Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 12
12 4. september 2006 MÁNUDAGUR SAMGÖNGUMÁL Siglingar risaolíuskipa við Íslandsstrendur færast nú mjög í vöxt og á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur 61 slíkt skip farið um íslensku landhelgina. Þau eru allt að 100 þúsund tonn en stærri skip verða innan tíðar á þessari siglingaleið ef að líkum lætur. Ástæða þessara auknu olíuflutninga er að Rússar flytja nú mikið magn olíu vestur um haf. Sýnt er að þessir flutningar munu aukast gríðarlega á næstu árum með aukinni hættu á alvarlegum umhverfisslysum. Trausti Valsson, prófessor við verkfræði- deild Háskóla Íslands, segir í væntanlegri bók sinni um hlýnun jarðar og afleiðingar hennar að ef hafís haldi áfram að bráðna með sama hraða og nú muni um eitt þúsund gas- og olíu- flutningaskip á ári sigla um hafsvæðið í kring- um Ísland innan áratugar. Siglingastofnun Íslands, sem er í samstarfi við systurstofnun sína Kystverket í Noregi við eftirlit með siglingum flutningaskipa, hefur upplýsingar um 61 stórt olíuskip sem hefur siglt annað hvort norður eða suður fyrir Ísland á þessu ári en í fyrra sigldu 17 stór olíuskip meðfram ströndum landsins. Kystverket hefur nýlega sent frá sér skýrslu um skipulag dráttarbáta- og viðbragðsþjónustu vegna flutninga á olíu og hættulegum efnum við stendur Noregs. Þar kemur fram að um 50 millj- ónir tonna af olíu verða fluttar vestur um haf árið 2015. Líklegt er að skipin í þessum flutning- um verði færri og stærri en nú gerist og sum þeirra allt að 300 þúsund tonn. Til samanburðar eru stærstu skip Eimskipafélagsins; Dettifoss og Goðafoss, rúm 14 þúsund tonn, þó að taka skuli fram að risaolíuskip og gámaflutningaskip séu ekki að öllu leyti samanburðarhæf. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallaði um siglingar risaskipa innan landhelginnar í ræðu um varnar- og öryggismál nýlega. „Allt bendir til þess að mikilvægi siglingaleiðanna austan og vestan Íslands á milli norðurslóða og Norður-Ameríku eigi eftir að aukast í réttu hlutfalli við olíu- og gasvinnslu í Barentshafi. Áform um eflingu Landhelgisgæslu Íslands taka meðal annars mið af fjölgun risastórra olíu- og gasflutningaskipa á þessum slóðum.“ Björn segir jafnframt á heimasíðu sinni að allar áætlanir um björgunarmál hljóti að taka mið af siglingum risaskipanna. svavar@frettabladid.is Risaolíuskip á siglingu í íslensku landhelginni Alls hefur 61 risaolíuskip siglt um íslensku landhelgina fyrstu sex mánuði ársins. Dómsmálaráðherra telur að allar áætlanir um björgunarmál hérlendis þurfi að taka mið af þessum siglingum. DETTIFOSS Tvö stærstu gámaflutningaskip Eimskipafélagsins eru 14.664 tonn. Stærstu risaolíuskip heims eru 500 þúsund tonn en sérfræðingar telja að færri og stærri skip muni sinna olíuflutningum framtíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RISAOLÍUSKIPIÐ MOSCOW Litlu mátti muna að þetta rússneska risaolíuskip ylli stórfelldu olíuslysi við Nord- kapp í Norður-Noregi árið 2003. Burðargeta skipsins er 100.000 tonn eins og skipin sem nú fara um íslenska landhelgi. VINNUMÁL Meðalaldur félagsmanna VR í matvöruverslunum og stór- mörkuðum hefur hríðfallið undan- farin ár og er félaginu kunnugt um mörg dæmi þess að börn á aldrin- um þrettán til fjórtán ára hafi unnið lengur en reglugerð um vinnu barna og unglinga kveður á um, og jafnvel á nóttunni, sem er óheimilt. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir þróunina áhyggjuefni. „Við höfum verið að berjast fyrir því að svo ungir krakkar séu ekki að vinna mikið. Þetta gæti verið alvarlegt mál ef eitthvað kemur upp á, til dæmis er óvíst hvort tryggingafélög telji að trygg- ing gildi ef eitthvað slys á sér stað. Þessir krakkar geta lent í erfiðum málum og það geta komið upp mis- tök og þjófnaðir,“ segir Gunnar Páll. Meðalaldur félagsmanna VR í stórmörkuðum og matvöruverslun- um hefur lækkað um sjö ár á sex árum, en árið 2000 var meðalaldur- inn 31,5 ár og nú 24,4 ár. Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og ungl- inga mega börn á aldrinum þrettán til fjórtán ára ekki vinna frá kl. átta á kvöldin til sex á morgnana, nema við sérstakar aðstæður og þá alls ekki eftir miðnætti. Vinnan má ekki vera meira en 35 klst. á viku á sumrin en tólf klst. á veturna með skóla. -rsg Meðalaldur félagsmanna VR fer lækkandi: Mörg börn vinna of mikið GUNNAR PÁLL PÁLSSON Gunnar segir að VR hafi fengið fjölda ábendinga og fyrirspurna undanfarið frá foreldrum varðandi vinnu barna sinna. ÖRYGGISMÁL Sérsveit Ríkislögreglu- stjóra, sprengjudeild Landhelgis- gæslunnar og lögreglan í Kópa- vogi voru kölluð út í Kópavogi fyrir helgi þegar tilkynning barst um að hugsanlegt tundurdufl hefði fundist og var þetta í fyrsta sinn sem sprengjusérfræðingar Ríkislögreglustjóra og Landhelgis- gæslunnar unnu að sameiginlegu verkefni. Hingað til hafa sprengju- sérfræðingar stofnananna ekki verið kallaðir út á sama tíma, en lögreglu fannst ástæða til að kalla þá til þegar torkennilegur hlutur fannst við gröft vegna framkvæmda í Löngubrekku. Að sögn blaðafulltrúa Land- helgisgæslunnar, Jóhanns Baldurssonar, var um gamalt hylki af tundurdufli að ræða en engin hætta á ferðum. „Skeljar af gömlum tundurduflum voru oft notaðar sem olíutankar áður fyrr. Við vitum ekki hvort þetta hylki var notað sem slíkt en það er hættulaust,“ segir Jóhann. - rsg Hylki af tundurdufli fannst við Löngubrekku í Kópavogi: Tvær sprengjudeildir í útkall TUNDURDUFLSHYLKI Húseigendum í Löngubrekku brá í brún þegar grafið var niður á hylkið í framkvæmdum. AÐSTOÐ Íslensk stjórnvöld munu veita viðbótarframlag sem nemur 200.000 Bandaríkjadölum til mannúðar- og neyðaraðstoðar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu- manna samkvæmt ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur utanríkis- ráðherra. Áður hafði 90.000 Bandaríkja- dölum verið veitt til hjálparstarfs Rauða hálfmánans í Palestínu og 100.000 Bandaríkjadölum til Flóttamannaaðstoðar Palestínu- manna. Framlag Íslands nemur nú 390.000 Bandaríkjadölum á þessu ári, rúmlega 27 milljónum króna. Viðbótarframlaginu nú verður skipt jafnt á milli Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Matvæla- áætlunar Sameinuðu þjóðanna. - sdg Neyðaraðstoð til Palestínu: Framlög nema 27 milljónum STOKKHÓLMUR, AP Á alþjóðlegri ráðstefnu í Stokkhólmi var samþykkt að veita hinu stríðshrjáða landi Líbanon um 940 milljónir dala í aðstoð til upp- byggingar landsins, eða sem svarar um 64 milljörðum króna. Jafnframt var samþykkt að veita Gaza-svæðinu jafnvirði um 34 milljarða króna. Enn fremur voru ráðamenn í Ísrael hvattir til þess að opna landamærastöðvar við Gaza- svæðið svo hægt verði að flytja þangað hjálpargögn. Á ráðstefnunni voru saman komnir fulltrúar frá 60 ríkjum og stofnunum, sem hétu því að leggja fram fé til uppbyggingar- og hjálparstarfsins. - gb Ráðstefna í Stokkhólmi: Stuðningur við Líbanon og Gaza Á RÁÐSTEFNUNNI Í STOKKHÓLMI Carin Jamtin, þróunarráðherra sænsku ríkisstjórnarinnar, ásamt Fuad Siniora, forsætisráðherra Líbanons. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Anna Kristín Gunnars- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar í Norðvestur- kjördæmi, sækist eftir endurkjöri. Anna Kristín skipaði annað sæti á lista flokksins við síðustu kosningar. Hún gefur kost á sér í 1.-2. sæti nú. Anna Kristín er kennari og hefur lokið meistaranámi í menntunarfræðum. Hún kenndi í og stýrði Farskóla Norðurlands vestra – miðstöð símenntunar áður en hún fór á þing. - bþs Anna Kristín Gunnarsdóttir: Sækist eftir endurkjöri ANNA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR BARIST GEGN ERNESTO Hitabeltis- stormurinn Ernesto færðist yfir Bandaríkin um helgina, en hafði misst mikið afl og var veðurofsinn mun mildari en óttast hafði verið. Þó átti þessi kona í New Jersey í fullu fangi með regnhlífina sína í vindhviðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 700 tonn af hveiti Bandaríski sendiherrann í Jórdaníu lýsti því yfir á fimmtudaginn að þjóð sín myndi senda 700 tonn af hveiti til Líbanons. Þetta væri gert til að slá á brýnustu þörfina. BANDARÍKIN Sundkennsla Óvenjumargir drukknuðu í Svíþjóð í júní og júlí, 55 manns. Vegna þess hversu margir þeirra voru börn ætla sænsk skólayfirvöld nú að tryggja að öll börn í fimmta bekk geti synt að minnsta kosti 200 metra. Drukkn- un er þriðja algengasta banamein sænskra barna og unglinga. SVÍÞJÓÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.