Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2006, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 02.09.2006, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 2. september 2006 19 EN NE M M / SÍ A Leiks‡ningar, lú›rasveit og tónlistaratri›i Sjón er sögu ríkari! Svæ›i› ver›ur opi› frá kl. 11.00 til 17.0 0 Opi› hús í Straumsvík sunnudaginn 3. september Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík ver›a dyrnar a› álverinu opna›ar almenningi sunnudaginn 3. september. Bo›i› ver›ur upp á sko›unarfer›ir um álveri› undir lei›sögn starfsmanna, skemmtun fyrir börn og fullor›na, menningu og fræ›slu af ‡msum toga. Nota›u tækifæri› og sjá›u hvernig álver lítur út! Til a› lágmarka umfer› einkabíla ver›ur bo›i› upp á rútufer›ir til Straumsvíkur frá bílaplani Fjar›arkaupa vi› Bæjarhraun í Hafnarfir›i á hálftíma fresti. Opi› frá 11.00 – 17.00 dagskrá í bo›i allan daginn: • Lei›sögn um svæ›i› me› rútum • Véla og tækjas‡ning • Myndlistars‡ningin „Hin blí›u hraun í Straumsvík“ • Ökuleikniss‡ning • Hoppukastalar • Kassabílarallí og hlaup • Lú›rasveit Hafnarfjar›ar spilar Kl. 12.00, 13.00, 14.00, 15.00 og 16.00 • Möguleikhúsi› s‡nir leikverki› „Áslákur í álveri“ Kl. 13.00 og 15.00 • Kynningar á umhverfismálum og mögulegri stækkun Kl. 12.30 og 14.30 • Gunni og Felix • Óperukór Hafnarfjar›ar • Fri›rik Ómar og Gu›rún Gunnars Kaffihús og veitingar allan daginn Fræ›sla og sko›unarfer›ir um álveri› Hoppukastalar fyrir krakkana Myndlistars‡ningin Hin blí›u hraun í Straumsvík Alcanhlaupi› flar sem allir fá ver›laun Spennandi og lífleg dagskrá Sunnudagskaffi í Straumsvík Kassabílarallí Umræðan | Viglínur í pólitík Brúarjökull, Búrfellsflói, Desjarár- dalur, Efra-Jökulsárgil, Ekkjufells- hólmar, Eyjabakkafoss, Faxi, Fola- vatn, Gjögurfossar, Gljúfrakvísl, Grjótá, Hafrahvammagljúfur, Háls, Héraðsflói, Hjalladalur, Hníflafoss, Hölkná, Hólmaflúðir, Hrakstrandar- foss, Hreinatungur, Jökla, Jökul- dalur, Jökulsá á Brú, Jökulsá á Dal, Jökulsá í Fljótsdal, Kárahnjúkar, Kirkjufoss, Klapparlækur, Kleifar- skógur, Kringilsárrani, Lagarfljót, Lindur, Rauðaflúð, Sauðá, Sauða- kofi, Sauðárdalur, Skakkifoss, Slæðufoss, Snikilsá, Sporður, Trölla- gilslækur, Tungufoss, Töðuhraukar, Töfrafoss. Öllu þessu var ákveðið að fórna í örlagaríkri atkvæðagreiðslu á Alþingi Íslendinga 8. apríl árið 2002. 44 þingmenn samþykktu fórnina. 44 þingmenn sem samþykktu að sökkva dýrmætu landi, meina afkomendum okkar að njóta og skoða. Ábyrgð þessara þingmanna er mikil. Nöfn þeirra á að draga fram í dagsljósið. Ákvörðunin fól í sér óafturkræfar breytingar á áður ósnortinni náttúru. Slík ákvörðun ætti að vera ígrunduð og byggð á rannsóknum þar sem allir þættir eru metnir. Skipulagsstofnun mat það svo að ekki væri tímabært að taka ákvörðunina, rannsóknir skorti. Jarðvísindamenn lögðu fram varnaðarorð, strax 2001. Öllum átti að vera ljóst hversu afdrifaríka ákvörðun var um að ræða. Við sem höfum varað við virkjun- inni fyrst og fremst vegna náttúru- verndarsjónarmiða höfum iðulega verið sökuð um að beita til- finningarökum. Við erum spurð hvort við höfum komið þangað, verið þar. Land sem þú hefur ekki séð, því má eyða! Ég vil snúa spurningunni við og spyrja: Valgerður, hefur þú setið í bláberjabrekku við Tröllagilslæk? Valgerð- ur, hefur þú setið við Töfra- foss og horft á hvernig ljósbrotið teiknar myndir og látið hressandi úðann baða þig? Hefur þú, Val- gerður, gengið með Rauðu- flúð og fundið landið nötra undan krafti Jöklu? Eða hefur þú, Val- gerður, setið í grónum Hraukunum á Kringilsárrana, borðað nesti og horft á hreindýrstarfana í sínu náttúrulega friðlandi? Halldór og Davíð eru báðir hlaupnir í skjól frá ábyrgðinni., Valgerður og Siv sitja áfram í ráðherraembættum. Ykkar er ábyrgðin og þingmannanna 40 til viðbótar. Hvernig ætla þessir 44 lýðræðislega kjörnu fulltrúar að axla sína ábyrgð? Skýrsla Gríms Björnssonar er bara eitt dæmi um upplýsingar sem lítið hefur verið gert með í þessu ferli öllu. Varnaðar- orð hafa verið sniðgengin, hvort sem þau hafa varðað öryggi mann- virkja, arðsemi eða áhrifin á samfélagið. Framkvæmdin var knúin áfram með látum og þau sem vildu staldra við lágu undir ámæli um að vera á móti framtíðinni. Vinnubrögð stór- iðjusinna hafa verið til skammar. Blekkingum hefur verið beitt af ríkisrekinni áróðurs- vél Landsvirkjunar, ítrekað kemur í ljós að vísindamönnum hefur ýmist verið meinað að tala eða þeim gert erfitt fyrir á annan hátt, þeir jafnvel sakaðir um að láta pólitískar skoðanir sínar þvælast fyrir vísindaheiðri sínum. Á þeim tíma sem ákvörðunin var tekin var upplýsingum stung- ið undir stól, alþingi meinaður aðgangur að varnaðarorðum vís- indamanna. Á þeim tíma vildu Halldór og Davíð eina ferðina enn teyma þingið að „já-inu“ án umræðu. Ekki í fyrsta skipti og ekki það síðasta. Þá hentaði ekki að fá öll sjónarmið fram. Þá hent- aði að binda fyrir augu þingsins. Ný víglína er að myndast í pólitík. Víglína milli okkar sem forgangsröðum í þágu umhverfis og náttúru, og hinna sem hafa sagt okkur vera á móti framtíð- inni. Framtíðin stendur með náttúrunni og lýðræðinu en for- tíðin, yfirgangurinn og athafna- stjórnmálin tilheyra liðinni tíð. Halldór og Davíð eru farnir. Næst er það Valgerður og svo ríkis- stjórnin öll í vor. Hefur þú komið þangað? Ný víglína er að myndast í pólitík. Víglína milli okkar sem forgangsröðum í þágu umhverfis og náttúru, og hinna sem hafa sagt okkur vera á móti framtíðinni. SVANDÍS SVAVARS- DÓTTIR Borgarfulltrúi Vinstri Grænna 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Umræðan | Baugsrannsókn Ættjarðarvininum Eggerti Ólafssyni varð öfundin yrkisefni, en snéri henni upp á sig sjálfan. „Öfund knýr og eltir mig - til ókunnugra þjóða - Fæ ég ekki að faðma þig - fósturlandið góða.“ Vonandi er rétt með farið. Græðgi og öfund trjóna efst af erfðagöllum mannsins og fá allir sinn skerf. Jóhannes Jónsson í Bónus hefur fengið að kenna á báðum ógnvöld- unum. Síðastliðin tólf ár hefur ríkisstjórn Íslend- inga, lengst af undir forsæti Davíðs Oddsson- ar, valdið þjóðinni svo miklum skaða, að ég trúi nær öllu slæmu á hana. Þar á meðal, að hefja ofsóknir þær, sem Jóhannes fullyrti á NFS að hún hefði staðið fyrir gegn sér og fjölskyldu sinni. Furðu margt hnígur að því, að stjórnvöld hafi látið öfund- sjúka gróðafíkla leiða sig út í brjálæðislegar ofsóknir gegn brautryðjanda lágvöruverslana og fjölskyldu hans. Kostnaður þjóðarinnar af offorsinu skiptir hundruðum milljóna. Auðvitað á að kanna mál, ef grunur um misferli kemur upp. En saksóknari þessa máls virðist hafa ætt áfram með lokuð augun, löngu eftir að öðrum sýndist allt í lagi. Hvort sem upphaf frumhlaupsins og áframhaldið var runnið undan rifjum þáverandi forsætisráð- herra, eða annara, jaðrar það við glæp. Það er ámælisvert að leggja slíkt á þjóðina og enn verra gagnvart Jóhannesi og fjölskyldu hans. Tímasetning aðfarar saksóknaraembættisins að fyrirtækjum feðgana Jóhannesar og Jóns Ásgeirs líkist hnitmiðaðri eyðilegg- ingarstarfsemi. Jóhannes telur að þeir hafi orðið af eitthundrað og þrjátíu til fjörutíu milljörðum, fyrir utan margt annað. Menn hafa sagt við mig, að þeir séu nógu ríkir fyrir, en ég álít þetta ekki snúast um það. Það snýst um rétt og rangt og að menn geti rekið fyrirtæki. Fáir ásaka bankana, sem féfletta almenning sem aldrei fyrr, á sama tíma og Jóhannes lætur gott af sér leiða. Það er ekki glæpur að standa sig og hagnast, sé það gert með heiðarlegum hætti. Aftur á móti mætti hluti af ofurgróða fara í hjálparstörf, þar sem sárlega vantar vatn og skóla. Sú staðreynd, að forsvarsmenn banka, hafi tuttugu og tvær og hálfa milljón á mánuði, hlýtur að vekja viðbjóð hugsandi fólks. Sjö til átta skuldlausar íbúðir á ári í vinnulaun og þessir gráðugu mikilmennskubrjálæðingar tala um það sem eðlilegan hlut. Í mínum huga eru þeir arðræn- ingjar, öndvert við Jóhannes sem hefur unnið sig upp með atvinnu- sköpun á eigin forsendum og látið alþýðu njóta. Mér finnst eðlilegt að hann sé efnaður og vil að gefnu tilefni spyrja Jóhannes: Hefði þjóðin notið góðs af, ef samningar um verslunarkeðjurn- ar hefðu náðst? Jóhannes í Bónus ALBERT JENSEN Trésmíðameistari Í mínum huga, eru þeir arð- rænigar, öndvert við Jóhannes sem hefur unnið sig upp með atvinnusköpun á eigin forsend- um og látið alþýðu njóta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.