Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 33

Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 33
LAUGARDAGUR 2. september 2006 Daníel Sigurðsson hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í rallakstri 2006. Þótt enn sé ein keppni eftir í Íslandsmeistaramótinu í ralli er Daníel þegar búinn að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er sigur heildarinnar og ekkert annað. Við erum með frábært lið og allir sem hafa staðið að þessu hafa staðið sig mjög vel. Við erum ekki ríkasta eða flottasta liðið en við erum alltaf brosandi. Það er góður og óþvingaður andi hjá okkur,“ segir Daníel um árangur- inn. Keppnisliðið telur á annan tug manna, þar á meðal Ástu systur Daníels, sem er aðstoðarökumað- ur. „Ég dró hana með mér í þetta. Í upphafi hafði enginn trú á að þetta gengi upp og fólk gerði grín að því að hún er ekki komin á bílprófs- aldur. Svo þegar hún tæki prófið þekkti hún ekkert annað en rall- akstur og ökukennararnir myndu svitna við tilhugsunina um að kenna henni, hún myndi bara rétta þeim leiðarnótur og segja þeim að halda sér,“ segir Daníel hlæjandi. Systkinin plumuðu sig þó vel í sumar eins og titillinn ber vitni um, þrátt fyrir að þetta sé fyrsta tímabil Daníels á nýjum bíl. „Ég fékk hann úr tolli þremur dögum fyrir fyrstu keppni. Þetta er fyrsti fjórhjóladrifsbíllinn og nú kepp- um við á fullorðinsbíl sem gaf okkur möguleika á að vera í flokki með stóru körlunum,“ segir Daní- el. Bíllinn er 2001 árgerð af Mitsu- bishi Lancer Evo 6 sem hefur verið breytt í rallýbíl. „Hann er með tveggja lítra túrbóvél sem skilar um 270 hestöflum og var keppt á áður í pólsku meistara- keppninni. Þetta hafa verið vin- sælir bílar og hampað heimsmeist- aratitli í ralli ansi oft.“ Þó að titillinn sé í höfn er ein keppni eftir og Daníel segist hafa stungið upp á því við liðið sitt að hún yrði tekin rólega. „Ég stakk upp á að spara bílinn og spara pen- inga og leyfa einhverjum öðrum að njóta þess að vera á toppnum í þessari einu keppni. Ég var bara púaður niður svo það verður allt gefið í botn. Við ætlum að dauð- rota þetta.“ Undirbúningur fyrir þetta keppnistímabil hófst í janúar og Daníel segist ætla að vera á fullu í vetur til að geta varið titilinn. „Ég ætla jafnvel að keppa tvær keppn- ir erlendis í vetur til að ná mér í reynslu og halda mér við. Svo verðum við í þol- og styrktarþjálf- un í vetur. Undirstaðan að góðum árangri er að vera í toppformi sjálfur.“ einareli@frettabladid.is Sigur heildarinnar Daníel og Ásta á fleygiferð á síðasta móti. LJÓSMYND: GUÐMUNDUR KARL SIGURDÓRSSON Daníel hefur keppt í rallinu með hléum í nokkur ár og landar nú fyrsta Íslandsmeist- aratitlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Framtíðin í einkaþotum liggur í hraðskreiðum hvíslurum. Ný kynslóð hljóðfrárra einkaþotna gæti verið kveikjan að byltingu í háhraðaflugi. Hjá Lockheed Martin er verið að hanna litla 12 sæta þotu sem á að ná 1.930 km hraða, eða 1,8 földum hljóðhraða. Stóru frétt- irnar eru kannski þær að í stað hvellsins sem heyrðist alltaf þegar Concorde rauf hljóðmúr- inn mun nýja þotan bara gefa frá sér lágvært hvísl, að minnsta kosti í samanburði. Hún á að vera tilbúin í fjöldaframleiðslu innan sjö ára. Lykillinn að hvellleysinu er stélið sem minnir á „V“ á hvolfi. Hönnuðirnir vonast til að það dugi til þess að hávaðinn við það að rjúfa hljóðmúrinn verði innan við eitt prósent af hvellinum sem Con- corde gaf frá sér. Sá hvellur var nógu hár til að þotan var bönnuð í Bandaríkjunum þegar hún var kynnt til leiks árið 1970. - elí Hljóðfrá og hljóðlát Þó að flugferðin taki stuttan tíma verður að vera hægt að taka því rólega um borð. Þessi einkaþota er verðugur arftaki Concorde. www.kistufell.com Vélaviðgerðir, túrbínuviðgerðir og spíssaviðgerðir. Vélaverkstæðið Kistufell býður upp á stimpla og slífar í flestar gerðir véla frá hinum þekkta framleiðanda Mahle. VIÐGERÐIR FYRIR FLESTAR GERÐIR VÉLA kistufell.com Pakkningarsett Ventlar Vatnsdælur Tímareimar Knastásar Legur Stimplar EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS... WWW.GRAS.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.