Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 04.09.2006, Qupperneq 18
 4. september 2006 MÁNUDAGUR18 fréttir og fróðleikur 25 ,0 % 21 ,3 % 30 ,4 % 1996 2000 2004 Hið karl- læga vald Í vikunni var leiðtogi trúarhóps sem aðhyllist fjölkvæni handtekinn í Bandaríkjunum. Séra Bjarni Karlsson er sóknarprestur í Laugarneskirkju. Hver er afstaða kristinna til fjölkvænis? Krafa um jafningjatengsl er grundvallarhugsun í kristinni trú. Í orðum Jesú í 19. kafla Mattheusarguð- spjalls, 4. versi, sjáum við afstöðu hans til samskipta í hjónabandinu, að þar á að vera jafnræði. Það að eiga maka er það sama og að eiga jafningja. Þess vegna hefur það orðið niðurstaðan hjá kristnu fólki að einkvæni væri reglan, vegna þess að án einkvænis er erfitt að sjá fyrir sér jafnræði. Fjölkvæni ber alltaf í sér að annað kynið sé valdmeira. Hvaðan sprettur fjölkvæni? Í gamla testamentinu eru helstu söguhetjurnar fjölkvæniskarlar, og guði sé lof hefur mannkynið þróast og þroskast. En því miður hefur menning okkar erótíserað ójafnvægi milli kynjanna, það þykir aðlaðandi ef konur eru víkjandi en karl- ar ríkjandi. Þetta er í raun innbyggður pervertismi sem birtist í klámheiminum og kemur fram í fjölkvæni í dag. Þeir sem aðhyllast fjölkvæni í dag tilheyra þessum klámsjúka samtíma sem niður- lægir konur og upphefur hið karllæga vald. SPURT OG SVARAÐ FJÖLKVÆNI Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fundið yfir 100.000 ósprungn- ar klasasprengjur víðs vegar um Suður-Líbanon og hefur Jan Egeland, yfirmaður mannúðarstarfs SÞ, sagt notkun þeirra hafa verið „algjörlega ósiðlega,“ sérstaklega þar sem Ísraelar vörpuðu níutíu prósentum þeirra á síðustu þremur sólarhringum átakanna, þegar ljóst var orðið að vopnahlé kæmist á. Sprengjurnar keypti Ísraelsher af bandarískum yfirvöldum. Hvað eru klasasprengjur? Klasasprengjur eru stór hylki fyllt með sprenglingum. Þegar þeim er varpað opnast hylkin og sprenglingarnir dreifast um svæði á stærð við tvo fótbolta- velli. Hægt er að skjóta þeim bæði af landi og úr lofti. Hver sprenglingur er á stærð við handsprengju og hefur svipaða virkni. Líkt og jarðsprengjum er sprenglingunum ætlað að hægja á ferðum óvinarins og eyða farartækjum hans. Hver er hættan sem stafar af þeim? Á milli fimm og 25 prósent sprenglinganna springa ekki þegar klasasprengj- um er varpað, en þessir ósprungnu sprenglingar eru afar viðkvæmir og springa við minnsta áreiti. Til dæmis er nóg að snerta sprengling eða taka hann upp, og springur hann þá. Því eru klasa- sprengjurnar afar hættulegar, sérstaklega þegar þeim er varpað á íbúðarhverfi líkt og Ísraelsher gerði í Suður-Líbanon þar sem óbreyttir borg- arar eru nú að reyna að koma sér aftur fyrir. Samkvæmt tölum SÞ hafa minnst 13 borgarar farist vegna sprenglinganna og 48 slasast síðan vopnahlé komst á. Lögleg notkun? Enginn alþjóðasamingur bannar notkun klasa- sprengja, þó að mannréttindasamtök bendi ítrekað á grimmileg áhrif þeirra á óbreytta borgara. Hins vegar bindur Genfar-sáttmál- inn stríðandi fylkingar til að vernda óbreytta borgara í átökum. Auk þess hafa bandarísk yfirvöld fyrirskipað rannsókn á því hvort Ísraelar hafi brotið leynisamninga við ráðamenn í Washington, en samkvæmt þeim samningum átti ekki að nota klasasprengjurnar nema á hernaðarleg skotmörk. FBL GREINING: KLASASPRENGJUR Klasasprengjur bana óbreyttum Svona erum við > Íslendingar sem reykja daglega V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . 9. hver vinnur! Sendu SMS skeytið JA ABF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo.Vinningar eru: Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdurmyndinni og margt fleira! Augu margra Vesturlanda- búa beinast nú að ófremdar- ástandinu í Darfúr-héraði. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að stækka og stýra friðar- gæsluliði í Súdan sem mun telja um 17.000 menn. Þetta verður þó ekki gert í þökk stjórnvalda Súdans, en þau kalla aukninguna ógn við fullveldi landsins og neita að samþykkja hana. Fyrir utan ellefu ára friðartímabil frá 1972 til ársins 1983, hafa verið nærri sleitulaus átök í Súdan síðan árið 1955. Þrátt fyrir að átökin í Darfúr-héraði hafi brotist út árið 2003 hefur önnur borgarastyrjöld staðið yfir í landinu í ein 22 ár og er sú langdregnasta í sögu Afríku. Upphaf átakanna má rekja til samn- ings Egyptalands og Bretlands um yfirráð í landinu og sérstaklega til þess hvernig Bretar skildu við Súdan árið 1956, en þá var landið í raun þeirra nýlenda. Breska heimsveldið hafði skipt þessu stærsta landi Afríku í tvær stjórnsýslueiningar, Norður- og Suður-Súdan, eftir gamalkunnum mælikvörðum; breiddargráðum. Íbúum í norðri var bannað að fara suður yfir 10. breiddargráðu og sunnlendingum sömuleiðis að fara norður yfir þá áttundu. Þessi skipt- ing landsins hefur verið gagnrýnd, en hún var þó ekki með öllu tilvilj- anakennd. Gróflega skiptast þegn- arnir í tvo flokka, tæplega 40 pró- sent þeirra eru arabísk að uppruna og búa flestir fyrir norðan. Rúmur helmingur telst hins vegar af afr- ísku bergi brotinn og eru fleiri þeirra fyrir sunnan. Mikill meiri- hluti landsmanna er íslamstrúar, um 70 prósent, og eru þeir ríkjandi í norðurhluta landsins. Fyrir sunn- an er hópur kristinna manna ásamt andatrúarmönnum og fleirum. Að sjálfstæði fengnu óttuðust borgar- ar í suðurhlutanum að nágrannar þeirra í norðri tækju við öllum stjórnartaumum og leist ekki á blikuna þegar gera átti íslamstrú að ríkistrú og arabísku að opinberu móðurmáli landsins. Árið 1955, ári fyrir téð sjálfstæði ríkisins, braust því út borgarastyrjöld. Darfúr-hérað Í vesturhluta landsins, meðfram landamærum Tsjads, er hið landlukta Darfúr-hérað. Uppreisn- armenn þar hófu baráttu sína árið 2003, einmitt þegar unnið var að friðarsamningum milli manna í norður- og suðurhluta landsins. Darfúr-búum þótti sem hérað sitt væri skilið út undan í framtíðar- áætlunum þeim sem birtust í samn- ingunum og töldu sýnt að uppreisn gæti borgað sig. Kofi Annan, aðal- ritari SÞ, er einn þeirra sem telja að lykilatriði að friði í Darfúr sé réttlátir friðarsamningar milli norðurs og suðurs og að í þeim verði Darfúr-héraði gert hærra undir höfði en áður. Bent hefur verið á að átökin í Súdan séu í grunninn öll af einni rót komin; að hin arabíska yfirstétt múslima í norðri beiti nágranna sína fyrir sunnan og vestan misrétti við skipt- ingu landsins gæða, en landið hefur nokkrar tekjur af olíusölu. Þó er ekki hægt að segja að í Darfúr ríki eiginlegt trúarbragða- stríð, því íbúar héraðsins eru flest- ir múslimar, eins og yfirstéttin. Þeir eru hins vegar ekki arabískir, heldur afrískir. Til að flækja málin enn, hefur ríkisstjórnin í norðri hlaðið undir svokallaða Reiðmenn (Janjaweed) með vopnum og öðrum stuðningi til að berjast við upp- reisnarmennina í Darfúr. Reið- mennirnir eru arabískir múslimar, sem ríða um héraðið og herja á þá borgara sem fyrir þeim verða. Þessir málaliðar ríkisvaldsins eru alræmdir fyrir stríðsglæpi sína og sérstaklega fyrir nauðganir. Árásir þeirra miðast við að flæma íbúana á brott og eru minnst 200.000 manns landflótta í nágrannaríkinu Tsjad. Erlend afskipti Ríkisstjórn Súdans hafnar liði sem hefði aukið umboð til að grípa inn í átökin. Hún álítur það tilræði við fullveldi þjóðarinnar. Þær eru hins vegar máttugar, þjóðirnar sem mestan áhuga hafa sýnt á að koma á friði í Súdan upp á síðkastið; Bret- land og Bandaríkin. Hlutdeild Bandaríkjaforseta í málinu hefur verið skýrð með því að hann sé undir þrýstingi frá áhrifamiklum flokksbræðrum sínum um að koma í veg fyrir ofsóknir gegn hinum kristna minni- hluta í suðri, en kristnir menn í Súdan hafa meðal annars mátt þola það að sjá presta sína krossfesta og kirkjur sínar brenndar. Menn innan Bandaríkjastjórnar óttast einnig að í áframhaldandi vargöld, án erlends eftirlits, verði æ auðveldara fyrir hryðjuverka- samtök að stunda iðju sína og búa sig undir frekari óskunda, en Osama bin Laden var með annan fótinn í Kartúm, höfuðborg Súdans, á fyrri hluta tíunda áratugarins. Að auki hafa mannréttindasam- tök í Bandaríkjunum verið atorku- mikil við að vekja athygli á kerfis- bundnum nauðgunum, íkveikjum, þrælahaldi og viðlíka ófagnaði sem viðgengst í borgarastríðinu og George W. Bush er í mun að bæta ímynd utanríkisstefnu sinnar fyrir komandi kosningar. Bretar eru auðvitað samherjar Bandaríkjamanna á mörgum svið- um, en líklegt er að þeir telji sig einnig hafa skyldum að gegna á þessu gamla áhrifasvæði sínu. Kínverjar og Rússar sátu hins vegar hjá í atkvæðagreiðslu um hvort sent skyldi alþjóðlegt herlið til Súdans, enda að vissu leyti í svipuðum sporum og stjórnin í Súdan. Uppreisnarhópa, sem stefna á sjálfstæði síns héraðs, er einnig að finna innan Kína og Rússlands, til að mynda í Tsjetsjeníu. Þessi ríki telja því ekki æskilegt að íhlut- að sé í málefni fullvalda ríkis nema stjórnvöld ríkisins séu því sam- þykk. Samskipti Bandaríkjanna og Súdans hafa verið misgóð í gegnum tíðina. Stjórnmálasambandi var til dæmis slitið af súdönsku ríkis- stjórninni árið 1967. Þrátt fyrir að samskipti hafi að mörgu leyti batn- að á síðustu áratugum og Banda- ríkjamenn sendi neyðaraðstoð til þegna Súdans, er ríkið á lista Bandaríkjamanna yfir þau ríki sem ætlað er að hýsi og styrki hryðju- verkamenn. Súdönsk stjórnvöld eru því ekki auðsveip bandarískum stjórnvöldum. Spurningin er því sú hvort Bretar og Bandaríkjamenn hafi enn nægileg áhrif í stærri múslima- ríkjum til að sannfæra stjórnvöld þeirra um að taka höndum saman til að þrýsta á stjórnvöld í Súdan um að leyfa erlenda íhlutun. Umboð Afríkusambandsins, sem ber ábyrgð á núverandi friðar- gæslu á svæðinu, rennur út í lok mánaðarins. Öryggisráðið minnist Darfúr ÞORPIN BRENND Flóttamenn brugðu á það ráð árið 2005 að byggja þorp og brenna þau svo til að minna stjórnvöld iðnríkja heims á ástandið í Darfúr og til að hvetja þau til að senda ekki flóttamenn frá Darfúr aftur til heimkynna sinna. Það virðist hafa gengið eftir. NORDICPHOTOS/GETTY Heimild: Hagstofa Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.