Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. ágiist 1978 7 menn og málefni Þrjú merkustu tímabilin í sögu Framsóknarflokksins Frá miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um siðustu helgi. Úr ræðalausir sigurvegarar Þótt viðræðurnar um myndun vinstri stjórnar undir forustu Benedikts Gröndals bæru ekki til- ætlaðan árangur, hafa þær eigi að siður veitt mikilvægar upplýsing- ar. 1 fyrsta lagi er þaö ljóst, að sigurvegararnir i kosningunum, Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið, hafa ekki upp á nein sérstök Urræði að bjóða, eins og margir héldu fyrir kosningarnar. I ööru lagi er ljóst, að milli þeirra er ekki nein samstaða, sem geri það mögulegt, aö þeir vinni sam- an í stjórn, hvort heldur væri um meirihlutastjórn eða minnihluta- stjórn að raða. Tillögur beggja flokkanna til lausnar efnahagsmálunum fela ekki i' sér neitt nýtt, heldur eru gamalþekkt úrraeði, sem ekki hafa þótt gefast vel. Alþýðuflokk- urinn byggir sina lausn á gengis- fellingu, en Alþýðubandalagið á millifærsluleið, sem var reynd hér á árunum frá 1946-1960, og þótti ekki reynast vel. Báðum þessum leiðum fylgir kjaraskerð- ing fyrir launþega, þótt Alþýðu- bandalagið reyni að dylja þaö með þvi að gera hvort tveggja i senn, að benda á vafasamar skattheimtuleiðir og láta vanta mikiö upp á þá f járhæð, sem þarf til millifærslunnar, ef hún á að koma að tilætluðum notum. Al- þýðuflokkurinn leggur hins vegar til, að gengisfellingu fylgi það, að verðhækkun á erlendum vörum af völdum hennar verði haldið utan við visitölubæturnar. Þótt báðir flokkarnir létust vilja fá kjarasamningana strax i gildi, létu þeir fylgja þann við- auka, að launþegar yrðu sviptir þeim kauphækkunum, sem þvi fylgdi. Alþýðuflokkurinn vildi gera það með þeim hætti, að verðhækkun erlendra vara verði tekin út úr visitölunni, eins og áð- ur segir. Alþýðuflokkurinn vildi gera það á þann hátt, að hækka tekjuskattinn og láta rikið þannig taka af launþegum þá kauphækk- un, sem fylgdi þvi að samn- ingarnir tækju gildi. Betur geta þessir flokkar ekki staðfest það, að þeir meintu ekkert með loforð- um sínum fyrir kosningarnar um gildistöku samninganna, ef hún átti að verða annað og meira en hreint formsatriöi. Jafnframt viðurkenna þeir með þessu, að efnahagslögin hafi verið nauð- synleg eins og á stóð. Óttafullir sigurvegarar Jafnframt þvi sem viðræðurnar um myndun vinstri stjórnar hafa leitt í ljós úrræðaleysi sigurveg- aranna, hafa þær upplýst, aö þeir geta ekki komið sér saman um leiðir til að leysa efnahagsvand- ann. Tilraunin til að mynda vinstri stjórn strandaði á þessum ágreiningi milli þeirra. Af sömu ástæðu er úr sögunni hugmyndin um minnihlutastjórn þeirra meö stuðningi eða hlutleysi Fram- sóknarflokksins. Þessi afstaða sigurvegaranna stafar ekki af þvi, að þeir hafi ekki áhuga á stjórnarþátttöku eða að leiðtogar þeirra séu nokkuð frábitnir því að setjast i ráð- herrastóla. Þótt ýmsum kunni að þykja það undarlegt, veldur hér mestu ótti sigurvegaranna við sigrana. Bæði Alþýöuflokkurinn og Alþýðubandalagið hlutu meira fylgi en þeir áttu von á, einkum þó Alþýðuflokkurinn. Benedikt Gröndal hefur játað það opinber- lega, að hann hafi ekki átt von á slikri fylgisaukningu flokks sins og raun varð á, og mun engan undra það. Það er skiljanlegt metnaðar- mál foringja beggja flokkanna, aö þessir sigrar þeirra veröi meira en stundarsigrar og þeim takist þvf aö halda a.m.k. þvi fylgi, sem þeir hlutu nú. Það er hér sem ótti þeirra eða hræðsla kemur til sögunnar. Foringjar beggja óttast, að þeir hafi unniö svo mikla sigra meö óeðlilegum hætti, að þeir hljóti að tapa I næstu kosningum, nema haldið sé sérlega klóklega á spilunum. Þvi hefur hugsun þeirra ekki snúizt mest um það, sem þarf að gera vegna hagsmuna þjóðarinnar og atvinnuöryggis almennings, held- ur hitt hvernig helzt verði komiö I vegfyrir fylgistap þeirra I næstu kosningum. Aætlanir þeirra og ráðagerðir hafa miöazt viö þetta, en efnahagsmál og önnur þjóðmál því lent á hakanum. Foringjar Alþýðubandalagsins virðast hafa komizt að þeirri nið- urstöðu, að bandalaginu sé fyrir beztu að vera utan stjórnar i ná- inni framtið. öll taflmennska þeirra I vinstri viðræðunum var bersýnilega miðuö viö þetta. Al- þýðuflokkurinn virðist hins vegar enn ekki hafa ráöiö þaö við sig, hvort honum sé betra að vera ut- an eöa innan stjórnar. Málefni verða látin ráða Afstaða Framsóknarflokksins til stjórnarmyndunarmálanna hefur verið ljós frá upphafi. Hann hefur talið eölilegustu afleiðingu kosningaúrslitanna, aö sigurveg- ararnir yrðu burðarásinn i næstu rikisst jórn og fengju aö sýna það i verki hver úrræði þeirra væru og hvers þeir væru megnugir. Þess vegna bauðst þingflokkur Fram- sóknarflokksins til að veita minnihlutastjórn Alþýöubanda- lagsins og Alþýðuflokksins hlut- leysiogað verja hana falli. Þegar þessir flokkar kusu heldur að reyna að mynda stjórn með Framsóknarflokknum, tók hann tilmælum þeirra jákvætt og féllst á viðræöur um stjórnarmyndun þessara þriggja flokka. Þær strönduðu á úrræöaleysi og ósam- komulagi Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins eins og rakið er hér á undan. Það strandaði ekki á Framsóknarflokknum, aö sú til- raun fór út um þúfur. Eftir að Benedikt Gröndal gafst upp viö tilraunir sinar til stjórn- armyndunar, fól forseti Islands Geir Hallgrimssyni aö reyna stjórnarmyndun. Tilraunir hans til stjórnarmyndunar fara fram um þessar mundir. Fundur mið- stjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var fyrir siðustu helgi, ákvað að flokknum skyldi heimilt að taka þátt i stjórnar- myndunartilraunum Geirs Hall- grimssonar, ef eftir þvi væri ósk- að. Tilraunum Geirs er ekki lokið og verður hér engu spáð um, hvernig þeim muni lykta. Afstaða Framsóknarflokksins til þeirra mun ráðast af málefnunum ein- um, án bollalegginga um, hvort betra er fyrir flokkinn að vera i stjórneða stjórnarandstöðu, enda er erfitt að dæma um slikt fyrir- fram. Framsóknarflokkurinn mun nú sem endranær láta mál- efnin ráöa, enda er það eina leið- arstjarnan, sem ábyrgur fiokkur getur fylgt. Þrjú söguleg tímabil Þótt Framsóknarflokkurinn biði mikinn ósigur í siöustu kosn- ingum, getur hann, eins og Chur- chill eftir siðari heimsstyrjöldina, litið með stolti yfir sögu undan- farinna sjö ára, sem hefur ein- kennzt að miklu leyti af stjórnar- þátttöku hans.Þetta sjö ára tima- bil stenduralveg jafnfætis stjórn- artimabili Framsóknarflokksins á árunum 1927-1931, og stjórnar- timabili vinstri stjórnarinnar 1934-1938. Bæði einkenndust þessi timabil af sókn og sigrum, þótt ekki gengi allt eins vel og skyldi. Framsóknarmenn hafa litið til þessara tveggja timabila með stolti, og þannig geta þeir einnig horft til áranna 1971-1978. A þeim árum hafa vissulega verið unnir einhverjirhinirmerkustu sigrar i sögu þjóðarinnar á þessari öld. Það á hins vegar viö um þetta einsog margt annaö, að menn sjá það, sem er nálægt þeim, ekki eins vel og hitt, sem er orðið lengra burtu. Straumnum snúið við Hin mikla viðreisn dreifbýlisins á árunum 1927-1931 markaði mikilvæg spor i byggðasögu landsins ogdró mjög úr fólksflótt- anum þaöan um skeiö. A sama hátt hefúr ný byggðastefna, sem hófst meö tilkomu rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar 1971 markað mikilvægustu þáttaskil I byggöa- sögu landsins. A áratugnum þar á undan haföi rikt stööug afturför og hnignun í framaramálum kaupstaða, kauptúna og sveita ut- an Reykjanessvæðisins. Fólkið streymdi þaðan og trúin á fram- tiðina þar fór siminnkandi. Með tilkomu rikisstjórnar ólafs Jó- hannessonar var hafin þróttmikil byggöastefna, sem haldiö hefur verið áfram af núverandi rikis- stjórn fyrir tilverknað Fram- sóknarmanna. Fólksstraumnum hefur verið snúið við, nær hvar- vetna um landið blasir viö mikið athafnalif og trú á framtiðina hefur glæðzt aö nýju. Höfuðborg- arsvæðið hefur hagnazt á þvi að þurfa ekki aö taka á móti miklum fólksflótta. Hér hefur vissulega oröið ein mesta bylting í islenzkri byggðasögu um langt skeið. Úr 12 mílum í 200 Vinstri stjórnin á árunum 1934-1938, sem var undir forustu Framsóknarflokksins, kom I veg fyrir með traustri f jármálastjórn og markvissri framfarasókn, að Islendingar lentu við hliö þeirra þjóða, sem glötuðu efnahagslegu og fjármálalegu sjálfstæði vegna heimskreppunnarsem þá geisaði. En hvert hefði lfka orðið efna- hagslegt og stjórnmálalegt sjálf- stæði Islendinga, ef ekkert hefði verið aðhafzt i landhelgismál- inu á undanförnum sjö árum, heldur flotið sofandi að feigðar- ósi, eins og gert var i valdatiö við- reisnarstjórnarinnar? Með land- helgissamningnum viðBreta 1961 var þjóðin bundin höftum, sem gerðu henni ókleift að færa út fiskveiðilögsöguna, nema meö samþykki Breta eða Alþjóöadóm- stólsins. Veturinn 1970-1971 hafði Framsóknarflokkurinn forustu um, að þáverandi stjórnarand- stöðuflokkar gerðu með sér bandalag um að brjóta þessa hlekki af þjóðinni og færa fisk- veiöilögsöguna út i 50 milur. Vinstri stjórnin, sem var mynduð i framhaldi af þessu, hratt þessu i framkvæmd. Jafnframt hóf hún baráttu fyrir 200 milna fiskveiði- landhelgi, sem núverandi rikis- stjórn hefur komið fram. Það er einn mesti sigur i islenzkri sögu, að stækka fiskveiðilögsögu ís- lands úr 12 milum i 200 milur á sjö árum. Þar hefur Framsóknar- flokkurinn gegnt forustuhlutverki svo óumdeilanlegt er. Réttlátari launakjör En Framsóknarmenn geta minnzt margs annars með stolti frá árunum 1971-1978. Hér hefur ekki veriö neitt atvinnuleysi sið- ustu árin meðan stófellt atvinnu- leysi hefur rikt viöast annars staðar. Þaö er ekki siöur frásagn- arvert, að hafizt hefur verið handa um eins konar byltingu I launamálum. Fyrir tilverknað launþegasamtakanna hafa kaup- samningar á undanförnum árum færzt f það horf að auka biliö milli láglaunafólksog hinna, sem betur eru settir. Ölafur Jóhannesson beitti sér fyrir þvi i vinstri stjórn- inni, þegar gripið var til efna- hagsaðgerða vorið 1974, aö hinum láglaunuðu yrðu tryggöar sér- stakar bætur. Hann tók svo ein- dregiö undir kröfuna um 100 þús. króna lágmarkslaun i sambandi við kjarasamningana á siöastl. sumri en verkalýðshreyfingin framfylgdi þeirri kriíu á þann veg, að hinir betur settu fengu ennmeirihækkanir. Þvi hafa þeir samningar leitt tii mikillar verð- bólgu. Framsóknarmenn fengu þvi framgengt viö setningu efna- hagslaganna á siðastl. vetri, að hinir láglaunuöu fengu meiri verðbætur en hinir, sem betur eru settir. Þannig hefur Framsóknar- flokkurinn beitt sér fyrir þvi, að hlutur hinna lægstlaunuöu yröi bættur miðað við aðra og á þann hátt stuðlað að betri lifskjörum þeirra og réttlátara þjóðfélagi. Fleiri og fleiri virðast nú hallast að þessari skoðun. Þvi má segja, að hér sé aö gerast bylting i launamálum. Búið í haginn Einhverjir kunna aö segja, að hér sé sleppt að geta þess, aö illa hafi gengið að fást við verðbólg- uná' á undanförnum árum og skuldasöfnunin erlendis orðið ó- hæfilega mikil. Hvort tveggja er rétt. En úr þessu dæmi má ekki sleppa því, að erlendu skuldirnar hafa að miklu leyti farið til þess aðbúa f haginn á komandi árum. Orkuveitur og hitaveitur, aukinn skipastóll, aukin og endurnýjuð frystihús, ásamt margvislegum iðnaði, sem hefur risið upp á þessum tima, mun i framtiðinni gera stórum auðveldara en ella að fást við efnahagsmálin. Is- lendingar eru samkvæmt al- þjóðaskýrslu meðal tekjuhæstu þjóða heims, ef miðaðer viö ibúa- tölu, enda lifskjör óviöa betri en hér. Ef stéttirnar hætta aö ota hver sinum tota og skilningur vex hjá þjóðinni á lögmálum efna- hagslifsins, eiga þau fjárhagslegu vandamál, sem nú er glimt viö, ekki að reynast torleyst. Það hefúr óneitanlega veriö búiö vel i haginn á margan hátt, þótt annaö standi til bóta, eins og alltaf verð- ur, þvi að aldrei er hægt aö gera allt i einu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.