Fréttablaðið - 02.09.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 02.09.2006, Síða 12
 2. september 2006 LAUGARDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.064 +0,78% Fjöldi viðskipta: 386 Velta: 2.501 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 65,70 -0,46% ... Alfesca 4,56 -2,36% ... Atlantic Petroleum 578,00 -1,87% ... Atorka 6,25 +0,00% ... Avion 33,50 +0,90% ... Bakkavör 54,30 +0,19% ... Dagsbrún 5,14 -0,19% ... FL Group 18,80 +1,62% ... Glitnir 19,90 +0,51% ... KB banki 828,00 +0,61% ... Landsbankinn 25,30 +2,02% ... Marel 77,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 17,70 +0,57% ... Straumur-Burðarás 16,80 +2,44% ... Össur 125,00 -0,40% MESTA HÆKKUN Straumur-Burðarás +2,44% Landsbankinn +2,02% FL Group +1,62% MESTA LÆKKUN Flaga -2,39% Alfesca -2,36% Atlantic Petroleum -1,87% Markaðsvirði Exista liggur á bilinu 211 til 233 milljarðar króna, en endanlegt virði félagsins kemur í ljós þann 7. september næstkom- andi, þegar útboð til fagfjárfesta hefst. Þetta gerir Exista að fjórða eða fimmta verðmætasta félagi í Kauphöll Íslands. Endanlegt útboðsverð mun ákvarðast af áskriftarverðlagningu (book-building) í fyrsta af þremur áföngum útboðsins en seljandi bréf- anna er KB banki, næststærsti hlut- hafinn í Exista. Jafnframt ætlar bankinn að selja bréf til starfsmanna og almennra fjárfesta og gæti heildarvirði söl- unnar numið sex milljörðum króna. KB banki hefur áskilið sér rétt að tvöfalda það sem í boði er í fyrsta áfanga sölunnar, þannig að heildar- virði útboðsins gæti farið upp í 9,2 milljarða króna. Jafnframt ætlar KB banki að greiða út sjötíu pró- sent af eignarhlut sínum í Exista til hluthafa sinna, sem eru nærri 31 þúsund. Er ljóst að Exista verður eitt fjölmennasta hlutafélag lands- ins á næstu mánuðum. Stefnt er að því að skrásetja hlutabréf Exista í Kauphöllina þann 15. september. Félagið hefur marg- faldast í stærð á síðustu árum sam- fara hækkandi hlutabréfaverði, samruna við önnur félög og fyrir- tækjakaupum. Í lok árs 2003 voru heildareignir Exista 23,2 milljarðar króna og eigið fé tæpir 11,5 millj- arðar króna. Um mitt þetta ár höfðu eignir vaxið í 311 milljarða króna, eða þrettánfaldast, og stóð eigið fé í 143 milljörðum. Hagnaður Exista nam fimmtíu milljörðum króna á síðasta ári en aftur á móti skilaði félagið tapi að fjárhæð um 3,3 milljarðar króna á fyrri helmingi þessa árs. Exista skilgreinir sig sem fjár- málaþjónustufyrirtæki er byggir stoðir sínar á fjárfestingum í rekstrarfélögum og fjármálatengd- um fyrirtækjum. Félagið var stofn- að árið 2001 af hópi sparisjóða en stærsti hluthafinn er Bakkabraedur Holding, eignarhaldsfélag Ágústs og Lýðs Guðmundssona. Hlutur þeirra bræðra er 47 prósent af heildarhlutafé, sem er yfir yfir- tökumörkum, en þar sem sá eignar- hlutur varð til fyrir skráningu eru þeir ekki skyldir til að leggja fram yfirtökutilboð. Stærstu skráðu eignir Exista eru fjórðungshlutur í KB banka og tæp- lega 39 prósenta hlutur í Bakkavör, en samanlagt virði þessara eignar- hluta er yfir 180 milljarðar króna. Exista er einnig kjölfestufjárfestir í Flögu. Þá kemur fram í skráningar- gögnum að félagið eigi bréf í Royal Bank of Scotland og fimm prósent stofnfjár í SPRON. Af óskráðum eignum ber helst að nefna 43 pró- senta hlut í Símanum og þá á félag- ið Vátryggingafélagið og Lýsingu að fullu. eggert@frettabladid.is Verðmæti Exista á bilinu 211 til 233 milljarðar Hluthafar Exista verða yfir 30 þúsund talsins á næstunni. Eignir Exista þrettán- földuðust á tveimur og hálfu ári. Bakkabræður undanþegnir yfirtöku. Evrópski seðlabankinn ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í vikulokin að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum þrátt fyrir að verðbólga hafi dregist saman um 0,1 prósentustig. Vextirnir standa nú í þremur prósentum. Greiningaraðilar telja líkur á að bank- inn hækki vextina í október. Almennt var búist við þessari niðurstöðu enda jókst hagvöxtur innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) um 0,9 prósent á öðrum ársfjórðungi sem er 0,1 prósenti meira en fjórðung- inn á undan pg talsvert meira en í Bandaríkjunum og Japan. Hagvöxtur á ársgrundvelli nemur 2,8 prósentum innan ESB. Evrópski seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti fjórum sinnum á síðustu átta mánuðum, en verðbólga á evrusvæð- inu hefur verið yfir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá því í febrúar í fyrra. Atvinnuleysi í ESB nokkuð yfir saman- burðarlöndunum en það mældist 8 prósent á tímabilinu samanborið við 4,8 prósenta atvinnuleysi í Bandaríkj- unum en 4,1 prósents atvinnuleysi í Japan. - jab Óbreyttir stýrivextir VERÐMÆTUSTU FÉLÖG KAUP- HALLAR ÍSLANDS (Í MILLJÖRÐUM KR.) 1. KB banki 550 2. Glitnir 284 3. Landsbankinn 276 4.-5. Actavis 221 4.-5. Exista 211-233 6. Straumur 172 7. FL Group 148 8. Bakkavör Group 116 Vátryggingafélag Íslands hagnað- ist um 468 milljónir króna á fyrri árshelmingi og nam eigið fé félags- ins 15,7 milljörðum króna. Allt árið í fyrra hagnaðist VÍS um 8,4 millj- arða króna. Á sama tíma hagnaðist Líftrygg- ingafélag Íslands (Lífís) um tæpar 154 milljónir króna. Exista eignaðist bæði félögin í maí en þá voru þau undir merkjum VÍS eignarhaldsfélags sem saman- stóð einnig af fleiri félögum. Nam kaupverðið á eignarhaldsfélaginu 53 milljörðum króna og fengu selj- endur hlutabréf í Exista sem gagn- gjald. - eþa ÁSGEIR BALDURS, FRAMKVÆMDASTJÓRI VÍS Félagið hagnaðist um 468 milljónir króna á fyrri hluta árs. VÍS hagnaðist um 468 milljónir króna Norræna lággjaldaflugfélagið FlyMe, sem Pálmi Haraldsson í Fons á stærstan hluta í, hefur keypt fimmtíu og eins prósents hlut í breska leiguflugfélaginu Astreus. Kaupverð er tæpar átta hundr- uð milljónir íslenskra króna. Selj- andi er Aberdeen Asset Manage- ment sem verður minnihlutaeigandi í Astreus. Astreus var stofnað árið 2002 og er með höfuðstöðvar á Gatwick flugvelli í Lundúnum. Félagið flyt- ur um átta hundruð þúsund farþega á ári hverju og veltir um 11,4 millj- örðum króna. Astreus rekur tíu Boeing breiðþotur sem það leigir út, auk þess að fljúga til áfanga- staða í Vestur-Afríku og Austur- Evrópu. Tæplega fjögur hundruð manns starfa hjá félaginu. FlyMe á fyrir fimm Boeing breiðþotur. Finn Thaulow, for- stjóri FlyMe, segir mikil samlegðar- áhrif milli FlyMe og Astreus: „Með kaupunum náum við að nýta flugflota okkar mun betur en áður.“ FlyMe tapaði 1,1 milljarði króna á fyrri árshelmingi. Tap félagsins tvöfaldaðist milli ára. - jsk FlyMe kaupir Astreus í Bretlandi Flugvélafloti FlyMe þrefaldast með kaupum á breska leigufélaginu Astreus. FLUGVÉL FLYME Í FLUGTAKI FlyMe greiðir átta hundruð milljónir króna fyrir fimmtíu og eins prósents hlut í breska leiguflugfélaginu Astreus. MARKAÐSPUNKTAR Landsafl hf., fasteignafélag í eigu Landsbankans og Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, skilaði 241,4 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi ársins samanborið við tæplega 1,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Jeratún ehf., einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar, sem sér um byggingu og rekstur skóla- húsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, tapaði tæpum 14 milljón- um króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rétt rúmlega eins milljarðs króna tap varð á rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði reksturinn 380 milljóna króna hagnaði. FRÁ KAUPUM EXISTA OG FLEIRI FJÁRFESTA Á SÍMANUM Í FYRRA Standandi frá vinstri eru Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, Geir Haarde forsætisráðherra, og bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir sem eru stærstu hluthafar Exista, með 47 prósenta hlut. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. NEMI heim Tryggingamiðstöðin (TM) hefur eignast 90,001 prósent í norska tryggingafélaginu NEMI Forsikring. Með því að hafa eignast yfir níutíu prósent af útgefnu hlutafé norska tryggingafélagsins ávann TM sér rétt til að innkalla þau hlutabréf sem enn vantar upp á. Sér því fyrir endann á að TM eignist NEMI að fullu, eftir skammvinnt ferli. TM lýsti fyrirætlun- um sínum um að gera kauptilboð í fyrirtækið eftir lokun markaða 31. mars síðastliðinn. NEMI býður upp á alhliða skaðatryggingar en hefur þó sterka stöðu á ýmsum sviðum sem vel kunna að falla að íslensku atvinnulífi, svo sem í skipa- tryggingum og á afmarkaðri hlutum tryggingamarkaðar, svo sem í tryggingum á vatnsaflsvirkjunum. Þá býður NEMI upp á trygg- ingar fyrir verslun og þjónustu, fiskeldistryggingar, farmtryggingar og flugvélatryggingar. Markmið og gildi „Vandamál eru tækifæri sem bíða eftir að vera sigruð.“ Svo hljóðar opinbert slagorð fjárfestinga- félagsins Fons, sem blasir við gestum á heimasíðu félagsins. Slagorðið þykir heldur óþjált og jafnvel enskuskotið. Sumir hafa meira að segja bent á hugsanavillu, þar sem allsendis ómögulegt sé að sigra tækifæri. Aðrir telja slagorðið nýtískulegt og til marks um alþjóðavæðingu íslensks viðskiptalífs. Hvernig sem á málið er litið er ljóst að slagorð Fons er hluti af nýlega útbreiddri tísku meðal íslenskra fyrirtækja. Nú þykir ekkert fyrirtæki meðal fyrirtækja nema það hafi bæði markmið og gildi. Þannig kynnti stórfyrirtæki hér í bæ ný gildi nú fyrir helgi; sköpunargleði, samstarf, arðsemi og áreiðanleiki. Það er ekki farið fram á lítið. Peningaskápurinn...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.