Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 16
16 2. september 2006 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn
Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Björgvin Guðmundsson AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFANG: ritstjorn@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
Það er ekki þrautalaust að ná árangri. Í hverju sem er,
hvort sem það er í hjónabandinu,
atvinnunni, fótboltanum, nú eða
þá bara í lífinu almennt. Látið
mig þekkja það, búinn að ganga í
gegnum þetta allt. Og svo á
gamals aldri, þegar maður
heldur að þetta árangurstengda
stríð sé loks á enda, hvað tekur
þá við? Jú, golfið, sem er í
rauninni miklu áleitnara og
alvarlegra viðfangsefni en öll
hin til samans. Í hjónabandinu
getur maður beðist afsökunar á
misgjörðum sínum, í vinnunni
kemst maður stundum upp með
það að gera ekki neitt. Í boltan-
um er klappað á kollinn á manni
og sagt: þetta gengur betur
næst.
Í golfinu er vandinn hins
vegar sá að mistökin verða ekki
aftur tekin. Skorkortið er bæði
húsbóndi og dómari. Þú situr
sem sagt uppi með þá staðreynd
að ekkert, hvorki fyrirgefning,
ást né umburðarlyndi, getur
forðað þér frá þeirri staðreynd
að það eru höggin sem telja.
Jafnvel þótt þú setjir upp þitt
blíðasta bros og allan þinn
sjarma í gang.
Ég er löngu orðinn meðvitað-
ur um þetta harðræði. Allt frá
því að ég byrjaði að leika golf
fyrir fjórum fimm árum hef ég
setið uppi með þá miskunnnar-
lausu og ég vil segja skelfilegu
niðurstöðu, að það er sama hvað
ég reyni, hvað ég legg mig fram,
þá kemur skorkortið upp um
mig.
En af því ég er nú keppnis-
maður af Guðs náð ákvað ég í
sumar, ykkur að segja, að taka
þetta föstum tökum, taka heila
viku í golfið. Ef ekki tvær. Frá
morgni til kvölds, frá degi til
dags. Ekki það að ég gæti ekki
verið að gera eitthvað annað.
Það á eftir að mála gluggana á
húsinu, það er kominn tími til að
laga til í kjallaranum heima, ég á
ennþá ýmislegt óuppgert á
skrifstofunni og guð má vita, að
það tekur sinn tíma að hafa ofan
af fyrir sér, þegar ekkert
sérstakt er á döfinni. Það er ekki
heiglum hent að vera atvinnu-
laus.
Vikan var sem sagt á þessa
leið: Á mánudeginum vippaði ég
í garðinum heima fyrir hádegi,
skrapp síðan út á Nesvöll, þar
sem ég hitti Walter vin minn,
sem er á áttræðisaldri og saman
tókum við hring, sem tókst með
ágætum nema hvað að hann var
samt á betra skori en ég. Á
þriðjudeginum hittumst við
félagarnir úr íþróttahreyfing-
unni, týndum sextán kúlum og
bölvuðum vellinum og veðrinu.
Einkum þó ég. Daginn eftir var
ég aftur mættur á golfvöllinn á
Nesinu, slóst í fylgd með
Kristjáni Skerjafjarðarskáldi.
Kristján er ekki íþróttamanns-
lega vaxinn, en milli þess að
svara í farsímann og taka niður
pantanir um ljóðagerð hafði
hann betur í skorinu. Hringdi í
Stebba Kon og Bjögga bróður á
fimmtudeginum, en hvorugur
hafði tíma, þannig að ég fór einn
og slóst í för með séra Erni, sem
var líka einn og ég sagði vel
slegið og hann sagði gott högg og
þetta var sem sagt allt á kristi-
legum og jákvæðum nótum,
þangað til við lögðum saman
skorkortið. Hann vann.
Um kvöldið fór ég snemma í
háttinn, vildi hvíla mig og
sofnaði snemma út frá tæknileg-
um hugrenningum mínum um
upphafshöggin á fjórðu braut.
Náði raunar þvílíku höggi, að
kúlan hvarf mér sýnum, svo ég
hrökk upp með andfælum, ýtti
við Ágústu konu minni, sem svaf
draumlausum og golflausum
svefni, og ég spurði, þegar hún
reis upp við dogg: Sástu hvar
hún lenti? Sá ég hvað hver lenti?
spurði hún fúl á móti. Nú
golfkúlan, auðvitað, svaraði ég
og hún leit á mig eins og ég væri
fífl, eða eitthvað þaðan af verra
og það var augljóst um leið og
hún svaraði, að þessi kúla var
týnd, Titleist 4, hvít á lit. Með
betri kúlum sem ég hef átt. Þar
fór gott högg fyrir lítið.
Á laugardeginum fórum við
saman hjónin og spiluðum átján
holur. Í indælu veðri og í góðu
kompaníi og í rauninni var þetta
hin ánægjulegasti eftirmiðdagur,
þar til á þriðju braut, í hita
leiksins, þegar ég fór að segja
henni til, sem ég hefði aldrei átt
að gera, því eftir það var lítið
talað saman og hjónabandið
hékk á bláþræði, þangað til hún
setti púttið niður á átjándu af
fimm metra færi. Þá brosti hún
aftur. Ég þakkaði Guði fyrir en
bölvaði honum um leið fyrir
þessa óbærilegu déskotans
áráttu mína að vera árangurs-
tengdur.
Í hita leiksins
Í golfinu er vandinn hins vegar
sá að mistökin verða ekki aftur
tekin. Skorkortið er bæði hús-
bóndi og dómari.
Í DAG |
ELLERT B. SCHRAM
á golfvellinum
Ragnar Árnason prófessor hefur undanfarið kynnt hugmyndir um
algera sjálfstjórn útgerðarmanna á
nýtingu og umgengni við sjávar-
auðlindina. Hann hefur einnig lagt
ríka áherslu á að eignaréttindi
útgerðarmanna á auðlindinni þurfi
að vera sem skýrust og það eigi ein-
göngu að vera á valdi þeirra sem
nýttu auðlindina að ákveða með
hvaða hætti það verði gert og ríkið
eigi ekkert að koma nærri því. Hann-
es Hólmsteinn Gissurarson tekur
undir þessa skoðun í pistli í Fréttablaðinu í gær og
skal engan undra þar sem Hannes Hólmsteinn
hefur lengi verið baráttumaður fyrir einka-
væðingu fiskimiðanna.
Útgerðarmenn hafa lengi kvartað yfir því að
afar hóflegt og afkomutengt veiðigjald var tekið
upp og helst hefur mátt skilja að þetta hóflega gjald
geti lagt útgerð í landinu í rúst. Með hækkandi olíu-
verði hefur veiðigjaldið verið að lækka og afkomu-
tengingin gerir það að verkum að afkoma í grein-
inni ræður endanlegu gjaldi. Samtök útgerðarmanna
hafa barist fyrir því að gjaldið verði
lagt niður og því kemur nú á óvart ef
það er skoðun sem útgerðarmenn taka
undir að hægt sé að leggja á þá kostn-
að sem nemur 3-4 milljörðum á ári,
algjörlega óháð afkomu. Kannski felst
það í hugmyndum Ragnars að ef skil-
yrði í greininni verði óhagstæð þá
dragi menn bara úr eftirliti og rann-
sóknum, sem eru meginkostnaðarliðir
ríkisins í dag varðandi sjávarútveg. Á
hverju ættu þá útgerðarmennirnir
sjálfir að byggja ákvörðun um
hámarksafla? Á slík ákvörðun þá ein-
ungis að vera geðþóttaákvörðun LÍÚ?
Sameign þjóðarinnar á fiskveiði-
auðlindinni er hornsteinn í sjávar-
útvegsstefnu Samfylkingarinnar.
Undir stjórn núverandi stjórnarflokka hefur verið
gerð alvarleg tilraun til þess að færa útgerðar-
mönnum einkaeign á fiskimiðunum. Þær tillögur
sem Ragnar Árnason hefur kynnt um sjálfstjórn
útgerðarmanna á auðlindinni hníga í sömu átt og
mikilvægt að slíkt gerist aldrei. Sjálfstæðisflokk-
ur og Framsóknarflokkur verða að svara því skýrt
hvort þeir aðhyllist einkavæðingu fiskimiðanna
eða hvort tryggja skuli þjóðareign í stjórnarskrá.
Höfundur er þingmaður
Samfylkingar í Suðurkjördæmi.
Einkavæðing fiskimiðanna?
JÓN GUNNARSSON
VIÐBRÖGÐ | Jón Gunnarsson
bregst við hugmyndum
Ragnars Árnasonar
Missti af Birni í Kastljósinu
Sigurjóni Þórðarsyni þykir sem Kast-
ljósmenn séu gengnir til liðs við stjórn-
ina við að storka stjórnarandstöðunni
eftir að ritstjóri þáttarins varð við ósk
Valgerðar Sverrisdóttur um að sitja
ein fyrir svörum um skýrslu Gríms
Björnssonar. Svo leiðir
hann hugann að því
á vefsíðu sinni í gær
hvort Björn Bjarna-
son hljóti ekki að
vera næsti ráðherra
til að koma fram
í Kastljós-
inu þar
sem hann
sé þekkt-
ur fyrir
s t j ó r n -
s e m i
og að svara ekki spurningum. Björn
var hinsvegar að svara spurningum í
Kastljósþættinum í fyrradag og var því
næsti Kastljósgestur á eftir Valgerði.
Það hefur farið framhjá Sigurjóni,
sem sennilegast horfir ekki á þætti
sem storka stjórnarandstöðunni.
Einmana þingmaður
Svo heldur Sigurjón áfram og segir:
„Enginn fjölmiðill hefur haft áhuga
á að koma skoðunum mínum á
fiskveiðistjórn á framfæri...“ Og svo
segir hann að Björn Bjarnason hafi
ekki svarað spurningum hans á þingi
þegar hann spurði ráðherrann um
Baugsmálið. Eru allir hættir að tala
við þingmanninn, eða hvað?
Enginn slítur þau
bönd...
Á fréttavefnum BB segir frá því að
Pálmi Gestsson, leikarinn góðkunni,
hafi fest kaup á æskuheimili sínu í
Bolungarvík. Þar er haft eftir Pálma:
„Ég hlaut gott uppeldi í Bolungarvík
og það skiptir mig miklu máli að geta
endurgoldið henni vistina með að
hressa upp á uppeldisstöð mína með
þessu framtaki.“
Ýmislegt hefur
verið reynt til
að hressa upp
á þorp og bæi á
landsbyggðinni en
sennilegast gagn-
ast ekkert betur í
þeim tilgangi en
nostalgía hinna
brottfluttu.
jse@frettabladid.
isR
agnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla
Íslands, áætlar að útgjöld ríkisins muni minnka um
þrjá milljarða króna á hverju ári fái sjávarútvegurinn
að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Það
þýðir að handhafar aflaheimilda myndu standa
straum af öllum kostnaði tengdum greininni eins og eftirliti og
rannsóknum. Sjávarútvegurinn yrði þá líkari flestum öðrum
atvinnugreinum.
Frá sjónarhóli skattgreiðenda væri þetta ekki ósanngjarnt
fyrirkomulag. Það er sjávarútvegsfyrirtækjunum í hag að eftir-
lit með fiskimiðunum sé skilvirkt og hafrannsóknir árangurs-
ríkar. Það myndi miða að því að hámarka arð af fiskveiðiauðlind-
inni með sjálfbærri nýtingu. Afkoma sjávarútvegsins er undir
því komin að rannsóknir séu fullnægjandi og rányrkja ekki
stunduð. Með því að hafa þessa hagsmuni á sömu hendi telur
Ragnar Árnason og fleiri fræðimenn að betri árangur náist.
Útgjöld ríkisins minnki og tekjur sjávarútvegsins aukist.
Á ráðstefnu Rannsóknarstofnunar um samfélags- og efnahags-
mál um sjávarútvegsmál í vikunni kom fram að þetta fyrirkomu-
lag gæti gengið innan núverandi kvótakerfis. Hins vegar hlýtur
tryggari eignarréttur yfir aflaheimildum að vera mikilvæg for-
senda fyrir því að þetta gangi upp. Fræðimenn halda því fram að
eignarrétturinn sé mikilvægur til að stuðla að hagkvæmri nýt-
ingu náttúruauðlinda og koma í veg fyrir sóun. Sé eignarréttur-
inn ótryggur verði ekki ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar, því
menn eiga á hættu á að njóta ekki arð af fjárfestingum sínum, og
dregið sé úr hvatanum til að leita nýrra tækifæra.
Þótt doktor Guðrún Gauksdóttir hafi haldið því fram í erindi
sem hún flutti á aðalfundi LÍÚ í fyrra, að aflaheimildir væru eign
í skilningi 72. greinar stjórnarskrárinnar, eru skiptar skoðanir
um hvort það standist. Í kosningastefnu Samfylkingarinnar, sem
samþykkt var 5. apríl 2003, segir meðal annars: „Samfylking-
in vill að kvótinn verði innkallaður í smáum, árlegum áföngum,
þannig að sjávarútvegurinn geti lagað sig að breytingum og að
sem mest sátt verði um þær. Þetta er svokölluð fyrningarleið.“
Það er ólíkegt að útgerðarmenn ráðist í stórhuga framkvæmd-
ir, sem stuðla að betri nýtingu fiskistofnanna, ef hætta er á að
aflaheimildir þeirra verði gerðar upptækar. Ótryggur eignar-
réttur stuðlar því að óhagkvæmni í greininni, sem bitnar á öllum
sem vinna við hana.
Í ályktun á landsfundi Samfylkingarinnar í maí 2005 var
dregið í land með fyrningarleiðina. Formaður Samfylkingar-
innar boðaði sátt um sjávarútveg á aðalfundi Landssambands
útgerðarmanna í október sama ár. Mikilvægur liður í sáttinni
væri að útgerðarmenn hættu að tala um eignarréttindi á kvótan-
um og viðurkenndu að um nýtingarrétt væri að ræða, sem nyti
verndar sem óbein eignarréttindi.
Þetta var mikilvægt skref í átt að sátt hjá Samfylkingunni
og skapar sjávarútvegsfyrirtækjum landsins tryggari rekstrar-
grundvöll. Þó að ekki verði gengið jafn langt og hugmyndir Ragn-
ars Árnasonar boða er hætta á umbyltingu í greininni hverfandi,
óháð niðurstöðu alþingiskosninganna næsta vor.
Sjálfstjórn sjávarútvegsins:
Eignarrétturinn
er mikilvægur
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR
���������������������������������������������������������������������� ������������
�������������
������������
�������������������������
����������������������������������������������������������������
����
�����
�����
��