Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 20
20 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFANG: ritstjorn@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Ekkert blað? 550 5000 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið „Lífið er lotterí“ segir í gömlum dægurlagatexta og má til sanns vegar færa. Það er þó heldur lakara að stundum virðist lífið líkast rússneskri rúllettu og jafnvel hættulegra að bregða sér akandi milli bæjar- hluta eða landshluta en taka þátt í sjálfri rúllettunni alræmdu. Það virðist nærtækara að tala um umferðarómenningu á Íslandi en menningu og á þessu ári hefur alltof mörgum manns- lífum verið fórnað í því hættu- spili sem umferðin er frá degi til dags. Skýringa og úrbóta hefur verið leitað en þrátt fyrir mikla umræðu um varkárni, fræðslu og hámarkshraða halda öku- menn áfram að gerast sekir um hraðakstur, jafnvel ofsaakstur, og ógna þannig lífi og limum sínum og samferðamanna sinna. Rætt er um hækkaðan bílprófs- aldur, breytingar á bifreiðum svo þær komist ekki hraðar en 90 km á klukkustund, aukna fræðslu og ýmislegt fleira. En umferðin heldur áfram að vera mannskæð og ástandið hefur sjaldan verið verra en nú. Sitt sýnist hverjum um ofangreindar leiðir til úrbóta. Margir leggjast gegn því að hækka bílprófsaldur úr 17 árum í 18 og vitna í reynslu nágrannaþjóða, þar sem ástandið er víst engu betra. Uppalendur vita þó að ungmenni taka út mikinn þroska frá ári til árs á milli tektar og tvítugs svo frá því sjónarmiði mætti ætla að það væri til bóta að fresta bílprófi um eitt ár. 90 km hámarkshraðahug- myndin, þ.e. að bifreiðir verði stilltar þannig að þær komist ekki hraðar, er auðvitað óraunsæ með öllu. Um vegina aka stórir jeppar, dragandi enn stærri hjólhýsi, stórar rútur og síðast en ekki síst afar stórir flutninga- bílar með enn stærri tengivagna. Ég er ekki tilbúin að vera föst aftan við slík fyrirbæri á þjóðvegum landsins, vitandi ekkert hvað er framundan. Bætt vegakerfi er auðvitað mikilvægur þáttur í bættri umferðarmenningu og kannski mætti setja hraðatakmörkun í bíla við 110-120 km hraða en það þarf að vera svigrúm til að taka fram úr þeim sem hægara aka. Það gæti líka verið til bóta að koma á laggirnar æfingasvæði þar sem ungir og óreyndir ökumenn gætu spreytt sig á hraðakstri við tiltölulega öruggar en þó mismunandi aðstæður og án þess að ógna lífi og limum annarra. Sú hugmynd hefur reyndar verið til umræðu árum saman og undarlegt að ekkert skuli hafa gerst enn. En ef til vill er aukin virðing og tillitsemi í þjóðfélaginu mikil- vægasti þátturinn. Það er auðvitað ólíðandi að nokkrum manni skuli detta í hug að ógna lífi okkar hinna með hraðakstri á vegunum og þetta gerist aftur og aftur, oft með skelfilegum afleiðingum. Í slíku athæfi felst takmarkalaust virðingarleysi fyrir sjálfum sér og öðrum. Þetta virðingarleysi speglast reyndar víða í samfélaginu. Umgengni um náttúruna, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli, hefur hrakað á síðustu árum og nánast daglega sé ég rusli fleygt út úr bíl á ferð, svo lítið dæmi sé tekið. Mér er með öllu fyrirmun- að að skilja hugsanaganginn þar á bak við. Kannski er þetta aukna virðingarleysi afleiðing af aukinni efnishyggju síðustu ára. Ekkert skiptir máli því það er alltaf hægt að kaupa nýtt og betra. En það er ekki hægt að kaupa nýja og betri náttúru ef þeirri sem við búum við hefur verið spillt og það er enn síður hægt að kaupa nýtt og betra líf ef við fórnum því sem okkur er gefið í upphafi. Virðingarleysi fyrir sjálfum sér og öðrum birtist allsstaðar; í umferðinni, í biðröðum, á veitingahúsum, úti í móa, í samskiptum fólks á ólíkum vettvangi. Vissulega er meirihluti fólks kurteis, tillit- samur og aldeilis ágætur í samskiptum. En hinir eru of margir sem virðast telja sig öðrum æðri og þurfi því ekki að taka tillit til eins né neins. Þetta viðhorf er mishættulegt og kannski hættulegast í umferð- inni. Ég vil ekki sætta mig við að fjölskylda mín og vinir séu í lífshættu nánast dag hvern vegna þess eins að þeir eiga erindi milli bæjarhluta eða landshluta. Það verður að bæta og auka virðingu fólks fyrir sjálfum sér og öðrum og auka tillitsemi, jafnt í umferðinni sem annars staðar. Virðingarleysi í umferðinni Ég vil ekki sætta mig við að fjölskylda mín og vinir séu í lífshættu nánast dag hvern vegna þess eins að þeir eiga erindi milli bæjarhluta eða landshluta. UMRÆÐA | Baráttan innan Samfylkingar Það er skynsamlegt hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að tilkynna strax um framboð sitt. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því ákveðið var að viðhafa opið stuðningsmanna- prófkjör í báðum Reykjavíkurkjör- dæmunum og þar til Steinunn Valdís sendi frá sér yfirlýsingu um að hún byði sig fram til forystusætis. Þar með getur enginn sakað hana um að fara fram gegn einhverjum einum þing- manni eða þingkonu í prófkjörinu, því hún var fyrst fram á sviðið og slíkar tímasetningar geta einmitt ráðið úrslit- um í heimi stjórnmálanna. Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið í prófkjörinu og það þýðir að hún ætlar sér 2. sætið á öðrum framboðslistanum hjá flokknum í borg- inni. Við skulum því gefa okkur að hún telji öruggt að fyrir framan sig á listanum verði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem enn sem fyrr er talin ógnar- sterk í prófkjörum. Samfylkingin fékk átta þing- menn í borginni í síðustu alþingiskosningum, fjóra í hvoru kjördæmi og telja fæstir að útkoman verði svo góð næsta vor. Er fremur talið lík- legt að fimm til sjö þingmenn náist og það þýðir að ansi þröngt verður um marga núverandi þingmenn, t.d. Mörð Árnason, Helga Hjörvar, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, að ekki sé minnst á núverandi varaformann Samfylking- arinnar Ágúst Ólaf Ágústsson sem satt að segja gæti átt í verulegum vand- ræðum með að ná kjöri á eigin flokks- lista, hvað þá aftur inn á þing. Spurningin er líka hvort Steinunn Valdís verði sú eina sem geri tilkall inn á lista Samfylkingarinnar. Hvað mun t.d. Stefán Jón Hafstein gera? Eiríkur Bergmann Einarsson, Krist- rún Heimisdóttir og Árni Páll Árnason munu víst líka vera að hugsa sinn gang og ég teldi reyndar að Árni Páll myndi vera Samfylkingunni geysilegur liðsauki. En ekkert af þessu fólki er ný stærð í pólitík eða óvænt stjarna, eins og margir Samfylkingarmenn vilja tefla fram. Leitin að slíkri stærð stendur því áfram yfir og þess vegna mun enn þrengja að þingmönnum og þingkonum á næstu dögum og vikum. Höfundur er formaður borgarráðs. Hverjir falla í prófkjöri? BJÖRN INGI HRAFNSSON INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR UmferðaröryggiÍ DAG | U m helgina þurfti lögreglan í Reykjavík ásamt liðs- auka að beita kylfum til að hafa hemil á ungmenn- um fyrir utan hús í Skeifunni. Þar hafði hópur fram- haldsskólanema safnast saman fyrir utan hús, þar sem jafnaldrar þeirra höfðu efnt til samkvæmis. Lögreglan var kölluð á staðinn vegna ósæmilegrar hegðunar ungmennanna í anddyri heimabanka, og í kjölfar afskipta lög- reglunnar af óróaseggjum, urðu lögreglumennirnir að kalla á aðstoð því veist var að þeim, er þeir handtóku einn úr hópnum. Allt tiltækt lið lögreglunnar í Reykjavík var sent á staðinn, alls um 30 manns, og það var ekki fyrr en allur sá hópur var kominn í Skeifuna að það tókst að ná stjórn á ástandinu. Það er ekki á hverjum degi sem lögreglan þarf að beita kylf- um til að verja sig, að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögreglu- þjóns: „Það þarf að vera mjög alvarlegt til að lögreglan beiti kylfum. Það gerðist síðast fyrir nokkrum árum á svipuðum slóð- um“, sagði hann í viðtali við Fréttablaðið í gær. Þegar hópur ungmenna gerir aðsúg að lögreglunni, kastar grjóti og flöskum í farartæki hennar og lögregluþjónar verða að grípa til þess ráðs að beita kylfum, er greinilegt að eitthvað er að. Þarna voru 150-200 unglingar, sem hlýddu ekki fyrirmælum lögreglunnar með fyrrgreindum afleiðingum. Tíu þeirra voru teknir og látnir sitja í fangageymslum það sem eftir var nætur. Þetta atvik leiðir hugann að því að í þjóðfélaginu virðist virð- ingarleysi gagnvart náunganum og lögum og reglum fara vax- andi. Birtist þetta í ýmsum myndum, og nærtækast er þá að kenna uppeldi unglinganna um hvernig komið er. Hér hafa átt sér stað miklar þjóðfélagsbreytingar á undanförnum árum, ekki aðeins í efnahagsuppsveiflu síðustu missera, heldur mun fyrr. Það er alkunna að agamál í skólum hafa verið mikið áhyggjuefni margra nú um nokkurra ára skeið, og það er eins og sumir for- eldrar vilji varpa allri uppeldisábyrgðinni á skólakerfið, því þeir hafa ekki tíma til að sinna börnunum í þeirri kaffihúsa- og lífs- gæðauppsveiflu sem verið hefur hér. Skólakerfið virðist heldur ekki hafa verið undir það búið að mæta þeim breytingum sem orðið hafa á lífsháttum landsmanna, þegar báðir foreldrarnir vinna úti, eða þegar um einstæða foreldra er að ræða. Þá hefur fjölskyldumynstrið tekið miklum breytingum, og það er ekki óeðlilegt að eitthvað bjáti á hjá ungmennum þegar þau eru allt í einu komin í gjörbreytt umhverfi á heimilum sínum, foreldri þeirra komið með annan maka og börn sín inn á heimilið og svo eiga bara allir að vera vinir! Slíkar breytingar eru sumum ung- mennum hreinlega ofviða, og þau leita þá kannski meira út fyrir veggi heimilisins og safnast saman eins og í Skeifunni á laugar- dagskvöld. Þar fá þau útrás, fyrir innri óróleika vegna heimil- isaðstæðna og hann brýst út í virðingarleysi fyrir lögreglunni. Kennarar þekkja þessi sálrænu vandamál barna og unglinga vel og nú beinist þetta kannski meira að lögreglunni. Borgararnir vilja góða löggæslu og því er það skylda þeirra að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða og skapa lögreglunni viðunandi vinnuumhverfi. Átök við unglinga í Skeifunni: Lögreglu sé sýnd virðing KÁRI JÓNASSON SKRIFAR Hættur eða hvað „Ég tel mig vera að fara algjörlega út úr pólitík þó ég gangi til þessa starfs sem þarna er nefnt til sögunnar enda fer það ekki saman að sinna því starfi og pólitík um leið,“ sagði Davíð Oddsson á fréttamannafundi í Valhöll þann 7. september í fyrra. Í ljósi ummæla þess sama Davíðs um Kárahnjúkavirkjun, dómskerfið og varnarviðræðurnar við Bandaríkjamenn í viðtölum við Ríkisútvarpið síðustu daga v e l t a menn fyrir sér merk- ingu orðanna „að fara algjörlega út úr pól- itík“. Þau virðast í það minnsta ekki þýða að sá sem þau mælir sé þar með hættur að tala um pólitík, enda Davíð orð- heldinn maður. Ennþá starfandi Steingrímur J. Sigfússon fjallaði um Davíð í ræðu sinni á flokksráðsfundi VG á föstudag. Sagði hann forsætis- ráðherrann fyrrverandi vera kominn úr felum og tímabært væri að leiðrétta þann misskilning að Davíð væri hætt- ur í stjórnmálum. Um leið væri Ísland að brjóta blað því hvergi í heiminum, í það minnsta svo vestarlega sem Ísland er á hnettinum, væri seðlabankast jór inn ekki bara fyrrverandi stjórnmálamaður og pólitískt ráðinn held- ur starfandi stjórn- má lamaður s a m h l i ð a seðlabanka- stjórastörf- unum. Kappræður Steingrímur talaði líka um Pál Magn- ússon útvarpsstjóra en fyrir helgi brást Steingrímur illa við ákvörðun starfs- fólks Kastljóssins þess efnis að tala einslega við Valgerði Sverrisdóttur um Kárahnjúkamál eftir að hún hafði neitað að mæta honum í sjónvarps- sal. Steingrímur sagði ritstjóra Kast- ljóss hafa reynt að svara opnu bréfi sínu um málið með málefnalegum hætti en annað væri um Pál Magnús- son að segja. „Hann hreytir í mig skætingi,“ sagði Stein- grímur og bauð Páli upp á kappræður, helst í Kastljósinu, um hvort eðlilegt væri að Rík- isútvarpið lyti valdi ráðherranna. bjorn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.