Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 71
LAUGARDAGUR 30. september 2006 33 hátt. Og þó bókin sé í skáldsagna- formi halda þeir félagar sig við þann vitnisburð að þarna sé allt sannleikanum samkvæmt. „Ekki eins og lögregluskýrsla,“ segir Jón Atli og veltir því fyrir sér hversu langt í eigi að seilast í leit eftir skilgreiningum. „Þetta er sagan af Bubba Mort- hens. Hann endurspeglar það besta og það versta í fari þjóðar- innar. Eitt það besta er hversu umbúðalaus hann er. Segir bara já eða nei. Maður sér hann taka ákvörð- unina. Og engir utanaðkomandi faktorar ráða. Ekk- ert: Hvað segja aðdáendurnir um þetta og svo fram- vegis. Slíkir menn taka radíkal ákvarðanir. Ég hef ekki fundið nema góðan stuðning. Veit ekki hvort margir hafa þetta hugrekki til að bera. Segja bara já, eða nei og svo fokk it. Það skiptir svo miklu máli. Ekkert markaðsplan, engar málamiðlan- ir, ekkert hálfkák. Ekki er hægt að skrifa bók sem þessa nema við- fangsefnið hafi til að bera slíka kosti.“ Lygin leynir sér ekki Aðspurðir um hvort Bubbi sé ekki draumaviðfangsefni sé litið til ævintýralegs lífshlaups líta þeir félagar hvor á annan og krefjast þess þá að á lesendur þessa viðtals verði skorað að lesa bókina Ísbismarkinn. Hún sé lygilegasta sannsögulega bók sem skrifuð hafi verið. Þar megi tala um ævintýralegt lífshlaup. Í Ballöðunni um Bubba fléttar Jón Atli inn í prósann textum Bubba af mikilli kúnst. Þrátt fyrir það gefa þeir sig ekki með það að bókin rambi á mörkum skáldskapar og raunveruleika. Bubbi segist syngja um raun- veruleikann. Þar sé enginn til- búningur. „Þú getur ekkert logið ef þú ert listamaður,“ segir Jón Atli. „Það bítur þig alltaf í rassgatið. Og af því að Bubbi var dómari í Idolinu. Mér fannst alltaf þessir krakkar vera að ljúga. Þau voru ekki með neitt nýtt heldur voru að endurtaka það sem aðrir hafa sagt. Í japanskri uppfinningu sem er karaókíið. Þar endar umræðan um satt og logið. Það heyrist alltaf ef menn eru að ljúga. Annaðhvort virkar þetta eða ekki. Og það er sá mælikvarði og enginn annar sem gildir.“ Háður sinni markaðssetningu Bókin spannar vítt tímasvið. Unglingurinn Bubbi á vertíð og poppstjarnan Bubbi fimmtug á milljóna króna tónleikum í boði Glitnis og OgVodafone. Ekki verður betur séð en rithöfundur- inn sé skeptískur á þróun mála. Spurt er hvort þeir hafi alltaf gengið í takt, Jón Atli og Bubbi? „Já, þetta var sirkus. Ég sá veisluna öðruvísi. En ef þú kaup- ir DVD diskinn þá heyrirðu ræð- una sem ég flutti í VIP herberg- inu. Og hún var jafn mikið á skjön við umgjörðina og Jón Atli skrif- ar,“ segir Bubbi. „Ég er kannski ekki sammála sýn hans á Bjarna Ármanns og svona. En ég tók strax þá afstöðu að ritskoða Jón Atla ekki. Skipti mér ekki af því sem hann skrif- aði. Ég tek eftir því að Geir Haarde er farinn að ritskoða blaðamenn með því að velja sér spurningar. Ef þú ferð að rit- skoða ertu í vondum málum. Ég var í auga stormsins þarna. Og það eru tvær hliðar á þessum pakka. Að vera listamaður og svo er allt sölubatteríið í kringum það. Ég get ekki aðskilið mig frá því. Ég er partur af því líka. Ég gæti reynt að ljúga því að ég sé fuglinn Fönix sem átti að flúga upp eftir brunann. Listamaður óháður öllu. Ekki partur af þess- ari maskínu. En sá er ekki til. Sumir eru svo sterkir fjárhags- lega að þeir ráða markaðssetn- ingu sinni meðan aðrir fylgja öðrum leiðum. Nick Cave er háður sinni markaðssetningu rétt eins og Madonna er háð sinni. Bubbi Morthens er háður sinni markaðssetningu. Svo er bara spurning hvernig þetta er sett fram.“ Jón Atli segist ekkert hafa á móti markaðsfólki eða þeim sem græða peninga. „Ég bara sá þessa tónleika og þetta ástand sem hálf- gert míkrócosmos sem mér fannst endurspegla þjóðfélags- ástandið að einhverju leyti.“ Getur þetta þá verið saga um sigurvegara? Jafnvel þó í bók- inni segi að peningar séu hið nýja dóp? Bubbi segir það enga spurn- ingu. En um leið er þetta saga halloka. „Er það ekki bara þetta klass- íska? Um mann sem langar í eitt- hvað. Fær ekki beint það sem hann langar í. Heldur það sem hann þarf,“ segir Jón Atli. Gítarinn aðgöngumiði að lífslest- inni Þannig er þetta saga um mann sem átti ekkert val. Hann skyldi verða músíkant. Eins óhjákvæmi- legt og að setja vinstri fótinn fram fyrir þann hægri á göngu. „Það er í bókinni. Músíkantinn, ævin, persónan ... allt sami pakkinn. Óaðskiljanlegt.“ Mátti þá allt víkja? „Ég var reyndar ekki sama skrímslið og Lax- ness – að bókstaf- lega allt mætti víkja fyrir þörfinni og lönguninni til að meika það. Og verða það sem þú varðst. Ég átti enga valkosti. Þetta var jafn nauðsynlegt og draga andann. Öðru vísi hefði ég ekki tekið með mér gítarinn á Bolung- arvík á útilegubát- inn að verða sex- tán ára. Ég bara vissi ekki að fing- urnir eyðileggjast við beitingar. Enn er ég með ör á öllum fingrum eftir þennan eina túr. Svo spilaði ég. Ég var búinn að gleyma því en Jón Óskar myndlistarmaður minnti mig á það um daginn að ég spilaði og það lak blóð úr öllum fingrum.“ Köllun eða til að meika það? „Þetta var spurningin um að lifa af. Já, kannski brjótast út úr ein- hverjum aðstæðum. Gítarinn var miðinn minn. Með lífslestinni. Aðgöngumiðinn. Ég hefði ekki lifað af ef ég hefði ekki haft gít- arinn.“ „Ár dýrsins eins og það birtist okkur í Opinberunarbókinni. Í fyrsta sinn í hundrað ár myndi dagur mánaðar mánuður og árið mynda þessa alræmdu tölu. En það er bara biblíukóði. Í hliðar- sal Laugardalshallarinnar er frelsi til sölu. OgVodafone og Glitnir hafa keypt fimmtugsaf- mæli Bubba Morthens og skála fyrir honum í messuvíni frá Búrgúndí og Napadal. Tónleikarnir verða sýndir á breiðtjöldum í salnum og þú getur setið í leðursófasetti og horft á beina útsendingu í sjón- varpi. Þú ert á staðnum en þarft ekki að taka meiri þátt í þessari athöfn en þú vilt. Forstjóri Glitn- is heldur afmælisræðuna og skálar við ríkustu menn og konur landsins. En þetta er ekki honum að kenna. Nördarnir sigruðu og hann er í forsvari þeirra. Hjarðir af jakkalakkanördum sem fjár- festa með peninga í hjörðum. Rafmagnsgítarnum var skipt út fyrir tölvur og excelskjöl. Það sést varla vín á nokkrum manni. Enginn hér er í annarlegu ástandi. Peningar eru hið nýja dóp og eini mælikvarðinn sem gildir í þessu samfélagi. Sieg Heil Für Das Kapital. Róm brennur og Reykjavík líka. Grindavík og Keflavík loga. 666. Tala dýrsins. Einhvers konar dýrs. Kannski með lambshorn og kannski ekki. Nokkur koma nefnilega upp í hugann. Ungstjórnmálamenn ráfa um hjörðina eins og hýenur með dökka bauga eftir langar kosninganætur og akfeitur bæjar- stjóri minnir helst á risavaxið froskdýr þar sem hann hlær dimmum drekahlátri að brand- ara sem fyrrverandi forstjóri olíufélags hvíslar að honum. Í loftinu er ilmur af framandi ostum og sósum og sérinnfluttu rauðvíni en líka nálykt og sviti og ótti því talan vekur ugg í brjósti margra. Á borðum eru exótískar snittur og auðmjúkir þjónar ganga um beina og troða sér milli Prada pilsa og Armani jakkalakka. Forseti Íslands dýfir tígrisrækju í rótsterka chillisósu og hrópar áttfalt húrra fyrir kónginum. Reykjavík brennur og kokið á forsetanum líka.“ PENINGAR ERU HIÐ NÝJA DÓP Brot úr bókinni Ballaðan um Bubba Morthens „Ég var reyndar ekki sama skrímslið og Laxness -- að bókstaflega allt mætti víkja fyrir þörfinni og lönguninni til að meika það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.