Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 10

Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 10
 2. september 2006 LAUGARDAGUR10 Í sérhverju ríki er stjórnar- skrá niðurstaða úr pólitísku ferli. Þetta á einnig við um endurskoðun bæði finnsku og íslensku stjórnarskrár- innar. Auðunn Arnórsson tók saman nokkrar álykt- anir af því sem hliðstætt og ólíkt er með stjórnarskrár- þróun norrænu lýðveldanna tveggja. Stjórnarskrárþróunin í Finn-landi annars vegar og Íslandi hins vegar á sér ýmsar hliðstæður. Fyrsta stjórnarskrá fullvalda Finnlands varð til á sama tíma og fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda Íslands – sú finnska 1919 og sú íslenzka 1920. Aðstæður tilurðar þeirra voru hins vegar mjög ólíkar, sú finnska varð til í kjölfar blóðugs borgara- stríðs, sú íslenzka var aftur á móti lítt breytt stjórnarskrá hins ófull- valda Íslands frá árinu 1874. Og sú stjórnarskrá var aftur lítt breytt stjórnarskrá Danmerkur frá miðri nítjándu öld. Með öðrum orðum: íslenzka stjórnarskráin varð til í mun minna félags- legu og pólitísku umróti en sú finnska. Stjórnarskrá Kon- ungsríkisins Íslands breyttist árið 1944 í stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, en þegar nánar er að gáð er sú stjórnarskrá, sem enn er í gildi, lítt breytt frá nítjándu aldar upp- runa sínum. Finnska stjórnarskráin frá 1919 hélzt óbreytt í 80 ár, en það má þakka þeim sveigjanleika sem finnsk stjórnlagahefð bauð upp á – unnt var með auknum meirihluta á þingi að setja lög sem voru ígildi stjórnlaga, og var sú heimild notuð mörg hundruð sinnum á þessu tíma- bili. En þegar hömlur kaldastríðs- áranna, „Finnlandiseringarinnar“, féllu með hruni Austurblokkarinnar, drifu Finnar í því að færa stjórnar- skrá sína til nútímahorfs og löguðu hana að þeim stjórnskipunarlega raunveruleika sem hefð hafði skap- ast fyrir í landinu. Íslendingar voru samstiga Finnum við að semja nýjan mannréttindakafla í stjórnarskrána (árið 1994), en Íslendingar eiga það enn eftir að laga sína stjórnarskrá að þeim stjórnskipunarlega raun- veruleika sem hér hefur skapazt hefð fyrir. Nýtt tákn „samstöðu-Finnlands“ „„Samstöðu-Finnland“ hefur öðlast sitt eigið pólitíska tákn, hina frið- samlega tilkomnu og svo gott sem samhljóða samþykktu nýju stjórnar- skrá.“ Þetta skrifar finnski stjórn- málafræðiprófessorinn Jaakko Nousiainen í niðurstöðu greinar sinnar um stjórnarskrárendur- skoðunina, sem birt er á vef finnska dómsmálaráðuneytisins. Nousiainen segir enn fremur: „Hún [nýja stjórnarskráin] er þar með bæði frá sjónarhóli borgar- anna og stjórnmála-elítunnar „hlut- laus“ stjórnarskrá, sem nýtur óskoraðs lögmætis og notkunar- hæfni. Sagan kennir okkur að frið- samlegar stjórnarskrárbreytingar geta þá aðeins skilað árangri að þær fylgi straumi stjórnmálafram- vindunnar. Í endurskoðunarferlinu var skýrt tekið fram að markmiðið væri í raun að laga stjórnarskrána að þeirri skipan sem þegar hefði fest sig í sessi í verki. Gildistaka nýju stjórnarskrárinnar markar þannig ekki upphaf nýs skeiðs í sögu finnska stjórnmálakerfisins, heldur einkennist hún af órofa framhaldi; hún er staðfesting á því að uppbygging ríkisins hvíli að flestu leyti á gamalreyndum grunni. Engu að síður kann að vera að hinar endurskrifuðu leikreglur stjórn- málakerfisins breyti meiru þegar upp verður staðið; það mun fyrst koma í ljós með tíð og tíma.“ Fullyrða má að sú endur- skoðun sem nú hefur verið ráðizt í á íslenzku stjórnar- skránni sé sama eðlis og sú finnska, eins og henni er lýst í þess- um texta Nousiainens. Að mati Nousiainen vakti sterk- ur vilji til að styrkja stöðu þingsins yfir öllu endurskoðunarstarfinu í Finnlandi. Þverpólitísk samstaða skapaðist um það á þingi að mikil- vægt væri að búa svo um hnúta að forsetaræði sjöunda og áttunda ára- tugarins gæti ekki endurtekið sig. Þessi djúpstæða ósk þingheims um að takmarka völd forsetans náði út yfir alla togstreitu milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þar hjálpaði einn- ig til að rótgróin hefð er fyrir breið- um samsteypustjórnum og menn í öllum flokkum vanir því að þurfa að leita málamiðlana. Þetta átti tví- mælalaust þátt í að skapa forsend- urnar fyrir þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist um stjórnar- skrárfrumvörpin, bæði mannrétt- indakaflann árið 1994 og allsherjar- endurskoðunina árið 1999. Skoðanaágreiningur um einstaka þætti stjórnarskrárendurskoðunar- innar lá ekki nema að litlu leyti eftir flokkslínum. Við blasir að sambærilegar for- sendur fyrir samstöðu um stjórnar- skrárbreytingar eru ekki fyrir hendi hérlendis eins og sakir standa. Nægir þar að nefna hvernig deilan um málskotsrétt forseta lýðveldis- ins hefur leitað í flokkspólitískan farveg. Samstaða í kjölfar kalda stríðs Martin Scheinin, prófessor við laga- deild hins fornfræga menntaseturs Åbo Akademi og forstöðumaður mannréttindastofnunar þess skóla, var spurður hvernig hann útskýrði þá breiðu samstöðu sem náðist um stjórnarskrárbreytingarnar í Finn- landi. „Ég held að þar hafi komið saman tveir þættir: á þessum tíma, í byrjun tíunda áratugarins, var mjög í tízku að vera alþjóða- og Evrópusinnaður. Þetta voru svo að segja umskipti frá mjög sjálf- hverfri sýn til víðrar alþjóðlegrar sýnar á stjórnlagaumhverfið,“ svar- ar Scheinin. Vegna hins sérstaka sambands við Sovétríkin gengu Finnar ekki í Evrópuráðið fyrr en árið 1990, og undirrituðu þar með Mannréttindasáttmála Evrópu fyrst þá. Á sama tíma voru viðræðurnar um Evrópska efnahagssvæðið komnar í gang, sem síðan enduðu með því að Finnar sóttu um fulla aðild að Evrópusambandinu. Að sögn Scheinins reyndist við þessar aðstæður auðvelt að segja að sam- þykkt nýja mannréttindakaflans væri sjálfsagður hluti af Evrópu- væðingunni, afleiðing aðlögunar Finnlands að vestrænu og evrópsku milliríkjasamstarfi eftir lok kalda stríðsins. Þessi tíðarandi hafi boðið upp á að við það yrði ekki setið held- ur tækifærið nýtt til að uppfæra alla stjórnarskrána. Veli-Pekka Viljanen, stjórnlagaprófessor við Turku-háskóla sem var rit- ari stjórnarskrárendur- skoðunarnefndarinnar, skýrir samstöðuna með svipuðum hætti. „Aðlögun- in að Evrópusambandinu, undirritun Mannréttinda- sáttmála Evrópu, og það breytta viðhorf til þessara mála sem þessu fylgdi hafði mikið að segja,“ segir Vilj- anen. „Hin ástæðan er að í finnskum stjórnmálum er ekki lengur svo mikið sem skilur hinar pólitísku fylk- ingar að og var áður.“ Að þessu stuðlaði einnig hefð- in fyrir breiðum sam- steypustjórnum, sem jafnframt hafa sýnt sig að vera stöðugar – allar stjórnir frá því á níunda ára- tugnum hafa setið út kjörtímabilið, ólíkt því sem var á Kekkonen- tímanum þegar ríkisstjórnir tolldu sjaldan lengur í embætti en eitt ár. Lærdómurinn af Kekkonen-tíman- um sat í mönnum í öllum flokkum og stuðlaði að samstöðunni, bætir Viljanen við. Allir urðu sammála um að hindra að einn maður gæti tekið jafn mikið vald til sín og Kekk- onen gerði. Pólitísk hrossakaup með í spilinu Að þverpólitísk samstaða skyldi nást um mannréttindakaflann þakk- ar Scheinin reyndar einnig vissum pólitískum hrossakaupum; mark- aðshyggjumenn féllust á að kveðið yrði á um viss efnahagsleg og félagsleg réttindi í stjórnarskránni gegn því að fellt yrði burt ákvæðið um að þriðjungur þingheims gæti frestað gildistöku laga fram á næsta kjörtímabil. Þetta ákvæði hafði staðið efnahagsumbótaáformum fyrir þrifum, sem hægrimenn vildu koma í framkvæmd þegar þeir voru í stjórn í kring um 1990. Að öll stjórnmálaöfl skyldu standa saman um að færa vald frá forsetanum til þings og ríkisstjórn- ar þakkar Scheinin í stórum drátt- um því að meðal vinstrimanna væri rótgróin hefð, jafngömul lýðveld- inu, að vilja takmarka vald forset- ans. Hægrimenn aftur á móti vildu á sínum tíma að landið yrði kon- ungsríki og málamiðlunin varð til- tölulega valdamikill forseti. Eins og finnsk stjórnmál hefðu þróast eftir lok kalda stríðsins hefðu hægri- menn séð sér meiri möguleika á að komast í forsætisráðherraembætt- ið en á forsetastól, og því hafi allt pólitíska litrófið verið sammála um að takmarka völd forsetans. „Stjórnarskráin er niðurstaða pólitísks ferlis, hún er ekki full- komin frekar en önnur mannanna verk,“ segir Martin Scheinin. audunn@frettabladid.is FINNSKA STJÓRNARRÁÐIÐ Ein helzta innihaldslega breytingin á finnsku stjórnar- skránni styrkir stöðu forsætisráðherrans á kostnað forsetans. Stjórnarskrárþróun norrænna lýðvelda FINNLAND ■ Stjórnkerfi Lýðveldisins Finnlands Finnland varð sjálfstætt lýðveldi hinn 6. desember 1917. Áður var það stórhertoga- dæmi sem heyrði undir Rússakeisara og þar áður hluti af sænska konungsríkinu. Samkvæmt finnsku stjórnarskránni, sem gekk í gildi eftir umfangsmikla uppfærslu 1. mars 2000, er þingræði grundvöllur finnska stjórnkerfisins. Forseti lýðveldisins er kjörinn í beinni kosningu til sex ára í senn (og getur mest setið tvö kjörtímabil í röð). Þingið, sem 200 fulltrúar eiga sæti á, er kjörið til fjögurra ára í senn í almennum kosningum. Hlutfallskosningakerfi stýrir skiptingu þingsæta. Í síðustu þingkosningum (árið 2003) skiptust þingsætin svona: ■ Miðflokkurinn 55 sæti ■ Jafnaðarmannaflokkurinn 53 sæti ■ Sameiningarflokkurinn (íhaldsfl.) 41 sæti ■ Vinstribandalagið 19 sæti ■ Græningjar 14 sæti ■ Sænski þjóðarflokkurinn 9 sæti ■ Kristilega bandalagið 6 sæti ■ Sannir Finnar 3 sæti Ríkisstjórnin er samsteypustjórn Mið- flokksins, jafnaðarmanna og Sænska þjóðarflokksins. Forsætisráðherra er Matti Vanhanen. Tarja Halonen úr Jafnaðarmannaflokknum var fyrst kjörin forseti árið 2000 og endur- kjörin í febrúar 2006. Kjörtímabil hennar rennur út í febrúarlok 2012. MARTIN SCHEININ VELI-PEKKA VILJANEN ÍSLENZKA STJÓRNAR- SKRÁIN Á rætur sínar á 19. öld og hefur ekki verið uppfærð eins og sú finnska. FINNSKA STJÓRNAR- SKRÁIN Var fyrst með endurskoðun- inni sem gekk í gildi árið 2000 sameinuð í eitt samræmt skjal. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 ÞAÐ ER KOJA Á HRAUNINU EINS OG RASSGATIÐ Á MÉR Í LAGINU.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.