Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 5. september 2006 Hvað eiga Frank Sinatra og 50 Cent sameiginlegt með Al Capone, Martin Luther King, Sid Vicious og Jósef Stalín? Þá er alla að finna í bókinni Under Arrest sem geym- ir 350 „glæpamannamyndir“, sem verðir laganna hafa tekið af við- komandi einstaklingum þegar grunur lék á óhreinu mjöli í poka- horni þeirra. Í tilkynningu frá breska for- laginu Granta, sem gefur bókina út, er hún sögð veita áhrifamikla innsýn í líf fólks sem álpaðist yfir á öfugan vegarhelming eða var grunað um græsku að ógleymd- um þeim bíræfnu glæpamönnum sem seinna var sannað að höfðu brotið af sér, hvort sem það brot var fjöldamorð eða of hraður akstur. Þetta áleitna myndasafn ítalska blaðamannsins Giacomo Papi segir sögu tuttugustu aldar- innar á óvenjulegan en eftir- minnilegan hátt. - khh SAKBITINN Á SVIPINN EN SÝKNAÐUR ÞÓ Ein frægasta ljósmyndin af ruðnings- kappanum O.J. Simpson. Sakbitið myndasafn Íslensk samtímalist verður fram- vegis á heimavelli í Hafnarhúsinu en um helgina opnaði þar sýningin Pakkhús postulanna. Ellefu lista- menn sem allir eru fæddir eftir árið afdrifaríka 1968 sýna verk sín þar en búið er að bylta húsinu í bókstaflegum skilningi. Fjölmenni var við opnunina og gerðu gestir góðan róm að úrvali og frumleika listafólksins enda öllu til tjaldað. Ýmsir viðburðir eru skipulagðir í tengslum við sýninguna sem stendur fram yfir miðjan október. HAFÞÓR YNGVASON HORFIR TIL HIMINS Forstöðumaðurinn kynnti nýja stefnu Lista- safns Reykjavíkur og heimavöll samtímalistarinnar í Hafnarhúsinu. ALMENN ÁNÆGJA RÍKTI MEÐ SÝNINGUNA Fjölmargir lögðu leið sína í Hafnarhúsið á föstudaginn. UNDIRVITUNARGJÖRNINGUR Á OPNUN Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir fengu öflugt liðsinni við sinn flókna verknað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Pakkhúsið opnað námskeið hefjast 6. og 7. september Fjölbreytt og vel uppbyggð átaksnámskeið fyrir karla og konur á öllum aldri Stæltar stelpur lífsstíll, aðhald, árangur. Viltu fá gott aðhald, fræðslu og ná tökum á vigtinni. Námskeið fyrir þær sem vilja taka ábyrgð á eigin lífi og ná árangri. Stígðu skrefið fræðsla, aðhald, eftirfylgni. Mjög vandað og árangursríkt námskeið sniðið fyrir þær sem vilja ná af sér 25 kg eða meira. Á þessu námskeiði hefur margur sigurinn verið unninn og konur öðlast nýtt og léttara líf. Töffarar í takt einfalt, töff, skemmtilegt. Sérsniðið að þörfum karlmanna, ein- falt, fjölbreytt og árangursríkt Herþjálfun agi, samvinna, árangur. Viltu komast í toppform og ná alvöru árangri. Mikið er lagt upp úr mætingu, ströngum aga, samheldni og samvinnu hópsins. Afró litríkt, taktur, frelsi. Langi þig að sleppa fram af þér beislinu, dansa við bongótrommuslátt og kynnast öðrum menningarheimi, þá er Afró eitthvað fyrir þig! Meðgöngujóga upplifun, mýkt, sveigjanleiki Jóga á meðgöngu stuðlar að betri meðvitund og tengingu við líkamann, hugarástand og tilfinningar. Mömmumorgnar móðir/barn, vellíðan, samvera. Námskeið ætlað konum eftir barns- burð. Með virkri hreyfingu, fræðslu og góðum félagsskap viljum við því stuðla að bættri vellíðan móður og barns. Innifalið á námskeiðum: frjáls mæting í alla opna tíma og tækjasal vandað fræðsluefni fyrirlestrar mataræði - fræðsla - eftirfylgni ástandsmælingar gott aðhald matardagbækur >>Verðlaun fyrir besta árangur Morgunhópar Síðdegishópar Kvöldhópar Upplýsingar og skráning: Upplýsingar; www.isf.is, undir námskeið Skráning; s: 561-5100 og simi@isf.is ÁV Í S U N Á V E L L Í Ð A N hö nn un : l in da @ is f.i s >> BAÐHÚSIÐ BETRUNARHÚSIÐ SPORTHÚSIÐ ÞREKHÚSIÐ kort og nú stöðvar5 1 AFLHÚSIÐ >>>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.