Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 32
[ ] Reynsluakstur Volvo S80. Á morgun frumsýnir Brimborg nýjan Volvo S80. Við fyrstu sýn virðist sem hann hafi aðeins feng- ið smá andlitslyftingu, en við nán- ari athugun kemur í ljós að um alveg nýjan bíl er að ræða sem að mestu leyti er byggður á Ford. Meginbygging bílsins er byggð á hönnun Ford, sem kölluð er EUCD, sem eru einingar sem jafnframt eru notaðar í meðalstóra Ford-bíla í Evrópu og hinn nýja Land Rover LR2. Í stuttu máli má segja að bestu hlutar Volvo S40/V50/C70, Ford Focus og Mazda 3 hafi verið stækkaðir og styrktir þar sem þurfa þótti, og utan um þá sett skel sem er jafnstór og BMW 5 línan. Í bílnum sem var reynsluekinn er ný 6 þrepa dísilvél sem malar eins og köttur á veginum og hefur skemmtilegt upptak, enda togar bíllinn 400 Nm. Fyrir vikið er bíll- inn afar snarpur og jaðrar við að þessi bíll sem er hæglátur á að líta, sé nettur sportbíll inn við beinið. Það leynir sér sérstaklega ekki þegar teknar eru snarpar beygjur og bíllinn liggur þétt á veginum, eins og kappaksturbíll. Stýrissvörun er mjög góð, sem veldur því að maður hefur það á tilfinningunni að maður hafi mjög gott vald á bílnum. Bremsubúnað- urinn er eins og best verður á kosið og þegar hemlað er snögg- lega stöðvast hann hratt og örugg- lega, en svo mjúklega að maður finnur varla fyrir því. Volvo hefur ætíð verið tákn um öryggi og er þessi bíll þar engin undantekning, enda búinn fyrsta flokks öryggisbúnaði. Öryggistil- finning hríslast um ökumanninn um leið og hann sest undir stýri þar sem bíllinn er stór að innan og vegahljóð er í lágmarki. Sætið er notalegt, en kemur þó á óvart að það sé ekki rýmra um ökumann í svona stórum bíl. Rúðurnar liggja þannig að notaleg stemning mynd- ast í bílnum, en gallinn er sá að manni finnst að maður ætti að geta séð aðeins betur út. Það á sér- staklega við þegar bílnum er bakk- að, en þá kemur sér vel að hafa bakkvörn í bílnum, sem hægt er að fá í bílinn sem aukabúnað. Þar sem S80 er fyrst og fremst lúxusbíll þá er staðalbúnaður hans mjög kræsilegur, en heilmikið er fáanlegt af spennandi aukabúnaði, til dæmis árekstrarvörn og þjófa- vörn sem skynjar hjartslátt inni í bílnum. Spurning er þó hversu nauðsynleg slík vörn er, þar sem bíllinn er þannig úr garði gerður að mjög erfitt á að vera fyrir óboðna gesti að komast inn í hann. Ekki er á allra færi að aka um á lúxusbíl sem þessum og kannski of fáir sem íhuga hann sem fjöl- skyldubíl. En eins og Volvo er von og vísa er fyrst og fremst hugsað fyrir öryggi fjölskyldunnar og bæði rýmis- og farangursþörfum þeirra mætt. Bíllinn er því ekki einungis sniðinn fyrir ráðherra, stórstjörnur og bankastjóra, held- ur hentar hann öllum. Og það sem kemur manni mest á óvart við hann er hvað hann virðist fær á mörgum sviðum og getur brugðið sér í ólík hlutverk. Volvo S80 er kraftmikill og snarpur bíll sem leggur alúð í að koma farþegum sínum á milli staða á sem öruggastan og þægi- legastan máta. kristineva@frettabladid.is Kraftmikill og snarpur Mælarnir eru einfaldir og smekklegir í útliti. Volvo S80 hefur verið breytt mikið og má því segja að um alveg nýjan bíl sé að ræða. Volvo S80 hefur fengið smá andlits- lyftingu, sem má sérstaklega sjá á framljósunum. Þægilegt er að ná til allra takka sem eru í hurðinni, sem stýra rúðum o.fl. Vel fer um farþega í aftursætinu, auk þess sem þau eru hönnuð fyrir barna- bílstóla. Hægt er að fá hita í aftursætin sem aukabúnað. Mælaborðið er sérstaklega vel hannað, þar sem það er einfalt í notkun og afar smekklegt. Tvískipt og vel rúmt geymslu- pláss er á milli framsætanna með av innstungu og 12V tengi. Vetrardekkin eru nú farin að iða af spenningi að komast undir bílana. Enn er mánuður þar til slíkt er leyfilegt en gott er þó að kanna ástand þeirra áður en fyrsti hálkudagurinn rennur upp. REYNSLUAKSTUR VOLVO S80 Vél: 2.4i D5 Turbo dísil 185 hestöfl/400 Nm Eyðsla bl. akstur: 7,3 l/100 km 0-100 km/klst: 9,5 sek Farangursrými: 480 l PLÚS: Dísilvélin er hljóðlát en kraftmikil Mælaborð er fallegt og einfalt í notkun Vegahljóð í lágmarki MÍNUS: Skyggni mætti vera betra Verð: 5.190.000 kr. Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. HÆTTIÐ AÐ PRÍLA RAFSTÍRÐAR YFIRBREIÐSLUR FYRIR VÖRUBÍLA, VAGNA OG GÁMA G.T. ÓSK ARS SON EHF VEST UR VÖR 23, 200 KÓPA VOG UR Sími 554 6000 • www.islandia.is/scania
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.