Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 13. ágúst 1978 Netlur eru furBulegar jurtir. Ekki vekja þær eftirtekt fyrir fegurðar sakir, en alkunnar engu aö síöur. Þær stinga illi- lega, svo undan sviöur, ef komiö er við þær. Enga hafa þær þyrna, en vopn þeirra eru örsmá oddhvöss brennihár, sem eiturvökvi vætlar úr, en þau stingast inn i húðina. Stungan er óþægileg en þó ekki beinlinis hættuleg. Fyrst sviöur og hlaupa e.t.v. upp smábólur sem klæjar i, en fljótt grær þetta. Dýr forðast netlur, nema helzt hænsni, þvi aö fiðrið hlífir þeim. Kýr taka stundum stökk aft- urábak ef þær reka granirnar i netlu. En siðar á sumri, þegar netlan fer að tréna, eiga kýr þaö til að bryðja hana með góöri lyst. Hér á landi vaxa tvær teg- undir, þ.e. brenninetla og stórnetla, báöar útlendir slæð- ingar i fyrstu, en hafa ilenzt fyrir löngu. Myndin sýnir stórnetlu, hún breiöist útmeö rótarsprotum og vex þvi oft i þéttum breiðum, sem ná manni i mitti eða meir. Hafa á stöku staö verið teknir hnausar meö henni i og gróöur- settir i varpa eöa utan við girð- ingar um garöa, t.d. á Stóru-Hámundarstööum á Arskógsströnd. Eins og myndin sýnir myndar hún iögrænan vegg og hylur giröinguna þegar liöur á sumariö. Hún þrifst prýöilega i góöum köfnunarrik- um jarövegi. Blóm netlanna eru litilfjörleg. Sviar o.fl. tilreiða ung netlu- blöð til matar. t netlunni eru sterkar basttrefjar, sem notaö- ar hafa veriö til vefnaðar og geröur úr góöur netludúkur, frá fornu fari. Reynt var aö rækta stórnetlu sem vefnaöarjurt á striösárunum. Bastiö reyndist gott, en erfitt að verja netlureiti fyrir illgresi. Stórnetla er fjölær jurt og vildi ýmis konar illgresi sækja i netlugarða, smám saman. I netlu er C-fjörefni og sútunarsýra. Var netla fyrrum notuö til lækninga. Bæöi giktar- sjúklingar og galdramenn voru á fyrri öldum húðstrýktir með netiu! Attu galdramenn að missa galdrakraft sinn viö þaö! Notaöar voru báöar netlu- tegundirnar jöfnum höndum. Talsvert járn er í blöðum netlu og þótti te af söxuðum blööunum bióöaukandi. Brenninetla ermikluminni en stórnetla 2(M0 sm á hæö og hef- ur oddbaugótt eða sporbaugótt blöö. Húner einæren sáirsér oft mikið. Er illgresi á nokkrum stööum i göröum og kringum bæi og á ruslasvæöum. Stórnetla vex á samskonar stöö- um. Rósir hafa þyrna eins og al- kunnugt er, og tvær villtar rósa- tegundir finnast hér á landi. Nefna má eina islenzka jurta- tegund enn sem stingur, en það er þistillinn, sem ber hvassa blaöþyrna. Þistill breiöist mikið út með rótarsprotum, og vex sums staöar i stórum breiöum við bæi, vegi og i kaupstööum: Stórnetla á Stóru-Hámundarstöðum (7/8.1933) Ingólfur Daviðsson: Brennijurtir og græðslu gróður og garðar t.d. vex allmikiö af þistli i Reykjavik. Þistill veröur oft 40-80 sm á hæö og ber fallegar rauöleitar blómkörfur siöari hluta sumars. Þetta eru jurtir brennihára og þyrna, óþægileg- ar átöku, en næsta fagrar á aö lita sumar hverjar. Græöisúran lætur litiö yfir sér. Mennhafa lengi haft mætur á henni, en hvers vegna? Erlendis var græðisúru eitt sinn likt viö brúöi, sem prestur einn ávarpaði þannig: „Rik ertu ekki, það vitum við: falleg ertu Græöisúra til vinstri. Stórnetla t heldur ekki, það sjáum viö, en við vitum lika aö hann elskar þig ”. Hver hefur til sins ágætis nokkuð: Græðisúru fylgir lækningamáttur, sem frá fornu fari hefur vakiö virðingu og aðdáun. ,,Það sem mennirnir troöa undir fótum gefst þeim oft bezt i raun” ritaði Dioskarides, frægur læknir á 1. öld eftir Krist.Þessi læknirlöngu liðinna tiöa ráðlagöi að leggja blöö græöisúru við sár til aö stööva blæðingar og græöa. Þannig hafa nýmarin blöð græðisúru verið notuð allt fram á okkar daga. Sh'm blaðanna á aö kom- ast i sárin. „Læknisblað” er gamalt nafn á jurtinni i sumum héruöum Noregs. t græðisúru- blöðum er slim, sútunarsýra og beizkt glýkosid. Te af græðisúru var drukkið gegn lungna- og blöðrukvillum. Lyfjanafn þurrkaðra blaðanna er Herba plantaginis eða Folia plantagin- is. Blöðin eru breið og bog- strengjótt (sjá mynd). Likjast ögn ilskóog nefna Indiánar jurt- ina „fótspor hvita mannsins”, e.t.v. lika af þvi að jurtin fylgir manninum og ræktun hans og barst frá Evrópu til Ameriku. Upp úr blaðhvirfingunni vex stinnur stöngull með löngu, móleitu blómaxi. Græöisúra er upphaflega útlendur slæðingur, sem hefur borizt meö varningi, t.d. grasfræi og korni. Er alltaf aö breiðast út og vex nú hér og hvar við bæi og i kaupstöðum og á jaröhitasvæðum. Vex bezt við vegi og á götum, segja Færey- ingar, enda er gamalt nafn á henni götubrá. Skyld henni er kattartunga, sem hér er algeng. Einnig selgresi, sem t.d. er al- gengt I Mýrdal og undir Eyjafjöllum. Þaö þykir góö beitarjurt. Notuö til lækninga eins og græöisúra. Af öörum islenzkum græðijurtum má nefna vall- humal, maríustakk og unda- fifla. Marin blöð græöisúru lögð við flugnabit til lækningar. Minnzt skal hér á marlustakk, hann var alkunn græðijurt. Voru mariublöðin lögð við sár og þau einnig þvegin úr seyöi af honum i mariustakk er sútunar- sýra og beizkjuefni. Var hann fyrrum dálitið notaöur til litun- ar og skinnbörkunar. Te af hon- umvardrukkið gegn niðurgangi og til þvagörvunar. Þótti lika styrkja frjósemi, samkvæmt gamalli trú. Mariustakkur er auðþekktur á stórum stilklöngum nærri kringlóttum blöðum. Blóm sitja i gulgrænum skúfum. Maríustakkur er algengur i hálfrakri jörö, t.d. meöfram lækjum og i snjósælum lautum. Margir ljósmyndarar og lista- menn hafa spreytt sig á marlustakk, þótt ekki láti hann mikið yfir sér á þurrum sólar- degi. En athugiö hann eftir regn eða döggvota nótt! Silfurtærir regn- og daggardropar sitja oft lengi á blööum hans, en þau eru vaxborin. I langvarandi vot- viðrum þrýstist alloft afgangs- vatn aö innan út um blööin og sitja þá dropar úti fyrir endum blaðstrengja á jöörum blaö- anna. Gangiö á daggarmorgni þangað sem maríustakkur vex. Þá hanga kannski litlir tærir dropar á röndum blaðsins og i miðju stór silfurtær dropi. Það er sannarlega fogur sjón og sérkennileg. Undafiflar bera gular blóm- körfur likt og tún- og skarififill, en eru auöþekktir frá þeim á þvi, að blöðin eru heil. Undafifl- ar eru mjög fjölbreytilegir að stærð, blaö og blómkörfúfjölda — og er heil fræöigrein aö þekkja marga þeirra sundur. Þeir vaxa viöa út um hagann. Erusumirallstórvaxnir og hæfa vel sem skrautjurtir i garði. Verður e.t.v. vikið að þeim og vallhumli siöar. Fyrr á timum reyndu menn mikið að búa til gull og kemur mariustakkurinn þar viö sögu. Gullgerðarmenn notuðu, ásamt fjölmörgu ööru, jafnan hina tæru dropa mariustakksins við tilraunir sinar, þvi að þeir trúöu þvi, að þeim fylgdi sérstakur kraftur. Ekki tókst að gera gull, en þekking á efnafræði jókst verulega viö tilraunirnar. Marfustakkur var helgaður Mariu mey, eins og fleiri lækn- inga- og gæðajurtir. „Gæða- stakkur, græðirsár, gullþyrstir á vit þin leita. Af þér drjúpa daggartár, daglangt iþeim sólin gljár, yfir hvelfist himinn hár, heimavöllur englasveita”. Maríustakkur i regni (júni 1976)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.