Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 76
 30. september 2006 LAUGARDAGUR40 Allmargir þekkja baráttuna við aukakílóin í einhverri mynd og margir hafa reynt ýmsar leiðir til að ná þeim af sér. Kaloríur eru taldar, kolvetni úti- lokuð, töflur bruddar og bætiefna- hristingar drukknir í öll mál. Það sem þessir megrunarkúrar eiga sameiginlegt er að þeir snúast um að neita sér um ákveðnar fæðuteg- undir. Smám saman linast fólk gagnvart fæðunni, gefst upp að lokum og fær þá nagandi sam- viskubit. Þannig hafa megrunar- kúrar slæm áhrif á sálarlífið og fólki sem reynir þá finnst það jafn- an vera misheppnað og reynir þá aftur og aftur. Þrír breskir vísindamenn hófu rannsóknir fyrir rúmum tuttugu árum sem leiddu í ljós að venjur grannra og of þungra í mataræði og hreyfingu eru almennt mjög svip- aðar. Þess vegna hlyti það að vera eitthvað annað sem réði úrslitum um líkamsþyngd fólks. Í ljós kom eftir enn frekari rannsóknir að munurinn liggur í lífsviðhorfum. Grannir hafa allt annað viðhorf til lífsins en fólk í yfirvigt. Fram kemur í bókinni að víðsýnt fólk hefur jafnan komið sér upp venjum og siðum sem halda því grönnu en of þungt fólk hefur á hinn bóginn tamið sér venjur sem tryggja að það þyngist stöðugt. Því sveigjan- legri og víðsýnni sem þú ert, því meira grennistu. Að auki verðurðu hamingjusamari og ánægðari og nýtur mun meiri velgengni á öllum sviðum lífs þíns. Bókahöfundar lofa því að ef lesendur að fylgja eftir ráðleggingunum í bókinni létt- ast þeir um 3,5 kg eftir 28 daga, auk þess að vera orðnir hamingjusam- ari og ánægðari með lífið. LIFAÐ TIL FULLNUSTU Aðferð bókarinnar Þú léttist snýst ekki um að telja kaloríur eða skipta um mataræði heldur að breyta hugsunarhættinum og lífs- munstrinu. Þeir sem eru of þungir tileinka sér í litlum skrefum hugs- unarhátt hinna grönnu. Það felur í sér að brjóta upp vanann sem heldur fólki í yfirvigt en sam- kvæmt rannsóknunum eiga grann- ir það sameiginlegt að vera sveigj- anlegri og jákvæðari en þeir sem eru of þungir. Til að ná þessum sveigjanleika og uppbroti á vana- festunni eru gerðar smávægilegar breytingar á hverjum degi. Sem dæmi gæti maður verið ákveðnari í einn dag ef maður er vanalega hlédrægur, farið aðra leið í vinn- una, sungið hástöfum í baði eða sleppt því að horfa á sjónvarpið í heilan dag. Allt þetta er hluti af megrunaraðferðinni, Þú léttist. Fyrstu 28 dagana eru nákvæm- ar leiðbeiningar um hvað skal gera á hverjum degi. Yfirleitt eru það smávægileg atriði í daglegu lífi sem tekin eru fyrir. Að lokum er fjallað um framhaldið og hvernig á að ná kjörþyngd og halda henni til frambúðar. Lykillinn að því að halda sér grönnum felst í því að lifa svolítið öðruvísi á hverjum degi. Lifa til fullnustu. Stórra breytinga er ekki þörf. ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIRTILBREYTING Samkvæmt Þú léttist eiga of þungir að brjóta upp vanafestuna í lífinu og vera opnir fyrir því að reyna eitthvað nýtt. Kvöld-verður í sjónum er kannski fullöfgakenndur en hugmyndin er þó skemmtileg. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Elísabet, eða Beta eins og hún er jafnan kölluð, er ritari í umhverfis- ráðuneytinu. Hún býr í Vesturbæ Reykjavíkur, er 29 ára og einhleyp. Hefurðu reynt margar megrunar- aðferðir? Ég held ég sé búin að reyna allt nema einhverja brjálaða megrunarkúra. Ég er búin að fara oft í ræktina á alls konar námskeið. Hvernig hefur það gengið? Ekk- ert sérstaklega vel. Þyngdin hefur rokkað mikið upp og niður. Það fara fimm til tíu kíló af og á til skiptis, sem er mjög dæmigert. Telurðu þig vera vanafasta? Já, en ég uppgötvaði það ekki fyrr en ég fékk bókina í hendur. Ég fattaði allt í einu að ég geri það nákvæmlega sama á hverjum einasta degi. Hvernig heldurðu að þér eigi eftir að ganga að fylgja bókinni eftir? Ég geri alltaf allt sem mér er sagt og það er minn akkillesarhæll. Það fer bara eftir því hvað fólkið í kringum mig er miklir fávitar, hversu mikill fáviti ég verð. Mér var kennt það af foreldrum mínum að gera eins og mér er sagt þannig að þetta verður ekkert mál að fylgja þessu eftir. Hvernig leggst verkefnið í þig? Það leggst mjög vel í mig og mér finnst mjög gaman að pæla í þessu. Hefurðu einhverjar væntingar til Þú léttist? Já, hvort sem ég léttist eða ekki þá er þetta svo skemmti- leg naflaskoðun sem allir ættu að tileinka sér. Þetta er bara að læra að þekkja sjálfa sig og mér finnst ég ýkt skemmtileg þannig að ég er alveg ótrúlega ánægð með að kynnast mér betur. Ásta er 21 árs og er nýflutt í Stykkis- hólm, ásamt sambýlismanni sínum og átta mánaða syni þeirra. Þar starf- ar hún við aðhlynningu aldraðra. Hefurðu reynt margar megrunar- aðferðir? Já, ég hef reynt Herbalife, átta vikna aðhaldsnámskeið, strata og lífsstílsbreytingu hvað varðar mataræði og slíkt. Hvernig hefur það gengið? Yfir- leitt ekki nógu vel. Þegar ég prófaði lífsstílsbreytinguna gekk mér reynd- ar vel en fékk svo matareitrun og hægði þá á mér í því. Þau kíló hafa samt ekki komið aftur enda hef ég haldið mig að nokkru leyti við það mataræði síðan. Telurðu þig vera vanafasta? Kannski í sumu en ekki mikið held ég. Annars veit ég það ekki en kem eflaust til með að átta mig á því þegar ég byrja að lesa bókina. Hvernig leggst verkefnið í þig? Mjög vel. Það verður gaman að sjá hvort þetta virki eða ekki. Hefurðu einhverjar væntingar til Þú léttist? Nei, eiginlega ekki. Ég hef ekki mikla trú á henni en samt verður gaman að sjá hvort eitthvað gerist. Það er svo sem ekkert útilok- að. Hefurðu einhver markmið varð- andi þyngd? Já, ég vil ná af mér þrjátíu kílóum en til að byrja með er markmiðið að ná þeirri þyngd sem ég var í áður en ég varð ólétt. Sigga er útvarpskona í morgunþætt- inum Zúúber á fm 95,7. Hún er 36 ára og einhleyp en á 17 ára gamlan son. Hefurðu reynt margar megrunar- aðferðir? Já, ég held ég hafi reynt nánast allt. Ég hef tekið brennslu- töflur, prófað alls konar megrunar- kúra og síðan hef ég verið heilmikið í ræktinni. Ég held ég hafi verið á danska kúrnum í viku en hann var ekki að virka fyrir mig. Hvernig hefur það gengið? Upp og ofan. Það hefur verið þannig að þegar ég tek einhvern megrunarkúr þá kemur þetta alltaf aftur til baka og svo verð ég þyngri en ég var áður en ég byrjaði. Eftir að ég fór að æfa þá hef ég nú samt alveg haldið mér nokkuð góðri en annars hef ég verið mjög rokkandi í þyngd alla tíð. Hvernig leggst verkefnið í þig? Þegar ég sá þessa bók þá hugsaði ég bara: „Æ, nei, enn ein bókin! Hvað á eiginlega að hafa af manni mikla peninga í þessum endalausa áróðri um að maður þurfi að leggja af?“ Síðan var ég kynnt fyrir bók- inni og þá sá ég að þetta er eitt- hvað alveg splunkunýtt í þessarri megrunarumræðu. Ég er alveg til í að prófa þetta. Kannski er það bara málið að ég hafi verið svona vana- föst allt mitt líf og það hafi haft áhrif á mataræðið og allt. Ég er alveg til í að tékka á því. Telurðu þig vera vanafasta? Já, að mörgu leyti en að mörgu leyti ekki. Ég er alveg opin fyrir nýjung- um og svona en þarf samt alltaf að hafa mitt nánasta umhverfi í föst- um skorðum. Ég vil geta gengið að ákveðnum hlutum vísum og það er eitthvað sem má alveg brjóta meira upp. Hvernig heldurðu að þér komi til með að ganga? Ég hef enga trú á öðru en að mér eigi bara eftir að ganga vel. Ég tók prófið í bókinni um hvort ég sé tilbúin í þetta eða ekki og þar kom í ljós að ég er bara alveg tilbúin að byrja. Ég er opin fyrir breytingum og tilbúin að sjá hlutina í nýju ljósi. Mér finnst það svo frá- bært við þetta að það er ekkert sem ég þarf að neita mér um eða telja í mig hitaeiningarnar. ÁSTA SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR Ásta telur sig ekki vera mjög vanafasta en er samt spennt að komast að því hvort Þú léttist aðferðin eigi eftir að virka. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SIGGA LUND Sigga er alveg viss um að henni eigi eftir að ganga vel við að brjóta upp vanafestuna enda sé hún almennt mjög opin fyrir nýjungum. Megrun án megrunar Bókin Þú léttist – án þess að fara í megrun er nýkomin út hjá Veröld og kynnir algjörlega nýja nálgun að því að léttast. Fréttablaðið fékk þrjár ungar konur til liðs við sig til að reyna þessar nýju aðferðir og næstu fjóra laugar- daga verður fylgst með hvernig þeim gengur. ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR Beta áttaði sig á því þegar hún fór að skoða bók- ina að hún væri stillt á sjálfstýringu alla daga og hlakkar til að brjóta upp hversdagslífið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁSTA SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR SIGGA LUND NOKKRAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ LEIÐIN ÞÚ LÉTTIST GERIR ÞÉR GOTT: 1. Kílóin fara smám saman. 2. Þyngdartapið er varanlegt. 3. Hún er vísindalega sönnuð og byggð á traustum sálfræðileg- um grunni. 4. Hún er skemmtileg. 5. Hún dregur úr kvíða og þunglyndi. 6. Hún leiðir til heilsusamlegra mataræðis. 7. Hún byggist ekki á bönnum og þú þarft ekki að neita þér um neitt. 8. Hún opnar nýjan reynsluheim. 9. Hún hefst í huganum, ekki maganum. 10. Hún beinist ekki að mat, svo hann verður ekki að þráhyggju og viðhorf þitt til matar verður ekki ónáttúrulegt. 11. Þetta merkir að þú nærð tökum á framtíð þinni en verður ekki fangi fortíðarinnar. 12. Ekki er þörf á lyfjum, sérstöku fæði eða kaloríu- eða kolvetna- talningu. 13. Hún kippir þér ekki úr sambandi við matarlystina og spillir ekki náttúrulegum hæfileikum þínum til að skynja hvort þú sért svangur eða ekki. 14. Hún gefur lífi þínu aukinn lit í stað þess að setja því takmörk. 15. Hún byggist á því sem þú getur gert, ekki því sem þú getur ekki gert. Bókin býður upp á skemmti- lega naflaskoðun hvort sem fólk ætlar sér að léttast eða ekki. Gaman verður að sjá hvort það ber í raun og veru árangur að breyta viðhorf- um fólks til lífsins í barátt- unni við aukakílóin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.