Tíminn - 15.10.1978, Qupperneq 37

Tíminn - 15.10.1978, Qupperneq 37
Sunnudagur 15. október 1978. 37 „Léttan óð skal laga bókmenntir Jónas Friörik Guönason: FLÓÐHESTAR i GLUGGA. KVEÐSKAPUR. (Jtgefiö af höfundi. 71 bls. Prentiön, 1978. Við Islendingar erum miklir alvörumenn. Þaö hefur oft veriö sagt, og vafalitiö meö réttu, að alvarleg oröræða eigi greiöari leiðaö okkur en gamansöm, og vi'st er, aö þeir Islendingar eru ófáir, sem finnst sér hálfgerð óviröingger,ef talaö er viö þá i gamansömum tón. Þegar þess er gætt, hversuokkurer yfirleitt þungt um sporiö i þessum efnum, er sist að undra, þótt gamansemi okkar vilji oft verða dálitiö klunnaleg og gjarna aö talsverðum hluta blandin alvöru eða jafnvel ádeilu. Það er þvi einsog að koma lít 1 hlákuvind á vetrardegi að fá i hendur bók, sem kemur manni til að hlægja — skella upp Ur aftur og aftur, jafnvel þótt enginn maður sé nærstaddur til þess aö taka þátt i gleðinni. En það er einmitt þetta, sem bók Jónasar Friðriks Guðnasonar, 99 Flóöhestar i glugga, gerir lesendum sinum. Það fer ekki neitt á milli mála, að Jónas Friðrik er maður, sem kann til verka i túni Braga. Um hann veit ég raunar fátt utan það að hann mun hafa ort flesta textana, sem Rió-tri- óið flutti hér á árunum, og þar með hefur hann veriö einn af traustu hornsteinunum á þeim bæ, þvi að, — eins og einn Rió- manna komst að orði við undir- ritaðan, — þá voru það ekki sist snjallir textar, sem öfluðu Rió- trióinu vinsælda. Hér er sem sagt á ferðinni bók, sem er fær um að skemmta þeim er hana lesa. Skopskyn höfundarins er ótvirætt en hins er ekki að dyljast, að stundum ofleikur skáldið, þannig að gamanið verði óþarflega grátt, spaugið of gróft. — Ég á ekki viö það, að Jónas Friðrik noti gróf orð, þótt það hendi hann reyndar stundum lika, — heldur hitt, að skopið getur misst marks, ef of hátt er reitt til höggs. Kvæðið Þrumarasálmur er t.d. ósamboðið manni með hæfileika Jónasar. Þeir hlutir eru til, sem eiga að vera okkur heilagir, — já,ég dirfist aö nota það orð, — og ekkert skáld, sem kann hið undurfagra ljóð Nú andar suöriö sæla...eftir Jónas Hallgrimsson, má yrkja kvæði eins og Þrumarasálmur eftir Jónas Friðrik Guönason. Að þessum orðum skrifuðum er skylt að minnast hins, að oft tekst Jónasi að ná hinum létta, gamansama tóni, sem mörgum skáldum veitist svo erfitt að laða fram. Ég get ekki stillt mig um aöbirta hér eittsýnishornaf þvi tagi. Það ljóð heitir „Harðindi fyrir norðan (Laxár- deilan)” Bóndinn röltir um bæjarstétt, ber hann sig gáfulega. Hordauðar ær og heyin létt honum valda ei trega. Virðist meira á huga hans herja og kosti þrengja, — hvort verði á morgun veöur til að sprengja. Þetta er öldungis ljómandi, og þaðer einmitt þessi aðferð sem flestir miklir húmoristar læra, fyrr eða siðar. Hér hefur verið dvalist við gamansömu hliðina á þessari bók, og vist eru slik kvæði þar mjög áberandi. A hinn bóginn kann Jónas Friðrik vel að slá á alvarlega strengi, það sanna kvæði eins og 21. ágúst 1968 og Biö.Þetta siöast talda ljóð sýnir kannski best, aö hér fer höf- undur, sem óhætt er að binda vonir við — og jafnframt að gera til hans kröfur. Bláeygir dagar i brekkunnar fangi. Hún biður síns vinar I lundinum græna. Glófextur hestur handan við ána. hleypur i draumi. Sumarið liður. Loft fer aö korgast og laufið að grána og lyng verður rautt... Svona yrkir enginn, nema sá, sem er skáld. Aður var þvi haldið fram, aö Jónas Friðrik Guðnason kynni til verka i' túni Braga. Ég sný ekki aftur með þá fullyrðingu. Hins vegar sýnist mér ýmislegt benda til þess, aö skáldfákur hans sé ekki fulltaminn enn, enda er Jónas ungur maður. Gamalt máltæki segir, að oft verfa góður hestur úr göldum fola, og áreiðanlega er lengi hægt að þjálfa og þroska góða hæfileika, — ef menn hafa á annaðborö verið svoheppnir að fá þá i vöggugjöf. Um hæfileika Jónasar Friöriks Guðnasonar þarf ekki að efast. Þess vegna skal sú ósk borin fram hér aö lokum, að hannhaldi áfram að yrkja, —aö þessi fyrsta bók hans sé aöeins upphafiö. Það er gott að temja hesta fyrir norðan, þvi að nóg er olnbogarýmiö þar, viöast hvar. Og veðráttan þar er holl fyrir sálina. Ef Jónas heldur áfram að temja hinn norðlenska skáld- fák sinn, þá má mikiö vera, ef sá á ekki eftir að gripa margan góðan sprett á komandi árum. —VS Óskapleg © þeirra sem stunda vill verslun benda til.að þeir hafi sæmilega afkomu. Þeir væru varla að þessu annars. Eitthvað dregur. Frjálslynt félags- hyggjuþjóðfélag er það besta — Mig langar til aö vikja aö Framsóknarflokknum og Fram- sóknarstefnunni. Hvert telur þú meginhlutverk flokksins? — Ég vildi gjarnan koma þvi að, að ég hef alltaf meiri og meiri trú á stefnu Framsóknarflokksins. Ég held nefnilega að öfgarnar og öfgasjónarmiðin i þjóðfélaginu spilli fýrir. öfgasjónarmið hafa alltaf spillt fyrir alls staöar. Ég álit t.d. aö öfgarnar hafi hrint af stað styrjöldunum. Eftir þvi sem ég fæ meiri reynslu af st jórnmál- um, þá er ég sifellt aö eflast i þeirri trú. að hin frjálslynda félagshyggjustefna Framsóknar- flokksins hafiyfirburði yfir stefn- ur annarra flokka. — Ég hef stundum sagt viö kunningja mina sitthvoru megin til aö ganga fram af þeim, aö ts- lendingar væru i eöli sinu allir Framsóknarmenn, þótt þeim hafi ekki skilist þaö ennþá. — Þaö má kanski segja það. Mér hefur satt að segja fundist að stjórnmálinhafistefnt inn á miðj- una. Ég held aö það væri slæmt fyrir þjóöféiagiö ef einkarekstur- inn væri alls ráöandi. Ég held að félagsrekstur og félagshyggja þurfi einnig aökoma til. Lika held ég að það væri mjög slæmt ef sósialisk uppbygging fengi yfir- höndina og hér yrði þjóðnýting alls ráðandi og þvi ofskipulag á öllum hlutum,þannig aö það væri engin tök á þvi fyrir einn eða neinn aö hreyfa sig. Ég held nefnilega aö þjóðnýtingar þjóð- félagiö sem felst I þvi aö safna i rikiseign atvinnutækjum og yfir- ráðum yfir þeim,þjappi saman svo miklu þjóðfélagsvaldi á einn staötil viöbótar við það sem er,aö sásem ræður þvi hafi ráð hinna i hendi sér. Þeir geta ekki einu sinni sagt meiningu sina eins og dæmin sanna. Það er alltaf vara- ' samt að ganga of langt og ég álft það afskaplega mikilvægt, að það sé svigrúm fyrir einstakling- ana og félögin I þjóðfélaginu. ; Annað yrði svo leiðinlegt þjóð- félag og einstaklingarnir fá alls ekki að njóta sin I þvi þjóðfélagi þarsem þeirhafa ekki visst svig- rúm. En hin sanna félagshyggja 1 byggist auðvitaö á þvi að frjálsir einstaklingar stofni og reki félög, en rikisrekstur byggir á þvi að valdið komi allt að ofan og aðrir ! verðiaðhlýða þvi. Ótakmarkaður l einstaklingsrekstur skapar á hinn : bóginn mikið efnahagslegt mis- i rétti i þjóðfélaginu. (Jtkoman er þvi sú að blandaö hagkerfi,frjáls- i lynt félagshyggjuþjóðfélag sé besta þjóðfélagið. Ég held að það sé best að gera sér grein fyrir þvi að gallalaust þjóðfélag verður ekki fundið upp eöa skapað. En ég álit aö frjáls- lynt félagshyggjuþjóðfélag sé það best og styrkist i þeirri trú eftir þvi sem ég verð eldri. Framkvæmd o þeim kröftum mætti beita i vaxandi mæli i þágu rannsóknarstarfs. Enn minnti hann á að fyrirhugaö væri að gera úttekt á þörfum rannsókna i þágu orkuarfseminnar, en til rannsókna i þágu orkumála hefði miklu fé verið varið á undanförnum árum og ástæða til að kanna hvernig þeir fjármunir mættu nýtast sem best, auk þess sem gefa þyrfti gaum að nýjum verkefnum á orkusviðinu. Nýlega fékk Rannsóknaráð rikisins beiðni um að taka að sér að vinna að samhæfingu á tölvu- búnaði og rafeindatækni fyrir frystihús og ætlunin að hafist veröi handa við það verkefni alveg á næstunni, en ýmis fyrir- tæki i fiskiðnaði hafa nú byrjað aðstarfa að þessu.Stórfyrirtæki fiskmarkaðarins, svo sem SIS og SH munu styrkja þetta verkefni svo og Framkvæmda- stofnun að nokkru leyti. Reynt verður að hagnýta þann stóra markað, sem hér er i frysti- húsum landsins, til þess að skapa grundvöll fyrir rafeinda- iðnað af þessu tagi. 1 I tengslum við þetta verkefni mun ráðið kanna forsendur fyrir uppbyggingu rafeinda- iðnaðar hérlendis og hvaða að- ferðum mætti beita til þess að íslendingar gætu komist inn á þetta svið. Nefndi Vilhjálmur i þvi sambandi svonefndar örtölvur, sem i vaxandi mæli eru teknar i notkun i ýmsum framleiðslugreinum. Nú er hjá Rannsóknaráði unnið að uppsetningu upp- lýsingadeildar, og sagði Vilhjálmur að þar með væri gamall draumur að rætast. Hér væri um að ræða þjónustu, sem fæli i sér öflun upplýsinga fyrir margvislega aðila, svo sem atvinnufyrirtæki, Háskóla íslands, bókasöfn og fleiri. Væri tilgangurinn að komast um eina miðstöð i samband viö td. bókasöfn og upplýsingasfn viöa um heim. þannig aö unnt yrði að fá upplýsingar um eitt- hvert áhrifasvið, t.d. á sviði efnafræði eöa náttúrufræði með skjótum hætti. Upplýsingadeildin hefur fengið húsnæði hjá verkfræði- deildarhluta Háskólabóka safns og stenda vonir til aö i framtið- inni verði hér um aö ræða nokkurs konar töluvendastöð fyrir upplýsingar i tengslum við erlendar upplýsinga- miöstöövar. Að endingu minnti Vilhjálmur á að ótal verkefni væru uppi sem of langt mál væri að rekja nánar i stuttu spjalli auk þeirra verkefna, sem væru i mótun og vonandi gæfist sem fyrst færi á að sinna. Fjárborg O ekkert. Þaðverður að taka tillit til þess að dýr af þessu svæði, þ.e, Reykjavik og Mosfellssveit eru nú búin að vera saman sumarlangt i haga, og hafa veriö það undanfarin ár. Mér fyndist aða.m.k. mætti biða með þetta nú yfir veturinn, þar sem það liggur fyrir að kindurnar komast ekkert út, en þaö gera girðingarnar,” sagði Stefán. Búist er við þvi, að sauðfjárveikivamir taki endan- lega ákvörðun á mánudag, hvort látið verður til skarar skriða gegn Fjárborgarfénu. Verður nánar sagt frá þeirri framvindu i þriðjudagsblaðinu. O Baldur Jónsson að þráðurinn haldist óslitinn frá kynslóð til kynslóðar, þessi lif- taug islenzks þjóöernis. Islenzka1' er mikilvægasta kennslugreinin i öllum skólum landsins. Henni verður að veita allt þaö svigrúm, sem hún þarf, þó aö það veröi þá á kostnað annarra greina, t.d. erlendra tungumála. Hlutverk móöurmálskennar- anna er mikið og vandasamt. Það verður aö leggja það á þá öðrum mönnum fremur aö koma i vegfyrir, að máliö gliðni i einhverjum þeim skilningi, sem hér hefir verið rætt um. Reyndar eru allir kennarar móðurmálskennarar, hver á sinu sviði, en þeir, sem kenna islenzku sérstaklega, verða aö geta tekið aö sér forystuhlut- verkið í skólanum. Minnumst þess að lokum, þegar róðurinn virðist þungur, aö börn og unglingar eru ekki fullvaxta fólk og eiga eftir að taka út mikinn málfarslegan þroska. Undarlegir málkækir þeirra eru ekkert til aö hlaupa eftir. Einmitt vegna ófullkom- ins þroska þarf að leiðbeina nemendum i skólunum. Upp- eldið er fólgið i þvi aö láta þá læra, hvernig málið hefir verið og á aö vera, eins og kennarinn kann það bezt. Þess vegna rfður á, að hann sé sjálfur vel að sér og vel máli farinn. En höfum það hugfast, að við erum ekki fullnuma i málinu og verðum þaö aldrei. Enginn kann máliö til hlitar. En það er skylda vor móöurmáls- kennara að vera öðrum til fyrir- myndar um meðferð máls. Kennarar verða þvi aö taka sjálfa sig til bæna fyrst, aga sjálfa sig, aga eigið tungutak og kunna að taka ábendingum annarra, eki sizt hver frá öðr- um. Þá er von til þess, að takast megi aðskila tungu feöranna til næstu kynslóöar meö vöxtum, einsog skyldan býöur. Til leigu Höfum verið beðin að útvega 4ra-5 herb. ibúð i Seljahverfi. Raðhús kæmi til greina. íbúðamiðlunin Laugavegi 28 simi 10-0-13 Heimasimi 38430 Vantar mann Duglegur fjósamaður óskast eða óvanur maður með áhuga fyrir búskap. Upplýsingar gefnar i Ármóti simi um Hvolsvöll. Ritstjórn, skrifstofa oy afgreiðsla

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.