Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 16
16 30. september 2006 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ég neita því ekki að stundum sækir á mig depurð og söknuður þegar haustið kemur. Það slokknar pínulítið á manni, sólin lækkar á lofti, laufblöðin falla og langur kaldur veturinn er framundan. Það er farið þetta sumar og kemur aldrei aftur. Við erum öll orðin einu sumrinu eldri. Og ævin einu sumrinu styttri. En þegar að er gáð er sumarið ekkert mikilvægara eða merki- legra heldur en árið allt um kring og hinar árstíðirnar. Haust- ið hefur líka sinn sjarma og haustið er eins og lífið í allri sinni hnotskurn: merki breyting- arinnar, áframhaldsins, aðdrag- andi vetrarins með sínum ævintýrum og rómantík. Eða hvað er yndislegra en myrkrið í loftinu, kertaljósið í glugganum, gnauðið og snjóflygsurnar úti fyrir og kyrrðin í kringum þig. Haustið nálgast eins og ævi- kvöldið, sem ber kyrrðina í sér. Kyrrðin er nefnilega líka eftirsóttur tími í lífi manns. Þá fjarar út löngunin í æðibunu- ganginn, leitin að hinni ímynd- uðu hamingju, eltingarleikurinn eftir hillingunum, allt hverfur þetta og víkur í burt með árunum og haust lífsins færir manni annarskonar og kannske þessa einu sönnu lífsfyllingu, að eldast í sátt við sjálfan sig. Það er sömuleiðis óumbreytanlegur þáttur í lífi okkar og þá er gott að eldast, ef maður metur og skilur þau verðmæti, sem í því felast. Spakur maður sagði einu sinni, að það væri synd að eyða æskuþróttinum í unga fólkið. Það kynni ekki að fara með hann. Í þessu samhengi langar mig að segja ykkur frá því þegar ég brá mér inn á bensínstöð í vikunni, var að kaupa mér pylsu, ef ég man rétt, og þarna stendur glaðlegur maður á mínum aldri og heilsar kumpánlega og það rifjast upp fyrir mér að þarna var kominn jafnaldri minn frá því í gaggó í den tid, kvennaflag- ari og djammari á þeim sokka- bandsárum og mikið var hann breyttur og mikið fannst mér hann vera eldri en ég. En þarna stóð hann í biðröðinni og brosti til mín og við hliðina á honum stóð kona og brosti líka til mín. Og þá mundi ég það sem ég átti auðvitað að muna að þetta var kona mannsins, sem líka var skólasystir mín og þau höfðu skotið sig saman, strax í gaggó og hún var skvísa á þeim árum, þótt hún bæri það ekki með sér lengur, miðaldra konan, svo ég sé kurteis í lýsingarhættinum. En þarna stóðu þau glaðleg og kímin og ég sá strax að hér fóru hjónakorn sem ennþá voru eins og nýslegið kærustupar og þau höfðu haldið þetta út í gegnum áratugina og enda þótt sexapíll- inn væri ekki lengur sjáanlegur og haustblöðin hefðu fallið í þessu hjónabandi, ríkti ást og umhyggja í garð hvors annars og þau „jú á leið í sumarbústaðinn“, til að eiga þar rómantíska helgi og njóta einverunnar saman. Hamingjan og kærleikurinn. Vináttan og umhyggjan. Hún skein úr andliti þessara tveggja einstaklinga, þessara hjóna, þessara gömlu jafnaldra minna, sem höfðu á sínum tíma horfið út í mannhafið og höfðu verið þarna einhversstaðar, allan þennan tíma, þangað til ég hitti þau aftur á þessari bensínstöð! Það var komið haust í lífi þeirra, æsku- þokkinn var horfinn, hárið hafði gránað, göngulagið breyst og þau voru bæði eins og veðurbarðir bautasteinar, sem höfðu gleymst og týnst. En mikið var gaman að sjá þau, svona ljóslifandi tákngervinga þeirrar kynslóðar, sem hafði gengið í gegnum árstíðir lífsins, sumar, vetur, vor og haust og nutu nú haustsins út í æsar, skildu og virtu þau óhjákvæmilegu örlög að tíminn leið og allt hefur sinn tilgang og tilverustað. Hvað segir ekki Steinn Steinarr í kvæðinu: „Og þú ert eins og geisli frá sumar- sólinni, sem ekki hverfur, þó haustið komi.“ Haustið er uppskera sumars- ins. Það ber með sér sólargeisl- ana frá sumrinu inn í veturinn. Haustið í lífi þessara gömlu skólasystkina minna var upp- skera heitra ásta og ævarandi kynna, já haustið, sem var komið í lífi þeirra, var afrakstur áralangrar viðleitni til að rækta það sem sáð var og njóta uppskerunnar. Eða til hvers er sáð ef fólk vill ekki líta við uppskerunni, ævikvöldinu, haustinu og ástinni sem það hefur ræktað með sér? Ef það vill ekki njóta birtunnar af sólargeisla sumarsins, sem ekki hverfur þótt haustið komi. Þannig er árstíð haustsins, jafngild árstíðum lífsins, sem stíga og hníga, koma og fara. Sól rís, sól sest. Það húmar að hausti Umræðan Ungt fólk og forvarnir Unglingsárin eru skemmtilegur tími í lífi hvers einstaklings. Mikið vaxta- skeið, andlega og líkamlega. Nýjar upp- götvanir á hverjum degi sem eiga þátt í því að breyta barni í ungling. En ungl- ingsárin vara líka í svo ótrúlega stuttan tíma af heilli mannsævi, einungis sjö ár. Það er því mikilvægt að nýta þessi ár vel, lifa heilsusamlegu lífi og grípa tæki- færin sem gefast til aukins þroska. Umhverfi unglinga hefur breyst mikið frá dögum pabba og mömmu svo maður tali nú ekki um afa og ömmu. Á hverjum degi slást ýmsir aðilar um að markaðssetja sig í veröld ungl- inganna, aðilar eins og tískuhönnuðir, fjölmiðlar, fíkniefnasalar, sprúttsalar og svo er það netið með öllu því aðgengi sem þar er. Það er því mikilvægt fyrir okkur fullorðna fólkið að fylgjast vel með unglingnum okkar. Halda utan um hann og láta hann vita hvað okkur þykir vænt um hann, styðja hann og hvetja til að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og æsku- lýðsstarfi og tala við hann um lífið og tilveruna. Hvað ber að varast og umfram allt að kenna honum að segja NEI. Það er nefnilega of seint að byrgja brunninn eftir að barnið er fallið í hann. Verjum sem mestum tíma saman. Þann 28. september var forvarnar- dagur haldinn í grunnskólum landsins undir heitinu Taktu þátt! Hvert ár skipt- ir máli. Sérstök dagskrá var í öllum 9. bekkjum og eins voru skilaboð send inn á öll heimili landsins. Markmið forvarn- ardagsins er að kynna þrjú heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá því að verða fórnarlömb fíkniefna. Dagurinn er haldinn að frumkvæði for- seta Íslands í samstarfi við Ungmenna- félag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusam- band Íslands, Skátahreyfinguna, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkur- borg. Átakið er stutt myndarlega af lyfjafyrirtæk- inu Actavis. Spyrjum unglingana okkar hvað fór fram í skól- anum þennan dag, ræðum hver þeirra upplifun var og lesum vel skilaboðin sem voru send inn á heimil- in okkar. Þannig sýnum við að hvert skref, hver dagur og hvert ár skiptir máli þegar velferð ungl- ingsins okkar á í hlut. Sýnum ábyrgð og umfram allt verum góð fyrirmynd. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og varaformað- ur UMFÍ. Tölum við unglingana okkar HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR Árstíðirnar Haustið í lífi þessara gömlu skólasystkina minna var upp- skera heitra ásta og ævarandi kynna... Fylgst með lónssöfnun Vatnssöfnun í Hálslón er hafin sem kunnugt er. Þjóðinni gafst kostur á að fylgjast með upphafi hennar í beinni útsendingu á Stöð 2 í lýsingu Kristjáns Más Unnarssonar frétta- manns.Nokkur fjöldi fylgdist með af útsýnispalli Landsvirkjunar, fulltrúar verktakafyrirtækja voru margir og fjölmiðlafólk sömuleiðis. Tímaritið National Geographic er á meðal erlendra fjölmiðla sem mun gera Kárahnjúkavirkjun skil – í janúarhefti ritsins verður grein um þessa stærstu framkvæmd Íslandssögunnar. Ómar á reki Einn var þó fjöl- miðlamaður sem ekki fylgdist með þegar hjárennslis- göngunum var lokað. Ómar Ragn- arsson sem fylgst hefur grannt með framkvæmdinni frá upphafi sat í bát sínum á bökkum Sauðár og beið eftir að komast á flot í lóninu. Með honum í för er Sigurður Grímsson kvikmynda- tökumaður sem fylgist með Ómari og mun vera að gera um hann mynd. Þeir félagar héldu áfram siglingu sinni um lónið í gærmorgun en lentu í vandræðum með mótorinn í Örkinni hans Ómars. Hann drap á sér og þeir stóðu í nokkru stappi við að koma honum í gang á nýjan leik. Malbikuð náttúruvernd Ómar er nýorðinn opin- ber andstæðingur virkjunarinnar en eflaust hefur marga sem með honum hafa fylgst grunað að hann styddi ekki framkvæmdina. Náttúruverndarsinnar fagna eflaust liðssinni Ómars við mál- staðinn enda þeir höfuðandstæðingar Kárahjúkavirkjunnar. Vinstrihreyfingin - grænt framboð, eini stjórnmála- flokkurinn sem hefur verið eindreginn í afstöðu sinni gegn framkvæmdinni, er þó ekki skipaður náttúruvernd- arsinnum að mati Staksteina Morg- unblaðsins. Steingrímur J. Sigfússon er ekki á móti malbikuðum vegum á hálendinu og því ekki náttúruverndarsinni að mati blaðsins. Stakstein- ar virðast þannig leggja að jöfnu malbikaða vegi og framkvæmdir sem raska lífríki í heil- um landsfjórðungi. Í DAG | ELLERT B. SCHRAM Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík Prófkjör til að velja frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007 fer fram laugardaginn 11. nóvember 2006. Þeir hafa rétt til að bjóða sig fram í prófkjörinu sem eru félagar í Samfylkingunni og eru kjörgengir til Alþingis og fá meðmæli minnst 30 og mest 50 fl okksfélaga með lögheimili í Reykjavík. Frambjóðendur skulu tilkynna um framboð sitt bréfl ega til skrifstofu Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar um framkvæmd og reglur prófkjörsins. Framboðum ber að skila fyrir kl. 14 laugardaginn 21. október 2006. Kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík Þ egar lög eru brotin, eða grunur vaknar um lögbrot, segja fjölmiðlar gjarnan af því fréttir. Hvernig tekið er á málum, hvort birt séu nöfn og ljósmyndir af þeim sem koma við sögu þurfa þeir sem stýra fréttum að vega og meta í hverju tilfelli. Fréttir af ofsaakstri eru til að mynda í fæstum tilvikum tilefni til nafn- og myndbirtingar. Undantekningartilfellið gæti þó til dæmis verið ef samgönguráðherra eða formaður Umferðarráðs væru gripnir glóðvolgir við slíkt athæfi. Þá þætti engum skrýtið ef fjölmiðlar greindu skilmerkilega frá brotum þeirra með mynd og nafni, enda menn sem starfa sinna vegna er hægt að gera sérstakar kröfur til á vegum úti. Yfirleitt er þó öllu flóknara að meta hvenær er við hæfi að fjalla opinskátt um þá sem grunaðir eru um að hafa brotið af sér. Seint verður fest niður ein regla í þeim efnum enda skoðanir vægast sagt misjafnar á málinu. Annar angi af umfjöllun fjölmiðla um sakamál er sú útbreidda hugmynd að ákveðin refsing geti falist í því að lenda í kastljósi fjölmiðlanna. Í sumum tilfellum hafa dæmdir menn jafnvel sagt að umfjöllun fjölmiðla um mál þeirra hafi verið þeim þungbærust. Fjölmiðlar dæma hins vegar engan til refsingar heldur flytja fréttir sem í hlutarins eðli geta aldrei verið öllum að skapi. Í þessu samhengi er rétt að minna á að sú tilhneiging að vilja fella boðbera slæmra tíðinda er gamalkunn og erfið við að eiga. Í Héraðsdómi Reykjavíkur bar það við að í byrjun vikunnar féll dómur í manndrápsmáli sem ekki var hægt að skilja á annan hátt en þann að hinum ákærða væri metið til refsilækkunar að fréttir höfðu verið fluttar af máli hans, eða eins og Jónas Jóhannsson hér- aðsdómari orðaði það „vegna þess hve óvægna umfjöllun ákærði hefur sannanlega hlotið fyrir atlöguna hjá einstökum fjölmiðlum“. Sem betur fer er þetta ekki algengt sjónarmið dómara, því þarna er komið út á mjög svo hálan ís. Þetta er þó ekki fordæmalaust því í fyrravor skilaði Jón Steinar Gunnlaugson hæstaréttardómari sérákvæði þar sem mátti greina svipuð sjónarmið til dómsvalds fjölmiðla. Í tilefni af nýföllnum héraðsdómi er rétt að rifja upp það sem hér var skrifað í kjölfar sératkvæðis Jóns Steinars, um þau vand- kvæði sem dómstólar standa frammi fyrir ef þeir kjósa að hafa fréttir sem viðmið í dómum sínum. Fyrsta spurning er: Hvaða forsendur eiga þeir að gefa sér þegar mælistika er lögð á opinbera umfjöllun? Er það fjöldi ljós- mynda sem birtast af sakborningi? Hversu margir dálksentimetr- ar eru skrifaðir og hversu margar mínútur eru lagðar undir mál hans í ljósvakamiðlunum? Þá hlýtur líka að verða að taka tillit til útbreiðslu fjölmiðlanna, lestrar þeirra og áhorfs. Eiga dómarar að styðjast við kannanir á þeim þáttum svo hægt sé að meta til hversu margra fréttaflutningurinn náði og þar með hversu stóran afslátt eigi að gefa sakborningi af refsingunni? Hversu vonlaus leið þetta er sést best á því að klókur verjandi gæti búið svo um hnútana að umfjöllun og ljósmynd af skjólstæð- ingi hans birtist í fjölmiðlum og vonað að það yrði sakamanninum til refsilækkunar. Fjölmiðlar flytja fréttir og dómstólar eiga að dæma óháð þeim. Dómstólar eru á villigötum ef þeir ætla að hafa fréttaflutning sem viðmið í dómum sínum. Glæpur og refsing JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.