Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 28
 30. september 2006 LAUGARDAGUR28 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1148 Bæjarbruni verður á Mýrum. Þetta er mannskæðasti eldsvoði á Íslandi þar sem meira en sjötíu manns fórust, meðal annars Magnús Einarsson biskup. 1399 Hinrik IV verður konungur yfir Englandi eftir að Ríkharður II lætur af völdum. 1846 Eter er notað í fyrsta sinn sem svæfingalyf í tannlækningum. 1954 Tekin var ákvörðun um að láta smíða fyrsta kjarnorkuknúna kafbát heims, sem bera átti heitið Nautilius. 1966 Sjónvarpið hefur útsendingar. 1996 Eldgos hefst í Vatnajökli og stendur í tvær vikur. Þetta er talið fjórða stærsta gosið á tuttugustu öld. TRUMAN CAPOTE FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI „Allar bókmenntir eru slúður.“ Rithöfundurinn lét mörg gullkornin flakka á sínum tíma. Bandaríski kvikmyndaleikarinn James Dean lést í bílslysi á þess- um degi árið 1955. Dean var að þenja nýja Porsche 550 Spyder sportbílinn sinn þegar hann lenti framan á bíl sem kom úr gagn- stæðri átt. Sagan segir að síðustu orð Deans hafi verið „gaurinn hlýtur að víkja“ en það er vitaskuld enginn til frásagnar þar sem Dean var einn í bílnum og lést samstundis. Dean hafði nýlokið við að leika í myndinni Giant, þar sem hann lék olíufursta í Texas. Framleiðendur kvikmyndarinnar höfðu bannað honum að stunda kappakstur meðan á tökum stóð, en hann notaði tækifærið um leið og færi gafst með þessum hörmulegu afleiðingum. Þennan örlagaríka dag var James Dean á leiðinni til Salinas í Kaliforníu þar sem hann ætlaði að taka þátt í kappakstri á nýja bílnum. Fyrr um daginn var hann reyndar stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Með honum í bílnum var Rolf Wutherich, bifvélavirki, sem slasaðist illa en náði sér eftir nokkra mánuði. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar var 22 ára piltur sem slapp ómeiddur. Kvikmyndin Rebel Without a Cause var frumsýnd 9. október, daginn eftir að James Dean var jarðaður. Giant var frumsýnd ári síðar. ÞETTA GERÐIST: 30. SEPTEMBER 1955 Lifði hratt og dó ungur Jóhanna Þóra Jónsdóttir, elsta kona Norðurlands og næstelsta kona á Íslandi, lést á Dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt 26. september. Hún var þá 106 ára gömul. Jóhanna fæddist á Illugastöðum í Fnjóskadal 12. febrúar árið 1900, en fluttist til Akureyrar árið 1934. Hún bjó í Aðalstræti 32 í 67 ár, eða þar til að hún fluttist á Dvalarheimilið Hlíð á 102. aldursári. Á 104 ára afmæli sínu sagðist Jóhanna aldrei hafa neitt áfengis né tóbaks. Hún taldi reglusamt líferni og létta lund vera lykilinn að langlífi. Elsta kona Norðurlands látin JÓHANNA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR Með nokkrum niðja sinna á 106 ára afmælinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐBJÖRG BIRGISDÓTTIR Óli H. Þórðarson lætur af störfum sem for- maður Umferðarráðs 1. október, en hann á að baki tuttugu og átta ára feril sem fram- kvæmdastjóri og síðar formaður ráðsins. „Það er bara tími til kominn að leyfa öðrum að taka við kyndlinum,“ sagði Óli, en að sögn hans hefur ýmislegt gengið á á þessum árum. „Einn eftirminnilegasti slagurinn var sá sem við háðum um lögleiðingu bílbelta á Íslandi. Það voru mjög margir á móti því,“ sagði Óli. Nú lítur út fyrir að annar erfiður slagur standi fyrir dyrum hjá Umferðarráði, en á sama fundi og Óli tilkynnti brottför sína sendi Umferðarráð frá sér ályktun um ofsa- akstur, sem Óli segir vera vaxandi vanda- mál. „Við lýsum þarna yfir mjög miklum áhyggjum af þessari þróun,“ sagði hann. „Það er fullt af fólki víða um land sem á um sárt að binda vegna einhverra kjána sem skilja ekki ákveðna eðlisfræði í umferðinni. Það er ekki mjög gleðilegt að hætta við þær aðstæður.“ Óli segist trúa því að margar ástæður séu fyrir ofsaakstrinum og almennu kæruleysi í umferðinni. „Það er nokkuð mikið agaleysi í þjóðfélaginu sem endur- speglast í umferðinni eins og á öðrum svið- um. Viðurlög eru ekki heldur nógu ströng.“ Umferðarráð hvetur í ályktuninni til þess að viðurlög verði stórhert. „Við viljum láta hækka sektir, endurskoða refsipunktakerf- ið og það fyrirkomulag sem nú er á þar sem fólk hefur skilyrðislaust ökuleyfi til sjö- tugs. Við viljum geta kallað fólk inn til end- urmenntunar og ekki síst þá sem haga sér svona illa.“ Framtíðina segir Óli vera óljósa. „Ég verð í einhverjum verkefnum fram að áramótum og í rannsóknarvinnu á næsta ári. Svo sé ég bara til hvað verður, en ég býst ekkert frekar við því að það verði á sviði umferðarmála.“ Óli var dagskrárgerð- armaður í útvarpi og sjónvarpi áður en hann hóf störf fyrir Umferðarráð. „Það heillar mig ennþá, en ég geri mér fullkomlega grein fyrir að aldurinn vinnur ekki með manni í því!“ sagði Óli. „Hvað sem verður vil ég bara þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef haft samskipti við í gegnum tíðina, og þar meðtöldum gríðarlegum fjölda blaða- manna og fréttamanna.“ ÓLI H. ÞÓRÐARSON: HÆTTIR SEM FORMAÐUR UMFERÐARRÁÐS Stoltur af bílbeltunum Á AÐ BAKI TUTTUGU OG ÁTTA ÁRA FERIL Óli segir framtíðina vera óljósa en að dagskrárgerð og blaða- mennska heilli hann enn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjölskyldu- og húsdýragarð- urinn gefur gestum sínum tækifæri til þess að kynnast gælurottum í dag. Kynning- in stendur yfir milli tvö og fjögur, en um hana sér Krist- björg Sara Thorarensen. Kristbjörg hefur ræktað gælurottur frá árinu 2004, en þá flutti hún þær fyrstu inn frá Danmörku. Gælurottum svipar sterk- lega til villtu tegundarinnar í útliti. Hegðun þeirra er þó ekki alfarið sú sama, því með ræktuninni hefur tekist að minnka mannfælni rottanna. Aðdáendur rottanna segja þær vera fyr- irtaks gæludýr að mörgu leyti, en fyrir utan að vera fyrirferðarlitlar og hljóðlát- ar eru rotturnar einnig fremur hreinlegar og flug- gáfaðar. Rottur eiga að geta lært ýmsar kúnstir og geta einnig lært að þekkja nafn sitt. Kristbjörg mun taka með sér nokkra af skjól- stæðingum sínum og er þar rottan Benni fremstur meðal jafningja. Það er ekki fokið í öll skjól fyrir þá sem ekki ná að heimsækja rotturnar í dag, því Benni kemur fram í kvikmyndinni Mýrinni sem verður frumsýnd í október. -sun Kynning á gælurottum FYRIRTAKS GÆLUDÝR Rotturnar eru litlar, hljóðlátar og fremur hreinlegar, svo ekki sé minnst á hvað þær eru gáfaðar. Elskulegi vinur okkar og frændi Kristinn Breiðfjörð (Dinni) frá Flatey á Breiðafirði, Blesugróf 29, lést þriðjudaginn 26. september. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. október kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Heimilisfólk Blesugróf 29 og aðstandendur. Þökkum hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar Ívars Björnssonar frá Steðja, Bólstaðarhlíð 41. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju föstudaginn 22. september kl. 13.00. Gunnar Páll Ívarsson Jónína Ragnarsdóttir Símon H. Ívarsson María J. Ívarsdóttir Andrea Margrét Gunnarsdóttir Katrín Sylvía Gunnarsdóttir Gunnþór Jónsson Katrín Sylvía Símonardóttir Ívar Símonarson Ástrún Friðbjörnsdóttir Svandís Ósk Símonardóttir Axel Örn Sigurðsson Gunnar Páll, Heimir Páll og Hinrik Snær. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar og barnabarns, Bryndísar Evu Hjörleifsdóttur Heiðarbóli 10, Keflavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Barnaspítala Hringsins og öllum þeim sem studdu okkur í veikindum Bryndísar Evu. Hjörleifur Már Jóhannsson Bergþóra Ólöf Björnsdóttir Jóhann Guðnason Sóley Vaka Hjörleifsdóttir Björn Viðar Björnsson Birna Oddný Björnsdóttir Eyjólfur Örn Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.