Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 70

Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 70
 30. september 2006 LAUGARDAGUR32 Ef þú ert að spyrja hvernig það tengist hugsanlegri sölu á bókinni þá er mér bara alveg sama. Ég er mjög ánægður – er stoltur af bókinni,“ segir Jón Atli í tengslum við hvort offramboð sé á efni um Bubba Morthens. „Þetta var mikil vinna. Ég hef skrifað bækur sem hafa selst í fimm hundruð eintökum. Og eyddi alveg jafn miklum tíma í þær. Þetta snýst ekkert um það. Þegar maður er að skrifa þá bara skrifar maður. Mér finnst sá Bubbi Morthens sem maður sér í tímaritum ekki sami maður og ég skrifaði bók um. Það er bara ein- hver fígúra. Partur af einhverju tímarita „selebretí-rugli“. Þetta er eins og Andy Warhol sagði: Við erum orðin fixeruð á „sele- bretía“. Ég fíla kannski dauðann í því.“ Tímaritaþukl án fullnægingar Er Bubbinn sem birtist í tímarit- um skrípamynd? „Jahhh, það sem er skrifað um mig í fjölmiðlum er einhvers konar útgáfa af mér,“ segir Bubbi. „Það voru liðin nokkuð mörg ár frá því ég hafði farið í tíma- ritaviðtal þegar Reynir Trausta- son tók við mig Mannlífsviðtal fyrir skömmu. En tímaritaviðtöl geta aldrei orðið nema tilraun. Þetta er þukl án fullnægingar. Auðvitað vilja þeir sem taka við- tölin gera eitthvað annað og meira: Gerum þetta öðruvísi. Förum dýpra. En ... af hverju gef ég kost á viðtali í tímarit? Jú, ég er markaðsvara. Bubbi Morthens er líka markaðsvara eins og hann er listamaður. Partur af því að ég geti lifað af list minni er meðal annars þessi leikur. Ég verð að spila með. En þetta er ekki, eins og vinur minn núverandi, Eirík- ur Jónsson, segir, að ég hafi mis- notað fjölmiðla í 25 ár. Það er ekki þannig. En tímaritin geta í besta falli gefið einhvers konar þuklaða mynd af mér.“ Þú, Jón Atli, sem sagt, þuklað- ir Bubba. Og fórst dýpra? „Já,“ segir Jón Atli en kemst ekki öllu lengra. „Já, það er bara þannig,“ segir Bubbi. „Ég er vel lesinn maður. Þessi bók á sér ekki hliðstæðu í íslenskri bókmenntasögu. Þetta er eitthvað algerlega nýtt. Og ekki hægt að negla hana niður eða skilgreina. Sér á báti. Jón Atli er snillingur.“ Illa á sig kominn Bubbi Já. Bókin gefur dýpri mynd en þuklaða af Bubba. Það er víst. Hún byggir á brotum úr ævi Bubba, hvernig Bubbi varð til og hvernig Bubbi gat ekki orðið neitt annað en Bubbi: Verbúðalíf, dópneysla, slagsmál, ríðingar, fyllerí og hljómsveitamennska – í það að verða sú almenningseign sem Bubbi er. Jón Atli segir hug- myndina hafa komið upp fyrir tveimur árum í einhverju útgáfu- spjalli á Bræðraborgarstígnum þar sem JPV útgáfan er til húsa. Þeir Bubbi og Jón Atli tóku annan pól en útgefandinn lagði upp með: Að þetta yrði hin hliðin, eða framhald á ævisögu Bubba þeirri sem Silja Aðalsteinsdóttir skrif- aði fyrir mörgum árum, það sem aldrei var sagt. „Niðurstaðan varð sú að Jón Atli myndi bara skrifa það sem honum sýndist. Þetta er langur aðdragandi. Jón Atli þurfti að sækja hart að mér, banka upp á fyrst þar sem ég bjó í holu á Nes- veginum. Mjög illa á mig kominn eftir skilnaðinn og allt það. Ég var í engum gír. Þetta var um vetur, leiðindavetur, enginn snjór og þá verður svo mikið myrkur. Og kuldi. Hann var að mæta, dag eftir dag. Stundum náði hann mér. Í gírinn. Og stundum ekki. Stundum frestaði ég þessu. Mætti ekki. En í rauninni sagði ég bara sögur úr lífi mínu.“ Þurfti að trekkja Bubba í gang Óvenjulegt er að skrifa bók sem lýtur lögmálum skáldsögu en fyrirmyndin – aðalpersónan – er fyrirliggjandi, sprelllifandi, þekkt og tekur fullan þátt. „Það skrifa allir um fólkið sitt,“ segir Jón Atli. „Í síðustu skáldsögu sem ég skrifaði var aðalpersónan kona sem enginn þekkir og enginn vill þekkja. Nú tek ég fyrir mann sem allir þekkja og allir hafa á einhverja skoðun. Bókin heitir Ballaðan um Bubba Morthens. Ballaða er söguljóð. Taktu eitthvert af lög- unum hans Bob Dylan. John Wes- ley Harding ... Hann er að segja sögu þessara manna. Eðli ballöð- unnar, þó hún sé kannski ekki upp á punkt og prik, er að inni- halda sannleika. Sem þú nærð ekkert í þrjúhundruð síðna Mannlífsviðtali. Ég held að maður græði ekkert á því. Mín hugmynd er að segja sögu Bubba í gegnum fólkið hans, hvaðan hann kemur og hverja hann hitt- ir.“ Jón Atli gefur aðspurður ekki mikið fyrir það að söguhetjan hafi verið erfið viðfangs. „Óneit- anlega byrjuðum við á erfiðum tímapunkti í lífi Bubba. En þetta var engin 9 til 5 vinna. Og þegar maður er að garfa í listum á maður auðvelt með að tengjast þeim sem eru í því saman.“ Bubbi vitnar í bókina: „Hann hafði ekki andlit. Heldur ásjónu heldur þjakaða fyrir minn smekk ... Þetta er flott opnun! Jájá, það þurfti að trekkja mig í gang. Ég þurfti að grafa djúpt. Líka að nenna. Ég var búinn að segja þessar sögur. Margar hverjar. En var ekki í neinu stuði. Óham- ingjusamur. Mér leið ekki vel. En þá komu líka fram ný sjónar- horn. Varð ekki þessi rútína.“ Engar málamiðlanir Margt hefur verið sagt og skrif- að um Bubba. Og hann ekki legið á því sem á daga hans hefur drif- ið í gegnum tíðina. Þó varpar bókin nýju ljósi á manninn og umhverfi hans. Úr hvaða jarð- vegi hið íslenska poppgoð er sprottið. Bubbi segist ekki hafa talað um ýmislegt sem fram kemur í bókinni – ekki á þennan Lygin bítur þig alltaf í rassgatið FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI En, Jón Atli. Hafðirðu ekki áhyggjur af því að komið væri kappnóg af og um Bubba Morthens? „Aðrir höfðu áhyggjur af því. Meðal þeirra ég,“ svarar þá Bubbi og hlær. Bókin Ballaðan um Bubba Morthens eftir Jón Atla er á leið í prentsmiðjuna í næstu viku. „Skáldsaga“ sem byggir á ævi Bubba. Jakob Bjarnar Grétarsson hitti þá félaga á Radisson SAS í Hafnarstrætinu og spurði út í bókina sem er... já, mögnuð. „Og af því að Bubbi var dómari í Idolinu. Mér fannst alltaf þessir krakkar vera að ljúga.“ Þau voru ekki með neitt nýtt heldur voru að endurtaka það sem aðrir hafa sagt. Í japanskri uppfinningu sem er karaókíið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.