Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 8

Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 8
8 2. september 2006 LAUGARDAGUR NÁM Gengið hefur verið frá kaup- um Fjöltækniskóla Íslands á Flug- skóla Íslands. Fjöltækniskólinn kaupir allt hlutafé í Flugskólanum og mun þá annast rekstur Flug- skólans. Fjöltækni- skóli Íslands er einkahlutafélag og var stofnað- ur í ágúst 2003 með samningi við mennta- málaráðuneyt- ið. Verkefni skólans var að yfirtaka rekst- ur Stýrimanna- skólans og Vél- skóla Íslands og fyrir um ári síðan voru skólarnir endanlega samein- aðir undir nafni Fjöltækniskól- ans. Flugskóli Íslands er hlutafélag og hefur verið rekinn síðan 1998, en á síðasta ári var honum alfarið komið í hendur einkaaðila. Flug- nám hefur fallið undir samgöngu- ráðuneytið, á meðan næstum allt annað nám hefur fallið undir menntamálaráðuneytið. Flugskól- inn hefur því alltaf fengið ákveðna fjárupphæð árlega frá samgöngu- ráðuneytinu. „Kaupin eru meðal annars fjár- mögnuð með hjálp Landsbank- ans,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskólans. „Þetta er líklega í fyrsta sinn sem skóli á Íslandi kaupir annan á þennan hátt. Við munum reka Flugskólann áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og alveg óbreyttan, að undanskildu því að við munum flytja bóklega hluta námsins í Sjó- mannaskólahúsið á Háteigsvegi. Það verður breyting strax hvað það varðar.“ Jón segir ástæðu kaupanna vera þá samleið sem skólarnir tveir eiga í menntamálum. „Ef horft er á skipstjórnarnám og flugstjórnarnám þá er það að mörgu leyti líkt, til dæmis hvað varðar siglingafræði, veðurfræði og GPS-tækni. Skipstjórnarnámið er bundið alþjóðlegum reglugerð- um og við útskrifum fólk með alþjóðaréttindi. Flugskólinn er að gera það sama. Prófin koma að utan og námsefnið er erlent svo að staðlar fyrir atvinnuflugmenn eru þeir sömu alls staðar,“ segir Jón. „Þetta nám er svo alþjóðlegt að við sjáum tækifæri í því að fá nemendur frá öðrum löndum. Við höfum líka áhuga á því að bjóða upp á nám í flugvélvirkjun, en það hefur ekki verið boðið upp á það hingað til á Íslandi. Það eru mörg tækifæri og mikil sátt um þessa sameiningu meðal stjórnenda skólanna.“ steindor@frettabladid.is Flugskólinn keyptur Fjöltækniskóli Íslands kaupir allt hlutafé í Flugskóla Íslands og tekur við rekstri hans. Margt sameiginlegt hjá skólunum og mörg tækifæri, en lítil breyting á starfseminni fyrst um sinn, segir skólameistari Fjöltækniskólans. JÓN B. STEFÁNSSON FJÖLTÆKNISKÓLI ÍSLANDS Fjöltækniskólinn varð til við sameiningu Stýrimannaskól- ans og Vélskólans. Sameiningin varð árið 2003. FISKELDI Mikið tjón varð í laxeldisstöð Sæsilfurs í Mjóafirði aðfaranótt fimmtudags, þegar marglyttur komust í allar kvíar stöðvarinnar. Fiskurinn í kvíun- um, sem eru fjórtán talsins, er um átta hundruð millj- ón króna virði en ekki er vitað hve mikið af laxinum skaðaðist. „Það er mjög erfitt að meta tjónið, en það er mikið,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmda- stjóri fiskeldis Samherja og Sæsilfurs. „Við erum að reyna að slátra þeim hluta sem skað- aðist, á meðan hann er ennþá í lagi,“ segir Jón Kjart- an, en frá því á fimmtudag hafa tugir manna unnið að slátrun fisksins í Neskaupsstað dag og nótt. Búist er við að slátrunin taki nokkra daga. Marglyttur ollu fyrir nokkrum árum vandræðum í stöðinni en eftir það var varnarbúnaði komið fyrir sem blæs lofti í sjóinn og bægir marglyttunum frá. Nú virðist sem sterkir hafstraumar hafi borið varnarbúnaðinn ofur- liði þannig að marglytturnar komust í kvíarnar. - rsg Áfall fyrir eigendur laxeldisstöðvarinnar Sæsilfurs í Mjóafirði: Mikið tjón vegna marglytta LAXELDI Í MJÓAFIRÐI Laxarnir fengu skeinusár af völdum marglyttanna. RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM NÚ ER TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA ÞAÐ SEM ÞIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ Í Lumex Skipholti 37 Sími 568 8388 www.lumex.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ����������� ������������� � ���������������������������������������������� ��������������������������������� ����� � ������������� ����� ������������ ����� � ������� ����� Nýtt aðsetur Skrifstofa Samvinnulífeyrissjóðsins hefur verið flutt úr Húsi verslunarinnar að Stórhöfða 31 í Reykjavík. Hún er opin virka daga kl. 8:00-16:00. Samvinnulífeyrissjóðurinn Stórhöfða 31, 110 Reykjavík Sími 520 5500 - Fax 581 3642

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.