Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 82
 30. september 2006 LAUGARDAGUR46 menning@frettabladid.is ! Í verkum Þórdísar Aðal- steinsdóttur má merkja undarlega kyrrð sem þó er hlaðin dramatískri spennu. Háskinn og þurr húmor- inn eru áleitnir en gestir Listasafns Reykjavíkur fá að upplifa óræða veröld hennar á Kjarvalsstöðum í vetur. Sýning Þórdísar, sem ber hinn uggvekjandi titil „Því heyrist þó hvíslað að einhverjir muni komast af“ verður opnuð í Vestursal Kjar- valsstaða en þetta er stærsta sýn- ing hennar hérlendis. Þórdís hefur verið búsett í New York undanfar- in sjö ár en eftir að hún lauk fram- haldsnámi frá School of Visual Arts vorið 2003 hefur vegur henn- ar bara legið upp á við. Hún hefur þegar haslað sér völl í listalífi stórborgarinnar og unnið í sam- starfi við hið virta Stux Gallery þar í borg auk þess að halda sýn- ingar víðar í Norður-Ameríku og í Evrópu. Málverk Þórdísar eru frásagnar- kennd og vekja áleitnar spurning- ar um mannleg samskipti og til- finningar sem lita samskipti eða samskiptaleysi. Í umsögn sýning- arstjórans, Ólafar K. Sigurðar- dóttur, er þess getið að í verkum sínum skoði Þórdís náttúru manns- ins með aðferðum málverkins og hinnar kviku myndar. „Hún birtir myndir af aðstæður sem afhjúpa sögu en fella ekki dóm um rétt eða rangt, eðli eða óeðli, sannleika eða lygi.“ Myndefnið er mennskan sjálf, samskipti fólks við hvert annað og við aðrar lifandi skepnur af öllu tagi. „Ég er að vinna með málverk, veggverk, vídeó og myndlýsingar úr Gamla testamentinu á þessari sýningu,“ útskýrir Þórdís, „þetta eru verk frá síðustu þremur árum en þau eru sett saman í eina heild,“ segir Þórdís en margir muna eflaust eftir sýningu hennar í 101 galleríi í fyrrasumar sem vakti töluverða athygli. „Ég er alltaf að vinna með mannleg samskipti og nota mikið af tilvísunum í táknmyndir, bók- menntir og önnur rit – bæði gömul og úr samtímanum,“ segir hún og bendir á að Gamla testamentið sé auðugur brunnur að sækja í enda sé ritið merk heimild um mann- lega hugsun. „Ég blanda þessu öllu saman við persónulega reynslu, samtöl eða ástarbréf. Ég vinn með tilfinningar sem ég tel sammann- legar, kenndir eins og klaufalega hamingju, þunglyndislega ill- kvittni. Þetta snýst um að taka alla þessa þætti, tyggja þá saman og spýta þeim síðan út aftur í ein- hverri mynd og vonast til að vekja einhverjar spurningar hjá áhorf- endum.“ Sýningin á Kjarvalsstöðum verður opnuð í dag en þess má geta að á morgun mun Þórdís taka þátt í listamannaspjalli og leið- sögn um sýninguna sem skipulögð er kl. 15. kristrun@frettabladid.is Háskinn og húmorinn ÞÓRDÍS AÐALSTEINSDÓTTIR, MYNDLISTARMAÐUR Klaufaleg hamingja og þunglyndisleg illkvittni koma við sögu á sýningu Þórdís- ar á Kjarvalsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN Havanabandið, latínsveit Tómasar R. Einarssonar held- ur útgáfutónleika á skemmti- staðnum Nasa í kvöld í tilefni útkomu latíndjasshljómplöt- unnar Romm Tomm Tomm. Sveitin hefur starfað frá 2002, en þá kom út fyrsti geisladiskur Tómasar með frumsamdri latíntónlist, Kúbanska, en ári síðar kom síðan diskurinn Havana út en þá léku kúbanskir tón- listamenn tónsmíðar Tóm- asar. Á nýjasta diskinum er spili íslenskra og kúbanskra tónlistarmanna fléttað saman en Tómas sækir jöfn- um höndum í íslenska tón- listarhefð og kúbanska og þar sem m.a. er að finna kraft- mikinn hyllingaróð hans til eina kunna íslenska karnivals- ins, Jörfagleðinnar, sem haldin var lengi á heimaslóðum hans í Dalasýslu. Tómas mun síðan halda aðra útgáfutónleika í Havana á Kúbu í nóvember. Á tónleikunum í kvöld sem hefjast kl. 23 leika auk Tómasar, þeir Óskar og Ómar Guðjónssynir, Matthías M.D. Hemstock, Pétur Grétarsson, Samúel J. Samúelsson og Kjartan Hákonarson. Heyrist Romm Tomm Tomm ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Á JAZZHÁTÍÐ Romm Tomm Tomm á Nasa í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Kl. 16.00 Tvær ljósmyndasýningar verða opn- aðar í Þjóðminjasafni Íslands í dag. „Ókunn sjónarhorn“ sýnir myndir af óþekktum stöðum, húsum og fólki sem gestir safnsins eru beðnir um að gefa upplýsingar um. Á sýningunni „Myndir úr lífi mínu“ eru ljósmynir Gunnlaugs P. Kristinssonar áhuga- ljósmyndara en myndirnar voru teknar um miðja síðustu öld. > Dustaðu rykið af.... kvikmyndinni Max frá árinu 2002 þar sem greinir frá athyglisverðum kynnum Adolfs Hitlers og listaverkasalans Rothmans. Leikrit um annan vinskap Adolfs við bóksala af gyðingaættum er nú á fjölum Borgarleikhússins en fjalir úr leikhússtúku Hitlers sjálfs liggja á gólfi Hafnarhússins. Leikstjórinn Atom Egoyan kemur færandi hendi á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðina sem nú stendur yfir í Reykjavík og sýnir nýjustu mynd sína, Citadel, í hátíðasal Háskóla Íslands á sérstakri for- sýningu. Egoyan er meðal annars þekktur fyrir myndir sínar The Sweet Hereafter og Ararat en hin fyrrnefnda verður einnig sýnd á hátíðinni ásamt myndum hans The Adjuster og Exotica. Egoyan heldur erindi og svarar spurningum gesta á þesari mið- degisstund sem skipulögð er kl. 15, næstkomandi miðvikudag. Fjölmörg málþing, fyrirlestrar og námskeið verða haldin í tengsl- um við kvikmyndahátíðina, til dæmis verður rætt um konur í kvikmyndum og sjónvarpi í dag þar sem samtökin WIFT, Women in Film and Television, halda stofnfund sinn á Íslandi. Félag þetta var stofnað til þess að auka fjölbreytni í myndrænum miðlum með því að virkja konur og stuðla að þátttöku þeirra á öllum sviðum innan framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Einnig er boðið upp á námskeið í handritsgerð með kanadíska leik- stjóranum og handritshöfundin- um Amnon Buchbinder í Iðnó kl. 14 en þar ræðir hann einnig við Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöf- und, en þeir hafa báðir mikla reynslu af handritaskrifum. Áhugafólk um kvikmyndagerð getur einnig fræðst um brellur og brúður því aðstandendur Latabæjar munu sitja fyrir svörum í Kringlu- bíói í dag kl. 16 að lokinni sýningu á tveimur nýjustu þáttunum. Í næstu viku verður síðan hægt að kynna sér kvikmyndagagnrýni og kvikmyndalestur auk þess sem málþing verða haldin um danskar kvikmyndir og um fangabúðirnar í Guantanamo. Nánari upplýsingar um dag- skrá RIFF, Reykjavik Internation- al Film Festival er að finna á heimasíðunni www.filmfest.is. Einstök forsýning á óvanalegum stað LEIKSTJÓRINN ATOM EGOYAN Veitir Íslendingum forskot á sæluna og sýnir nýjustu mynd sína í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Gluggaþvottur Fyrirtæki - einstaklingar Tökum að okkur gluggaþvott Getum tekið allt að 18 metra háar byggingar Vel tækjum búnir ... Hafi ð samband tímalega -allir gluggar hreinir -gerum tilboð í stór/smá verk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til fræðslugöngu um sögu- slóðir Einars Ben í dag. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur leiðir gönguna en hann skrifaði á sínum tíma þriggja binda ritverk um þjóðskáldið Einar Benediktsson. Elsti hluti Elliðavatnsbæjar- ins, gamla hlaðan, verður skoð- aður og mun Guðjón lýsa lífi fjöl- skyldu Einars á þeim tíma þegar hann óx þar úr grasi. Gengið verður umhverfis bæinn og fræðst um líf og störf þessa merka skálds. Gangan tekur um klukkustund og er þátttaka öllum opin, aðgang- ur er ókeypis. Á slóðum Einars Ben GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Ræðir um æsku og uppvaxtarslóðir Einars Ben. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sagan af und- urfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar eftir Margréti Tryggvadótt- ur og Halldór Baldursson hlaut nýlega Íslensku barnabókaverðlaunin 2006. Í bókinni er hefðbundnum sögu- þræði snúið á hvolf með óviðjafn- anlegu samspili mynda og texta svo úr verður alveg nýtt ævin- týri. Vaka Helgafell gefur bókina út. Allt á hvolf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.