Fréttablaðið - 05.09.2006, Síða 47

Fréttablaðið - 05.09.2006, Síða 47
Ný kvikmynd Stephens Frears, The Queen, sló heldur betur í gegn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum en hún fjallar um viðbrögð kon- ungsfjölskyldunnar við dauða Diönu prinsessu sumarið 1997. Helen Mirren leikur Elísabetu drottningu og hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína. Myndin þykir veita einstaka sýn inn í hvað fór fram innan veggja Buckingham-hallar þegar fregnir af bílslysinu bárust. Sam- kvæmt myndinni átti Elísabet í miklum erfiðleikum með að sam- sama sig með þeirri sorg sem greip bresku þjóðina og að það hafi verið Tony Blair sem tókst að sannfæra drottninguna um að svipta sig þeirri konunglegu „tign“ sem Elísabet hefur ætíð talað fyrir. Elísabet varð fyrir miklu aðkasti frá bresku þjóðinni vegna viðbragða sinna við dauða Díönu en Helen Mirren sagði við blaða- menn í Feneyjum að Elísabet hefði haldið að þjóðin þyrfti á sterkri konu að halda sem sýndi engar til- finningar heldur væri jafn fjar- læg og hún væri alltaf. „Ég held að ég muni aldrei skilja hvað gerð- ist þetta sumar,“ segir Mirren í hlutverki Elísa- betar þegar hún ræðir við Tony Blair. „Ég hef aldrei verið hötuð svona en ég vil bara halda mínum tilfinningum fyrir sjálfa mig. Það er það eina sem ég þekki,“ bætir hún við. Fram kemur í myndinni að Tony Blair hafi sýnt konungsfjöl- skyldunni mikla virðingu og jafn- vel litið á Elísabetu sem móður- ímynd. Cherie Blair, eiginkona Tony, var hins vegar ekki jafn umburðarlynd gagnvart fjölskyld- unni í Buckingham. The Queen er jafnframt hrósað fyrir mikinn húmor og fer þar Filippus, eigin- maður Elísabetar, fremstur í flokki. Honum hryllti við því að Diana fengi opinbera útför. „Það verða bara hommar og stjörnur úr sápu- óperum á gestal- istanum.“ - fgg *SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU. MYND OG HLJÓÐ SAMBÍÓIN SÍMI: 575-8900 www.sambioin.is ICELAND FILM FESTIVAL 2006 Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA 30. ÁGÚST - 21. SEPTEMBER MAURAHRELLIRINN ísl. tal THE ANT BULLY enskt tal *LADY IN THE WATER MIAMI VICE *PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 KL. 6 KL. 6-8-10 KL. 6-8:10-10:30 KL. 10:40 KL. 8 LEYFÐ LEYFÐ B.I. 12 B.I. 16 B.I. 12 PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 MAURAHRELLIRINN ísl. tal KVIKMYNDAHÁTÍÐ BJÓLFSKVIÐA AN INCONVENIENT TRUTH THE LIBERTINE A COCK AND BULL STORY WHERE THE TRUTH LIES DOWN IN THE VALLEY KL. 10:15 KL. 6 KL. 8 KL. 5:40 KL. 8 KL. 10:30 KL. 5:45-8-10:15 KL. 5:45-8-10:15 B.I. 12 LEYFÐ B.I. 14 LEYFÐ B.I. 12 B.I. 16 B.I. 16 B.I. 16 MAURAHRELLIRINN ísl. tal UNITED 93 PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 LADY IN THE WATER KL. 6 KL. 8-10:20 KL. 6 KL. 9 LEYFÐ B.I. 14 B.I. 12 B.I. 12 YOU, ME AND DUPREE LITTLE MAN KL. 8-10:10 KL. 8-10 LEYFÐ LEYFÐ UNITED 93 MAURAHRELLIRINN ísl. tal YOU, ME AND DUPREE YOU, ME AND DUPREE VIP LADY IN THE WATER 5 CHILDREN & IT PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 VIP OVER THE HEDGE ísl. tal BÍLAR ísl. tal KL. 3:30-5:45-8-10:20 KL. 4-6 KL. 5:45-8-10:20 KL. 8-10:20 KL. 8-10:20 KL. 4 KL. 6:15-8-10 KL. 5 KL. 4-6 KL. 4 B.I. 14 LEYFÐ LEYFÐ B.I. 12 LEYFÐ B.I. 12 B.I. 12 LEYFÐ LEYFÐ Götublaðið News of the World telur sig hafa áreiðanlegar heim- ildir fyrir því að Kate Moss og Pete Doherty muni ganga í það heilaga áður en um langt líður. Moss mun hafa staðfest þessa frétt með orðunum. „Já, við erum að fara að giftast.“ Samkvæmt götublaðinu á Kate að hafa sagt við vini sína á tón- leikum Glens Matlock í Norður- London að hún elskaði Pete ákaf- lega mikið og að hann væri kyn- þokkafyllsti karlmaður heims. Fyrirsætan mun hafa setið lengi að sumbli ásamt Shane McGowan og verið ansi stóryrt um samband sitt við Pete. „Við eigum eftir að útkljá nokkur erfið mál og takast á við fortíðina en þegar því er lokið verðum við saman að eilífu,“ lýsti Kate yfir, samkvæmt News of the World. Vinum fyrirsætunn- ar kom það flestum á óvart hversu opinská Moss var um samband sitt við Doherty en þau eru til- tölulega nýbyrjuð að hitta hvort annað aftur. Kate Moss og Pete Doherty er það par sem hefur verið hvað mest fjallað um í bresku slúður- pressunni en upp úr slitnaði hjá þeim þegar Moss fór í meðferð við kókaínfíkn sinni en Pete hélt uppteknum hætti. Doherty er annálaður eitur- lyfjasukkari en er víst farinn í meðferð á ný og er talið líklegt að Pete og Kate gangi í það heilaga þegar hann verður laus úr viðjum fíknefnadjöfulsins. Pete og Kate giftast PETE OG KATE Eru sögð ætla að ganga í það heilaga þegar Pete er laus úr meðferð. Kim Basinger hefur verið skipað að mæta fyrir dómara vegna þess að hún braut vísvítandi á umgengnisrétti fyrrverandi eig- inmanns síns, Alec Baldwin. Málið snýst um að árið 2005 var Basin- ger fjarverandi frá heimili sínu en hafði ekki fyrir því að segja Baldwin frá því svo að hann gæti sinnt stelpunni þeirra, Ireland. Lögfræðingur Basinger segir þetta vera storm í vatnsglasi en hjónin skildu árið 2000 og sóttu þá um sameiginlegt forræði. Það hefur gengið eins og í sögu þar til í fyrra þegar Baldwin sakaði Bas- inger um að reyna halda honum frá dóttur þeirra. Málið verður tekið fyrir 4. október. Basinger fyr- ir dómara ERFIÐUR SKILNAÐUR Basinger þarf að mæta fyrir rétti vegna brota á umgengn- isrétti. Elísabet átti erfitt með sorgina DÍANA Hin elskulega prinsessa heill- aði heimsbyggðina upp úr skónum og var mörgum harmdauði þegar hún lést í bílslysi árið 1997. ELÍSABET DROTTNING Átti erfitt með að sýna tilfinningar sínar þegar fyrrverandi tengdadóttir hennar dó.FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES HELEN MIRREN Þykir sýna stórleik sem Elísabet Bretadrottning. Poppkorn er ekki bara gott, það er líka fallegt. Ef þú átt nál og tvinna er lítið mál að búa til flotta perlufesti. Gerðu mikið úr litlu! F í t o n / S Í A 2 fyrir 1 í Sambíóin alla þriðjudaga  Skráðu þig í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins og þú færð Bíókort – 4 x frítt í bíó og margt fleira. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 „FYRIRGEFIÐ BANAMANNI YÐAR.“ Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is AMADEUS EFTIR PETER SHAFFER

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.