Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 6
6 30. september 2006 LAUGARDAGUR ��������������������������� �������������������������������������� ������������������������ ��� ����� ����������� S. 544 2140 DÓMSMÁL Karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa í vörslu sinni metamfetamín, sem hann ætlaði til sölu og dreifingar. Jafnframt fyrir að hafa selt talsvert magn af sama fíkniefni. Maðurinn hefur hlotið níu refsidóma, einkum fyrir líkams- árásir, þjófnaði og önnur hegning- arlagabrot, nú síðast 15. júní, en þá var hann dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir minni háttar líkamsárás og áfengislagabrot. Brotið, sem hann er sakfelldur fyrir í máli þessu, var framið fyrir uppsögu nefnds dóms. -jss Héraðsdómur Reykjavíkur: Dæmdur fyrir metamfetamín Er haustið uppáhalds árstíðin þín? Já 27,6% Nei 72,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Lentirðu í vandræðum í myrkrinu? Segðu skoðun þína á visir.is VELFERÐARMÁL Skrifað hefur verið undir samning um áframhaldandi rekstur Konukots. Reksturinn verður í höndum Rauða kross Íslands með þjónustusamningi frá Reykjavíkurborg. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, segir að með þessu sé búið að tryggja úrræði fyrir heimilislausar konur áfram. „Samningurinn gildir til 30. apríl 2007, en tíminn þangað til verður notaður til að finna þessum hópi varanlegri lausn.“ Jórunn segir að aldrei hafi ríkt óvissa um að úrræði fyrir heimilislausar konur yrði rekið áfram og skýr vilji nýs meiri- hluta hafi alltaf verið til staðar. - hs Konukot rekið áfram: Segir enga óvissu hafa ríkt KONUKOT REKIÐ ÁFRAM Frá undirritun samningsins í gær. Ungmenni handtekin Þrjú ungmenni á aldrinum fimmtán til sextán ára voru handtekin í Graf- arvogi í fyrrinótt grunuð um innbrot. Þau gistu fangageymlsur og voru yfirheyrð í gær. LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN ÍSLANDSHEIMSÓKN Eitt af því fyrsta, sem Rudolf Giuliandi, fyrrverandi borgarstjóri í New York, myndi gera yrði hann for- seti Bandaríkjanna væri að útskýra betur fyrir umheiminum hvað Bandaríkin væru að gera í baráttu sinni gegn hryðjuverk- um. Hann sagðist ekki telja að þær umdeildu aðgerðir, sem núver- andi stjórn Bandaríkjanna hefur gripið til, væru óeðlilegar, en álit fólks á Bandaríkjunum hefði minnkað vegna þess að stjórn- völd hafi ekki staðið sig nógu vel við að útskýra afstöðu sína. Þetta sagði Giuliani í gær á ráðstefnu í Borgarleikhúsinu í Reykjavík, sem haldin var í til- efni af hundrað ára afmæli Sím- ans. Hann sagðist þó enn ekki hafa ákveðið hvort hann ætli að sækj- ast eftir að verða forsetafram- bjóðandi Repúblikanaflokksins árið 2008, þegar næst verða for- setakosningar í Bandaríkjunum. Fyrst ætli hann að einbeita sér að þingkosningunum núna í nóvem- ber og leggja sitt af mörkum til þess að repúblikanar haldi þing- meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Einnig þurfi hann að fullvissa sig um að fram- boð verði raunhæft áður en hann tekur ákvörðun. Giuliani var borgarstjóri í New York í átta ár, frá ársbyrjun 1994 til ársloka 2001, en hætti þá vegna þess að lög heimila ekki að borg- arstjóri þar í borg sitji lengur en tvö kjörtímabil. Hann nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og vakti heldur betur athygli heimsins fyrir rögg- sama frammistöðu sína í kjölfar árásanna á New York, sem gerðar voru undir lok seinna kjörtíma- bilsins. Eftir að hann hætti sem borgarstjóri stofnaði hann ráð- gjafafyrirtækið Giuliani Partn- ers. Hann gerir töluvert af því að ferðast um og flytja fyrirlestra, gjarnan um það hvað prýða má góðan leiðtoga. Í fyrirlestri sínum hér á landi sagði hann leiðtoga þurfa að hafa skýrar og sterkar hugmyndir sem gætu hreyft við fólki, og tók sem dæmi um slíka leiðtoga bæði Ron- ald Reagan og Martin Luther King. Á blaðamannafundi, sem hald- inn var að lokinni ráðstefnunni, var borgarstjórinn fyrrverandi meðal annars spurður hvað honum fyndist um þær fjölmörgu samsæriskenningar sem tengjast árásunum haustið 2001. „Samsæriskenningarnar um 11. september trufla mig, en þær eru svo framandi og fáránlegar að það er ekki hægt að taka þær alvarlega.“ gudsteinn@frettabladid.is AÐ LOKNUM BLAÐAMANNAFUNDI Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, ásamt eiginkonu sinni Judith, sem stendur að baki honum FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Vill útskýra umdeild verk Bandaríkjanna Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur ekki enn tek- ið ákvörðun um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til forsetaembættis í Bandaríkjunum. Hann flutti erindi um kosti góðra leiðtoga í Reykjavík í gær. SAMGÖNGUR Stjórnvöld ráða litlu um hvort strand- flutningar verða auknir hér við land. Það eru kaupendur þjónustunnar sem mestu ráða þar um. Þetta segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, inntur eftir því hvort búið sé að slá hugmyndina um möguleika á auknum flutningum af því tagi út af borðinu. Ráðherra efndi til fundar um málið fyrir skemmstu, þar sem mættu fulltrúar flutningafyr- irtækja, Samtaka verslunar og þjónustu og fleiri. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SVÞ, sagði að það væri álit talsmanna samtakanna og aðildar- félaga að engin forsenda væri fyrir því að auka landflutninga, nema helst þá tímabundið á Vest- firði. Fremur ætti að líta til endurbóta á vegakerfi landsins, sem væri víða afar lélegt. Sturla gerir ráð fyrir því að málið verði frekar rætt á fundi í október. - jss FRAKTFLUTNINGAR Samgönguráðherra segir strandflutninga enn til athugunar. Samgönguráðherra um möguleika á auknum sjóflutningum: Kaupendur þjónustu ráða VINNUMARKAÐUR Pólverjar, sem starfa á Íslandi, virðast lenda í alvarlegri vinnuslysum en aðrir ef marka má tölur um vinnuslys hjá Vinnueftirliti ríkisins. Krist- inn Tómasson, starfsmaður Vinnu- eftirlitsins, segir það vera tilfinn- ingu sína, þegar skoðað sé hlutfall beinbrota en það sé tvöfalt meira hjá Pólverjum en öðrum. „Það er ekki víst að þetta séu vondir vinnuveitendur,“ segir hann. „En þetta bendir til þess að vinnuum- hverfi þeirra sé verra og hættu- legra og að tilkynningaskyldunni sé verr sinnt fyrir Pólverja en aðra.“ Ýmislegt bendir til þess að aðeins alvarlegustu slysin á Pól- verjum séu tilkynnt til Vinnueft- irlitsins og því segir Kristinn við- búið að hér á landi sé hópur af Pólverjum sem hafi lent í vinnu- slysi sem ekki hafi verið tilkynnt um til Vinnueftirlitsins. Um þriðjungur af öllum þeim vinnuslysum sem tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins eru slys á útlend- ingum. Kristinn segir skýringuna á þessum mikla fjölda þá að margir útlendingar vinni hjá Impregilo og þar hafi mörg vinnuslys orðið. Impregilo hafi jafnframt gott til- kynningakerfi og tilkynni öll vinnuslys strax. - ghs VINNUSLYS Pólverjar virðast lenda í alvarlegri vinnuslysum. Kristinn Tómasson hjá Vinnueftirlitinu telur að vinnuumhverfi Pólverjanna geti verið hættulegra en annarra. Fólkið á mynd- inni tengist ekki efni fréttarinnar. Þriðjungur af öllum tilkynntum vinnuslysum er slys á útlendingum: Pólverjar í verstu slysunum BÆJARSTJÓRNARMÁL Bæjarráð Ísafjarðar hefur ákveðið að styrkja Rætur, félag áhugafólks um menningarfjölbreytni á svæðinu, um 200 þúsund krónur. Þetta er sú upphæð sem farið hefði í að myrkva bæinn í fyrrakvöld í tilefni af alþjóða kvikmyndahátíðinni. Í bréfi Halldórs Halldórsson- ar bæjarstjóra kemur fram að myrkvunin hefði kostað 200 þúsund, þar sem þurft hefði að kalla út mikinn fjölda starfs- manna til verksins. Einnig kemur fram að til þess að slökkva á götulýsingu hefði þurft að slá út alls átján spennistöðvum, þar á meðal í Hnífsdal og Óshlíð. - hs Engin myrkvun á Ísafirði: Menning styrkt í staðinn Hross rak á land Sjórekið hross fannst í fjörunni á Gálmaströnd í gærmorgun. Bændur urðu varir við hrossið þar sem það velktist um í fjörunni við Gálma- strönd. Strandavefurinn skýrir frá þessu. Ekki er vitað hvaðan hrossið hefur borist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.