Fréttablaðið - 04.09.2006, Page 17

Fréttablaðið - 04.09.2006, Page 17
MÁNUDAGUR 4. september 2006 Lundinn enn á ferð Ekki fóru smalamenn varhluta af lundanum sem var í óðaönn að bera síli í holur sínar og gefa lundapysjunni. „Það virðist vera nóg æti fyrir lundann og pysjuna þó svo að pysj- an hafi ekki sést hér í Vestmannaeyjum þetta sumarið. Ef allt væri með felldu ætti pysjutímanum að vera að ljúka núna. Það sem menn hallast helst að er að vorið hafi verið svo kalt að lundinn hafi verpt seinna en vanalega og því sé pysjan ekki tilbúin að yfirgefa holuna.“ Þetta verða að teljast nokkuð góð tíðindi en víða um land hafa sjómenn haft áhyggjur af sílisskorti sem hefur svo áhrif á afdrif fugla og fiska hér við land. En líkt og Eyjamenn geta Hólmvíkingar vitnað um annað en skort í þessum efnum því fyrir skemmstu fylltist hafnar- mynnið þar af síld sem var að elta sílistorfur. Sigldir hrútar og hraustir smalar HRÚTAR OG LÖMB KOMIN UM BORÐ Þarna eru lömb og hrútar komin um borð í Lóðsinn og verið er að hífa ull um borð. Hrútarnir fá svo aðra sjóferð út í Álsey í vetur. ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON þegar hann kemur heim,“ bætir hann við. Að rúningu lokinni var féð bólusett og því næst var ánum sleppt í Álseyjarhaga en hrútum og lömbum var slakað í gúmmí- bát sem fór með þessa ferfættu farþega í dráttarbátinn Lóðsinn þar sem þeir voru hífðir um borð. Í desember er svo hrútarnir ferjaðir aftur til Álseyjar og segir Óskar að það sé lygasögu líkast þegar kindurnar koma þá hlaupandi á móti hrútunum. „Þetta er eins og í rómantískri Hollywood-mynd. En það er nauð- synlegt að skilja hrúta og kindur að á þessum árstíma svo kindur fari ekki að bera um hávetur.“ jse@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.