Fréttablaðið - 05.09.2006, Page 14

Fréttablaðið - 05.09.2006, Page 14
14 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR SVEITARSTJÓRNARMÁL Búið er að velja eða ráða sveitar- eða bæjar- stjóra í 64 af 79 sveitarfélögum landsins síðan í sveitarstjórnar- kosningunum nú í maí. Af þessum 64 sveitarstjórum eru 16, eða fjórðungur, konur og 48 karlmenn, samkvæmt upplýsingum frá félags- málaráðuneyt- inu. Konur eru sveitarstjórar í tveimur af tuttugu stærstu sveit- arfélögum landsins. Þar er Mosfells- bær fjölmenn- astur, en sveit- arfélagið Árborg næst- fjölmennast. Helga Jóns- dóttir tekur við embætti bæjarstjóra Fjarðabyggð- ar í þessum mánuði og verða þá konur sveitarstjórar í þremur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Karlmenn eru borgar- eða bæjarstjórar í sex stærstu sveitarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ og Garðabæ. „Þeir sem verða sveitarstjórar eru ýmist pólitískt kjörnir, sem efstu menn á lista, eða ráðnir inn,“ segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. „Mér sýnist þessi skipting endurspegla hlut kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Þetta er kynjaskipt- ing innan samfélagsins í hnot- skurn, sýnist mér. Mér finnst að alltaf eigi að ráða hæfasta ein- staklinginn til starfa, en hvort karlmenn eru hæfastir í þremur af fjórum tilvikum hef ég ekki hugmynd um.“ Alls búa 27.289 Íslendingar í sveitarfélögum undir stjórn kven- kyns sveitarstjóra. Það er um níu prósent af heildarfjölda Íslend- inga. „Við teljum að jafnrétti hafi verið náð þegar hvorugt kynið hefur minni hlut en fjörutíu pró- sent í sveitarstjórnum,“ segir Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræð- ingur hjá Jafnréttisstofu. „Það virðist vera sem konur nái ekki yfir þrjátíu prósentin í íslensku samfélagi. Tilhneigingin með röðun á lista var mikið til sú að karlmenn væru í 1. sæti og konur 2. sæti. Þá segir sig sjálft að það sé ólíklegra fyrir konur að komast í áhrifastöður. Auðvitað þurfa að vera fleiri konur í for- svari fyrir sveitarstjórnir. Þetta er slæm staða,“ segir Hugrún. steindor@frettabladid.is Fjórðungur sveitarstjóra er konur Konur eru bæjarstjórar í tveimur af tuttugu fjöl- mennustu sveitarfélögum landsins, Mosfellsbæ og Árborg. Sextán konur eru sveitarstjórar á landinu, en sveitarfélög landsins eru 79. HUGRÚN R. HJALTA- DÓTTIR STEFANÍA KATRÍN KARLSDÓTTIR �������������� ����������������������� ��� �������������������������     ����� ������ �� �� MAMMÚTASTÓLL Þessi risastóll sænska fyrirtækisins Ikea er til sýnis í verslunarmiðstöð í Yokohama borg í Japan, þar sem ný verslun Ikea verður opnuð á næstunni. Stóllinn er um níu sinnum stærri en litlu bræður hans, sem passa drengnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Mikilvægt er að sú umræða sem verið hefur um Aust- urland undanfarin ár nýtist til jákvæðrar kynningar á landshlut- anum og hjálpi til við að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu- og félagslíf. Þetta var eitt af því sem fram kom á byggðaþingi undir yfirskriftinni Lífið eftir virkjun sem haldið var á Hallormsstað um helgina. Þórarinn Lárusson, formaður Framfarafélags Fljótsdalshéraðs, segir að um sjötíu manns hafi verið skráðir á byggðaþingið þar sem fólk alls staðar af landinu hélt fyrirlestra. „Á þinginu var þátt- takendum skipt í umræðuhópa þar sem meðal annars var fjallað um atvinnuvegi, náttúru, þjónustu- greinar og nýsköpun á svæðinu. Niðurstöður umræðnanna voru meðal annars þær að hlúa þurfi að aukinni menntun í fjórðungum til dæmis með eflingu fjarkennslu. Þá er mikilvægt að efla atvinnulíf og að ný atvinnutækifæri skapist fyrir þá sem nú starfa við tíma- bundnar framkvæmdir.“ Þórarinn segir mikilvægt að gera sem minnst úr lægðinni sem búast má við í lok virkjanafram- kvæmda og búa þannig um hnút- ana að áframhaldandi uppgangur verði í fjórðungnum. Þórarinn segir mikilvægt að hugmyndir hins almenna borgara um framtíð fjórðungsins séu ekki slegnar út af borðinu heldur tekn- ar með í umræðurnar. -hs Rætt var um lífið eftir virkjun á byggðaþingi sem haldið var á Hallormsstað: Efling atvinnulífs mikilvæg ATLAVÍK Ein af náttúruperlum Austur- lands en náttúra á svæðinu var eitt af umræðuefnum þingsins. AÐSTOÐ Íslensk stjórnvöld munu veita sem svarar tuttugu milljónum króna til neyðar- og mannúðaraðstoðar í Darfúr- héraði í Súdan, samkvæmt ákvörðun Valgerðar Sverrisdótt- ur utanríkisráðherra. Af fjárhæðinni fer annars vegar sex milljóna króna styrkur til Hjálparstarfs kirkjunnar vegna hjálparstarfs alþjóðasamtaka kirkna í Darfúr. Hins vegar rennur tæplega fjórtán milljóna króna styrkur til neyðaraðstoðar í Darfúr á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. - sdg Neyðaraðstoð til Darfúr: 20 milljónir frá íslenska ríkinu KVENKYNS SVEITARSTJÓRAR Á ÍSLANDI Sveitarfélög þeirra og íbúafjöldi Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Mosfellsbær 7.266 Stefanía Katrín Karlsdóttir, Árborg 7.095 Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerði 2.120 Svanfríður Inga Jónasdóttir, Dalvík 1.937 Unnur Brá Konráðsdóttir, Rangárþing eystra 1.686 Oddný Guðbjörg Harðardóttir, Garður 1.400 Erla Friðriksdóttir, Stykkishólmur 1.167 Sigríður Finsen, Grundarfjörður 972 Jóna Fanney Friðriksdóttir, Blönduós 910 Margrét Sigurðardóttir, Flóahreppur 528 Ásdís Leifsdóttir, Strandabyggð 505 Guðrún María Valgeirsdóttir, Skútustaðahreppur 410 Guðný Sverrisdóttir, Grýtubakkahreppur 368 Sigríður Þorsteinsdóttir, Grímsnes- og Grafningshr. 364 Eyrún I. Sigþórsdóttir, Tálknafjörður 305 Ólína Arnkelsdóttir, Aðaldælahreppur 256

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.