Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 34

Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 34
[ ]mannlegi þátturinn m an nl eg i þá tt ur in n Skólagangan mín byrjaði ekki vel. Ég var sett í tossabekk – ég las svo hægt. Ég gat ekki lært margföldunartöfluna – ég var mömmu til skammar. Ég gat ekki lært ljóð – ég var svo heimsk. Á kvöldin sat ég við eldhúsborðið og skrifaði og mamma strokaði út. Ég var hrædd við kennarann minn, ég var hrædd við gangavörðinn, ég var hrædd við fullorðið fólk. Ég var 9 ára – lítil og mjó. Hrekkjusvínin voru í mínum bekk – Maggi feiti og Kalli kúdó. Það var búið að senda Magga feita til skólastjórans þennan dag. Sigfríður sat við kennaraborðið. Hún var að slípa neglurn- ar. Ég var með hjartslátt, hnút í maganum, sveitt í lófunum. Ég átti að fara með Heilræðavísurnar uppi á töflu. Mín beið niðurlæging og skömm. Og samt var ég með nokkur orð í lófanum. ... óttast guð sinn herra, ... virðing þverra , ... heiður næra, ... dyggð – styggð, ... viljirðu gott barn heita, ... spjátur, hæðni, hlátur. Púfff. Ég var reyndar alveg búin að ná þessu með þursinn heimska sem þegja hlýtur. Heilræðavísurnar eru ekkert sérlega uppbyggilegar. Þær lýsa gildum frá gamalli tíð – menntasnobbi, dómhörku og valdboðum. Heilræðavísurnar ala á fordómum, lítilsvirð- ingu og mismunun. Og aðeins fáir eiga upp á pallborðið hjá Hallgrími Péturssyni – þeir vitru, lærðu, alvarlegu og orðvöru. Og Hallgrímur beindi máli sínu bara til drengja svo það var alveg ljóst að stúlkur komu ekki einu sinni til álita. En Hallgrími gekk gott eitt til – hann ætlaði sér örugg- lega ekki að terrorísera margar kynslóðir af íslenskum börnum. Enda vissi hann ekkert um dyslexíu eða tilfinn- ingagreind. En það gerum við í dag. Nú er það viðurkennt að manneskjan getur haft gildi á marga vegu og allir hafa eitthvað til síns ágætis. Fjölgreindarkenningin breytti öllu. Ég fagnaði fjölgreindarkenningunni með húrrahrópum og tárum. Þvílík léttir og uppreisn æru. Maður hafði þá kannski eitthvað til síns ágætis eftir allt saman. Og pabbi – sem var næstum alveg hættur að tala af ótta við þágu- fallssýki – hann hafði kannski eitthvað merkilegt að segja? Ég vissi vel að pabbi gat ýmislegt – hann gat gert við allan fjandann – smíðað hús og flogið flugvélum – en hann var næstum alveg hættur að tala – eins og þursinn í vísunni. Já, fjölgreindarkenningin breytti öllu. Nú höfum við vís- indalegar sannanir fyrir því að félags- og tilfinninga- þroskinn segir best til um velgengni í lífinu. Og svo kom það líka í ljós eftir allt saman að heilinn virkar ekki vel þegar við erum óörugg og hrædd. Og fullur haus af niður- soðinni þekkingu hjálpar manni ósköp lítið á upplýsinga- öld. Það eina sem raunverulega skiptir máli er hvernig okkur líður. Mikilvæg prófspurning: Hvernig líður þér? Lífsleiknin er ný námsgrein sem er ætlað að efla félags- og tilfinningaþroska nemenda. Það má því auðveldlega færa rök fyrir því að lífsleiknin sé mikilvægasta námsgreinin. Að lífsleiknin sé í raun eina námsgreinin sem við ættum að hafa samræmt próf í ... ef við viljum meta það sem raun- verulega skiptir börnin okkar máli. Og eina spurningin sem væri til prófs hljóðaði svona: Hvernig líður þér? Vitneskja fæst ekki aðeins úr bókum. Hún fæst í miklum mæli úr skóla lífsins. Mannlegi þátturinn ÁSDÍS OLSEN Ég var í tossabekk „Know Thyself“ sagði Sókrates á 5. öld fyrir Krist ... en hvað gerðist svo? Sjálfsgreind er í raun ekki nýtt fyrirbrigði. Það var í raun Sókrates sem áttaði sig á gildi sjálfsþekkingar fyrir hundruðum ára. „Þekktu sjálfan þig“ sagði Sókrates. Þessi einfalda heimspeki hans er í dag þekkt sem það námsferli sem á sér stað með lífsleikninni í því skyni að bæta sjálfsvitundina. Þekktu sjálfan þig Nám þarf ekki aðeins að fara fram í skólastofu með nefið ofan í bók. Til er margs konar greind sem þróast við leik og störf í lífsins nið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Nú skal grennast !!! Nu hefur tekið til starfa nýtt heilsustúdíó, staðsett í glæsilegu húsnæði á 2. hæð að Reykjavíkurvegi 68 í Hafnarfirði. Þarna er notuð glæný og byltingarkennd tækni frá Ultratone. Ultratone tækin nota rafskilaboð til þess að örva ákveðin svæði líkamans og ná fram þeim árangri sem fólk leitast eftir, hvort það er megrun, styrking eða jafnvel markviss líkamsþjálfun. Ultratone fyrirtækið hefur lengi leitt markaðinn í rann- sóknum og sú einstaka fullkomnunarárátta sem þar ríkir hefur fætt af sér hið geysimagnaða Futura Pro tæki. Önnur tæki á markaðnum nýta stundum rafskilaboð til þess að reyna að ná sama árangri og Ultratone en stóri munurinn er sá að önnur tæki hafa almennt aðeins eina tegund rafstraums á meðan Ultratone hefur fundið upp 30 mismunandi rafmerki sem hvert hefur sinn tilgang og þessum rafmerkjum er raðað saman til þess að skapa nákvæmari og mun áhrifaríkari meðferð en áður hefur náðst. Rafmerkin eru gríðarlega þróuð og ekki skaðar að slátturinn er miklu mýkri og því finnur viðskiptavinurinn mun minna fyrir rafmerkjunum en áður hefur þekkst. Opnunartilboð Hafðu samband strax og kynntu þér opnunartilboðin okkar, en þau eru hreint útsagt frábær. Til dæmis 50% afsláttur af 10 tíma kortum. Rétt verð er 25.000 kr. Tilboðsverð er 12.500 kr. Einnig er hægt að fá frían prufutíma. Hringið strax ! ULTRATONE Reykjavíkurvegi 68 Hafnarfirði Sími: 544 5300 www.ultratone.is ULTRATONE Megrun - styrking - og ekkert vesen !
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.