Fréttablaðið - 04.09.2006, Side 36

Fréttablaðið - 04.09.2006, Side 36
 4. september 2006 MÁNUDAGUR16 Notalegt getur verið að skreppa inn á Mokka í einn kaffibolla. Stundum getur verið svolítið flókið að keyra um Þingholtin þar sem mikið er um þröngar götur og einstefnu. Í Þorsteini Bergmann má fá búsáhöld frá ýmsum tímabilum. Í verslununum við Skólavörðustíginn má fá allt mögulegt. Húsin við Skólavörðustíginn eru í öllum regnbogans litum. Úr turni Hallgrímskirkju má horfa yfir Skólavörðustíginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKÓLAVÖRÐU- HOLTIÐ HÁTT Skólavörðustígurinn er nefndur eftir Skóla- vörðuholtinu en hann liggur frá Hallgríms- kirkju sem trónir á toppi þess og alveg niður að Laugavegi. Á Skólavörðustígnum má finna fjölda athyglis- verðra verslana, gallería, kaffihúsa og gistiheimila sem gerir það meðal annars að verkum að gatan er vinsæll viðkomustaður hjá þeim ferðamönnum sem koma til Reykjavíkur. Iðandi mannlífið og gömul lit- rík húsin skapa stemningu svipaða þeirri sem finna má í heimsborgum annarra landa. Skólavörðustíg- urinn er að margra mati ein fallegasta gata borgar- innar og órjúfanlegur hluti miðbæjarins. - eö

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.