Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2006, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 04.09.2006, Qupperneq 61
MÁNUDAGUR 4. september 2006 21 AF NETINU Vertu ígó ummálum! Stelpur - Konur / Staðurinn - Ræktin Ný og kraftmikil TT-námskeið! Innritun hafi n í síma 581 3730. Þú léttist og styrkist andlega og líkamlega! Átaksnámskeiðin sívinsælu fyrir konur á öllum aldri. TT-1 • Lokuð 9 vikna námskeið 3 x í viku • Fræðslufundir 1x í viku, vigtun og mælingar • Líkamsrækt • Glæsilegur lokafundur þar sem sérfræðingar í hári og förðun veita ráð • Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi þar sem alger trúnaður ríkir • Frjáls aðgangur að tímum í opna kerfi nu og tækjasal TT-2 • Lokuð 9 vikna framhaldsnámskeið eftir TT-1 Loksins! TT á besta tíma: 16:30 og 17:40 og aukið rými fyrir morgunhænurnar: 6:15 og 7:20 Barnagæsla – Leikland JSB Vertu velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • www.jsb.is opnu m nÝja n, stÆr ri og enn b etri staÐ ! opnu narh ÁtÍÐ 10. se ptem ber kl. 1 4 - 17 UMRÆÐAN Eldri borgarar Eiga eldri borgarar að bjóða fram? Þannig hljóðaði fyrir- sögn á blaðagrein, sem ég skrifaði 8. júní sl. Svar mitt var þetta í greininni: Við eigum að gefa stjórnmála- flokkunum eitt tækifæri enn til þess að leysa kjaramál og vistun- armál aldraðra. Við eigum að leggja fyrir flokkana ákveðnar kröfur varðandi lífeyri og vistun- arúrræði og ef ekki verður orðið við þessum kröfum eiga eldri borgarar að bjóða fram til þings næsta vor. 130-190 þúsund á mánuði Landssamband eldri borgara (LEB) og Öryrkjabandalag Íslands lögðu fyrir alla stjórn- málaflokkana á þessu ári kröfur um ráðstafanir í lífeyrismálum og um end- urskoðun almannatrygg- ingakerfisins. Þar var sett fram sú krafa, að líf- eyrir eldri borgara yrði hækkaður í 130-190 þús- und krónur á mánuði og að skattleysismörk yrðu 130 þús- und krónur á mánuði. Einnig sagði í kröfugerð samtakanna, að hækka ætti lífeyri eldri borgara í sam- ræmi við neyslukönnun Hagstofu Íslands en samkvæmt henni eru neysluútgjöld einstakl- inga 167 þúsund krónur á mánuði án skatta. Hvað segja þessar tölur okkur? Jú, þær segja okkur, að þær upphæðir, sem ríkisstjórnin skammt- ar eldri borgurum sam- kvæmt yfirlýsingu henn- ar og LEB eru víðs fjarri því að uppfylla kröfur eldri borgara enda segist LEB ætla að taka málið upp á ný næsta haust. Rík- isstjórnin ákvað, að 400 eldri borgarar, þ.e. þeir sem eingöngu fá „strípaðar“ bætur almanna- trygginga skyldu hækka í 123.623 á mánuði fyrir skatta, þ.e. skattar dragast frá þessari upphæð. En allir aðrir eldri borgarar fá mikið lægri lífeyri frá almannatrygg- ingum. Hækkun þeirra sam- kvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar var 1258 krónur á mánuði frá 1. júlí. Þetta er ekki misritun. Þorri eldri borgara fékk 1258 króna hækkun á mánuði sam- kvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar og LEB. Breytingar boðaðar eftir mörg ár! Tilkynnt var þegar yfirlýsing rík- isstjórnar og LEB var birt, að hætta ætti að skerða lífeyri eldri borgara úr almannatryggingum vegna tekna maka úr lífeyrissjóði. Fólk fagnaði þessu og taldi þessa breytingu á næsta leiti en í ljós kom, að þessi breyting á ekki að taka gildi fyrr en 1. janúar 2010. Þannig er allt á sömu bókina lært í sambandi við þessa yfirlýsingu. Það er verið að skammta eldri borgurum nú einhverja hungurl- ús, sem er skattlögð að fullu en síðan eiga aðrar breytingar að koma einhvern tímann í framtíð- inni. Krafa eldri borgara er skýr og hún liggur fyrir: Lífeyrir eldri borgara hækki í 130-190 þúsund á mánuði (t.d. 170 þúsund) og 130 þúsund verði skattfrjáls. Ef þess- ar kröfur eldri borgara verða samþykktar þurfa þeir ekki að hugleiða framboð næsta vor. En ef þessum kröfum verður hafnað eiga þeir í fullri alvöru að hug- leiða þingframboð. Framboð eldri borgara er enn á dagskrá BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Björgvin í Hólmsteinsstíl Skelmir gerir athugasemd við leið- ara Björgvins Guðmundssonar. Eitt af því sem einkennt hefur skrif Hannesar Gissurarsonar og skoðana- systkina hans eru barnalegar yfirlýs- ingar um að fræðimenn séu almennt sammála þeim í samfélagslegum efnum. Þetta er ekkert annað en óskhyggja, fræðimenn sem stunda mannvísindi eru yfirleitt ekki sam- mála um nokkurn skapaðan hlut. Hannes og félagar hafa t.d. þrásta- gast á því að eiginlega séu allir hag- fræðingar frjálshyggjumenn en þetta er alrangt. Nóbelshafinn Amyarta Sen er heldur til vinstri við miðju og lofar árangur hins kommúnistastýrða Keralafylkis á Indlandi en þar eru menn betur læsir, skæddir og fæddir en annars staðar í þessu mikla landi. Annar nóbelshafi, Joseph Stieglitz, segir að frjáls markaður geti ekki verið til, Paul Krugman, prófessor við Princeton, segir að rangt sé að einka- væða rafmagnsfyrirtæki. Enn eitt stórveldið í bransanum Jeffrey Sachs andæfir þeirri frjálshyggjuskoðun að þróunarhjálp sé af hinu illa. Nú endurtekur Björgvin Guðmunds- son þennan frjálshyggjuþvætting og segir að fræðimenn telji að einka- eignarréttur á náttúruauðlindum sé öllum til hagsbóta. Ég þori að veðja að sumir fyrrgreindra hagfræðinga séu á öndverðri skoðun. Það fylgir sögunni að Björgvin hinn alvitri upp- lýsti prófessor nokkurn í heimspeki um að hann skildi ekki frelsishugtak- ið. Prófessornum urðu nefnilega á þau meginmistök að gagnrýna frelsis- skilning frjálshyggjunnar og vitnaði í því sambandi fjálglega í stórsnjalla gagnrýni hins heimsfræga heimspek- ings Charles Taylor. Við má bæta að Hannes upplýsti menn á sínum tíma um að allir frægu heimspekingarnir væru sammála frjálshyggjunni um skilning á frelsishgtakinu. Ég mæli með því að Hannes og Björgvin sendi Taylor línu og upplýsi hann um að hann sé ekki til. Skelmir á visir.is Hættulegir öfgamenn „Föðurland vort hálft er hafið“ segja menn á hátíðarstundum. Nú hafa nokkrir öfgamenn úr mennta- mannastétt lagt til að útgerðarmenn eignist þennan helming Ísland, enda hafi landhelgin verið færð út til þess að hugga útgerðarmenn og síðan hafi kvótakerfinu verið stungið upp í þá til að stilla grát þeirra endanlega. Áður hafa þessir sömu öfgamenn sagt að ekki megi hamla hagkvæmni stærðarinnar og „heilagur“ mark- aður ráði öllum. Þess vegna megi ekki stöðva að allar fiskveiðiheim- ildir á Íslandsmiðum renni til eins fyrirtækis. Þetta fyrirtæki gæti sem bezt heitið „The icelandic fishing terr- itory.“ Þessir sömu öfgamenn vilja öll íslenzk hlutabréf á alþjóðamarkað. Þess vegna gæti þetta óskafyrirtæki öfgamannanna orðið þýzkt og öll íslenzk fiskimið nýtt frá Þýskalandi af ódýrum erlendum sjómönnum. Korgur á visir.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.