alþjóð- legum ráöstefnum, sem er boðað til þannig, aö þar geta átt sæti öll þau riki, sem eru aðilar aö Sameinuöu þjóö- unum eöa sérstofnunum þeirra, eins og Alþjóðlegu póststofnuninni o.s.frv., en páfastóllinn er aðili sumra þeirraÞannig er boöaö til haf- rétiarráöstefnunnar og þess vegna hefur páfastóllinn at- kvæðisréttþarogbeitti honum á hafréttarráöstefnunum 1958 og 1960. FYRSTI áheyrnarfulltrúi páfastólsins hjá Sameinuðu þjóðunum var Alberto Gio- vannetti, sem haföi unniö sér gott orö viö diplómatisk störf á vegum páfadæmisins. Hann gegndi þessu áheyrnarfull- trúastarfi i rétt níu ár. Arið 1973 kvaddi páfinn hann heim og fól honum diplómatiskt starf heima i páfagaröi, en eftir útivistina féll Giovannetti Giovannetti meö bók sina. ekki dvölin þar, og gekk úr þjónustunni og hóf ritstörf á eigin vegum. Ritstörf hans hafa nú borið þann árangur, aö nýlega er komin út eftir hann mikil skáldsaga, sem er tengd Sameinuðu þjóöunum, og er i senn njósnasaga og ástarsaga. Giovannetti telur sig hafa komizt að raun um, aö miklar njósnir eigi sér staö á vettvangi Sameinuöu þjóö- anna og sé aö finna slynga njósnara i sendinefndum margra rikja þar. 1 heild lætur Giovannetti ekki mikiö af hlutverki Sameinuöu þjóö- anna og telur störfin þar vera meiri i orði en á boröi. Páll sjötti mun ekki hafa verið á sama máli og kann það aö hafa átt þátt i þvi að hann kallaði Giovannetti heim. Páll sjötti sýndi Sameinuðu þjóö- unum ýmsan sóma. Hann ávarpaði allsherjarþingiö i eigin persónu haustið 1965. A aukaþinginu, sem fjallaði um afvopnunarmál og haldiö var i vor, lét hann háttsettan embættismann i páfagaröi flytja sérstakan boöskap páfa. Eitt seinasta embættisverk hans var aö ræöa viö Willy Brandt og bjóöa honum aðstoö páfastólsins, en Brandt er nú formaður alþjóölegrar nefndar, sem hefur þaö verk- efni aö gera tillögur um útrým- ingu fátæktar i heiminum. SKALDSAGA Giovannettis heitir á ensku Requiem for a Spy. Höfuöatriði hennar er á þessa leiö: Aheyrnarfulltrúi páfa, Giuseppi Righi, er á leið til stööva Sameinuðu þjóöanna i New York. A leiðinni hefur hann skamma viödvöl á Heathrowflugvelli i London. Þar er honum rænt. 1 stað hans er sendur til New York tvifari hans. Vladimir Panin herforingi úr rússnesku leyni- þjónustunni, KGB. Hann heldur ferðinni áfram og gegnir vel þvi verki, sem hús- bændur hans ætla honum i New York. Þar kynnist hann mörgum njósnurum og m.a. fallegri stúlku frá Israel. Kynni þeirra veröa til þess, aö Panin bregzt húsbændum sinum, gengur i þjónustu páfastólsins og er sendur til Moskvu i skiptum fyrir Righi, sem er þar i haldi. Panin lýkur svo ævi sinni i Lubyanka-fang- elsinu. Saga þessi þykir aö mörgu leyti athyglisverð og spenn- andi. Giovannetti viöurkennir, aö margar persónur sem þar komi viö sögu, séu raunveru- legar, en nöfnum hafi verið breytt. Feguröardisin frá Israel sé þó hreinn tilbún- ingur. Frá páfagaröi hefur enn ekki heyrzt eitt orð um sögu Giovannettis. Liklegt þykir, aö hún hafi ekki vakiö sér- staka hrifningu þar. Núver- andi áheyrnarfulltrúi páfa- garðs hjá Sameinuðu þjóö- unum, Giovanni Cheli, er sagöur óllkur fyrirrennara sinum. Hann telur Sameinuöu þjóðirnar gegna mikilsverðu hlutverki og lætur vel af störf- um þar. Eitt af siðustu verk- um Páls sjötta var aö sæma Cheli biskupstitli, sem þykir auka veg hans á vettvangi S.Þ. Páli sjötti. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.