Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 45

Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 45
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { hausttíska } ■■■■ 5 Mikið frjálsræði ríkir í því hvern- ig belti eru notuð. Það er liðin tíð að þau séu praktíkin ein saman, strengur sem heldur buxunum uppi. Þau eru orðin fylgihlutir og jafnvel skartgripir sem lífga og fríska upp á útlitið. Belti fást nánast í hverri ein- ustu fatabúð og úrvalið er yfir- leitt gott. Hérna eru nokkrar hugmyndir að flottum beltum sem voru að detta inn í verslanir og ættu að leggja línurnar fyrir haustið. Girtu þig stúlka! BELTI ERU MÁLIÐ Í DAG. HVORT SEM ÞAU HANGA Á MJÖÐMUM, ERU UM MITTI, VIÐ PILS EÐA BUXUR, ÞYK- IR ÞAÐ MÓÐINS AÐ HAFA EITTHVAÐ UM SIG MIÐJA. Þetta belti er úr Flash og kostar 1.490 krónur FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Flash á Laugaveg- inum selur þetta flotta belti á 1.990 krónur. Í Sautján fæst þetta belti á 2.990 krónur. Þetta belti/ mittislindi er skreytt pallíettum sem verða einmitt mikið notaðar í haust. Beltið kostar 2.499 krónur í Accessorize. Svart er alltaf klassískt en þetta teygjubelti er úr Accessorize og kostar 2.099 krónur. Þetta brúna belti er úr Acc- essorize og kostar 2.999 krónur. Hættið að klæðast einungis hefðbundnum hvít- um og svörtum sokkum. Munstur og litir gleðja og kæta bæði tærnar og aðra. Enginn efast um þá staðreynd að karlmenn eru farnir að hugsa meira en áður um tísku og hverju þeir klæðast. Þrátt fyrir það hefur þessi þróun ekki ennþá náð alla leið niður á tærnar. Hvítu og svörtu sokkarnir eru ennþá ríkjandi sem er algjör synd þar sem öðruvísi sokkar vekja eftirtekt og eru mun frumlegri en skítugu tenn- issokkarnir. Munstraðir sokkar eru langt frá því að vera yfirþyrmandi heldur lífga þeir upp á frekar dauft svæði á líkamanum. Röndóttir, skræpóttir, stjörnóttir eða hvernig sem er, öðruvísi sokkar eru einfaldlega flottari en hinir hefðbundnu. Nú er kominn tími til þess að fleygja öllum einlitu sokkunum og skella sér á nokkra flottari og frumlegri sokka. Flottir og öðruvísi sokkar Hættið að klæðast einungis hefðbundnum sokkum. Munstur og litir gleðja og kæta. Kultur Elvis Sock Shop Spúútnik 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.