Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 83

Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 83
LAUGARDAGUR 2. september 2006 47 ����� ���� ������� ������� ����������������������������� ���������������������������� �������������� ������������������������� Söngvarar eru: Bogomil Font, Páll Óskar, Bjarni Arason og Raggi Bjarna. í Súlnasal á Hótel Sögu 2. september Stórdansleikur Sérstakur heiðursgestur: RAGGI BJARNA Hinn árlegi stórdansleikur Milljónamæringanna verður í Súlnasal á Hótel Sögu laugardaginn 2. september. Húsið opnar kl. 22. Miðaverð 2.000 kr. Miðasala í Súlnasal frá kl. 13 samdægurs. Upplýsingar í síma 525 9950. MILLJÓNAMÆRINGANNA [KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Það kostaði augljóslega mikla vinnu að gera Bjólfskviðu enda hafði Gerald Butler, aðalleikari myndarinnar, á orði áður en mynd- in var frumsýnd í Háskólabíói að hann hefði ekki kynnst öðru eins veðravíti og meðan tökur stóðu yfir. Mesta afrekið hefði verið fólgið í því að þrátt fyrir allt hefði að endingu tekist að koma Bjólfi alla leið á hvíta tjaldið. Butler hefur rétt fyrir sér - miðað við aðstæður var það heil- mikið afrek að koma tröllabanan- um Bjólfi á koppinn en fyrir annað fær Bjólfskviða lítið hrós. Fyrst má nefna að myndin ber þess aug- ljós merki að vera gerð af vanefnum. Helsti gallinn er hins vegar hversu yfirmáta hallæris- leg hún er um leið og hún vill láta taka sig alvarlega. Söguframvind- an er langdregin, bardagaatriðin kauðsleg og samtölin vandræða- leg. Við leikarana er ekki að sak- ast, þeir hafa einfaldlega ekki úr neinu að moða. Gerald Butler er sæmilega sjarmerandi og getur sjálfsagt borið uppi vel skrifaða mynd en í Bjólfskviðu þarf hann að láta sér nægja að troða marvað- ann. Fórnarlamb myndarinnar er tvímælalaust gæðaleikarinn Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki tröllsins Grendils; á köflum er átakanlegt að horfa á hann gólandi á fjallshæð í loðnum vöðvabún- ingi. Allar tilraunir til að ljá per- sónunni - og sögunni - dýpt og mannlega hlýju falla kylliflatar. Mögulega má markaðssetja myndina út á íslenska landslagið en á heimamann virkar náttúrus- ukkið yfirþyrmandi. Á framleiðsl- unni er ekki að sjá að rúm tuttugu ár séu liðin síðan Hrafninn flýgur var gerð og á heildina litið verður Bjólfskviða að teljast vonbrigði. Bergsteinn Sigurðsson Deigur hnífur BJÓLFSKVIÐA (BEOWULF AND GRENDEL) LEIKSTJÓRI: STURLA GUNNARSSON Aðalhlutverk: Gerard Butler, Ingvar E. Sigurðs- son, Stellan Skarsgård og Sarah Polley. Niðurstaða: Langdregin vitleysa sem ber þess skýr merki að hafa verið gerð af vanefnum. Félagar í japanska leikhúsinu Natori setja upp verkið Tvö andlit Nóru, Double Nora, í Þjóðleikhús- inu um helgina. Verkið er byggt á Brúðuheimilinu eftir Henrik Ibsen en leikhópurinn hefur undanfarið sýnt verkið á Norðurlöndum í tengslum við að 100 ár eru liðin frá andláti leikritaskáldsins. Sýn- ingin hefur hlotið eindæma góða dóma þar sem hún hefur færð upp en hingað til lands kemur sýningin í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að Ísland og Japan tóku upp stjórnmálasamband. Verkið er flutt í anda japönsku leikhúshefðarinnar Noh, sem á rætur sínar að rekja aftur til 14. aldar en sérkenni Noh eru hægar, merkingarþrungnar danshreyf- ingar, söngur, grímur og litríkir búningar. Sýningarnar verða kl. 20 í kvöld og annað kvöld. Leikstjórar ery Mitsuya Mori, sem er einn helsti sérfræðingur Japans í verkum Ibsens, og Kuniy- oshi Ueda, sem þekktur er fyrir uppsetningar sínar á vestrænum leikhúsverkum í anda Noh-hefðar- innar. - khh TVÖ ANDLIT NÓRU Sýnir togstreitu Nóru vegna ólíkra hlutverka sinna. Noh-leikhús um Nóru

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.