Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 13. ágúst 1978 í Tímanum sl. sunnu- dag, birtist viðtal við Guðbrand Jezorski, gullsmið um eðal- steina. í þvi spjalli héldum við okkur ein- göngu við gimsteina i góðum og gömlum skilningi, safira, demanta, rúbina, smaragða og þar fram eftir götunum. En þar með er ekki sagt að ekki finnist fleiri eðal- steinar. Á íslandi er til dæmis talsvert um þá og á siðari árum hefur það færst i vöxt að þessir steinar séu not- aðir i skartgripi og þá einkum módelskart- gripi. En hvaða steinar eru það helst, sem hér á landi finnast, hvar finnast þeir og hvernig þarf að meðhöndla þá, til þess að úr þeim fáist þeir fögru steinar, sem oft er raun á? Við fundum að máli Pál Zophoniasson, rennismið á heimili hans vestur á Seltjarn- amesi, en Páll hefur i nokkur ár leitað að fögrum steinum viða um land, slipað þá á verkstæði sinu og selt Páll Zophoniasson við slipivélar sinar: þegar steinar eru sagaðir með demantssög, er blaðið kælt með olíu Á íslandi finnst f jöldi til ýmissa islenskra gullsmiða, sem skreytt hafa með þeim hringi, armbönd og hálsmen. góðra steina Nú eru átta ár frá þvl aö ég byrjaði á þessu, segir Páll, þeg- ar við byrjum að skoða ýmsa bestu steinana hans á hillum I stofunnihjá þeim konu hans. Ég held að kveikjan að áhuga min- um á þessuhafi verið sú, að Sig- urður Kr. Arnason kom með fallegan stein norðan af Strönd- um, sem hann fékk slipaðan hjá Sigurði Helgasyni. Mér datt þá i hug aö ef til vill gæti ég gert þetta líka og upp frá þvi hefur þetta verið mitt eftirlætis áhugamál. Ég held að ég geti sagt aö þessir steinar, sem ég hef slipað, séu fengnir hvaðan- æva að á landinu, þó kannski helst á Austfjörðum, i Borgar- firöi og ekki slst i Esjunni. Auö- vitað á maöur san safnar stein- um, eins og ég geri, sina eftir- lætisstaði og vona ég þvi að allir skilji að ég kæri mig ekki um að benda nákvæmlega á hvar þetta er fengiö, — náman myndi þá líklega vera fljót að tæmast á ýmsum stöðum, kæmust margir i þetta ametyst onyx, agat, opall og jaspis f mikill á þeim og islensku ópöl- unum. Yfirleitt má segja að land hér sé of ungt jarðfræðilega, til þess að við getum búist viö að finna ekta gimsteina. Ég hef að visu heyrt þá sögu, að hér hafi fund- ist rúbin, en þvi er ég ekki tilbú- inn að trúa fyrr en ég sé þann stein. Onyx og agat Þrátt fyrir það eru þaö furðu margvislegir steinar, sem hér finnast og sumir geysilega fall- egir. Ég verð aö minnast hér á onyxinn og agatana, en þetta eru steinar sem I eöli sinu eru kvars eða jaspis, — nafnið fer eftir þvi hvernig ligguri steinin- um, þessar samhliöa rendur Texti: Atli Magnússon Myndir: Róbert einkenna onyxinn, en þegar þær eru óreglulegar, eins og I þess- um steini hérna, er það agat. Þessir steinar eru oft dýrir og það fer auövitaö eftir hve fagrir þeir eru. Stundum finnum við svokall- aðanmosa-agat.en þá er átt við að i steininum liggja dökkir eða hvitir þræðir, sem minnt geta á mosakló, þótt þetta séu raunar ólifræn efni. Slíkur mosa-agat er afar eftirsóttur og sjálfsagt verðmætasti steininn, sem hægt er að rekast á hér. Þvi verr er bara allt of litið af honum. Silfurberg og hrafn- tinna Stundum finnur maður stóra og failega kvarskristalla, sem að visu verða aldrei jafn stórir og algengt er erlendis t.d. i Brasiliu. Við gætum borið sam- an þennan brasiliska kvars- kristal, viðþá islensku og mun- urinn er mikill, bæði hvað snert- ir hreinleika og stærð. Þó má stinga þvi aö hér, að ég hef séð kvarskristal frá Brasiliu sem sjálfsagt hefur vegiö heilt tonn.Hér á landi finnast kvars- kristallar og silfurberg oft sam- an og dæmi um það er þessi sér- kennilega kúla hér, sem ég fann i tveim pörtum fyrir tveim ár- um I Breiðdalnum. Þetta tel ég með minum bestu gripum, en þetta hefur myndast i holu I bergi og hefur vatn runnið i gegn um holuna, sem smám saman hefur skiliö eftir efni, sem búið hafa þetta til. Hér er að finna bæði silfurberg og kvarskristalla eins og ég sagði áðan. 1 hrafntinnu finnast lika stundum skemmtileg afbrigði og hér á ég I fórum minum stein sem er einstakur og ég hef slip- að, en I honum er sérlega fagurt ljósbrot, silfurhvitt. Ég á lika nokkra steina af brúnni hrafn- tinnu, sem ég hef fundið I Kerl- ingarf jöllum og lika inni við jök- ul i Þórsmörk. Kynjamyndir í jaspissteinunum má oft finna svokallaðar kynjamyndir, og hér áégsteina, sem geta bor- ið vott um þaö. Þessi hér er ég viss um að teldist safngripur er- lendis, svo sérkennilegur er hann. f steinunum eru stundum landslagsmyndir og manna- myndir, hér séröu heilt eldgos, mökkur á himni, rauöur himinn og glóandi hraun, sem vellur niður hlið. Hér er uppábúinn jólasveinn og þarna dansmær i blómskrúöi, eins og á Hawaii ekki satt? Jaspissteinarnir eru sem sé ákaflega litrikir og fall- egir og hafa verið mikið notaðir til skartgripasmiða. A Islandi finnast einnig mjög fagrir zeolitar. Af þeim er hér um að ræða skolesit, — það eru Jaspis og kvars Þú spyrö hvaöa steinar þaö séu helst sem ég slipa eöa séu til þess fallnir. Þvl er til að svara aö það er einkum jaspis og kvars. Ég rekst llka stundum á opala og á þá við ekta opala en ekki glerhalla, sem sumir telja oft opal. Þessir islensku opalar eru þó ekki vel fallnir til slipun- ar, þar sem þeir vilja reynast meö of litla hörku, eins og til dæmis þessir grænu steinar hér, þetta eru opalar. Eðalopalar finnast varia eða ekki hérlendis, þótt ég hafi séð brot af silkum, sem fannst á Vesfjöröum. I eöalopölum er afar fagurt ljós- brot og ég á hér nokkra slika, sem eru góöir til samanburöar, segir Páll, og viö sannfærumst um aö vissulega er munurinn Zeoiítar eru fagrir og margvislegir að iögun, en of mjúkir til þess að smiða úr þeim t þessari kúlu, sem er á stærð við fótbolta, búa kvarskristaliar og siifurberg (dökku klumparnir neðst i kverkinni) saman. Kúlan hef- ur sennilega myndast i holu I bergi, sem vatn hefur runnið um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.