Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 10
Einn af hverjum fimm Austfirð- ingum er útlendingur og er hlut- fall útlendinga í öllum sveitar- félögunum, nema einu, á Austurlandi yfir landsmeðaltali. Þótt erlendir verkamenn séu taldir með eru íbúar Austurlands átján prósentum færri en þeir ættu að vera ef íbúafjölgun hefði fylgt fjölgun á landsvísu. Ef íbúum á Austurlandi hefði fjölgað í samræmi við lands- meðaltal á síðasta aldarfjórðungi, að erlendum farandverkamönnum með tímabundna búsetu í lands- hlutanum undanskildum, væru þeir þriðjungi fleiri nú en þeir eru í raun. Íbúar væru tæp fimmtán þúsund í stað rúmlega ellefu. Þrír fjórðu útlendingar Í Fljótsdalshreppi er hlutfall útlendinga hæst á öllu landinu, þar sem þrír af hverjum fjórum íbúum eru útlendingar. Stærstur hluti starfsmanna við Kárahnjúka- virkjun býr í Fljótsdalshéraði, þar sem fjórðungur íbúa sveitar- félagsins er útlenskur. Þá hefur hefur íbúum í lands- hlutanum, að útlendingum með- töldum, ekki fjölgað hlutfallslega meira á síðasta áratug en á síðasta aldarfjórðungi, þrátt fyrir stór- iðjuframkvæmdir. Á árunum 1980 til 2005 fjölgaði Austfirðingum um sjö prósent en um átta prósent á síðasta áratug. Til samanburðar hefur Íslending- um fjölgað um 31 prósent á síðasta aldarfjórðungi. Íbúum hefur einungis fjölgað af einhverju ráði í tveimur sveitar- félögum af níu á Austurlandi á síð- asta aldarfjórðungi; Fljótsdals- hreppi og Fljótsdalshéraði og má rekja þá þróun nær eingöngu til virkjunarframkvæmda og óvenju- hás hlutfalls erlendra verka- manna. Í tveimur sveitarfélögum hefur íbúafjöldi nánast staðið í stað á tímabilinu, Hornafirði og Fjarðabyggð, en í hinum fimm hefur íbúum fækkað um tuttugu til 38 prósent. Raunfækkun án útlendinga Ef íbúafjöldi í hverju sveitarfélagi er skoðaður nánar, að undanskild- um erlendum verkamönnum, þar sem þeir munu nánast allir hverfa aftur til síns heima að loknum framkvæmdum, er raunfækkunin enn meiri. Íbúar í landshlutanum öllum, að frátöldum erlendum verkamönnum, eru þá tólf pró- sentum færri nú en fyrir aldar- fjórðungi. Fækkunin er hlutfallslega mest í Fljótsdalshreppi, þar sem íbúum hefur fækkað um rúmlega helm- ing. Íbúum hefur einungis fjölgað í einu sveitarfélagi í landshlutan- um á síðasta aldarfjórðungi ef útlendingar eru undanskildir, Fljótsdalshéraði. Fækkunin í hinum er víða í kringum fjörutíu prósent, en þó minnst á Horna- firði, tvö prósent. Kynjahlutföll skökk Hvergi á landinu eru kynjahlutföll jafn skökk og á Austurlandi, þar sem um sex karlar eru á móti hverjum fjórum konum að meðal- tali. Helsta skýringin á því er fjöldi karlmanna við virkjunar- framkvæmdir og er hlutfall karl- manna hæst í Fljótsdalshreppi, þar sem þeir eru 85 prósent íbúa. Í engu sveitarfélagi á Austurlandi er kynjahlutfallið í samræmi við landsmeðaltal. Þá eru Austfirðing- ar yfir meðalaldri landsmanna og elstir í Borgarfjarðarhreppi og Breiðdalshreppi, þar sem meðal- aldur er yfir 42 ár. Íbúðaverð langt undir meðallagi Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á Austurlandi er meðal fermetra- verð íbúðarhúsnæðis með því sem lægst gerist á landsbyggðinni. Meðalverð í landshlutanum öllum er um 89 þúsund krónur á fer- metrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhúsnæðis árið 2005, þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjá- tíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra. Verðið er lægst á Seyðisfirði, eða rúmar sextíu þúsund krónur á hvern fermetra, en hæst í Fljóts- dalshéraði, þar með talið á Egils- stöðum, þar sem fermetrinn selst fyrir rúmlega tvöfalt hærri upp- hæð; 125 þúsund krónur. 150 fer- metra íbúðarhúsnæði kostar sam- kvæmt þessu rúmar níu milljónir á Seyðisfirði en tæpar nítján millj- ónir á Fljótsdalshéraði. Til saman- burðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar um 29 milljónir. Íbúi á Seyðisfirði sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því keypt um 47 fermetra íbúð fyrir andvirðið. Þá má skoða fjölda kaupsamn- inga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa, en hæfileg hreyfing á eign- um er gott merki um heilbrigðan fasteignamarkað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samn- ingum á hverja þúsund íbúa. Í ein- ungis einu sveitarfélagi á Austur- landi var fjöldi kaupsamninga yfir meðaltali, það var á Seyðisfirði. Í öllum hinum var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu. Meðaltekjur undir landsmeðaltali Meðaltekjur í öllum sveitarfélög- um á Austurlandi í fyrra voru undir landsmeðaltali. Lægstar voru þær í Borgarhreppi, þar sem þær voru 42 prósentum lægri en að jafnaði á landinu, eða tæpar 190 þúsund krónur á mánuði. Hæstu meðaltekjurnar voru í, eða um 323 þúsund á mánuði, tæplega tvöfalt hærri, en samt sem áður einu pró- senti lægri en landsmeðaltal. Þá er skráð atvinnuleysi í þrem- ur sveitarfélögum yfir lands- meðaltali, mest í Borgarfjarðar- hreppi, þar sem það er tæp fimm prósent. Höfn Neskaupstaður EskifjörðurReyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Djúpivogur Breiðdalsvík Stöðvarfjörður Vopnafjörður Seyðisfjörður 30. september 2006 LAUGARDAGUR10 Austfirðingar í útrýmingarhættu HLUTFALL ÚTLENDINGA 15% 20% 25% 0% 5% 10% Austurland 18% Allt landið 5% KAUPVERÐ ÍBÚÐAR- HÚSNÆÐIS ÁRIÐ 2005* 200 175 150 125 100 75 50 25 0 *Meðalverð á fermetra eftir sveitarfélögum þar sem kaupsamningar eru 30 eða fleiri. Seyðis- fjarðar- kaupstaður Fjarða- byggð Fljótsdals- hérað Sveitarf. Horna- fjörður Höfuð- borgar- svæðið 60.420 88.684 125.245 64.866 192.671 Austurland 89.014 Flóttinn af landsbyggðinni SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR sda@frettabladid.is Öll á úreldingarlista Ef kenningar tveggja bandarískra landfræðinga um framtíðarhorfur sveitarfélaga eru heimfærðar á Austurland og íbúafjölgun vegna erlendra farandverkamanna undanskilin má setja öll sveitarfélög landshlutans á úreldingarlista.* Viðmiðunarmörk: 1 2 3 4 5 6 Sveitarfélag: Íbúar eru helmingi færri nú en fyrir aldarfjórðungi Íbúum hefur fækkað um tíu prósent eða meira á síðasta áratug Þéttleiki byggðar er innan við tvo íbúa á km2 Meðalaldur er 38 ár eða hærri Meðalmánaðar- tekjur eru 10% undir lands- meðaltali Fjöldi kaupsamn. vegna íb.húsn 2005 er undir landsmeðaltali* Seyðisfjarðarkaupstaður nei -30% já -12% nei 3,42 já 39,4 já -12% nei 72,5 Fjarðabyggð nei 0% nei +9% nei 4,14 nei 36,7 nei -1% já 36,5 Vopnafjarðarhreppur nei -20% já -17% já 0,38 nei 37,9 já -23% já 29,0 Fljótsdalshreppur nei +128% nei +226% já 0,23 nei 39,8 já -27% já 0,0 Borgarfjarðarhreppur nei -39% já -17% já 0,33 já 42,0 já -42% já 6,9 Breiðdalshreppur nei -38% já -31% já 0,51 já 42,1 já -31% já 17,2 Djúpavogshreppur nei -21% já -23% já 0,40 nei 36,8 já -28% já 8,7 Fljótsdalshérað nei +62% nei +39% já 0,44 nei 35,7 já -14% já 34,6 Sveitarfélagið Hornafjörður nei +1% já -11% já 0,35 nei 35,8 já -13% já 28,3 *Fjöldi kaupsamninga á hverja 1.000.íbúa Viðmiðunarmörkin sex má sjá í töflunni og hafa verið heimfærð upp á íslenskar aðstæður. Samkvæmt þessu eru öll níu sveitarfélög Austurlands í útrýmingarhættu; Seyðisfjörður, Fjarðabyggð, Vopnafjörður, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað og Hornafjörður. Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem kemst næst því að lifa af, en þó einungis ef allur sá fjöldi erlendra verka- manna sem þar er nú búsettur dvelur þar áfram. Það er þó útilokað því starfssamningar þeirra miðast við að þeir fari af landi brott að verki loknu. *Kenningar hjónanna Deborah og Frank Popper voru settar fram í lok níunda áratugarins og miðuðust að því að meta framtíðarhorfur til- tekinna sveitarfélaga á sléttunum miklu í miðjum Bandaríkjunum. Þær fólust í því að setja fram sex viðmiðunarmörk sem gæfu vísbendingu um að sveitarfélag ætti sér ekki viðreisnar von. Ef sveitarfélagið uppfyllti tvö eða fleiri skilyrði gat það talist á góðri leið með að fara í eyði. Íbúum á Austurlandi hefur fækkað um tólf prósent á síðasta aldarfjórðungi, ef útlendingar með tíma- bundna búsetu eru undanskildir. Fækkað hefur um allt að helming í sumum sveitarfélögum. MANNFJÖLDAÞRÓUN Á AUSTURLANDI 1988–2005 +2.000 +1.500 +1.000 +500 0 -500 -1.000 -1.500 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 ■ Austurland alls ■ Íslendingar ■ Erlendir ríkisborgarar Borgarfjarðarhreppur Íbúar: 146. Fjöldi á km2: 0,33. Meðal- tekjur: 188.930 kr. Atvinnuleysi: 4,9% Seyðisfjarðarkaupstaður Íbúar: 731. Fjöldi á km2: 3,42. Meðal- tekjur: 287.311 kr. Atvinnuleysi: 1,5% Vopnafjarðarhreppur Íbúar: 725. Fjöldi á km2: 0,38. Meðal- tekjur: 252.571 kr. Atvinnuleysi: 1,9% Sveitarfélagið Hornafjörður Íbúar: 2.189. Fjöldi á km2: 0,35. Meðal- tekjur: 283.188 kr. Atvinnuleysi: 1,3% Djúpavogshreppur Íbúar: 458. Fjöldi á km2: 0,40. Meðal- tekjur: 236.238 kr. Atvinnuleysi: 3,3% Fljótsdalshérað Íbúar: 3.905. Fjöldi á km2: 0,44. Meðal- tekjur: 281.208 kr. Atvinnuleysi: 0,0% Fljótsdalshreppur Íbúar: 355. Fjöldi á km2: 0,23. Meðal- tekjur: 236.999 kr. Atvinnuleysi: 0,0% Fjarðabyggð Íbúar: 4.844. Fjöldi á km2: 4,14. Meðal- tekjur: 323.072 kr. Atvinnuleysi: 0,6% Breiðdalshreppur Íbúar: 232. Fjöldi á km2: 0,51. Meðal- tekjur: 223.884 kr. Atvinnuleysi: 2,8% MEÐALMÁNAÐARTEKJUR Austurland 288.387 kr. Seyðisfjarðarkaupstaður 287.311 kr. Fjarðabyggð 323.072 kr. Vopnafjarðarhreppur 252.571 kr. Fljótsdalshreppur 236.999 kr. Borgarfjarðarhreppur 188.930 kr. Breiðdalshreppur 223.884 kr. Djúpavogshreppur 236.238 kr. Fljótsdalshérað 281.208 kr. Sveitarf. Hornafjörður 283.188 kr. Höfuðborgarsvæðið 353.724 kr. Landið allt 326.782 kr. Þetta er fyrsta greinin af átta í greinaflokki Fréttablaðsins um byggðaþróun. Á morgun verður fjallað um Suðurland. AUSTURLAND Austurland markast af vestanverðum Skeiðarárjökli til suðurs og Þistilfirði til norðurs og er rúmir 22 þúsund ferkílómetrar að stærð, tæpur fjórðungur alls landsins. Íbúafjöldi er um 13.600, sem samsvarar um 4,5 prósentum allra íbúa í landinu. Landið allt 161.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.