Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 13. ágúst 1978 Nútíminn, listin og Haraldur Ólafsson skrifar: Ennþá ér Eiffel-turninn ein- kenni Parisar t augum feröa- mannsins. Þótt skýjakljúfurinn á Montparnasse sé hærri og út- sýniö frá Sacré Coeur sist minna, þá er járnturninn mikli enn tákn um stórhug og fram- faratrú aldamótanna þegar Paris var f remst i heimi & sviöi listaog tækniþekkingar. Eiffel heitinn trúöi á sigur andans yfir efninu og þvi reisti hann þessa undarlegu og djörfu byggingu. Þegar ég gekk undir turninn I vikunni sem leiö undraBist ég enn einu sinn hve formhrein og glæsileg smið hann er, og hve gróinn hann er i landslag borgarinnar miklu við Signu. Paris er i eöli sinu mörg þorp, og eftir að hún varð stórborg voldugs rikis hélt hún mörgum þeim einkennum miöaldaborga, aöveraskipt ihverfi.sem hvert um sig bera sérstakan s vip. Þaö er ekki hægt aö tala um neina eiginlega miBborg Parisar. Hún er samsett af mörgum „miB- borgum". En hverfin tengjast þrátt fyrir þaB á ákaflega ein- faldan og auBveldan hátt. BreiBgöturnar (boulevards) liggja langan veg yfir mörg hverfi út frá viöáttumiklum torgumogsifelltopnast Utsýn til nýrra breiBgata og nýrrá torga. Það er ákaflega auB- velt aB rata i Paris. Samgöngu- kerfi borgarinnar er marg- greinótt og ef tir skamma stund getur aBgætinn ferBamaBur komist leiBar sinnar meBneBan- jarBarlestunum til flestra staBa innan borgarmarkanna. Paris, sem er svo þekkt fyrir list og tisku, er lika skemmti- lega skipulögB og tæknin var snemmatekin þar inötkun til að auðvelda umferð og lif. Bfla- fjöldinnhefur að visu sett allt Ur skorðum i Paris sem öðrum stórborgum, en samt er borgin enn meö þeim svip, sem hún fékk á fyrstu áratugum aldar- innar. Það gafst ekki mikill timi til aB reika um þessa fallegu borg. Ég náði þó að ganga frá Sigur- boganum, ótrúlega háum og þykkum niður Champs Elysée, einhverja frægustu breiðgötu i heimi. Glys veraldarinnar, óll flugfélög heimsins og slangur af sendiráöum breiða úr sér við þetta stræti stræta. Og i fjarsk- anum er Louvre-safnið meB dýrustu listaverk heims og hin frægustu innan dökkra múra. Og þar á milli er Con- corde-torgiB meB Óbelisk- anum egypska, ráns- fengur frá Nilarbökkum, geymdur sem djásn viB Signu. Annars átti ég erindi. Mig langaBi tíl aB sjá nýjasta menn- ingarsetur og safn Parisarborg- ar, Pompidou-safniB, sem byggt var til minningar um Pompidou forseta, eftirmann de Gaulle á forsetastóli i Frakklandi. Þetta' er næsta óvenjulegt safn. Bygg- ingin sjálf er fimm hæBir úr gleri, stali ogplasti. Grind húss- ins er utan á veggjunum, lyftur og stigar sömuleiBis. Þetta er eins og verksmiBja, sem gleymst hefur að klæða. Og kannski er hugmyndin að þetta sé verksmiðja, verksmiðja hug- ans þar sem framleidd er þekk- ing fyrir þann, sem kemur stutta stund eða langa til að lesa i bókasafni þar, sem nii eru 300 000 bindi bóka, ótal kvikmyndir, ljósmyndir, glærur, hljómplötur og segulbönd. Þarna er hægt að læra 60 tunumál i sérstökum klefum. 011 frönsk timarit og Þekktur listfræðingur sagðieitt sinn, aðlist væriaðbúa til hluti sem væri aðeins stærri eða minni eða frábrugðnir þvi, sem hlutir eru venjulega. Listamaðurinn, sem bjó til þessa risadúkku virðist hafa verið sömu skoðunar. Eiffel-turninn var áratugum saman hæsta bygging i heimi, 300 metrar á hæð. Enn þann dag i dag er hann tákii Parisar nútlmans og seiðir til sin hundruð þúsunda ferðamanna árlega. alfræðirit eru þarna, fjölmörg dagblöð og upplýsingagögn af öllu tagi. Sérstök deild er fyrir börn á aldrinum 4—12 ára. Þar eru myndir, filmur, bækur og hljómplötur með tali og tónum. Þarna áaðvera hægt að fá yfir- lit yfir siðmenningu vora frá upphafi vega. Þarna er sem sagt miðlað þekkingu. En fleira er þarna aB finna. Þekking er góB i' sjálfu sér, en sköpun er ekki minna um verð. Undir stjórn Pierre Boulez fara þarna fram rannsóknir i hljómburði og tónlist. Tónlistarmenn og sér- fræðingar i hljómfræði frá mörgum löndum rannsaka nýj- ar aðferðir við tónsköpun. Þá eru einnig i safninu mið- stöðvar fyrir listiðnað, borg- askipulag og iðnhönnun. Hús- gögn, vefnaöur, veggfóður og fleira af þvi tæi er þarna til sýn- is. Loks er I þessari miklu bygg- ingu safn nútlmalistar. Rúm- lega 2000 listaverk frá þessari öld eru á safninu. Þarna eru myndir eftir Arp, Brancusi, Braque, Calder, Chagall, Cesar, Dali, Delaunay, Max Ernst, Sam Francis , Kandinsky, Klein, Léger, Magritte, Matisse, Miró, Picasso, Rauschenberg, Soulages, de Stael, Tingueley svo nokkur nöfn séu nefnd. Þegar ég kom þar var þar yfirlitssýning um þróun nútimalistar með elstu myndum Picassos, Juan Gris, Vlamincks, Bonnards o.s.frv. Lika voru þar myndir fyrstu riissnesku kúbistanna og súr- realistanna, auk mynda margra þýskra listamanna frá fyrstu áratugum aldarinnar. A nokkr- um veggjum voru myndir, sem breyttu sýn manna á listsköpun. Þarna voru uppsprettur nútimalistar, tærar og einfald- ar af þvi' að svona hefur verið kennt aðsjá og skynja. Kannski eru þessar myndir nær þeim, sem voru að alast upp á striðs- árunum og i upphafi kalda striðsins en flest annað í mynd- list. Andlausir fletir og krumsprang sporgöngumann- anna eða frjáls litagleði þeirra er afsprengi þessara mynda. Það sem gerir þetta safn svo heillandi er að þar er allt um- hverfi manna tekið sem heild. Sköpun er jafnmikilvæg þegar búinn er til stóll eða saumavél eins og þegar samin er tónlist eða höggvin mynd. Litir, form, hljómar og snerting ræður mestu um hvernig við skynjum umhverfið og hvernig okkur liður. Á Pompidou-safninu er reynt að veita fólki tækifæri til að skynja sem flest, sem I kringum það er og raða þvf I þægileg kerfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.