Fréttablaðið - 05.09.2006, Síða 42
5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR30
Fyrsti opni vetrarfundur Femín-
istafélags Íslands fer fram á
Thorvaldsen Bar í kvöld en þar
verður rætt um málefni kvenna í
tengslum við hnattvæðingu og
atvinnumál.
„Umræðuefni kvöldsins er
raunar tvíþætt,“ útskýrir Stein-
unn Gyðu- og Guðjónsdóttir hjá
Femínistafélaginu. „Annars
vegar hefur verið rætt talsvert
undanfarið um málefni tveggja
erlendra kvenna sem neitað var
um dvalarleyfi hér á landi eftir
að hafa komið úr ofbeldisfullum
hjónaböndum með íslenskum
mönnum og hins vegar hafa skap-
ast líflegar umræður um heimil-
ishjálp á póstlista Femínistafé-
lagsins og því munum við helga
þetta fyrsta „hitt“ alþjóðavæð-
ingu og kynjavídd hennar.“
Steinunn bendir á að margar
erlendar konur hafi tekið að sér
þrif á heimilum Íslendinga en
slík vinna sé oft ekki gefin upp
og því njóti slíkir starfskraftar
ekki trygginga og réttinda sem
lögleg atvinna veitir. „Þetta er
áhugavert í samhengi við baráttu
verkalýðsfélaganna sem hafa
undanfarið barist gegn undirboð-
um og svartri vinnu. Þar er í
langflestum tilvikum um karla-
störf að ræða en konur hafa verið
í meirihluta erlends vinnuafls
hér á landi þar til virkjunarfram-
kvæmdirnar fóru í gang. „Mér að
vitandi hefur ekki verið gerð
úttekt eða rannsókn á þessum
óopinbera geira atvinnumark-
aðarins hérlendis og því er ekki
hægt að segja til um hversu
algengt þetta er,“ útskýrir Stein-
unn.
Frummælendur á fundinum í
kvöld verða Silja Bára Ómars-
dóttir, forstöðumaður Alþjóða-
málastofnunar Háskóla Íslands,
sem mun fjalla um alþjóðavæð-
inguna og áhrif hennar á stöðu
kvenna; Tatjana Latinovic, for-
maður Félags kvenna af erlend-
um uppruna, ræðir um stöðuna
hér á landi og hvernig okkur
tekst að gera Ísland að fjölmenn-
ingarsamfélagi og að lokum mun
Margrét Steinarsdóttir, lögfræð-
ingur hjá Alþjóðahúsi, fjalla um
lagalegar hliðar og mál þau sem
koma til kasta Alþjóðahússins.
Fundurinn er öllum opinn en
hann hefst kl. 20 í Bertelstofu en
að loknum erindum verða umræð-
ur þar sem gestum gefst gott
tækifæri til að kryfja málin. - khh
STEINUNN GYÐU- OG GUÐJÓNSDÓTTIR Fyrsta vetrarfundur Femínistafélags Íslands
fjallar um atvinnumál kvenna í tengslum við alþjóðavæðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Atvinnumál og alþjóðavæðing
LEIKLIST
VALGEIR SKAGFJÖRÐ
Afgangar
Ísmedia, Austurbær
Höfundur og leikstjóri Agnar Jón Egils-
son / Tónlist Hallur Ingólfsson / Ljós
Halldór Örn Óskarsson / Leikmynd og
búningar Arnheiður Vala Magnúsdóttir
og Ólafur Stefánsson Leikarar Elma
Lísa Gunnarsdóttir og Stefán Hallur
Stefánsson.
Það er fátt jafn skemmtilegt og að
fara í leikhús með litlar sem engar
væntingar og láta koma sér full-
komlega á óvart. Að sama skapi er
fátt leiðinlegra en leiksýningar
sem búið er að hæpa upp sem ein-
hver algjör möst og valda manni
síðan vonbrigðum þegar upp er
staðið. Ég hef leitast við að leiða
hjá mér allt fyrirfram umtal um
leiksýningar sem mér er falið að
skrifa um einmitt í því augnamiði
að vera ekki litaður af því sem
aðstandendur viðkomandi sýninga
vilja koma á framfæri.
Sem ég rölti hægum skrefum
upp gamla stigann í Silfurtunglinu
dáðist ég að gömlu veggmyndun-
um og lét mér detta í hug hvort
ekki mætti koma upp margra sala
leikhúsi í þessu sögufræga bíói
þar sem hægt væri að setjast jafn-
vel niður með kaffibolla, glugga í
ljóðabækur eða leikrit, hlusta á
fallega músík og spjalla við and-
ans menn um ástina, listina og
gengi hlutabréfa í menningarlíf-
inu. Hér var það sem ég árum
saman sótti barnaskemmtanir
barnavinafélagsins Sumargjafar,
sá miðnætursýningar Leikfélags
Reykjavíkur, fór á tónleika með
Robertino, horfði á Roy í þrjúbíó á
sunnudögum og svo fóru menn að
tala um að rífa húsið. Undanfarin
ár hafa ýmsar leiksýningar fengið
inni í húsinu og nú hefur efri hæðin
(Silfurtunglið) verið tekin í notkun
og litlum bíósal breytt í svartan
kassa sem tekur liðlega hundrað
manns í sæti. Það var heitt í veðri
þetta frumsýningarkvöld og ekki
síður heitt í leikhúsinu. En það
kom ekki að sök. Agnar Jón Egils-
son hefur verið geysilega virkur í
íslensku leikhúslífi og vílar ekki
hlutina fyrir sér. Hann hefur
stundum farið geyst og færst oft
mikið í fang.
Þegar ég stóð upp að lokinni
þessari sýningu fannst mér allur
annar bragur og áferð á verki Agn-
ars en ég hef séð eða upplifað áður.
Hann hefur vaxið og þroskast sem
höfundur og ég verð að hrósa
honum fyrir vel smíðuð og trú-
verðug samtöl í þessari sýningu.
Textinn er byggður upp á setning-
um sem eru rétt um það bil ein lína
á kjaft og á köflum tekst honum að
koma hugsun sinni á framfæri
með einni línu. Það væri þó frá-
leitt að ímynda sér að textinn einn
og sér nægði til þess. Til þess þarf
leikara sem kunna sitt fag. Leik-
stjórinn tekur við af höfundinum
og leggur af stað í langferð með
hópnum sínum og mótar leir höf-
undarins af trúmennsku við höf-
undinn því þeir eru einn og sami
maðurinn í tveimur hlutverkum
og þau verður að sætta. Hér hefur
Agnar Jón tekið þann pól í hæðina
að láta leikarana njóta sín og slepp-
ir að mestu tæknifylleríi sem er
gott en hugsanlega hefði hann
mátt treysta texta höfundarins
enn betur, af þeirri einföldu
ástæðu að hann var jafnan hreinn
og tær og yfirleitt laus við tilgerð.
Mátulega miklu var haldið
leyndu nógu lengi til að viðhalda
áhuga áhorfandans en ég er ekki
frá því að með því að raða senun-
um upp í krónólgíska röð hefði
fengist heilsteyptari bygging í
þróun sambandsins milli persón-
anna. Mér fannst þessi hlaup fram
og aftur í tíma vera einungis til
þess falin að gera söguna óskýra.
Ef til vill hefði það verið betra
fyrir leikarana og fá hreinlega
Aristólelíska uppbyggingu fyrir
innri þróun persónanna. En svona
hlutir eru alltaf spurning um val
leikstjórans. Við þurfum ekki allt-
af að finna upp hjólið. Stundum
má alveg gera hlutina „venjulega“.
Það sem skipti sköpum í þessari
sýningu var vinna leikaranna.
Elma Lísa og Stefán Hallur léku á
als oddi. Þeim tókst að gæða þenn-
an knappa texta miklu og blæ-
brigðaríku lífi.
Húmorinn er aldrei langt undan
en sár undirtónn eins og rauður
þráður í gegn. Það er til marks um
sterka upplifun í leikhúsi þegar
leikarar ná að snerta mann og eins
þegar það sem gerist í leikhúsinu
eða það sem sagt er nær að hreyfa
við manni. Að undanskilinni leik-
mynd sem mér fannst of hlutlæg
og raunsæ fyrir hugblæ verksins
þá er þessi litla sýning á efri hæð-
inni í Austurbæ vel þess virði að
sjá.
Sannur tónn í tilgerðarlausu verki
STERK UPPLIFUN Í AUSTURBÆ Nýtt leikrrit Agnars Jóns Egilssonar er með allt öðrum
brag en fyrri verk hans.
Messósópransöngkonan Guðbjörg
Sandholt heldur tónleika í Dóm-
kirkjunni í kvöld ásamt fjölmörg-
um góðum gestum. Á efnisskránni
eru verk eftir Mozart, Schumann,
Tsjaíkovskí, Kurt Weill og Karl O.
Runólfsson.
Guðbjörg lauk burtfararprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
í vor og mun hefja framhaldsnám
við Guildhall School of Music and
Drama í London næstkomandi
haust.
Með henni á tónleikunum koma
fram píanóleikararnir Anna Helga
Björnsdóttir, Bjarni Frímann
Bjarnason og Ingileif Bryndís Þórs-
dóttir en söngkonan Arnbjörg
María Danielsen og klarinettuleik-
arinn Arngunnur Árnadóttir koma
einnig fram. Tónleikarnir hefjast
kl. 20.00. - khh
GUÐBJÖRG SANDHOLT MESSÓSÓPRAN
Syngur m.a. músík eftir Mozart og Weill.
Söngur og góðir gestir
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
����������� �� �������������������� �� �� �����
�������������������������������
�������������� �� ���������������������������������������������������������������������������
�����������������������������������������������������������
������������ �������������� �� �����������
��������������������������������������������������������������������
������������ ����������������������������������������
����������������������������������� �������������������������������