Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 91

Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 91
LAUGARDAGUR 2. september 2006 55 FÓTBOLTI Rio Ferdinand, miðvörð- ur Manchester United og enska landsliðsins, mun missa af leik Englendinga í dag gegn Andorra, en leikurinn er fyrsti leikur lið- anna í undankeppni Evrópumóts- ins. Ferdinand er meiddur á tá. Ótt- ast var um tíma að táin væri brot- in en svo er ekki. Ferdinand hefur ekkert æft með enska liðinu í vik- unni en Steve McClaren, þjálfari enska liðsins, er bjartsýnn á að Ferdinand geti verið með í leikn- um gegn Makedóníu á miðviku- daginn kemur. „Nú er möguleiki fyrir Michael Dawson og Wes Brown að koma inn í liðið og ég ber fullt traust til þeirra,“ sagði Steve McClaren. - dsd Enska landsliðið: Ferdinand ekki með í dag RIO FERDINAND Verður ekki með Englandi í dag en gæti náð leiknum á miðvikudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Svo virðist sem mikið ósætti sé á milli Jose Mourinho, framkvæmdastjóra Chelsea, og Peter Kenyon, varaformanni félagsins. Mourinho segist hafa náð sam- komulagi við Kenyon um að láta Gallas eingöngu spila með varalið- inu á þessari leiktíð en Gallas var látinn fara til Arsenal á fimmtu- daginn. Það segir Mourinho að hann hafi aldrei samþykkt og sakar Kenyon um að hafa farið á bak við sig í þeim efnum. Málið er víst komið það langt að lögfræð- ingar þeirra beggja eiga í viðræð- um vegna hugsanlegrar málsókn- ar Mourinhos á hendur Kenyon. - dsd Ósætti hjá Chelsea: Mourinho og Kenyon rifust JOSE MOURINHO Var allt annað en sátt- ur við söluna á Gallas til Arsenal. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES TENNIS Andre Agassi hefur látið hafa það eftir sér að hann muni hætta að spila tennis eftir þátt- töku sína á Opna bandaríska meist- aramótinu sem nú stendur yfir, en þetta er í 21. skiptið í röð sem hann keppir á þessu móti. Agassi mætti í fyrradag Mar- cos Baghdatis frá Kýpur, en hann er í áttunda sæti á heimslistanum. Leikurinn þótti einstaklega spenn- andi og endaði með sigri Agassi í fimm settum, 6-4 6-4 3-6 5-7 og 7-5, sem þýðir að Agassi er ekki á því að leggja spaðann á hillina alveg strax. Agassi mætir Benjamin Becker frá Þýskalandi í næstu umferð. - dsd US Open í tennis: Agassi gefst ekki upp Það er hópur valinkunna tónlistarmanna og söngvara sem sér um kennslu hjá Tónvinnsluskólanum. Hægt er að velja úr fjölbreyttum söngnámskeiðum og námskeiðum í gítarleik, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið Söngur og framkoma er í höndum Selmu Björnsdóttur. Þetta vinsæla námskeið sem nú er haldið í fjórða sinn, kemur inn á söng, framkomu og söng í hljóðveri. Námskeiðið hentar þeim vel sem hyggjast þreyta áheyrnarprufur fyrir söngleiki og sjónvarpsþætti á borð við Rock Star og Idol. Barna- og unglinganámskeiðið verður á sínum stað í Tónvinnsluskólanum en það hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri. Gestakennarar á þessu námskeiði verða söngorkubomban Jónsi úr Svörtum fötum og söng/leikonan og dansarinn Halla Vilhjálmsdóttir. Um er að ræða skemmtilegt námskeið fyrir yngri kynslóðina þar sem upprennandi söngvarar fá leiðsögn frá Heiðu Ólafsdóttur. Ein ástsælasta söngkona landsins,Andrea Gylfadóttir, verður í annað sinn með námskeið í jazz og bluessöng. Þetta námskeið er fyrir lengra komna, t.d. fyrir þá sem hafa klárað “söngur og framkoma” eða samskonar námskeið, eða vilja gera alvöru úr söngkunnáttu sinni. Gítarleikarar njóta leiðsagnar frá Vigni Snæ Vigfússyni (Írafár) og Gunnari Þór Jónssyni (Sól Dögg) og fleirum. Byrjendur sem og lengra komnir njóta góðs af reynslu þessara manna en farið er yfir helstu atriði gítarleiks og nokkur þekktustu rokklög sögunnar tekin fyrir. ������ �� ������� Til að annast tónsmíðar, útsetningar, hljóðritun og eftirvinnu þarf þekkingu, einbeitingu og útsjónarsemi. Á aðalnámsbraut Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna er leitast við að gera nemendur fullfæra um að semja eigið lag og koma því frá sér fullunnu. Nemendur fá ítarlega leiðsögn á Pro Tools og Reason samhliða lagasmíðum og er farið í kjölinn á því sem þarf að vera á hreinu varðandi öll helstu tækniatriði hljóðversins. Að námsbrautinni lokinni ætti hver og einn að þekkja upptökuferlið frá grunni. Hljóðupptökuhluti námskeiðsins fer fram í einu glæsilegasta hljóðveri landsins; Sýrlandi. Samhliða greinargóðu hljóðupptökunámi eru lagasmíði og upptökustjórn gerð rækileg skil. Nemendur fá nákvæmar leiðbeiningar um helstu atriði þessa krefjandi sviðs frá nokkrum af fremstu hljóðversmönnum landsins. ������������� ���������������������� ������������������������ HALLA �������������������������������������������������� Skráningarsími: 534 9090 FÓTBOLTI Það var svo sannarlega ítalskur bragur á leik U-21 árs liða Íslands og Ítalíu sem fram fór á Laugardalsvelli í gærkvöld. Leikurinn var ákaflega tilþrifalít- ill og þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína í Dalinn hafa eflaust óskað þess að hafa verið heima hjá sér að gera eitthvað allt annað. Fyrri hálfeikurinn var einstak- lega dapur en bæði lið sóttu hægt og tóku nákvæmlega enga áhættu. Fyrir vikið gerðist nákvæmlega ekki neitt fyrir utan færi sem Birkir Már Sævarsson fékk en hann fór illa að ráði sínu. Ítalir mættu mun grimmari til síðari hálfleiks og þjörmuðu að íslensku vörninni, sem var í mikl- um vandræðum. Stíflan brast á 57. mínútu er Ítalir skoruðu með góðu langskoti. Þeir héldu völdunum áfram en án þess að skapa sér verulega hættuleg færi. Bjarni Þór Viðars- son fékk besta færi Íslands um miðjan hálfleikinn en hann brenndi af í dauðafæri. Lítið gerðist það sem eftir lifði leiks fyrir utan að Gunnar Þór Gunnarsson fékk rautt skömmu fyrir leikslok er hann sló til eins Ítalans, sem fór sömu leið með sitt annað gula spjald á bakinu, en dómurinn var hárréttur. - hbg U-21 árs lið Ítalíu vann sanngjarnan sigur, 0-1, á Íslandi í rjómablíðu á Laugardalsvelli: Ítalskur sigur í leiðinlegum leik í Dalnum ERFITT Rúrik Gíslason og félagar í íslenska U-21 árs landsliðinu komust lítt áfram gegn Ítölum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.