Fréttablaðið - 04.09.2006, Page 8

Fréttablaðið - 04.09.2006, Page 8
8 4. september 2006 MÁNUDAGUR STRÆTÓ Þrjár biðstöðvar leiðar S5 í Árbæjarhverfi hafa verið fjar- lægðar í kjölfar þess að leiðin var lögð niður. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borg- arstjórn, segir að íbúar hverfisins telji þetta þvert á yfirlýsingar meirihlutans um að þessi þjón- ustuskerðing yrði ekki endan- leg. „Þrjár stopp- istöðvar, sem einungis S5 stoppaði við, voru fjarlægð- ar,“ segir Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs. „Stjórn Strætó bs ákvað að akstur S5 mundi ekki hefjast aftur eftir sumarlokun leiðarinn- ar. Þar er ekki talað um tíma- bundna ráðstöfun. Við reynum svo að hafa ekki biðstöðvar sem gefa til kynna að þjónusta sé þar sem hún er ekki.“ „Á álagstímum á morgnana verð- ur bætt við aukavögnum sem keyra með hinum, því margir vagnar fyllast á morgnana. Þetta kemur kannski mörgum á óvart því umræðan hefur verið um tómu vagnana,“ segir Ásgeir. Í borgarráði liggur fyrir tillaga Samfylkingarinnar um að hefja aftur akstur á leið S5, halda áfram tíu mínútna tíðni á hraðleiðum á álagstímum og koma á samstarfi við skóla og stóra vinnustaði um aukna nýtingu strætisvagna. „Það er verið að skoða málin,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. „Það er stjórnsýsluúttekt í gangi og á meðan við erum að tapa svona miklum peningum getum við ekki haldið þessari leið úti. Við getum ekki sagt hvort þetta er alfarið eða tímabundið.“ - sgj DÓMSMÁL Mál afkomenda Jóhann- esar Sveinssonar Kjarvals list- málara gegn Reykjavíkurborg verður tekið til efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. september næstkomandi. Deilt er um eignarrétt á verkum Kjar- vals sem hafa verið í varðveislu hjá Reykjavíkurborg síðan 1968. Guðrún Kjarval og Mette Stiil, sem búa í Danmörku, eru upphaf- legir stefnendur í málinu en aðstandendur Kjarvals fara fram á að viðurkenndur verði eignar- rét tur yf ir l is taverkum sem Reykjavíkurborg telur sig hafa eignast þegar Geir Hallgríms- son, þáverandi borgarstjóri, tók við nokkrum af verkum Kjarvals á vinnustofu hans við Sigtún árið 1968. Kristbjörg Stephensen, sem flytur málið fyrir hönd Reykja- víkurborgar, segir það vera kröfu borgarinnar að listaverk Kjar- vals verði áfram í eigu borgar- innar. „Reykjavíkurborg þáði þessi verk frá Kjarval að gjöf, og á þeirr i forsendu byggir vörn okkar í málinu. Það var alveg skýr vilji Kjarvals að borgin fengi þessi verk til sýninga og varðveislu, og borgin hefur staðið myndarlega að meðferð lista- verkanna,“ sagði Kristbjörg. Krafa borgarinnar í upphafi var sú að málinu yrði vísað frá en héraðsdómur varð ekki við þeirri kröfu. Kristinn Bjarnason fer með málið fyrir hönd aðstandenda Kjarvals en krafa þeirra byggir á því að ekki hafi verið gerður skr if legur samningur vegna afhendingar á listaverkunum. Stefnan byggir að miklu leyti á því að Kjarval hafi falið Reykja- víkurborg verkin til geymslu og því hafi ekki verið um gjöf að ræða í eiginlegum skilningi. Upphaf málsins má rekja til óskar um að „einkaskipti á dánar- bú i Jóhannesar Sve inssonar Kjarval yrðu endurupptekin á þeim grundvelli að ekki hefðu komið fram allar eignir sem hefðu átt að koma til álita við skiptin í öndverðu,“ eins og segir orðrétt í stefnu sækjanda í mál- inu. magnush@frettabladid.is Deila um eignarrétt á mál- verkum Jóhannesar Kjarvals Málflutningur vegna deilu um eignarrétt yfir verkum Kjarvals, sem hafa verið í varðveislu Reykjavíkur- borgar, fer fram innan skamms. Verkin eru í eigu borgarinnar, segir lögmaður borgarinnar. HLUTI VERKANNA SEM UM ER DEILT Verkin, sem aðallega eru teikningar, eru geymd á Kjarvalsstöðum. Tvö af verkunum eru málverk. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SKÁK Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari varð Íslandsmeistari í skák í áttunda sinn á föstudag eftir fjögurra skáka einvígi við alþjóðlega meistarann Héðin Steingrímsson. Hannes er jafnframt sá fyrsti til að vinna Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum í röð. „Lokaskákin var svolítið erfið, það er allt- af smá taugastríð í einvígjum. Héðinn var með mjög sterkan leik og hefði getað snúið taflinu við á tímabili en sá það ekki,“ segir Hannes Hlífar, en lokaskákin endaði í jafn- tefli og nægði það Hannesi til sigurs. Lokaúr- slitin urðu að Hannes fékk tvo og hálfan vinn- ing en Héðinn einn og hálfan, en Héðinn þurfti að vinna lokaskákina til að jafna metin. Hannes sló meira en fimmtíu ára gamalt met Baldurs Möller, sem varð Íslandsmeist- ari sjö sinnum. Hannes vann fyrsta Íslands- meistaratitilinn árið 1998 og hefur borið sigur úr býtum á mótinu síðan, að undanskildu árinu 2000 þegar hann tók ekki þátt. „Nú þarf maður bara að fara að æfa sig og stúdera, þetta snýst mikið um það að stúdera byrjanir,“ segir Hannes um það sem er fram- undan, en hann er búsettur í Prag. „Það er þægilegt að vera í miðri Evrópu því það er stutt á mótin. Það er ekki mikið um að vera fyrir atvinnumenn í skák á Íslandi,“ segir Hannes. - rsg Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari varð Íslandsmeistari í skák í áttunda sinn: Sló hálfrar aldar gamalt met Baldurs Möller HANNES HLÍFAR STEFÁNSSON Fjöldi fólks fylgdist með einvígi Hannesar og Héðins í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. Endanlega búið að leggja niður leið S5: Biðskýlin hafa verið fjarlægð ÁSGEIR EIRÍKSSON GENGIÐ INN Í STRÆTÓ Samfylkingin hefur lagt fram tillögu um að hefja aftur akstur á leið S5. VEISTU SVARIÐ? 1. Hvaða matvöruverslun borg- ar starfsmönnum sínum hundr- að þúsund krónur fyrir að finna nýja starfsmenn í verslunina? 2. Hvað heitir aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst sem nú hefur sagt upp störfum? 3. Hvar er stærsta tré á Íslandi? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 Innbrot í Reykjanesbæ Brotist var inn í áhaldageymslu Reykjanesbæjar í gærmorgun. Rótað hafði verið til í húsinu en að sögn lögreglu leit ekki út fyrir að neinu hefði verið stolið. Innbrotsþjófarnir náðust ekki en málið er í rannsókn. LÖGREGLUFRÉTT ÞÝSKALAND, AP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er valda- mesta kona heims. Þetta fullyrðir bandaríska viðskiptatíma- ritið Forbes í nýjustu uppfærslu lista síns yfir hundrað áhrifamestu konurnar. Næst á eftir Merkel er Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og þriðja á listanum er Wu Yi, varaforsætisráðherra Kína. Meðal annarra kvenna sem getið er á listanum eru Michelle Bachelet, forseti Chile, Hillary Clinton, öldungadeildarþingmað- ur í Bandaríkjunum og eiginkona Bill Clinton fyrrverandi forseta, og Sonia Gandhi, formaður Kongress-flokksins á Indlandi. - aa Forbes-tímaritið bandaríska: Merkel valda- mesta konan ANGELA MERKEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.