Fréttablaðið - 05.09.2006, Síða 51

Fréttablaðið - 05.09.2006, Síða 51
ÞRIÐJUDAGUR 5. september 2006 39 FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigur- markið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeild- inni með Barcelona. „Ég var ánægður þegar ég sá að við áttum að leika gegn Chel- sea. Ég get ekki neitað því að það verður skrítið að mæta Chelsea því ég lék svo lengi með liðinu,“ sagði Eiður Smári við heimasíðu Barcelona en hvernig heldur hann að verði tekið á móti sér á Stamford Bridge? „Ég vona að það verði tekið vel á móti mér. Ég hef talað um þá virðingu sem ég ber fyrir Chelsea, ég var ánægður hjá lið- inu og mér leið vel allan þann tíma sem ég var í herbúðum þess. Svo náðum við fínum árangri á síðustu tveim árum þannig að ég vona að stuðningsmennirnir taki vel á móti mér,“ sagði Eiður en hann ætlar eðlilega að láta þjálf- ara Barcelona, Frank Rijkaard, í té upplýsingar um Chelsea og leikaðferðir liðsins. Eiður talar í viðtalinu einnig um það hversu vel hafi verið tekið á móti sér hjá félaginu og hann imprar einnig enn og aftur á því að ekki sé hægt að bera hann og Henrik Larsson saman. Eiður talar einnig um hversu mikill heiður það sé fyrir sig að leika með landsliðinu. „Ég verð alltaf að muna hvað- an ég kem og fyrir mér er það heiður að leika fyrir Ísland. Ég er fyrirliði landsliðsins og fólkið heima ætlast til mikils af mér. Við strákarnir í landsliðinu verð- um alltaf að gefa allt í leikina og þá verður íslenska þjóðin ham- ingjusöm. Annars er mikill munur á því að leika fyrir Barce- lona og Ísland því með Barcelona er sótt grimmt til sigurs en það er ekki hægt með íslenska lands- liðinu,“ sagði Eiður Smári. - hbg Eiður Smári í viðtali á heimasíðu Barcelona: Verður skrítið að leika gegn Chelsea EIÐUR SMÁRI Segist vera stoltur af uppruna sínum og að það sé heiður að leika fyrir íslenska landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN KÖRFUBOLTI Guðjón Skúlason, landsliðsþjálfari kvenna, valdi í gær sextán manna leikmannahóp sem mun taka þátt í Evrópukeppni landsliða. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í þessari keppni en fyrsti leikurinn er gegn Hollandi í Rotterdam um næstu helgi. Fimm nýliðar eru í leikmanna- hópi Guðjóns en þeir eru Hauka- stelpurnar Pálína Gunnlaugsdótt- ir, Hanna Hálfdánardóttir og Sigrún Ámúndadóttir, Grindvík- ingurinn Jovana Stefánsdóttir kemur einnig ný inn í hópinn sem og Keflvíkingurinn Margrét Kara Sturludóttir en hún er yngsti leik- maður liðsins, aðeins 16 ára að aldri. - hbg HÓPURINN: HELENA SVERRISDÓTTIR HAUKAR HILDUR SIGURÐARDÓTTIR GRINDAVÍK KRISTRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR HAUKAR PÁLINA GUNNLAUGSDÓTTIR HAUKAR STELLA RÚN KRISTJÁNSDÓTTIR ÍS BIRNA VALGARÐSDÓTTIR KEFLAVÍK BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR KEFLAVÍK JOVANA STEFÁNSDÓTTIR GRINDAVÍK MARGRÉT KARA STURLUDÓTTIR KEFLAVÍK PETRÚNELLA SKÚLADÓTTIR GRINDAVÍK SIGRÚN ÁMUNDADÓTTIR HAUKAR ÞÓRUNN BJARNADÓTTIR ÍS HANNA HÁLFDÁNARDÓTTIR HAUKAR HELGA JÓNSDÓTTIR ÍS MARÍA BEN ERLINGSDÓTTIR KEFLAVÍK SIGNÝ HERMANNSDÓTTIR ÍS Körfuboltalandslið kvenna: Fimm nýliðar hjá Guðjóni HELENA SVERRISDÓTTIR Í hópnum sem fer til Hollands. GOLF Danski kylfingurinn vandaði Walesverjanum Ian Woosnam ekki kveðjurnar í gær eftir að sá síðar- nefndi hafði sniðgengið Danann í vali sínu á Ryder-liði Evrópu. Woosnam, sem er fyrirliði Evr- ópuliðsins, valdi Englendinginn Lee Westwood og Norður-Írann Darren Clarke sem síðustu menn í liðið og skildi Björn eftir heima. „Mér er misboðið. Mér finnst þetta mjög dapurt hjá Woosnam. Hann er ekki vinur minn lengur og ég á ekki í vandræðum með að játa það,“ sagði Björn fjúkandi vondur og hélt áfram. „Ég á rétt á minni skoðun og þarf ekki að sitja á henni. Woosnam hefur ekki verið sá fyrirliði sem ég var að vonast til að hann yrði. Hann hefur komið illa fram við marga með því að tala ekki við þá. Hann hringdi aldrei í mig. Hann kom inn á barinn á hótelinu sem ég var á og á stuttum tuttugu sek- úndum sagði hann mér að ég væri ekki í liðinu og svo hvarf hann á brott. Það að hann hafi tjáð mér um ákvörðunina á bar segir allt sem segja þarf.“ - hbg Thomas Björn brjálaður: Woosnam er enginn fyrirliði THOMAS BJÖRN Svekktur yfir því að hafa ekki komist í Ryder-liðið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.