Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 20
 30. september 2006 LAUGARDAGUR20 Maður vikunnar er sjálfkjörinn að þessu sinni. Ekki verður um það deilt. Ómar Ragnarsson fékk því áorkað sem fáum öðrum hefur og hefði tekist þegar hann síð- astliðið mið- vikudagskvöld stóð fyrir ein- hverri stærstu mótmælagöngu Íslandssögunn- ar með litlum sem engum fyr- irvara. Hátt í fimmtán þús- und manns tóku höndum saman og fylgdu eld- huganum Ómari niður Laugaveg- inn, niður hlið- arvegi og mynd- uðu saman mannelfur sem streymdi niður að Alþingishús- inu í þeirri veiku von að frá því yrði horfið að koma böndum á sjálfa Jöklu. Mótmæli sem hljóta að fara á spjöld sögunn- ar og marka straumhvörf. Hvert manns- barn þekkir Ómar Ragnars- son. Svo áber- andi hefur hann verið í um hálfa öld. Og þegar nánar er að gáð er hann sá sem hann sýnist. Opinn og orkumikill. Ómar kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Ómar lætur ekkert stöðva sig. Svo gagntekinn verður hann af viðfangsefni sínu hverju sinni. Sem er kostur en jafnframt galli. Þannig er Ómar egóisti í þeim skilningi að allt má víkja þegar hann fer af stað. Þó segja þeir sem til þekkja að fyrir um tíu árum hafi runnið upp fyrir honum ljós. Ómar hafi þá orðið sér meðvitaður um að fjölskyldan eigi − jafnvel − að njóta vafans. Að Ómar hafi um fleiri að hugsa en sjálfan sig. Fjöl- skyldunni þurfi að sinna þótt óbyggðirnar kalli. Og þar er verk að vinna. Ómar á með konu sinni, Helgu Jóhannsdóttur, sem hann kvæntist 1961, 7 börn og 19 barna- börn. Þeir sem til þekkja segja að Ómari sé best lýst með orðunum: Ofboðslega góður maður. Hann myndi aldrei fara með ósannindi. Og aldrei ljúga upp á neinn. Heiðar- leiki er Ómari í blóð borðinn. Hann hefur aldrei notfært sér sambönd sín sér og sínum til hagsbóta eða framdráttar. Hann er prinsipp- maður í þessum efnum. Strang- heiðarlegur, hvernig sem á það er litið. Heiðarleiki hans birtist meðal annars í því að sé hann á vegum fyrirtækis síns úti á landi þá sefur hann heldur í bíl sínum fremur en að leigja sér hótel- herbergi á kostnað vinnuveitenda sinna. Þiggur frekar brauðsneið af bónda fremur en að fara á veit- ingahús og skrifa reikninginn á kompaníið. Því miður, segja þeir sem standa honum næst, nær þessi hagsýni ekki til þess sem snýr að honum sjálfum. Ómar á ekki neitt þegar litið er til efnislegra gæða. Hann er hræðilega lélegur pen- ingamaður. Menn ganga svo langt að segja engan hafa eins lítið vit á peningamálum og Ómar Ragnars- son. Og ef ekki væri fyrir konu hans væri hann eins og drusla til fara. Helga hugsar fyrir Ómar þegar kemur að praktískum málum. Hann væri algerlega ósjálfbjarga án hennar en Helga passar upp á að Ómar fari í hrein föt og að hann eigi yfirleitt föt til að fara í. „Hann væri Gísli á Upp- sölum án Helgu sinnar,“ segir einn heimildarmanna blaðsins. Hús- verk eru honum lokuð bók. Væri hann einn síns liðs væri Cheerios í öll mál. Borðað beint upp úr pakk- anum. Ómar er mikill tilfinningamað- ur og rómantískur svo af ber. Um það vitna mörg ljóða hans. Var til þess tekið í framlagi Ómars til forkeppni Eurovision-söngva- keppninnar, þar sem hann skrifaði fagran brag um ástir foreldra sinna. Og öllum er ljóst, þeim sem hann þekkja, að hann elskar konu sína út af lífinu. Dýrkar götuna sem hún gengur á. Ómar veit sem er að án hennar væri hann ekk- ert. Heimildar- menn blaðsins segja þau hjón aldrei rífast. Enda er eitt helsta mottó Ómars það að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Allir sáttir. Og ekki síst það skýrir hvers vegna hann gengst nú fyrir mótmælunum, eins öfugsnúið og það kann að hljóma. Ómar er ósáttur við ósátt- ina. Hann finnur hversu þjóðin er klofin í afstöðu sinni til Kára- hnjúkavirkjunar og því kallar hann eftir sátta- leið. Einhverjum kann að koma á óvart að Ómar átti einungis örlítið eftir af lögfræðinámi þegar skyldan kallaði. Ómar útskrifaðist sem stúdent frá MR og fór þaðan í lögfræði. Ekki galið þegar til þess er litið að Ómar er orator og sannfæring- arkrafti hans við brugðið. En þegar aðeins var ár eftir af því námi var orðið svo mikið að gera hjá honum við að skemmta að námið var lagt á hilluna. Allir sem eitthvað vita þekkja hinn ofvirka dellukarl sem Ómar er. Sjónvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn sem flengist landshluta á milli við að greina frá og skemmta. En þeir sem til þekkja telja þó víst að hann hefði ekki verið greindur ofvirkur færi hann í slíka skoðun. Ómar getur setið tímunum saman og lesið. Þá gjarnan bílablöð, flugvélablöð, hnefaleikatímarit og bækur. Þá mun vera vonlaust að ná við hann sambandi. Hann hverfur í sínar bækur og sín blöð. Og á það jafn- framt til að sitja klukkustundum saman og gera ekki neitt. Þá vænt- anlega er verið að hlaða batteríin. Áhugamál Ómars utan þeirra sem lýsa sér í lesefninu áður- nefndu eru Ísland, þjóðin og nátt- úran. Hann er þjóðernissinni í þeirri merkingu. Þann hafsjó fróð- leiks sem hann býr yfir um land og þjóð má rekja til þess að sem drengur fékk hann lömunarveiki. Lá þá lengi í rúmi sínu og hlustaði á veðurfréttir. Hann lærði að þekkja allar veðurstöðvar. Og rýndi í landakortið þar til hann kunni það utanbókar. Þá er hann og vel lesinn í Íslendingasögum. Hann elskar þessa þjóð og þetta land. Sú setning hljómar klén um flesta aðra en Ómar. MAÐUR VIKUNNAR Strangheiðarlegt en sjálfhverft hágæðablóð ÓMAR RAGNARSSON SJÓNVARPSMAÐUR Láttu draumi nn rætast ! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.