Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 42

Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 42
■■■■ { hausttíska } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Grátt er tvímælalaust heitasti liturinn í haust. Kjóllinn fæst í Centrum. Blágráar gallabuxur úr Sautján. 2 Nú er mikið um áhrif frá tíunda áratugnum en Marc Jacobs hefur þó vakið mestu athyglina fyrir sínar fatalínur sem þykja minna óneitanlega mikið á allra fyrstu tískusýninguna hans. Þá hann- aði hann fyrir Perry Ellis og marg- ir minnast þeirrar línu sem „grunge“ línunnar. Menn þar á bæ voru þó ekki svo hrifnir af druslustílnum og rokkáhrifunum og var greyið Marc fljótlega rekinn. Stíllinn, sem nú er aftur orðinn heit- ur, snýst aðallega um upphafningu hvers- dagsleikans. Víðir bolir, þægilegar leggings, klossaðir skór, ullarsokkar, víðar og köfl- óttar skyrtur og nóg af ódýru glingri. Auð- velt ætti að vera að tileinka sér þennan stíl með því að grafa í geymslunni, finna stóra skyrtu af pabba og smella sér í ullarsokka yfir leggings buxurnar. Blessunarlega koma þó ekki öll trend tíunda áratugarins aftur og eru sennilega flestir fegnir að vera lausir við lituð Lennon gleraugu, þröng og síð pils úr sundbolaefni og krumputeygjur úr lífi sínu. Ekki ná í þetta dót úr geymslunni. Auðvelt og mun skemmtilegra er líka að klæðast í þessum stíl á örlítið dýrari en um leið afar ómótstæðilegan hátt. Þá er um að gera að fara í fín- ustu tískubúðir bæjarins og velja sér vandaða peysu frá Vivienne Westwood, köflóttan kjól frá Bernard Wilhelm eða fallega prjónapeysu frá Preen. Upphafning hversdagsleikans Stíll tíunda áratugarins, með sínar vísanir í druslulegan stíl Kurts Cobain, Billy Corgan og annarra rokkgoða sem þá þóttu flottust, hefur laumað sér inn í tískuna á ný. Fylgihlutir verða að vera örlítið druslulegir en um leið óneitanlega töff. Hnébuxur, fást í Sautján. Hér er bútasaumur notað- ur á óvenjulega töff máta. Taskan fæst í Trilogiu. Þessi bolur úr Sautján væri góður undir flottri skyrtu eða vesti. Þykkar spangir fara fljótlega að prýða kolla ungra kvenna á ný. Fást í Skarthúsinu. Kurt Cobain hafði mikil áhrif á tísku unga fólksins á sínum tíma þótt það hafi ekki verið hans helsta markmið. Flott hauskúpuháls- festi úr Sautján. Hrikalega fallegt pils frá Donnu Karan sem smellpassar inn í „grunge“ stílinn. Fæst í Evu. Tuskuleg en um leið ótrúlega töff peysa úr AllSaints. Vítt og flaksandi. Glæsileg samsetning úr haustlínu Marc by Marc Jacobs. Haustlína Marc Jacobs vakti mikla og verð- skuldaða athygli. Rokkaralegt vesti frá Diesel, fæst í Sautján. Parka jakka er nauð- synlegt að eiga í haust. Þessi fæst í Kronkron. Unaðslega töff peysa frá Vivienne Westwood. Fæst í Kronkron. Síður bolur úr Sautján. Gaman er að blanda örlitlu glimmeri í þennan hversdagslega stíl. Þessi kjóll er vel í anda tíunda áratugarins og eykur fínflauelið á þau áhrif. Fæst í Trilogiu. Fínt vesti. Fæst í Sautján. Flottur og öðruvísi samfest- ingur úr Spúútnik. Uppreimaðir glæsileg- ir skór úr Kron. FRÉTTABLADID/EINAR ÓLA Örlítið druslulegt en samt sjarmerandi glingur. Sautján. Köflótt mynstur kemur sterkt inn í hausttískunni. Jakkinn er frá Bernard Wilhelm og fæst í Kronkron. Brúnir og örlítið gamaldags skór úr Spúútnik. Leggings eru nauð- synlegar í fataskáp- inn í haust. Þessar fást í Sautján. Batík hettupeysa úr KronKron. Ferskjulitaður, stór og flott- ur bolur úr AllSaints.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.