Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 30. september 2006 Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefn- ast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hvað eru til mörg letidýr í heiminum, hver er uppruni orðasambandsins að finna einhvern í fjöru, var Haraldur hár- fagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar og verður maður brúnn eða kannski gulur af því að borða gulrætur? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. ������������� ��������������� Hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni? Í kjölfar þess að Nikulás II Rússa- keisari afsalaði sér krúnunni í mars árið 1917 var keisarafjöl- skyldan sett í stofufangelsi í Alex- andershöllinni í Petrograd sem nú heitir Skt. Pétursborg. Bráða- birgðastjórnin sem tekið hafði við völdum hugðist flytja fjölskyld- una til Englands en þau áform mættu hins vegar andstöðu sov- étsins í Petrograd. Þess í stað var keisarafjölskyldan flutt til Tobolsk í Síberíu í ágúst 1917. Þar var hún handtekin eftir október- byltinguna og höfðu forystumenn Bolsévika áform um að rétta opin- berlega yfir keisaranum. Áform um að frelsa keisarann Í maí 1918 var keisarafjölskyldan svo flutt til Ékaterínburg í Síber- íu. Þá var hafin borgarastyrjöld í Rússlandi þar sem gagnbyltingar- menn, svokallaðir hvítliðar, börð- ust við stjórn Bolsévika í Péturs- borg, og nutu stuðnings innrásarherja frá Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Japan. Hvítliðar í Síberíu lutu stjórn Alexanders V. Koltsjaks aðmíráls, en hann hafði tekið völd- in í Omsk og gerði sig líklegan til að sameina allar hreyfingar and- snúnar Bolsévikum austan Úral- fjalla í stóran og mikinn her. Hvítliðar sóttu mjög hart að Ékat- erínburg og mun ætlunin hafa verið að frelsa keisarann og gera hann að leiðtoga uppreisnarinnar gegn ráðstjórninni. Keisarafjölskyldan tekin af lífi Í júlí 1918 var Ékaterínburg her- tekin af tékknesku herdeildunum sem höfðu þá gengið til liðs við gagnbyltingarmenn. Þá hafði ráð- stjórnin í borginni hins vegar látið taka keisarafjölskylduna af lífi. Það var gert í stofufangelsi þeirra, húsi sem áður hafði tilheyrt auð- ugum borgara af gyðingaættum, Nikolaj Ípatíev að nafni, og fóru aftökurnar fram aðfaranótt 17. júlí 1918. Ekki er nákvæmlega vitað hver fyrirskipaði aftökurnar, hvort það var ráðstjórnin í Ékaterínburg eða miðstjórnin í Moskvu. Þær framkvæmdi hins vegar Jakov Júrovskíj (1878-1938), leyniþjón- ustumaður frá Tomsk. Margir aðalsmenn flýðu land Tíu ættingjar keisarans voru myrtir eða líflátnir af byltingar- mönnum, en 35 munu hafa flúið land. Margir rússneskir aðals- menn flýðu land eftir byltinguna þar sem Bolsévikar vildu útrýma aðlinum sem stétt. Í nóvember 1917 voru lögbundin forréttindi aðalsins afnumin með tilskipun og í kjölfarið fylgdi eignaupptaka. Formleg jarðarför eftir 80 ár Í júlí 1991 voru lík keisarafjöl- skyldunnar grafin upp en tvö barnanna fundust ekki. Keisara- fjölskyldan fékk að lokum form- lega jarðarför 18. júlí 1998, 80 árum eftir að hún var tekin af lífi. Sú goðsögn er lífseig að Anasta- sía, dóttir keisarahjónanna, hafi lifað af, og jafnvel einnig sonur- inn Alexei, en það stangast á við frásagnir sjónarvotta af aftökun- um. Samkvæmt frásögn Júrov- skíjs skaut hann sjálfur keisar- ann og son hans. Önnur lífseig samsæriskenning sem finna má víða snýst um að Gyðingar hafi lagt á ráðin um aftökurnar. Sagn- fræðingar taka hvoruga kenning- una alvarlega. Sverrir Jakobsson, stunda- kennari í sagnfræði við HÍ Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu? Á himinhvelfingunni allri sjást einungis um 6000 stjörnur með berum augum við bestu aðstæður. Við sjáum þó aðeins hálfa hvelf- inguna hverju sinni, það er að segja í mesta lagi aðeins um 3000 stjörnur. Staðsetning stjörnuskoð- anda eða athugunartími skiptir engu máli því að stjörnufjöldinn er nær óháður því hvorn helming hvelfingarinnar verið er að skoða. Ekki sömu stjörnur á Íslandi og í Ástralíu Staðsetning athugandans skiptir hins vegar sköpum um það hvaða stjörnur sjást á himninum. Sé athugandi til að mynda á Íslandi sér hann ekki sömu stjörnurnar og athugandi í Ástralíu því að jörðin byrgir mismunandi hluta hvelfingarinnar. Vegna möndul- snúnings jarðar sýnast stjörnurn- ar rísa í austri og setjast í vestri, rétt eins og sólin okkar, og vegna brautarhreyfingar jarðar umhverfis sólina breyta stjörn- urnar smátt og smátt stöðu sinni á himninum. Stjörnur af öllum stærðum Að undanskildum reikistjörnun- um er sérhver stjarna næturhim- insins fjarlæg sól, svipaðs eðlis og sólin okkar. Stjörnurnar fram- leiða sitt eigið ljós og hita og hafa ef til vill einhverjar reikistjörnur umhverfis sig. Stjörnurnar eru af öllum stærðum og gerðum. Marg- ar stjörnur eru miklu stærri en sólin okkar, til að mynda stjarnan Betelgás í stjörnumerkinu Óríon, sem er svo stór að væri henni komið fyrir í miðju sólkerfis okkar myndi hún ná út fyrir braut Júpíters. Aðrar stjörnur eru miklu minni, eins og til dæmis hvítar dvergstjörnur sem eru sólir á stærð við jörðina. Stjörnur nær og fjær Fjarlægðin til stjarnanna er afar mismunandi. Fjarlægð til stjarna er mæld í ljósárum, en það er sú fjarlægð sem ljósið ferðast á einu ári. Nálægast stjarnan, Proxíma Centauri, er til dæmis í 4,2 ljósára fjarlægð en bjartasta stjarnan, Síríus, er í um 8,7 ljósára fjar- lægð. Áðurnefnd Betelgás er í um 520 ljósára fjarlægð en Pólstjarn- an er í um 820 ljósára fjarlægð. Fjarlægasta fyrirbærið sem við getum séð með berum augum er heil vetrarbraut, M31, í 2,8 millj- ón ljósára fjarlægð. Sævar Helgi Bragason, eðlisfræðinemi Rússneska keisarafjölskyldan. NÝTT& FERSKARA BLAÐ KEMUR ÚT ALLA FIMMTUDAGA Nanna Guðbergsdóttir hamingjan býr ekki í glamúrheimi Björgvin Halldórsson þetta var alveg stórbrotið Hulda í Flash ætlaði aldrei að opna verslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.