Fréttablaðið - 04.09.2006, Qupperneq 61
MÁNUDAGUR 4. september 2006 21
AF NETINU Vertu ígó ummálum!
Stelpur - Konur / Staðurinn - Ræktin
Ný og kraftmikil TT-námskeið!
Innritun hafi n í síma 581 3730.
Þú léttist og styrkist andlega og líkamlega!
Átaksnámskeiðin sívinsælu fyrir konur á öllum aldri.
TT-1
• Lokuð 9 vikna námskeið 3 x í viku
• Fræðslufundir 1x í viku, vigtun og mælingar
• Líkamsrækt
• Glæsilegur lokafundur þar sem sérfræðingar í hári
og förðun veita ráð
• Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi þar sem
alger trúnaður ríkir
• Frjáls aðgangur að tímum í opna kerfi nu og tækjasal
TT-2
• Lokuð 9 vikna framhaldsnámskeið eftir TT-1
Loksins! TT á besta tíma: 16:30 og 17:40 og
aukið rými fyrir morgunhænurnar: 6:15 og 7:20
Barnagæsla – Leikland JSB
Vertu velkomin í okkar hóp!
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • www.jsb.is
opnu
m
nÝja
n,
stÆr
ri og
enn b
etri
staÐ
!
opnu
narh
ÁtÍÐ
10. se
ptem
ber
kl. 1
4 - 17
UMRÆÐAN
Eldri borgarar
Eiga eldri borgarar að bjóða fram? Þannig hljóðaði fyrir-
sögn á blaðagrein, sem ég skrifaði
8. júní sl.
Svar mitt var þetta í greininni:
Við eigum að gefa stjórnmála-
flokkunum eitt tækifæri enn til
þess að leysa kjaramál og vistun-
armál aldraðra. Við eigum að
leggja fyrir flokkana ákveðnar
kröfur varðandi lífeyri og vistun-
arúrræði og ef ekki verður orðið
við þessum kröfum eiga eldri
borgarar að bjóða fram til þings
næsta vor.
130-190 þúsund á mánuði
Landssamband eldri
borgara (LEB) og
Öryrkjabandalag Íslands
lögðu fyrir alla stjórn-
málaflokkana á þessu ári
kröfur um ráðstafanir í
lífeyrismálum og um end-
urskoðun almannatrygg-
ingakerfisins. Þar var
sett fram sú krafa, að líf-
eyrir eldri borgara yrði
hækkaður í 130-190 þús-
und krónur á mánuði og
að skattleysismörk yrðu 130 þús-
und krónur á mánuði. Einnig sagði
í kröfugerð samtakanna, að hækka
ætti lífeyri eldri borgara í sam-
ræmi við neyslukönnun Hagstofu
Íslands en samkvæmt henni eru
neysluútgjöld einstakl-
inga 167 þúsund krónur á
mánuði án skatta.
Hvað segja þessar tölur
okkur? Jú, þær segja
okkur, að þær upphæðir,
sem ríkisstjórnin skammt-
ar eldri borgurum sam-
kvæmt yfirlýsingu henn-
ar og LEB eru víðs fjarri
því að uppfylla kröfur
eldri borgara enda segist
LEB ætla að taka málið
upp á ný næsta haust. Rík-
isstjórnin ákvað, að 400 eldri
borgarar, þ.e. þeir sem eingöngu
fá „strípaðar“ bætur almanna-
trygginga skyldu hækka í 123.623
á mánuði fyrir skatta, þ.e. skattar
dragast frá þessari upphæð. En
allir aðrir eldri borgarar fá mikið
lægri lífeyri frá almannatrygg-
ingum. Hækkun þeirra sam-
kvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar var 1258 krónur á mánuði
frá 1. júlí. Þetta er ekki misritun.
Þorri eldri borgara fékk 1258
króna hækkun á mánuði sam-
kvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar og LEB.
Breytingar boðaðar eftir mörg ár!
Tilkynnt var þegar yfirlýsing rík-
isstjórnar og LEB var birt, að
hætta ætti að skerða lífeyri eldri
borgara úr almannatryggingum
vegna tekna maka úr lífeyrissjóði.
Fólk fagnaði þessu og taldi þessa
breytingu á næsta leiti en í ljós
kom, að þessi breyting á ekki að
taka gildi fyrr en 1. janúar 2010.
Þannig er allt á sömu bókina lært
í sambandi við þessa yfirlýsingu.
Það er verið að skammta eldri
borgurum nú einhverja hungurl-
ús, sem er skattlögð að fullu en
síðan eiga aðrar breytingar að
koma einhvern tímann í framtíð-
inni.
Krafa eldri borgara er skýr og
hún liggur fyrir: Lífeyrir eldri
borgara hækki í 130-190 þúsund á
mánuði (t.d. 170 þúsund) og 130
þúsund verði skattfrjáls. Ef þess-
ar kröfur eldri borgara verða
samþykktar þurfa þeir ekki að
hugleiða framboð næsta vor. En
ef þessum kröfum verður hafnað
eiga þeir í fullri alvöru að hug-
leiða þingframboð.
Framboð eldri borgara er enn á dagskrá
BJÖRGVIN
GUÐMUNDSSON
Björgvin í Hólmsteinsstíl
Skelmir gerir athugasemd við leið-
ara Björgvins Guðmundssonar.
Eitt af því sem einkennt hefur skrif
Hannesar Gissurarsonar og skoðana-
systkina hans eru barnalegar yfirlýs-
ingar um að fræðimenn séu almennt
sammála þeim í samfélagslegum
efnum. Þetta er ekkert annað en
óskhyggja, fræðimenn sem stunda
mannvísindi eru yfirleitt ekki sam-
mála um nokkurn skapaðan hlut.
Hannes og félagar hafa t.d. þrásta-
gast á því að eiginlega séu allir hag-
fræðingar frjálshyggjumenn en þetta
er alrangt. Nóbelshafinn Amyarta
Sen er heldur til vinstri við miðju og
lofar árangur hins kommúnistastýrða
Keralafylkis á Indlandi en þar eru
menn betur læsir, skæddir og fæddir
en annars staðar í þessu mikla landi.
Annar nóbelshafi, Joseph Stieglitz,
segir að frjáls markaður geti ekki
verið til, Paul Krugman, prófessor við
Princeton, segir að rangt sé að einka-
væða rafmagnsfyrirtæki. Enn eitt
stórveldið í bransanum Jeffrey Sachs
andæfir þeirri frjálshyggjuskoðun að
þróunarhjálp sé af hinu illa.
Nú endurtekur Björgvin Guðmunds-
son þennan frjálshyggjuþvætting og
segir að fræðimenn telji að einka-
eignarréttur á náttúruauðlindum sé
öllum til hagsbóta. Ég þori að veðja
að sumir fyrrgreindra hagfræðinga
séu á öndverðri skoðun. Það fylgir
sögunni að Björgvin hinn alvitri upp-
lýsti prófessor nokkurn í heimspeki
um að hann skildi ekki frelsishugtak-
ið. Prófessornum urðu nefnilega á
þau meginmistök að gagnrýna frelsis-
skilning frjálshyggjunnar og vitnaði
í því sambandi fjálglega í stórsnjalla
gagnrýni hins heimsfræga heimspek-
ings Charles Taylor. Við má bæta að
Hannes upplýsti menn á sínum tíma
um að allir frægu heimspekingarnir
væru sammála frjálshyggjunni um
skilning á frelsishgtakinu. Ég mæli
með því að Hannes og Björgvin
sendi Taylor línu og upplýsi hann um
að hann sé ekki til.
Skelmir á visir.is
Hættulegir öfgamenn
„Föðurland vort hálft er hafið“
segja menn á hátíðarstundum. Nú
hafa nokkrir öfgamenn úr mennta-
mannastétt lagt til að útgerðarmenn
eignist þennan helming Ísland, enda
hafi landhelgin verið færð út til þess
að hugga útgerðarmenn og síðan
hafi kvótakerfinu verið stungið upp í
þá til að stilla grát þeirra endanlega.
Áður hafa þessir sömu öfgamenn
sagt að ekki megi hamla hagkvæmni
stærðarinnar og „heilagur“ mark-
aður ráði öllum. Þess vegna megi
ekki stöðva að allar fiskveiðiheim-
ildir á Íslandsmiðum renni til eins
fyrirtækis. Þetta fyrirtæki gæti sem
bezt heitið „The icelandic fishing terr-
itory.“ Þessir sömu öfgamenn vilja öll
íslenzk hlutabréf á alþjóðamarkað.
Þess vegna gæti þetta óskafyrirtæki
öfgamannanna orðið þýzkt og öll
íslenzk fiskimið nýtt frá Þýskalandi af
ódýrum erlendum sjómönnum.
Korgur á visir.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI