Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 34

Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 34
 2. september 2006 LAUGARDAGUR4 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Góðir vegir eru leiðinlegir vegir. Nú er ég ekki að segja að slysagildrur séu af hinu góða, en að keyra góðan veg er svona álíka skemmtilegt til lengdar og fiskabúr. Tómt fiskabúr. Ég held samt að ég verði að útskýra þetta betur. Sko, ég hef gaman af því að keyra. Það er eitthvað við samband vélar, manns og vegar sem ég sæki mikla gleði í, sérstaklega ef bíllinn er góður og vegurinn reynir aðeins á hann og mig. Þannig er mjög gaman að keyra malbikaða og slétta vegi ef þeir eru bugðóttir og maður þarf að beita bílnum í hverja beygjuna á fætur annarri. Það er líka gaman að keyra malarvegi þar sem bílnum hættir til að skrika og maður þarf að stýra á móti, forðast holur, spila á gírkass- ann og passa sig á rollunum. Af þessu leiðir að góðir vegir, sléttir og beinir, eru ekki sem slíkir mjög spennandi. Öruggir, skilvirkir og praktískir? Já. Spennandi? Nei. Og mér finnst mjög gott til þess að hugsa að Reykjavíkur- borg virðist vera á sama máli. Það er að minnsta kosti orðið mjög erfitt að skipta um akrein á Miklubrautinni án þess að vera í fjórhjóladrifinu, slík eru hjólförin í malbikinu. Upp- fræstar götur eru látnar ósnert- ar svo vikum skiptir til að reyna á hæfileika borgarbúa til að skipta um dekk og dempara. Svona á þetta að vera! Auðvitað á að vera meira spennandi að demba sér út í umferðina en að sitja heima og glápa á veru- leikasjónvarp. Og hættulegra. En fyrir adrenalínfíkla eins og mig er samt fátt meira spennandi en að keyra hring- veginn. Nýlega lauk vegrýnis- úttekt á völdum vegköflum í nágrenni Reykjavíkur og fengu þeir bara ágætis einkunn. Enda nær einungis nýlagðir kaflar í úrtakinu. Um leið og þeim sleppir taka við rússíbanabraut- ir í bland við stökkbretti og holur. Íslenskir vegir hafa nefnilega tilhneygingu til að krumpast með árunum, þegar frosið undirlagði þiðnar og rennur í burtu. Já, ef göturnar í höfuðborg- inni eru dægrastytting, þá er á við gott tívolí að keyra þar sem Vegagerðin ræður ríkjum. Er ekki kominn tími til að gera hlutina almennilega? Draga markvisst úr nagla- dekkjanotkun höfuðborgarbúa, sjá til þess að umferðaræðarn- ar séu ekki lífshættulegar í rigningu og einbeita sér að því að halda þjóðvegunum okkar við, frekar en að bora sundur fjöll, leggja nýja vegi í frosti, plana þess á milli vita gagns- lausar hálendishraðbrautir og halda úti verst nýtta strætó- kerfi norðan Alpafjallanna? Götur, og í það minnsta hringvegurinn líka, eiga nefni- lega bara að vera fiskabúr, ekki hákarlatjarnir. Lífslíkuaukandi leiðindi Öflugri dísilvél og meiri staðal- búnaður. KIA-umboðið efnir til bílasýning- ar um helgina. Frumsýndur verð- ur nýr KIA Sorento en þessi öflugi bíll hefur undanfarin ár notið mik- illa vinsælda hér á landi og var næstsöluhæsti jeppinn hér á landi á síðasta ári. Helstu breytingar á nýjum Sor- ento eru þær að nú fæst hann með enn öflugri dísilvél sem skilar 170 hestöflum, auk þess sem staðal- búnaður Sorento er orðinn meiri og innrétting ný. ESP-stöðugleika- stýring er loks mikilvæg viðbót við öryggisbúnað bílsins. Í tilefni frumsýningarinnar verða sýningartilboð á öðrum KIA tegundum, auk þess sem KIA eig- endum verður boðið upp á þrif á bílum sínum á laugardaginn. Sýn- ingin er í sýningarsal KIA að Laugavegi 172 og verður opin laugardag frá kl. 12-17 og sunnu- dag frá kl. 12-16. Nýi Sorento-jeppinn verður einnig frumsýndur hjá söluum- boðum á Selfossi, Reyðarfirði, Ísa- firði, hjá Höldi á Akureyri og í Vestmannaeyjum á laugardag frá klukkan 12 til 17. Nýr Sorento frum- sýndur um helgina Nýr Sorento hefur meðal annars fengið nýja innréttingu og ESP stöðugleikakerfi. SPORTBÍLL ÁRSINS Á ÍSLANDI FYRIR TVEIMUR ÁRUM. Mazda hyggst innkalla alla bíla af árgerðum 2004, 2005 og 2006 af gerð- inni RX-8. Fyrirtækið sjálft hefur ekki gefið frá sér yfirlýsingu um málið en samkvæmt fréttum erlendra netmiðla tengist vandamálið hinni óvenjulegu vél bílsins. Vélin er ólík öðrum bílvélum að því leyti að í stað stimpla er hvelfdur þríhyrningur inni í næstum sívölu rými. Þríhyrningurinn snýst þegar eldsneytið brennur í holum milli hans og innri veggja sívalingsins. Wankel-vélin er fyrirferðarlítil og létt miðað við afl. Hins vegar er brunahol hennar óheppilega lagað, yfirborð þess er mikið miðað við rúmmál (besta lögun brunahols er kúla, minnst yfirborð á rúmmálseiningu). Það þýðir að vélin krefst mikillar kælingar og eyðir miklu eldsneyti. Hafa í gegnum tíðina komið upp bilanir í vélinni en Mazda taldi sig hafa leyst þau vandamál sem við var að glíma. RX-8 þykir skemmtilegur akstursbíll og var valinn sportbíll ársins af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) fyrir tveimur árum. Gert er ráð fyrir yfirlýsingu frá Mazda innan skamms en samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir þarf að skipta um vélar í mörgum tilvikum. Allar vélar sem ekki þola þrýstipróf verður skipt um. Segja má að málið hafi farið á hreyfingu eftir endurteknar umkvartanir neytenda vegna bílanna. Eftir því sem næst verður komist lekur olía frá vél en á sínum tíma reyndist mjög erfitt að hanna endingargóðar þéttingar við völt vélarinnar (þéttingar sem svara til stimp- ilhringja í hefðbundinni stimpilvél), og vildu þær gefa sig eftir stutta notkun. (www.billinn.is) RX-8 innkallaður Mazda RX-8 hefur fengið góða dóma sem akstursbíll en Wankel-vélin er ennþá til ófriðs þrátt fyrir miklar úrbætur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.