Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2006, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 02.09.2006, Qupperneq 73
LAUGARDAGUR 2. september 2006 37 „Ég tek þrjú verkefni í Þjóðleik- húsinu og fæ þannig sjálfkrafa fastráðningu í eitt ár. Fyrsta hlut- verkið er í leikriti um Florence Foster Jenkins, sem hefur verið kölluð versta söngkona í heimi,“ segir Hallur, sem mun fara með hlutverk undirleikara söngkonunnar í verkinu. Florence þessi komst ansi langt miðað við þá litlu söng- hæfileika sem hún bjó yfir og var hápunkturinn á ferlinum þegar hún söng fyrir um fimm þúsund manns í Carnegie Hall. Það kemur í hlut Ólafíu Hrannar að túlka söngkon- una. „Verkið fjallar um ævi þess- arar söngkonu, sem hefur þennan vafasama titil, og er byggt á sann- sögulegum heimildum. Við fáum að njóta söngs Florence en ég eyddi einmitt sumrinu í að hlusta á hana og er að verða bilaður,“ segir Hallur hlæjandi. Leikarinn nýútskrifaði kunni lítið sem ekkert á píanó áður en hann hóf að undirbúa sig fyrir undirleik- inn, en hefur hlotið góða ráðgjöf hjá Jóhanni G. Jóhannssyni, tónlistar- stjóra Þjóðleikhússins, og hjá Matt- hildi Önnu Gísladóttur, tónlistar- nema við Listaháskóla Íslands. „Þetta eru nú allt litlar aríur og ég býst ekki við að spila sjálfur á píanóið. Ég hef aðallega verið að kynnast hljóðfærinu og læra hvernig ég á að bera mig að við það.“ Undirleikur og guðdómleikur Hin verkefnin tvö sem liggja fyrir hjá Halli eru verkin Leg eftir Hug- leik Dagsson, sem fjallar um ólétta táningsstelpu, og Bakkynjur, sem er grískur harmleikur og jólasýn- ing Þjóðleikhússins. Þar bregður Hallur sér í hlutverk guðsins Díónýsosar. Leikstjóri Bakkynja er Giorgos Zamboulakis, sem sá um radd- og grímuleikstjórn og sviðs- hreyfingar í Mýrarljósi, en hann fær hjálp frá Thanos Vovolis og Ernu Ómarsdóttur dansara við að koma verkinu upp. „Leikferillinn fer því nokkuð vel af stað hjá mér. Það sama á í raun um alla bekkjarfélaga mína sem flestir eru komnir með vinnu hjá stóru leikhúsunum og þeir sem eru ekki komnir með vinnu þar eru að setja upp sína eigin hluti. Þó að nýút- skrifaðir leikarar fari ekki strax inn í leikhúsin eru alls konar spenn- andi hlutir að gerast,“ segir Hallur, en hans bíða fjölbreytt verkefni í vetur, allt frá undirleik til guðdóm- leiks. „Það verður gaman að kynn- ast hlið stóru leikhúsanna og ég hlakka til að takast á við hlutverkin enda eru þau mjög spennandi.“ Fleiri dyr að opnast Leikaranum unga finnast nýir og spennandi hlutir vera að gerast í íslensku leikhúslífi. „Mér finnst Þjóðleikhúsið til dæmis vera að gera góða hluti, með nýjum leik- hússtjóra og með nýjum áherslum. Svo er það líka Leikfélag Akureyrar. Þar er landsbyggðin að koma sterk inn og það eru skemmtilegir hlutir að gerast þar.“ „Ég er mjög þakklátur fyrir að fá að koma inn í leikhúsið á þessum tíma og fá þessar rullur og ábyrgð- ina sem þeim fylgir. Það virðist vera mikill uppgangur í leikhúslíf- inu og þar sem við bekkjarfélag- arnir erum flest allir að vinna hörð- um höndum, virðist vera eftirspurn eftir leikurum og þar af leiðandi framboð af áhorfendum.“ Spurður hvort þessari eftirspurn eftir leik- urum sé meðal annars sjálfstæðu leikhópunum að þakka segir Hallur: „Það má vel vera. En það hafa alla vega verið að opnast nýjar hliðar í leikhúsinu. Leikhópurinn okkar, Vér morðingjar, var til dæmis stofnaður þar síðasta sumar í kringum Nýsköpunarsjóð. Þá feng- um við styrk til að rannsaka hvort leikarar gætu unnið með geðsjúk- um og öfugt og það gekk svo vel að við héldum sýningunum áfram. Við fengum líka góða dóma frá krítíkerum sem og fagfólki og fólki með geðsjúkdóma,“ segir Hallur og heldur áfram. „Það eru líka fleiri dyr að opnast, til dæmis með Nýsköpunarsjóði og Hinu húsinu. Hitt húsið hjálpaði mér að stofna fyrsta áhugaleikhópinn minn. Slík starfsemi hjálpar alltaf til og það mætti kannski leggja meiri rækt við grasrótina. Mér sýnist þetta líka að vera að byrja fyrr, því nú eru krakkar ekki nema rétt nýskriðnir út úr framhaldsskóla þegar þau byrja með leikhópa. Þá eru líka komnar nýjar brautir, eins og Fræði og framkvæmd í Lista- háskólanum, sem ýtir undir það að fólk fari á aðrar brautir en þær „hefðbundnu“.“ Á svipuðum stað eftir fimm ár Hallur segist ekki vera það reyndur í íslensku leikhúslífi að hann geti lagt mat á það hvað betur megi fara þar. „Eins og gamall kennari sagði við mig. „Maður verður ekki leikari fyrr en eftir fimm ár á stóru sviði.“ Það er kannski eitthvað til í þessu því þar fær maður vinnuna beint í æð. Fólk er í vernduðu umhverfi í skólanum en sjálfstæðu sýningarnar koma manni kannski betur í samband við það sem maður vill vera. En ef ég á að svara spurn- ingunni kýs ég að gera það eftir fimm ár.“ En hvar verður Hallur þá eftir fimm ár? „Vonandi verð ég að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast, sem er að vinna með góðu fólki, í krefjandi verk- efnum og að því sem ég hef gaman af. Ég vona því að ég verði á svip- uðum stað eftir fimm ár og ég er nú, hvort sem það verður í atvinnu- leikhúsinu eða á öðrum vettvangi.“ Afgangar Að minnsta kosti tvær sýningar eru eftir af Penetreitor, tvo næstu sunnudaga, en í gær frumsýndi Hallur verkið Afganga, eftir Agnar Jón Egilsson sem jafnframt leik- stýrir verkinu. Í verkinu leikur Hallur á móti Elmu Lísu Gunnars- dóttur. „Það er búið að búa til svart- an leikhúskassa á efri hæðinni í Austurbæ fyrir þetta verk. Ég og Elma Lísa höfum áður unnið saman í verkinu Ritskoðarinn eftir Anthony Nilson, þann sama og skrifaði Pen- etreitor. Í þessu verki förum við í gegnum sambandsferli tveggja einstaklinga sem hófu ástarsam- band á röngum forsendum. Áhorf- endur fylgjast síðan með því hvert það leiðir,“ segir Hallur. „Það fjallar um mannlegar tilfinningar og samskipti kynjanna. Þetta er tveggja manna mjög intensíft leikarastykki.“ Hallur og Björn Leikararnir Stefán Hallur Stefáns- son og Björn Thors eru miklir mátar. Þeir kynntust í leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð, þar sem þeir sátu báðir í stjórn og tóku þátt í að setja upp nokkrar sýningar. Saman unnu þeir söngvakeppni framhaldsskólanna þegar þeir sungu lag með hljómsveitinni Bee- Gees, berir að ofan og klæddir slönguskinnsbuxum. „Þar bundumst við eilífðar vináttu- böndum,“ segir Hallur. „Við höfum verið að bardúsa eitt og annað og erum að leggja drög að nánara samstarfi. Björn hefur bara verið svo upptekinn undanfarið og ég hef verið í skólanum en nú ætlum við að rotta okkur saman og fara að gera eitthvað skemmtilegt.“ Leikur undir hjá verstu söngkonu í heimi Stefán Hallur Stefánsson er nýútskrifaður leikari sem þegar hefur fengið fastráðningu við Þjóðleikhúsið. Hallur, eins og hann er gjarnan nefndur, vakti mikla athygli fyrir verkið Penetreitor, sem leikhópurinn hans Vér morðingjar setti upp. Kristján Hjálmarsson ræddi við Hall um leikhúslífið, fyrstu hlutverkin í Þjóðleikhúsinu, ástarsamband á röngum forsendum og framtíðina. www.rafkaup.is // Opið lau.: 11:00 - 16:00 LEIKARINN Fyrsta hlut- verkið í Þjóðleikhúsinu verður að leika undir hjá verstu söngkonu í heimi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.