Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 13. ágúst 1978 i'MJ'MiÍÍi Fyrsta enska blokkin «••••••••••••••••••••••••••••■ ! 00000! |L igooj !••••••••■••••••••••••••••••••• Merki sýningarinnar. A sinum tima brutu Danir hefö meö þvi aö gefa Ut 3 frimerkjablokkir af tilefni Hafnia—76. Nú hafa Bretar tryggilega fetaö i fótsporin og gefiö út si'na fyrstu blokk. Til- efniö, Alþjóölega frimerkja- sýningin, LONDON-1980. Nafnverö blokkarinnar er 43 1/2 pence, en söluveröiö er 53 1/2 pence. Renna þessi 10 pence til undirbúningskostnaöar vegna LONDON-1980. Ekki nóg meö þaö. Blokkin kom Ut 1. mars 1978, en er þegar uppseld og kostar nU i verslunum 2,50 eöa nær fimmfalt þar sem upp haílegt var. Annars er hægt aö fá nóg af merkjum þeim, sem á blokkinni eru, en þaö eru merkin 4, sem gefin voru út til aö minnast sögulegra bygginga. Þaö eru konunglegir kastalar og hallir. Tower of London, eöa Hviti Turninn er á 9 penca merkinu. Holyrood House, eða hús ábot- ans (klaustrið) og höllin i Holy- rood,erá 10 l/2pence merkinu. Carnarfon kastali er svo á 11 pence merkinu og Hampton CourthöUiná 13 pence merkinu. Þessi merki eru sem sagt öll gefin út i venjulegum lrimerkjaörkum auk blokkanna Ennfremur á póstkortum sem komu út um miöjan febrúa>- Kosta kortin 7 pence hvert meó stórri mynd frlmerkjanna. Merkin og blokkirnar voru fyrsta dags stimplaöar á tveim- ur stööum, þ.e. i London og Edinborg.. Merkin teiknaði Ronald Maddox og eru þau prentuö af Harrisons Ltd. i myndprentun, eöa Photogravure. Pappir er yfirborðsmeðhöndlaður, en án vatnsmerkis. 100 merki eru þannig aö 3x3 eru prentaðar i einu i örk, en siöan skoriö niður. Frimerkjastærð er 41x30 mm og tökkun 15x14. „London 1980” Alþjóðlega frimerkjasýningin LONDON-1980, veröur haldin i Earls Court dagana 2-10 maí þaö ár. Þegar er hafinn mikill undir- búningur, m.a. blokkarútgáfan, sem getið er um hér að ofan, til aðná saman fé til undirbúnings- vinnu, er þaö i fyrsta skifti, sem Bretar styðja á þennan hátt við frimerkjasýningu. Er lika ætlunin aö gera þetta aö bestu frimerkjasýningu fyrr og siöar iBretlandi.. Asýningunni veröa yfir 4000 rammar sem segja má að sé ákaflega mátuleg stærð, svo að gestum sé kleift aö sjá mestallt sem þá fýsir á slikri sýningu. Þá veröa einnig um 200 sölubásar' á sýningunni, þar sem erlend pósthús selja m.a. merki sin. Umboðsmaður sýningarinnar hér er: Sigurður H. Þorsteins- son, Pósthólf 52, 530-Hvamms- tangi. Ensk frímerki 1979 Bretar hafa þegar ákveðið sérstakar Utgáfur frimerkja fyrir 1979. 1 febrúar koma út merki meö myndum breskra hunda. 1 mars koma út merki með myndum breskra blóma. 1 mai veröa gefin Ut merki til aö kynna beina kosningu fulltrúa á þing Evrópuráðsins. 1 júni veröa gefin Ut veöhlaupa- frimerki. 1 jUli veröa gefin Ut merki til að mínnast þess aö 1979 er ár barnsins hjá Sameinuðu þjóöunum. 1 ágUst verður minnst 100 ára dánar- dagsSir Rowlands Hill, er fyrst- ur kom á framfæri frimerkjum i heiminum i Englandi nánar til tekið. Lögreglunnar bresku verður minnst á frimerkjum i september og jUlafrimerkin koma út i nóvember, eins og venjulega. Yfirleitt hafa Bretar 4 merki i hverri svona samstæöu og eru merkin i verðgildum A. B. C. og D. en þýöing þeirra er þessi: A= Lágmarksburðargjald inn- anlands. B = Lágmarksburðar- gjald til Evrópu. C = Lágmarksfluggjald á svæöi B i gjalúskrá. D = Lágmarksflug- gjald á svæði C i gjaldskrá. SiguröurH. Þorsteinsson. INTERNATIONAL STAMP EXHIBITION BRITISH POSTOFFICE FIRST MINIATURE SHEET Sýningarblokkin. Hákon Sigurgrímsson: Hvers vegna landbúnaðarsýning? Fyrsta landbúnaöarsýningin hér á landi var haldin áriö 1921 i Reykjavik.Var hún kölluð BUsá- haldasýningin og var markmið hennar að kynna bændum ný verkfæri og sýna meöferð þeirra. Næst var svo haldin landbúnaöarsýning áriö 1947 i Vatnsmýrinni f Reykjavik (Tivoli), og er þaö áreiöanlega ein eftirminnilegasta og mest umtalaða sýning sem haldin hefur verið hér á landi, og markar timamót i framfara- sögu islensks landbúnaöar. Siðan hafa landbúnaðarsýn- ingar veriö haldnar á 10 ára fresti og er sýning sú sem nú stendur á Selfossi hin 5. i röö- inni. Erlendiseru slikar sýning- ar árlegur viðburöur, en hér á landi veröur aö teljast vel aö verið aö koma á fót sliku stór- virki 10. hvert ár. Uppsetning slikrar sýningar, einsognú geturaölitaá Selfossi er ekkert áhlaupaverk og kostar mikiö fé og fyrirhöfn. Þvi er ekki óeölilegt aö menn spyrji hver sé tilgangurinn með sliku, nú þegar „allt er aö fara til fjandans” i þessu þjóöfélagi okkar. Einn aöal tilgangur slikrar sýningar er aö sjálf- sögöu aö kynna tækninýjungar og nýjar framleiösluvörur, auk þess sem landbúnaðarsýningar eru jafnan hið mesta augnayndi og ágæt skemmtun fyrir unga sem aldna. En aö baki liggur þó annar og mikilvægari tilgangur sem vert er aö vekja athygli á. Að átta sig á stöðunni Að mi'nu mati er fátt nauösyn- legra fyrir isl. landbúnaö nú, þegar erfiöleikar steðja aö úr flestum áttum, en að átta sig á stööu hans i þjóðfélaginu og hvernig bregöast má viö vandanum. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem steöja aö, halla á útflutningi, áhrif breyttra neysluvenja, lánsfjárskort o.fl., er staða landbúnaöarins sterk. Framkvæmdir i sveitum hafa veriö miklar i ræktun og bygg- ingum ogbændurhafafylgst vel meönýjungum i tækni. Arangur af kynbótastarfi hefur verið mjög mikill og framleiöslu- aukning á hvern mann I land- búnaöi er meö ólikindum. Þeir sem skoöa landbúnaöar- sýninguna á Selfossi ættu aö gefa sér góöan tima i Þróunar- deild sýningarinnar og i deild Búnaöarsambands Suöurlands þar sem þessi atriöi koma Hákon Sigurgrlmsson. glöggt I ljós. Pólitiskir krafta- verkamenn og lukkuriddarar heföu gott af aö eyöa nokkrum tima iþessum deildum og kynna sér þann árangur sem bænda- stéttin hefur náö. Hvert skal stefna? Annar megin tilgangur slikr- ar sýningar er aö hjálpa mönn- um til að átta sig á þvi hvert skal stefna á næstu árum. Deilt hefur verið á forystumenn bænda fyrir aö fylgja i blindni framleifélustefnu sem leitt hafi til offramleiðslu, birgöasöfnun- ar og óhagstæös útflutnings. Þaö er mjög ósanngjarnt aö ásaka bændur fyrir aö eiga einir sök á þessu. Þvi má ekki gleyma, aö löggjafinn hefur i mörg ár vikiö sér undan þvi aö setja löggjöf sem geri bændum kleift aö hafa hemil á fram- leiöslunni og veiti heimildir til sveigjanlegri og raunhæfari verölagningar á búvörum. Þaöer þvi ástæöa tii aö vona, aö landbúnaöarsýningin á Sel- fossi hjálpi ekki bara bændum sjálfum til aö átta sig á þvi hvert skal stefna, heldur geri stjórnmálamönnunum ljóst hvaða skyldu þeir hafa gagn- vart landbúnaðinum og öörum atvinnuvegum, aö tryggja aö dráttur á nauösynlegum umbót- um á löggjafarsviðinu veröi ekki dragbitur á eölilegri fram- þróun og leiði til erfiöleika eins og nú er viö aö glima i sölumál- um landbúnaöarins. Sambandið við neytendur Þriðji megintilgangur land- búnaðarsýningarinnar og ekki sá sisti er aö efla og styrkja sam- bandið við neytendur. Þrátt fyr- ir áralanga gagnrýni nokkurra stjórnmálamanna og sumra dagblaöanna á landbúnaöinn fyrir litla framleiðni og ranga stefnu i framleiðslumálum og fullyrðingar einstaka öfga- manna um aö heppilegra væri fyrir okkur að flytja inn „sára- billega” umframframleiöslu nágrannalandanna en aö vera aöbasla við framleiöslu búvara hérlendis, trúi ég þvi, aö lang- flestir neytendur geri sér ljóst mikilvægi þess aö hafa næga búvöruframleiöslu i landinu. Ekki er það síður mikilvægt að bændur geri sér þaö ljóst aö góð sambúö vö neytendur er undirstaða góðrar afkomu þeirra. 1 þessu tilliti getur eng- inn án annars verið. Þegar gengiö er um hina glæsilegu afuröadeild landbúnaöarsýn- ingarinnar veröur mönnum enn ljósara mikilvægi þessa þáttar. Þar kemur i' ljós hvilikt stórátak hefur veriö gert á siöustu árum til aö auka fjölbreytni varanna og koma tii móts við óskir neyt- enda. Farið sjálf og sjáið 1 þessum linum hefur veriö leitast við að benda á ástæður þess aö lagt er i jafn dýrt og viöamikið fyrirtæki eins og landbúnaðarsýning er.Ekki eru nein tök á aö íýsa henni i svona greinarkorni, svo fjölbreytt er hún og stór I sniðum. Ég vil þvi aö lokum hvetja alla til aö fara og skoöa sýninguna og gefa sér góöan tima og hugleiða þaö sem fyrir augun ber. Þetta á við bæöi framleiöendur og neytendur. Allt of mörg öfgafull orö hafa á síðustu árum veriö sögö um landbúnaöinn og reynt hefur veriö að telja fólki trú um að hann sé bandvitlaust rekinn og dragbitur á efnahag þjóðarinn- ar. Nú er mál að þessu linni og fólk myndi sér sjálft skoðun á málunum. Til þess er land- búnaöarsýningin réttur vett- vangur. Bændur eiga heimtingu á að starf þeirra sé metiö aö veröleikum og þeim búin eölileg starfsskilyröi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.