Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 64
4. september 2006 MÁNUDAGUR24
Sendu SMS skeytið JA S2F
á númerið 1900 og við
sendum þér spurningu! Þú
svarar með því að svara A, B
eða C á númerið 1900.
Þú gætir unnið!
Aðalvinningur
TOSHIBA tölva
og Sims 2 Stuff
Auka vinningar eru Ps2 tölvur • Sims
leikir • DVD myndir • Fullt af öðrum
tölvuleikjum og margt fleira V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
. Þ
ú
fæ
rð
5
m
ín
t
il
að
s
va
ra
s
p
u
rn
in
g
u.
SMSLEIKUR
Allar nýjustu
upplýsingar og
fréttirá ensku
á vefnum
reykjavik.com
og í blaðinu
Reykjavikmag
550 5000
Hringdu ef blaðið berst ekki
- mest lesið
Í fjarlægum lönd-
um getur verið
gaman að hitta
Íslendinga á
förnum vegi.
Það á ekki við í
Danmörku. Í
Kaupmanna-
höfn rekst
maður til dæmis
á Íslending á
öðru hverju götu-
horni. Það er kannski gaman í
fyrsta skipti sem það gerist en
svo fer það að verða kjánalegt.
Rölti maður upp Strikið vaknar sá
grunur að Íslendingar séu í raun
mun fleiri en opinberar tölur gefa
til kynna. Íslenskan hljómar úr
öllum áttum og yfirgnæfir öll
önnur tungumál enda hafa Íslend-
ingar hærra en flestir aðrir.
„Mikið rosalega eru þetta flott-
ir skór þarna í glugganum,“ heyr-
ist úr öðru horninu meðan mið-
aldra kona hinum megin við
götuna hrópar á íslensku innsogi:
„Jii minn hvað þetta er ódýrt.“
Verst er ástandið í H&M versl-
unum sem eru fjölmennustu
Íslendinganýlendur í heiminum
að Íslendingabyggðunum í Kan-
ada undanskildum. Farir þú inn í
H&M þá hittirðu Íslending þar –
jafnvel heilan saumaklúbb ef þú
ert virkilega óheppinn.
Sjálf fer ég alltaf dálítið hjá mér
þegar ég sé Íslendinga í útlöndum.
Ég passa mig að segja ekki neitt,
reyni að falla inn í fjöldann og vona
að enginn fatti að ég er ein af þeim.
Ég nenni ekki að svara því hverra
manna ég er milli nærbuxnarekk-
anna í H&M.
Upp á síðkastið hef ég hins
vegar áttað mig á því hvernig
maður þekkir Íslendingana úr
hópnum. Íslendingar koma alltaf
upp um sig í mannfjölda. Á litla
Íslandi þar sem allir þekkja alla
er garanterað að ef þú ert á stað
þar sem fleiri en fimm koma
saman þá hittirðu einhvern sem
þú þekkir. Íslendingar eru því
auðþekkjanlegir í mannfjölda.
Þeir skima í allar áttir og grand-
skoða andlit þeirra sem þeir
mæta, vissir um að einhvers stað-
ar þarna í mannmergðinni sé gam-
all kunningi eða fjarskyldur
frændi sem gaman væri að tala
við. Ég lít flissandi undan áður en
ég mæti augnaráði þeirra.
STUÐ MILLI STRÍÐA: Býr Íslendingur hér?
ÞÓRGUNNUR ODDSDÓTTIR FINNUR LANDA SÍNA Í ÚTLÖNDUM.
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
■ Pondus Eftir Frode Øverli
Stundum finnst mér svo
tilgangslaust að gera ekki
neitt, að rölta um bæinn,
dasa og mæla göturnar!
Ahh... þetta er svo-
kallað letingjastopp!
Líður fljótt hjá!
Ég spyr og angra og tala
og ögra...
...en ég fæ ekki
annað en hæ-
skell frá Palla.
Hvað er
hæ-skellur?
Hæ.
SKELLUR!
Jahá.
ÖKUKENNSLA
Manstu hvað við
töluðum um í gær?
Þú verður að sitja
fram í, við stýrið.
Þef
Þef
Mjási, hvers
vegna eru
kettir alltaf
að þefa af
andlitum
fólks?
Við erum að
gera könnun.
Hvernig
gengur?
Kemur þér
ekki við.
Solla, viltu finna bol á
Hannes fyrir mig?
Jamm.
Vertu kyrr,
Hannes!
Úff! Hannes
hlýtur að hafa
stækkað mikið,
Solla! Þessi bolur
er næstum of
lítill á hann.
Skrýtið... Hann
passaði alveg á
bangsa.