Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 8
8 30. september 2006 LAUGARDAGUR í Vetrargarðinum í Smáralind laugardaginn 30. september kl. 11–18 sunnudaginn 1. október kl. 13–18 Kíktu á Ostadaga 2006 og kynntu þér íslenska ostaframleiðslu. Nýjungarnar í ár eru svo sannarlega spennandi! Nýr ostavefur opnaður. Happdrætti með ferðavinningi fyrir tvo frá Iceland Express. Kokkalandsliðið sýnir listir sínar og veitir ráðgjöf. Verðlaunaostar, Skólahreysti, uppskriftir og margt, margt fleira. Hver er besti osturinn 2006? Hver verður ostameistari Íslands 2006? Svalaðu for- vitninni og kitlaðu bragðlaukana um helgina. Það kostar ekkert! Allir velkomnir Komdu, smakkaðu og upplifðu! Happdrættismiði Fylltu miðann út, komdu með hann á Ostadaga í Vetrargarðinumí Smáralind 30. september og 1. október og þú átt möguleika á að vinna flugferð fyrir tvo með Iceland Express. Fullt nafn: Heimilisfang: Tölvupóstfang: Póstnr.: Heimasími: Sveitarfélag: Gsm: Nafn vinningshafa verður birt á heimasíðu Osta- og smjörsölunnar, www.ostur.is, þriðjudaginn 3. október. VARNARMÁL Nicholas Burns, sem er aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og sá maður sem hringdi í Geir H. Haarde 15. mars síðastliðinn til að tilkynna Íslend- ingum ákvörðunina um brottför varnarliðsins, segir nýja sam- komulagið um varnarmálin „styrkja hið nærri sextíu ára tví- hliða samstarf þjóðanna“. Hann ítrekar „bjargfasta skuldbind- ingu“ Bandaríkjamanna til varna Íslands. Burns svaraði spurningum sem Fréttablaðið sendi honum í tölvu- pósti. Spurður hvaða langtíma- áhrif þessi mikla breyting á varn- arsamstarfi ríkjanna muni hafa á pólitísk tengsl ríkjanna segir Burns: „Þessir samningar styrkja hið nærri því sextíu ára gamla tví- hliða samstarf okkar, en að því stefndu ríkisstjórnir beggja land- anna þegar við hófum þessar við- ræður. Þeir byggja á bjargfastri skuldbindingu okkar að verja Ísland samkvæmt varnarsamn- ingnum frá 1951 og Atlantshafs- sáttmálanum frá 1949. Nýju samn- ingarnir marka líka brautina að því hvernig öryggisþörfum Íslands er fullnægt, og að Ísland leggi sitt af mörkum til öryggis- mála í heiminum, í baráttunni gegn hryðjuverkum, gegn smygli á eiturlyfjum og fólki og gegn útbreiðslu gereyðingarvopna.“ Þar sem Ísland er nú eina NATO-ríkið án loftvarna eða virks lofthelgiseftirlits, eins og NATO sér Eystrasaltsríkjunum þremur fyrir, var Burns líka inntur eftir því hvort Bandaríkin ætluðust til að evrópsku bandalagsríkin muni framvegis sjá um að gæta öryggis íslensku lofthelginnar eftir að Bandaríkjamenn eru hættir því. Í svari sínu lýsir Burns því yfir að Bandaríkin muni „standa við skuldbindingu sína til að verja Ísland, í samræmi bæði við varn- arsamninginn frá 1951 og Atlants- hafssáttmálann. Skuldbinding okkar stendur óhögguð.“ Það sem hafi breyst á síðustu árum sé eðli þeirrar ógnar sem að Íslandi og öllum NATO-bandalagsþjóðunum steðji. Bandaríkin kunni annars „sann- arlega að meta framlag Íslands til að hjálpa okkur og bandamönnum okkar í NATO að mæta ógnum 21. aldarinnar með verkfærum 21. aldarinnar,“ segir Burns, og lýkur máli sínu á þessum orðum: „Ég legg aftur á móti áherslu á að við stöndum að fullu við skuldbind- ingu okkar til að verja Ísland og erum fyllilega færir um það.“ audunn@frettabladid.is NICHOLAS BURNS „Skuldbinding okkar stendur óhögguð,“ segir aðstoðarvarnar- málaráðherra Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna um nýja samkomulagið um varnarmálin: Bjargföst varnarskuldbinding HÉRAÐSDÓMUR Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Aquanet- world og stofnandi þess, Mark Ashley Wells, eigi að endurgreiða Lesley P. Ágústsson tæplega 2,7 milljónir króna ásamt dráttar- vöxtum og 450 þúsund krónur í málskostnað. Lesley lagði tæpar 2,7 milljónir í Aquanetworld veturinn 2004- 2005 og átti að vera svæðisbund- inn stjórnandi á Íslandi. Fljótlega komst hún á þá skoðun að Mark beitti blekkingum til að leggja fé í félagið. Mark bauð henni endur- greiðslu sem hún þáði en endur- greiðslan fór aldrei fram. - ghs Aquanetworld: Dæmt til að endurgreiða VIÐSKIPTI Tekjujöfnuður ríkis- sjóðs á öðrum ársfjórðungi var jákvæður um 17,5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgða- tölum sem Hagstofan birti í gær um fjármál hins opinbera. Heild- artekjur ríkissjóðs voru ríflega 98 milljarðar króna og heildarút- gjöldin um 81 milljarður króna. Þegar litið er á fyrstu sex mán- uði ársins skilaði ríkissjóður 36 milljarða króna afgangi. Hafa heildartekjur hans aukist um 11,7 prósent og útgjöldin um 3,6 prósent. Á öðrum ársfjórðungi nemur áætlaður halli sveitarfélaganna þremur milljörðum króna. Heild- artekjur þeirra nema 34,7 millj- örðum króna en heildarútgjöld 37,6 milljörðum króna. Á fyrri hluta ársins hafa heildartekjur sveitarfélaganna vaxið um rúm- lega ellefu prósent frá sama tímabili síðasta árs og útgjöldin um tæplega tólf prósent. Heildartekjur hins opinbera, ríkissjóðs, almannatrygginga og sveitarfélaga, eru í heild áætlað- ar 131,2 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekju- jöfnuðurinn er áætlaður 14,7 milljarðar króna eða rúmlega ellefu prósent af tekjum hins opinbera. Litið til fyrri helmings ársins hafa tekjurnar aukist um 11,7 prósent frá samsvarandi tímabili fyrra árs og útgjöldin vaxið um rúmlega sex prósent. - hhs SEÐLAVESKI Samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofu Íslands virðist budda ríkissjóðs troðin meðan heldur vantar í veskið hjá sveitarfélögunum. Ríkissjóður skilar 36 milljarða króna tekjuafgangi á fyrri helmingi þessa árs: Afgangur hjá ríki, halli í sveit MANCHESTER, AP Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkja- manna, heillaði flokksmenn Verkamanna- flokksins upp úr skónum með ræðu sem hann hélt á flokksþinginu á miðvikudag. Clinton hrósaði flokknum fyrir vel unnin störf en varaði við því að almenningur væri fljótur að gleyma „félagslegum framförum“. Sagðist hann tala af reynslu, því hann hefði barist við fjárlagahalla um árabil til þess eins að sjá hann vaxa úr öllu valdi, skömmu eftir að George W. Bush tók við embætti. Því þyrfti að vekja kjósendur til meðvitundar um að framfarir flokksins væru ekki sjálfsagðar. - kóþ Ræða Clintons í Bretlandi: Almenningur er gleyminn BILL CLINTON VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað heitir umdeildi stjórn- málamaðurinn sem ákvað að snúa aftur á stjórnmálavett- vanginn í vikunni? 2 Hvaða breska stórblað hefur keypt birtingarréttinn á örmyndasögum Hugleiks Dagssonar? 3 Hvernig endaði leikur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Portúgal sem var háður á fimmtudag? SVÖRIN ERU Á BLS. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.