Tíminn - 15.10.1978, Qupperneq 32
32
Sunnudagur 15. október 1978.
Sólveig Vilhj álmsdóttir
Sólveig Vilhjálmsdóttir var
fædd aö Olduhrygg i Svarfaðar-
dal 27. september árið 1900. Hún
var dóttir hjónanna Kristinar
Jónsdóttur frá Jarðbrú og Vil-
hjálms Einarssonar kenndum
við Bakka i Svarfaðardal, mik-
ils dugnaðar og atorkumanns.
Sólveig fluttist ung meö foreldr-
um sinum að Bakka i Svarf-
aðardal og ólst hún þar upp með
systkinum sinum, en þau voru
alls 8, sem upp komust, auk
hálfsystur. Sólveig fluttist um
tvitugt til Reykjavikur og vann
þar ýmis störf, var hún aöallega
i vistum, m.a. hjá Eiriki
Hjartarsyni og Hösk'ildi Bald-
vinssyniog minntist hún þeirra
ávallt með hlýhug. Siöan vann
hún sem ráöskona á Siglufiröi
og þar kynntist hún eftirlifandi
mannisinum, Magnúsi Jónssyni
Scheving. Þau eignuðust tvö
börn, Eyjólf Ægi Magnússon,
kennara i Borgarnesi og Sig-
rúnu Magnúsdóttur, kaupmann,
Reykjavik. Þau bjuggu fyrst að
MiðtUni 72 i Reykjavik en siðar
eöa 1947 hófust þau handa um
byggingu húss að Skipasundi 13
og þangað fluttu þau 1947. Þar
bjuggu þau til 1976 en þá var
heilsufar Sólveigar orðið þann-
ig, að hún varð aö dvelja meira
og minna á sjúkjastofununum.
Þaö er og vist, að þessi þrjú sið-
ustu æviár Sólveigar hafa orðið
henni mjög þungbær, lfkamlega
þrekið var bilaö, en hiö andlega
heilbrigt og athafnaþráin hin
sama sem fyrr, einsog hún átti
kyn til.
Eftir að ljóst var að leysa
varö ufp heimilið aö Skipasundi
13, vildi Sólveig flytja til sonar
sins i Borgarnesi, langt frá vin-
um og kunningjum, þó hUn ætti
ef til vill ekki heima i þvi um-
hverfi. Það voru margir sem
skildu það ekki, en bakgrunnur-
inn er raunar einfaldur, þegar
sonurinn var ungur fékk hann
sjUkdóm, sem eflaust hefði
dregið hann til dauða, ef ekki
hefði notiö móðurástarinnar
við, sem leggur allt i sölurnar,
tilaövernda þaö smáa og veik-
byggða. Það var einn sérstakur
eiginleiki Sólveigar að vernda
þá sem máttu sin minna.
Við þráttuðum oft um stjórn-
mál, hennar stjórnmálalega
skoðun var óhagganleg, byggð á
reynslu, reynslu sem hUn kynnt-
ist á siðustu áratugum konungs-
rikis á tslandi og fyrsta áratug
lýðveldis, þar sem hUn fann
fyrir þvi’, að sumir voru fæddir
æðri, fæddir til þess aö stjórna,
án hæfileika, án vitundar um
mannlegteöli, án vitundar um,
að kannske er lffinu dcki lokið
með hérvist á jörðu.
Hér með er ekki sagt, aö
kommunistiskt þjóðfélag væri
það sem hún tryöi á, heldur
frekar jafnrétti fyrir alla þegna
þjóðfélagsins, hvort sem þeir
voru fæddir i fátæklegum ranni
eða konungshöll.
A skilnaðarstundu leitar hug-
urinn til baka. Mér er sérstak-
lega minnisstætt ferðalag i
snjóadalinn eins og ég nefndi
hann, að sjálfsögðu öfúgmæii.Ég
hafði aldrei komið áður norður
fýrir Holtavörðuheiði. Allt sem
fýriraugum bar var nýtt og þvi
athygli vert, fegurð Vatnsdals
og Skagafjarðar var mikil. Sól-
veig sagði fátt en mælti þó,
„biddu þangað til þU kemur i
Svarfaðardalinn.”
Ég gerði grin að þessu og
sagði að það gæti ekki verið fali-
egra en hér. Ég mátti reyna
annað. Það er ekki þar með
sagt að Svarfaðardalur sé feg-
ursta sveit á tslandi, en sé það
degiðsaman i eina heild, sveitin
ogfólkið, sem þar býr, þá er þaö
i minum huga ofar ööru og vist
er aö trúin á land og þjóð fékk
byr undir báða vængi við þessi
kvnni.
Ég fæ aldrei fullþakkað þá aö-
stoð, sem Sólveig og Magnús
veittu mér, þegar ég var við
nám erlendis. Ekki skai heldur
gleymtþeim mörgubréfum sem
komu næstum vikulega frá
tslandi og héldu sveitastrák
austan úr Skaftafellssýslu og
Reykjavikurstúlku 1 tengslum
við land og þjóð. Tilhlökkunin
eftir þessum bréfum var meiri
en orð fá lýst, þau voru ómiss-
Kveðja
tíl Ömmu
J
„Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn”
Elsku amma min!
Við viljum flytja til þín fáein
kveðjuorö er viö nú fylgjum þér
hinsta spölinn. Þótt okkar
fátæklegu orð segi litið á blaði,
fýrir allt er þú varst okkur. Við
munum þina bliðu hönd er þú á
vanga lagðir til huggunar sem
og i gleöi. Sögumar er spruttu
fram af vörum þinum án allrar
fyrirhafnar, er fjölluöu um alit
milli himins og jaröar og hversu
auðveldlega þú náöir hugum
okkar til hlustunar og til skiln-
ings á llfinu og tilverunni.
Spurningum okkar sem við
spuröum þig um, er viö sátum
þér við hné, spurningum sem
enginn gat hafa svarað betur en
þú á einfaldan og skýran hátt.
Eins og þegar þú talaðir um Guð
og dauöann sem öll börn spyrja
um varsvarið þitt svo auöskilið,
aö viö vitum að þú ert hjá Guði i
ljósgeisla birtunnar er þú sáðir i
þessu jarölifi. Vil viljum þakka
þéramma mín fyrir kennsiuna
þina, bænirnar, visurnar, leik-
ina og hvað þú varst þolinmóð
að kenna okkur að spila á spil.
Anægjulegasta gjöfin er við
fengum á fermingardegi okkar
var hinn mikli dugnaður þinn,
er þú sýndir að koma f veisluna.
þótt fjársjúk værir og taka þátt I
gleði okkar er þeim degi fylgir.
Við munum alltaf minnast þi'n
eins og þú varst i lifanda lifi og
eins er við vorum viðstödd
kistulagningu þina. Þú sagðir
okkur satt um svefninn langa.
Þú sagöir okkur alltaf satt.
„Sannleikurinn mun gjöra
yður frjálsa”. Nú skiljum við
þau spakmæli.
„Sannleikurinn er sagna best-
ur”, sagöir þú oft, og eftir þvi
liföir þú.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt,
amma min.
Ragna Sólveig — Magniis örn
andi fyrir islenzk börn i fjar-
lægu landi.
Sólveig var mikil dugnaðar-
og atorkukona og er þaö ekki of-
sagt , að ætlaði hún sér eitt-
hvaö, þá kom hún þvi I kring.
Sólveig var mjög laghent og út-
sjónarsöm, prjónaði hún og
heklaði mikiö af fallegum hlut-
um, einkum hin siðari ár. Sól-
veig hafði mikla duiræna hæfi-
leika og væri hægt að segja
margar sögur varöandi þaö. En
það er athyglisvert að fólk, sem
hefur slika hæfileika hefur oft
betri skilning á lifinu og það er
leitað til þess i nauðum, svo var
og með Sólveigu. Þeir voru
margir sem leituðu halds og
traustshjá henni þegar eitthvað
bjátaði á.
Sólveig hafði einnig sérstakt
lag á börnum og kenndi hún
mörgum börnum að stafa og
kveða að áður en skólagangan
hófst. Heimilisins að Skipasundi
13 minnist ég með sérstakri
hlýju. Þar var ekki lognmollan,
þar var alltaf eitthvað að ger-
ast. Sólveig var sérstaklega
félagslynd og gestrisin. Var þvi
oft ma rgt um m an ninn á h eim il i
hennar. Þar kynntist égmörgu
ágætisfólki, sem ég hefði ekki
fyrir nokkurn mun -viljað missa
af kynnum við.
Enduð er ævi góörar og mikil-
hæfrar konu. Við sem höfum
verið i nánum samvistum við
hana, þökkum henni samfylgd-
ina og allt sem hún gerði fyrir
okkur.
Barnabörnin fimmhafa misst
góða ömmu, sem þau munu
sakna mjög og við hin höfum
misstkonu, sem haföi ótæmandi
baráttuþrek og vilja til þess að
stuðla aö betra lifi sinna nán-
ustu.
Við vitum að lif hennar var
þungbært þessi siðustu ár, sam-
vizkan kvelur okkur, að við
gerðum ekki meira til þess að
létta henni þessar þungbæru
byrðar.
Algóður guð hefur nú fiutt
hana yfir landamæri þrauta og
þjáninga og sé þar Svarfaðar-
dalur, sem er án efa, er hana
þar að finna.
Guð blessi hennar nýja lif.
Elfan liður til óssins hljóð.
tHsærinn biður, hið mikla flóð.
Fjörið er breytt I fölva tign.
Hún er feig... Hiín er lygn.
Að baki fjöll — fram undan haf.
Feigð ræður sá, er lifið gaf.
Davið Stefánsson
K. Ein-
Sólveig Vilhjálmsdóttir
,,0g þó hún kvala kenndi
af kvillum I elli,
brúna jafnheiðsklr himinn
hugarró sýndi.
Dauða næst bjartlegast brosti
bliðlyndið henni úr augum,
var sem önd leitaði ljóra
og Uti til veðurs.”
B.Th.
A morgun verður lögð til
hinstu hvildar tengdamóðir
min Sólveig Vilhjáimsdóttir, til
heimilis að Klettavik 13,
Borgarnesi. Hún var fædd I
Svarfaðardal, dóttir hjónanna
Kristinar Jónsdóttur og Vil-
hjálms Einarssonar, Bakka,
Svarfaðardal.
Hún fluttist ung að heiman og
bjó lengstan aldur sinn I
Reykjavik. Ég kynntist Sól-
veiguog manni hennar Magnúsi
Scheving er ég giftist syni
þeirra. Heimili þeirra var
lengst af aö Skipasundi 13,
Reykjavik. En vegna veikinda
hennar urðu þau aö selja þá eign
og breytaumumhverfi.Ég sem
þessar linur rita, veit það,
hversu þung raun það var að
kveöja það hús. Húsið sem þau
höfðu komið upp með mikilli
elju og atorku. Húsiö að Skipa-
sundi 13 var þeirra frá grunni að
mæni i orðsins fyllstu merk-
ingu. Sæti Sólveigar sem hús-
móður I húsi því var vel skipað,
kringum hana var alit fullt af
lifi meðan heiisa entist. Hjarta-
hlýja tengdamóður minnar,
greiðasemi og skilningur á öllu
mannlegu lifi var aðdáunarvert
Vinarþeli þinu og trygglyndi við
migmunégaldrei gleyma, hvað
sem á bjátar f lifinu, eins og
gengur. Sólveig var kona stór-
lynd og stórhuga, en þó allt i
senn bliðlynd og sérstaklega
viðræðugóð við alla er á hennar
fund leituðu, enda húsið opið
fýrir öllum. Oftvar mannmargt
að Skipasundi 13, „þá var setinn
Svarfaðardalur”, fólkið undi sér
við orösins list, spil og aðra
skemmtan. Ég veit að margir
komu á fund hennar sér til halds
og trausts á lifsbrautinni er
þurftuað létta á hjarta sinueða
leita huggunar.
Kveðja
Ég hef eigi kynnst hreinlynd-
ari konu ennþá, og gat þó undan
orðum hennar sviöiö, en hún leit
aldrei á sig sem yfirboðaraann-
arra i samtali, sagði meiningu
sinavið hvern sem ihiutátti.Ef
Sólveig hefði verið fædd seinna
þá hefði hún sjálfsagt orðiö
kennari, svo mikið yndi hafði
hún af börnum og reyndar
kenndi hún börnum til stafs i
mörg ár. Sóiveig Vilhjálmsdótt-
ir var aldamótakona, verður
fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem
við minnumst nú með virðingu
og þakklæti. Hún hafði mörg
einkenni hennarog marga bestu
kosti, hugsjónatryggð, stefnu-
festu, sannleiksást og heiðrikju í
hugsun. Hún vann öll störf sin i
kyrrþey og bar eigi skoðanir
sinar á torg alþjóöar.
Nú við kistu þina leita ótal
fagrar minningar á hugann um
ógleymanlegar samverustundir
okkar. Minningar er iifa best I
kyrrþey og friöhelgi okkar á
milli er þú veittir mér og fjöl-
skyldunni.
„Vist segja fáir hauörið
hrapa
húsfreyju góðrar viður lát;
en hverju venzlavinir tapa,
vottinn má sjá á þeirra grát;
af döggu slikri á gröfum grær
góðrar minningar rósin skær.”
B.Th.
Ég kveð þig tengdamóðir min
hvil þú i friði.
Tengadóttir Þórveig.
Siguröur
Ingimundarson
látinn
A fimmtudagskvöidið lést
Sigurður I ngi mundarson,
forstjóri Tryggingarstofnunar
rikisins og fyrrum alþingis-
maður, 65 ára að aldri.
Sigurður var skipaður
forstjóri Tryggingastofnunar-
innar á árinu 1970. Sigurður
átti sæti á Alþingi á árunum
1959-70 sem landskjörinn
maður. Einnig átti Sigurður
sæti i Norðurlandaráði, eða um
áratugsskeið, og sat hann i
ýmsum nefndum á þess
vegum, aðailega sem viðkomu
tryggingamálum.
Sigurður Ingimundarson.