Fréttablaðið - 04.09.2006, Side 62
4. september 2006 MÁNUDAGUR22
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn
hér til hliðar má
senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
MERKISATBURÐIR
476 Vestur-rómverska keisara-
veldið líður undir lok þegar
Germanir ráðast inn í Róm.
1596 Ógnarstór flóðbylgja skellur
á ströndum Japan.
1845 Jón Sigurðsson, síðar
nefndur forseti, gengur í
það heilaga með Ingibjörgu
Einarsdóttur.
1957 Þjóðarvarðliðið er kallað
út í Arkansas til að tryggja
að þeldökkum nemendum
verði hleypt inn í skóla sem
áður var aðeins leyfður
hvítum.
1972 Sundkappinn Mark Spitz
vinnur sín 7. gullverðlaun
á Ólympíuleikunum í
München.
1973 Bókstafurinn z er felldur úr
opinberu máli á Íslandi.
1997 Kofi Annan kemur í þriggja
daga heimsókn til Íslands.
VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR RITHÖFUNDUR
ER 41 ÁRS Í DAG
„Áður fyrr fannst mér allir kjánar
sem voru undir þrítugu en kannski
færi ég þau landamæri upp um
áratug.“
Vilborg var tilnefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna í ár fyrir bók sína Hrafninn.
Þremur dögum eftir að flak farþegaskipsins Titanic
fannst á hafsbotni birtust fyrstu myndirnar af því,
þennan dag fyrir 21 ári. Franskir og bandarískir leið-
angursmenn fundu flakið en leiðangursstjóri var
könnuður að nafni Robert
Ballard.
Titanic, skipið sem ekki
átti að geta sokkið, fórst í
jómfrúarferð sinni árið 1912
eftir árekstur við ísjaka með
þeim afleiðingun að 1.500
manns týndu lífi. Skipið
lagði úr höfn frá Southamp-
ton á Englandi fjórum dögum áður, en ferðinni var
heitið til New York í Bandaríkjunum.
Ballard og menn hans fundu flak Titanic á botni
Atlantshafsins á rösklega fjögurra kílómetra dýpi.
Ómannaður kafbátur var sendur niður að flakinu og
með honum voru fyrstu myndirnar af flakinu tekn-
ar. Ekki var þó reynt að bjarga flakinu eða hróflað
við innviðum þess.
Ballard sneri aftur að slysstaðnum einu ári síðar
á bandarísku herskipi og
kafaði þá sjálfur niður að
flakinu ellefu sinnum í litlum
kafbát. Síðan þá hafa ótal
leiðangrar verið farnir niður
að skipinu og fór kanadíski
leikstjórinn James Cameron
til dæmis niður að því þegar
hann vann að kvikmynd
sinni um slysið.
Margir eftirlifandi ættingjar þeirra sem fórust
hinn 13. apríl 1912 settu sig á móti því að kafað
væri niður að flakinu þar sem það væri hinsti
hvílustaður margra.
ÞETTA GERÐIST:
Fyrstu myndirnar af flaki Titanic berast
Tónskáldið Hafliði Hallgrímsson
opnar myndlistarsýningu í Hall-
grímskirkju um helgina, en Listvina-
félag Hallgrímskirkju bauð honum
að sýna í kirkjunni í tilefni af 65 ára
afmæli hans á árinu. Hafliði segir
nokkuð langan aðdraganda hafa verið
að sýningunni. „Ég hef haft nokkrar
sýningar á Íslandi, til dæmis í Nor-
ræna húsinu. Og svo var ég með sýn-
ingu hér fyrir mörgum árum,“ segir
hann. „Ég hef hins vegar verið svolít-
ið tengdur Hallgrímskirkju. Mótettu-
kórinn pantaði hjá mér tónverkið
Passíuna sem var flutt tvisvar í sam-
bandi við þúsund ára afmæli kristni á
Íslandi. Hugmyndin að þessari sýn-
ingu kom svolítið í framhaldi af því.“
Sýningin samanstendur af tólf
málverkum sem Hafliði vann í vetur.
Hann segir sýninguna vera tilraun til
að mála myndir sem passa inn í kirkj-
una og andrúmsloft hennar. „Það er
ekki mikið um átök í þessum mynd-
um,“ segir Hafliði, „það væru þá
frekast innri átök.“ Altarið kemur við
sögu í málverkum Hafliða, sem og
draumur Jakobs um Jakobsstigann.
„Þar eru jafnvel minningar frá minni
eigin fermingu,“ segir Hafliði. „Þetta
er tilraun til að koma til móts við
kirkjuna í staðinn fyrir að þvinga ein-
hverju upp á hana sem ekki passar
inn.“ Enn er ekki útséð um hvort sýn-
ingin standi yfir í tvo eða þrjá mán-
uði, en Hafliði snýr aftur til heimilis
síns í Edinborg á þriðjudag. „Þá fer
ég beint í að semja nýtt tónverk og
salta málverkin,“ segir Hafliði.
Undanfarin 23 ár hefur Hafliði
starfað sem tónskáld. Í vetur stund-
aði hann þó myndlistarnám í Edin-
burgh College of Art, sem hann segist
hafa gert til að skerpa sjónina. „Ég
hef alltaf haft gaman af að teikna og
mála og stefni á að gera meira af því
eftir því sem aldurinn færist yfir. Ég
var með mjög góðan kennara sem
hefur tuktað mig miskunnarlaust til í
vetur. Það er alltaf gott að fá heiðar-
lega gagnrýni frá manni sem maður
treystir,“ segir Hafliði, en hann vill
alls ekki kalla sig myndlistarmann.
„Ég er tónskáld sem málar aðeins
líka. Það er gott að hvíla hugann frá
tónlistinni með því að mála – nú, eða
spila golf,“ bætir hann við.
sunna@frettabladid.is
TÓNSKÁLDIÐ HAFLIÐI HALLGRÍMSSON: VERÐUR 65 ÁRA Á ÁRINU
Heldur myndlistarsýn-
ingu í Hallgrímskirkju
HAFLIÐI HALLGRÍMSSON TÓNSKÁLD Vill ekki kalla sig myndlistarmann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AFMÆLI
Helga Þ.
Stephensen,
leikkona, er 62
ára.
Hörður Torfason,
tónlistarmaður, er
61 árs.
Pétur Már Ólafs-
son, bókaútgef-
andi, er 41 árs.
Magnús Hlynur
Hreiðarsson,
fréttamaður, er
37 ára.
„Það var í bakaríinu í Austurverinu
hjá pabba mínum og afa,“ segir
Marsibil Jóna Sæmundardóttir, vara-
borgarfulltrúi Framsóknarflokksins,
innt eftir fyrsta starfi sínu. „Mig
minnir að þetta hafi verið sumarið
þegar ég var þrettán ára. Ég fékk að
vera í afgreiðslunni og fannst ég orðin
svo fullorðin.“
Þar sem bakaríið var í eigu fjöl-
skyldunnar segir Marsibil að það hafi
legið beinast við að hún stigi sín
fyrstu skref á vinnumarkaði þar. „Ég
þóttist alltaf vera að hjálpa eitthvað
til þarna og var búin að tuða lengi um
að fá alvöru vinnu í bakarínu og var
því yfir mig glöð þegar það loksins
gerðist.“ Hún man ekki eftir hver
launin voru eða í hvað þau fóru, enda
skipti það litlu samanborið við það að
vera farin að vinna og þar með komin
langleiðina í tölu fullorðinna. „Ég
þurfti að vakna snemma á morgnana
og taka strætó upp á Grensás og gekk
þaðan í Austurver. Mér fannst það
mikill metnaður í mér,“ segir hún og
hlær.
Marsibil segir að fyrsta starfið
hafi fyrst og fremst kennt sér æðru-
leysi. „Það komu margir fastakúnnar,
sumir erfiðari en aðrir, og ég lærði
fljótt að það var mikilvægt að geta
sett sig í spor annars fólks þegar
maður er í þjónustustörfum. Æðru-
leysi er líka ágætt veganesti í pólitík-
inni, þar sem maður er í miklu sam-
bandi við fólk, og bara lífið í heild.“
MARSIBIL JÓNA Fannst hún vera
komin langleiðina í tölu fullorð-
inna þegar hún steig sín fyrstu
skref á vinnumarkaði.
FYRSTA STARFIÐ: MARSIBIL JÓNA SÆMUNDARDÓTTIR VARABORGARFULLTRÚI
Í bakaríinu hjá pabba
„Þetta er orðinn ansi vænn
hópur sem ég hef kennt á
gítar,“ segir Ólafur Gaukur
en í dag hefst innritun nema
í Gítarskóla Ólafs Gauks
sem hann hefur rekið í 31
ár. „Þetta hefur alltaf geng-
ið mjög vel og aðsóknin á
námskeiðin er jöfn og sveifl-
ast lítið milli ára enda er
skólinn vel þekktur,“ segir
Óli, sem telur gítaráhuga
fólks óháðan tískusveiflum.
Óli kennir fólki á öllum
aldri á gítar og skiptir nem-
endum í nokkra aldurshópa
og segist hafa náð góðum
árangri með byrjendur.
„Reynslan hefur kennt mér
að það er heppilegast að
hafa átta byrjendur saman í
salnum. Þá er hver með
sinn gítar og heyrnartól og
heyrir ekki í neinum nema
sjálfum sér og kennaran-
um. Þessi námskeið skila
fólki alltaf meiru en það
bjóst við í upphafi enda
legg ég á það áherslu að
nemendurnir fái sem mest
út úr þessu. Það verður
samt auðvitað að byrja á
byrjuninni og það verður
ekki hlaupið yfir neitt í tón-
listinni frekar en öðrum
listgreinum.“
Óli er aðalkennari skól-
ans en fleiri koma að kennsl-
unni. „Það gæti aldrei geng-
ið að hafa mig einan í
þessu,“ segir Óli, sem hefur
haft aðsetur í sérinnréttuðu
húsnæði að Síðumúla 11 síð-
ustu 11 ár.
Vinsældir gítarsins
óháðar tískusveiflum
JARÐARFARIR
13.00 Lárus Johnsen, Stigahlíð
36, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
13.00 Jens Willy Ísleifsson, Frosta-
fold 22, verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju.
14.30 Jón Þorleifsson, frá Breið-
holti, verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu.
ÓLAFUR GAUKUR
TÓNLISTARMAÐUR
�����������������������������������������������������������������
����� �������� ������
������ �������������������������
��������������������������������������������������������
�����������������������������������������
�������������������������������������
��������������� ���������������������� ���������
�������������������������������������������������
����������������������������
�������������������� ������������������
��������������������
����������� ������������� ������������������
�����������������������